Kjördæmi og ofríki meirihlutans 17. október 2012 06:00 Ein helsta grunnstoð lýðræðisins er sú regla að meirihlutinn skuli ráða úrlausn sameiginlegra mála. Þessari mikilvægu réttlætiskröfu fylgir hins vegar veruleg hætta á annars konar óréttlæti sem nefnt hefur verið „ofríki meirihlutans“. Í því felst að meirihluti kjósenda geti í krafti atkvæðavægis tekið til sín alla kökuna, í stað þess að fá sneið í réttu hlutfalli við mannfjölda, eða svipt minnihlutahópa mikilvægum réttindum. Sanngjarnt lýðræðislegt stjórnkerfi verður því að leitast við að tryggja jafnvægi milli réttinda meirihlutans og réttinda margvíslegra minnihlutahópa. Með núverandi kosningakerfi á Íslandi er reynt að stuðla að slíku jafnvægi með tvennum hætti. Annars vegar auka hlutfallskosningar milli framboðslista líkurnar á því að sjónarmið sem eru í minnihluta í þjóðfélaginu heyrist á Alþingi og ýta undir samsteypustjórnir ólíkra sjónarmiða. Hins vegar tryggja svæðisbundin kjördæmi að íbúar á öllum landsvæðum eigi sér fulltrúa á þingi og hvetja til þess að stjórnmálaflokkarnir taki í störfum sínum tillit til hagsmuna fámennra jafnt sem fjölmennra svæða. Skipting Íslands í kjördæmi hefur þó verið umdeild. Í fyrsta lagi er ójafnt vægi atkvæða af augljósum ástæðum þyrnir í augum kjósenda í fjölmennari kjördæmum. Í öðru lagi hefur órökstudd krafa um að öll kjördæmi hafi nánast jafnmarga þingmenn leitt til vægast sagt sérkennilegrar skiptingar Reykjavíkur í tvö kjördæmi og afar sundurleitra landsbyggðakjördæma. Í þriðja lagi eru reglur um úthlutun þingsæta afar flóknar og kjósendur vita í raun ekki hvaða frambjóðandi í hvaða kjördæmi hlýtur atkvæði þeirra að lokum. Í fjórða lagi hafa ýmsir talið kjördæmakerfið ýta undir áherslu á sérhagsmuni einstakra svæða á kostnað landsins í heild. Fyrstu þrjú atriðin eru í raun óháð grunnhugmynd kjördæmaskiptingar. Að baki hvers þingmanns eru að jafnaði 1,6% kjósenda og ekkert því til fyrirstöðu að misjafnlega fjölmenn kjördæmi byggi einföldum reglum um nánast jafnt vægi atkvæða, án þess flækjustigs sem einkennir bæði núverandi kosningakerfi og tillögur stjórnlagaráðs. Miðað við mannfjölda myndi einföld kjördæmaskipting landsins með jöfnu atkvæðavægi skila höfuðborgarsvæðinu 40 þingmönnum, Norðvesturkjördæmi sex þingmönnum, Norðausturkjördæmi átta þingmönnum og Suðurkjördæmi níu þingmönnum. Með því væri atkvæðavægi jafnt að fyrsta aukastaf um leið og fámennari svæðum væri tryggð hlutfallsleg rödd á Alþingi þjóðarinnar. Það er hins vegar grundvallarspurning hvort íbúar ólíkra svæða eigi sér lögmæta hagsmuni sem gæta verði á Alþingi. Sumir telja að landskjörnir þingmenn geti einfaldlega hafið sig yfir hagsmuni einstakra kjördæma og unnið að hagsmunum landsins í heild. Oft eru hagsmunir þó einfaldlega svæðisbundnir og veruleg hætta á því að landskjörnir þingmenn taki ekki tillit til hagsmuna fámennra svæða ef þeir stangast á við hagsmuni fjölmennari svæða. Þannig væri þeim landskjörna þingmanni eflaust voðinn vís sem héldi fram sjónarmiðum sem væru verulega óvinsæl á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem beitt væri prófkjöri, persónukjöri eða uppstillingu sem höfðaði til meirihluta kjósenda. Jafnframt leiða margfeldisáhrif mannfjöldans til þess að frambjóðendur í fámennum landshlutum eiga tölfræðilega afar erfitt uppdráttar í landskjöri. Langflestir landskjörnir þingmenn yrðu því íbúar höfuðborgarsvæðisins eða a.m.k. vinaleg meinleysisgrey sem væru meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu þóknanleg. Í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu verður spurt hvort í nýrri stjórnarskrá skuli vera ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu vegi jafnt. Að baki þeirri spurningu er hins vegar tillaga stjórnlagaráðs um uppstokkun á kosningakerfinu sem er nær alveg óháð því hvort atkvæði vegi jafnt alls staðar á landinu. Þar er lagt til að minnst 33 þingmenn verði kosnir landskjöri en að hámarki 30 þingmenn verði kosnir í allt að átta kjördæmum. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju kjördæmabundnu sæti skuli þó ekki vera lægri en meðaltalið fyrir öll 63 sætin. Í þessari tillögu stjórnlagaráðs felst mikil breyting á samsetningu Alþingis umfram jöfnun atkvæðavægis. Horfið yrði frá kerfi þar sem landsbyggðakjördæmin hafa sex þingmenn umfram mannfjölda yfir í kerfi þar sem þingmenn sem sækja umboð sitt til landsbyggðanna yrðu tólf færri en jafnt atkvæðavægi segir til um. Í stað núverandi misvægis á kostnað höfuðborgarsvæðisins kæmi því meira misvægi á kostnað landsbyggðanna. Að lokinni þeirri atkvæðagreiðslu sem nú stendur fyrir dyrum er mikilvægt að leitað verði betri leiða til að tryggja að Alþingi verði áfram umræðuvettvangur fólks með ólíkar skoðanir og mismunandi hagsmuni alls staðar af landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ein helsta grunnstoð lýðræðisins er sú regla að meirihlutinn skuli ráða úrlausn sameiginlegra mála. Þessari mikilvægu réttlætiskröfu fylgir hins vegar veruleg hætta á annars konar óréttlæti sem nefnt hefur verið „ofríki meirihlutans“. Í því felst að meirihluti kjósenda geti í krafti atkvæðavægis tekið til sín alla kökuna, í stað þess að fá sneið í réttu hlutfalli við mannfjölda, eða svipt minnihlutahópa mikilvægum réttindum. Sanngjarnt lýðræðislegt stjórnkerfi verður því að leitast við að tryggja jafnvægi milli réttinda meirihlutans og réttinda margvíslegra minnihlutahópa. Með núverandi kosningakerfi á Íslandi er reynt að stuðla að slíku jafnvægi með tvennum hætti. Annars vegar auka hlutfallskosningar milli framboðslista líkurnar á því að sjónarmið sem eru í minnihluta í þjóðfélaginu heyrist á Alþingi og ýta undir samsteypustjórnir ólíkra sjónarmiða. Hins vegar tryggja svæðisbundin kjördæmi að íbúar á öllum landsvæðum eigi sér fulltrúa á þingi og hvetja til þess að stjórnmálaflokkarnir taki í störfum sínum tillit til hagsmuna fámennra jafnt sem fjölmennra svæða. Skipting Íslands í kjördæmi hefur þó verið umdeild. Í fyrsta lagi er ójafnt vægi atkvæða af augljósum ástæðum þyrnir í augum kjósenda í fjölmennari kjördæmum. Í öðru lagi hefur órökstudd krafa um að öll kjördæmi hafi nánast jafnmarga þingmenn leitt til vægast sagt sérkennilegrar skiptingar Reykjavíkur í tvö kjördæmi og afar sundurleitra landsbyggðakjördæma. Í þriðja lagi eru reglur um úthlutun þingsæta afar flóknar og kjósendur vita í raun ekki hvaða frambjóðandi í hvaða kjördæmi hlýtur atkvæði þeirra að lokum. Í fjórða lagi hafa ýmsir talið kjördæmakerfið ýta undir áherslu á sérhagsmuni einstakra svæða á kostnað landsins í heild. Fyrstu þrjú atriðin eru í raun óháð grunnhugmynd kjördæmaskiptingar. Að baki hvers þingmanns eru að jafnaði 1,6% kjósenda og ekkert því til fyrirstöðu að misjafnlega fjölmenn kjördæmi byggi einföldum reglum um nánast jafnt vægi atkvæða, án þess flækjustigs sem einkennir bæði núverandi kosningakerfi og tillögur stjórnlagaráðs. Miðað við mannfjölda myndi einföld kjördæmaskipting landsins með jöfnu atkvæðavægi skila höfuðborgarsvæðinu 40 þingmönnum, Norðvesturkjördæmi sex þingmönnum, Norðausturkjördæmi átta þingmönnum og Suðurkjördæmi níu þingmönnum. Með því væri atkvæðavægi jafnt að fyrsta aukastaf um leið og fámennari svæðum væri tryggð hlutfallsleg rödd á Alþingi þjóðarinnar. Það er hins vegar grundvallarspurning hvort íbúar ólíkra svæða eigi sér lögmæta hagsmuni sem gæta verði á Alþingi. Sumir telja að landskjörnir þingmenn geti einfaldlega hafið sig yfir hagsmuni einstakra kjördæma og unnið að hagsmunum landsins í heild. Oft eru hagsmunir þó einfaldlega svæðisbundnir og veruleg hætta á því að landskjörnir þingmenn taki ekki tillit til hagsmuna fámennra svæða ef þeir stangast á við hagsmuni fjölmennari svæða. Þannig væri þeim landskjörna þingmanni eflaust voðinn vís sem héldi fram sjónarmiðum sem væru verulega óvinsæl á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem beitt væri prófkjöri, persónukjöri eða uppstillingu sem höfðaði til meirihluta kjósenda. Jafnframt leiða margfeldisáhrif mannfjöldans til þess að frambjóðendur í fámennum landshlutum eiga tölfræðilega afar erfitt uppdráttar í landskjöri. Langflestir landskjörnir þingmenn yrðu því íbúar höfuðborgarsvæðisins eða a.m.k. vinaleg meinleysisgrey sem væru meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu þóknanleg. Í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu verður spurt hvort í nýrri stjórnarskrá skuli vera ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu vegi jafnt. Að baki þeirri spurningu er hins vegar tillaga stjórnlagaráðs um uppstokkun á kosningakerfinu sem er nær alveg óháð því hvort atkvæði vegi jafnt alls staðar á landinu. Þar er lagt til að minnst 33 þingmenn verði kosnir landskjöri en að hámarki 30 þingmenn verði kosnir í allt að átta kjördæmum. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju kjördæmabundnu sæti skuli þó ekki vera lægri en meðaltalið fyrir öll 63 sætin. Í þessari tillögu stjórnlagaráðs felst mikil breyting á samsetningu Alþingis umfram jöfnun atkvæðavægis. Horfið yrði frá kerfi þar sem landsbyggðakjördæmin hafa sex þingmenn umfram mannfjölda yfir í kerfi þar sem þingmenn sem sækja umboð sitt til landsbyggðanna yrðu tólf færri en jafnt atkvæðavægi segir til um. Í stað núverandi misvægis á kostnað höfuðborgarsvæðisins kæmi því meira misvægi á kostnað landsbyggðanna. Að lokinni þeirri atkvæðagreiðslu sem nú stendur fyrir dyrum er mikilvægt að leitað verði betri leiða til að tryggja að Alþingi verði áfram umræðuvettvangur fólks með ólíkar skoðanir og mismunandi hagsmuni alls staðar af landinu.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar