Geðfatlaðir í Reykjavík þróa þjónustu borgarinnar Björk Vilhelmsdóttir skrifar 20. október 2012 06:00 Fréttablaðið á hrós skilið fyrir viðamikla umfjöllun um málefni geðsjúkra undanfarna viku. Umfjöllunin hefur tekið til þess sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins og ekki síður þess sem þarf að bæta. Og það er heilmargt. Í síðustu tveimur fréttaskýringum hefur umfjöllunin snúist um gagnrýni á þjónustu sveitarfélaga og á sú gagnrýni að einhverju leyti rétt á sér. En Reykjavíkurborg er velferðarborg og mig langar að koma á framfæri nokkrum jákvæðum fréttum af þróun velferðarþjónustu í Reykjavík. Þjónustan hefur tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og mest hefur hún breyst þar sem sjónarmið notenda hafa ráðið mestu um þróunina.32 íbúðir verða að 64 plássum Á árunum 2008 til 2010 opnaði velferðarsvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við velferðarráðuneytið átta búsetukjarna í borginni. Í maí 2010 færðist ábyrgð á þjónustu við geðfatlaða til borgarinnar og tók þá velferðarsvið við fimm búsetukjörnum og einu sambýli sem ríkið bar áður ábyrgð á. Frá þeim tíma hefur velferðarsvið byggt upp og þróað starfsemina með valdeflingu og virka þátttöku að leiðarljósi. Þjónustuúrræðum ríkisins var breytt m.a. í markviss endurhæfingarheimili, við höfum opnað tvo nýja búsetukjarna og annar þeirra er fyrir íbúa með geðfötlun og vímuefnavanda. Í dag er ánægjulegt að margir íbúanna í þessum búsetukjörnum hafi náð svo góðu valdi á lífi sínu að þeir bíða eftir að hefja búsetu í leiguíbúðum úti í samfélaginu, með stuðningi. Með því eiga fleiri þess kost að nýta búsetukjarnana, fólkið sem Fréttablaðið gagnrýndi að hefði beðið allt of lengi á legudeildum geðdeildanna. Þróunin er því öll til bóta. Síðastliðið vor samþykktu velferðarráð og borgarráð kaup á 32 einstaklingsíbúðum í mismunandi hverfum borgarinnar. Þessi áætlun er í framkvæmd og verður unnið að henni næstu tvö ár. Með þessum 32 íbúðakaupum skapast jafnmörg rými í búsetukjörnum og því samtals ný úrræði fyrir allt að 64 Reykvíkinga.Í leit að eigin farsæld Reykjavíkurborg hefur sannarlega verið í fararbroddi með að þróa mismunandi húsnæðis- og búsetuform þar sem þjónustuþörf íbúanna er betur mætt. Það er mikilvægt svo unnt sé að styðja þá til virkrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum. Uppbyggingin hefur ekki bara verið í steinsteypu, heldur þarf þjónusta við íbúa að vera þannig að hún skili raunverulegum árangri. Þjónusta sem byggir á valdeflingu, notendasamráði og hjálp til sjálfshjálpar. Allt er lagt í sölurnar til að styðja viðkomandi á hans forsendum, í hans aðstæðum. Áhersla er lögð á margvíslega þátttöku í samfélaginu og fjölbreytt verkefni. Við viljum styðja íbúa í leit að eigin farsæld. Velferðarsvið hefur gert þjónustusamninga við félaga- og hagsmunasamtök á borð við Geðhjálp, Hugarafl, Hlutverkasetur, Geysi og Rauða Kross Íslands til þess að tryggja fjölbreytni í þjónustu við geðfatlaða. Heildarsýn á athafnir daglegs lífs er höfð að leiðarljósi um leið og skilvirkni þjónustu er tryggð. Fjölbreytt fræðsla hefur verið í boði fyrir íbúa og starfsfólk, geðfatlaðir fræða starfsfólk og starfsfólk fræðir geðfatlaða. Við einfaldlega leitum að og nýtum styrkleika allra með lausnamiðaðri nálgun. Hjá Reykjavíkurborg viljum við einfaldlega veita fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu.Samfélagsleg þátttaka hefur tvöfaldast Sá metnaður sem Velferðarsvið leggur í þróun þjónustu við geðfatlaða birtist m.a. í úttektum og könnunum. Þar hefur komið fram að þjónusta við geðfatlaða hefur náð markmiðum sínum er varðar notendasamráð og valdeflingu, íbúar fá góðan stuðning og hvatningu til samfélagslegrar þátttöku og eins má nefna að með breyttri þjónustustefnu velferðarsviðs frá árinu 2008 hefur samfélagsþátttaka íbúa tvöfaldast. Svokölluð vettvangsgeðteymi og samfélagsgeðteymi, sem Fréttablaðið fjallaði um, eru samstarfsverkefni borgarinnar og Landspítala. Reykjavíkurborg er alltaf reiðubúin í þróun þjónustu við íbúa, sé það markmið skýrt að það auki lífsgæði fólks. Á tímum aðhalds og ábyrgrar fjármálastjórnar er ekki síður mikilvægt að vita að fækkun innlagna og legudaga sem rekja má til nýrrar nálgunar með því að styðja við fólk heima hjá sér, sparar verulega fjármuni.Sveitarfélög bera öll félagslega ábyrgð Að lokum. Útgjöld til velferðarmála eru a.m.k. tvöfalt hærri hjá Reykjavíkurborg en öðrum sveitarfélögum. Við erum samt ekki að ofþjónusta íbúa, langt í frá, og mörgum verkefnum þurfum við að sinna betur. Nefni ég þar sérstaklega þjónustu við fatlaða íbúa borgarinnar. En markviss þróun þjónustunnar m.a. við geðfatlaða, gerir að verkum að íbúar nágrannasveitarfélaga hafa í auknum mæli sóst eftir búsetu í borginni. Þessa þróun þarf að viðurkenna. Það er nauðsynlegt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga viðurkenni að félagsleg ábyrgð sumra sveitarfélaga er ríkari en annarra og færi fjármagn milli sveitarfélaga eftir félagslegri ábyrgð þeirra. Ef fjármagninu er stýrt á þann veg verður það vonandi til þess að önnur sveitarfélög axli betur sína félagslegu ábyrgð. Auðvitað eigum við að tryggja félagslega fjölbreytni alls staðar. Gleymum því ekki að geðsjúkdómar spyrja hvorki um stétt né stöðu, hvað þá póstnúmer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið á hrós skilið fyrir viðamikla umfjöllun um málefni geðsjúkra undanfarna viku. Umfjöllunin hefur tekið til þess sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins og ekki síður þess sem þarf að bæta. Og það er heilmargt. Í síðustu tveimur fréttaskýringum hefur umfjöllunin snúist um gagnrýni á þjónustu sveitarfélaga og á sú gagnrýni að einhverju leyti rétt á sér. En Reykjavíkurborg er velferðarborg og mig langar að koma á framfæri nokkrum jákvæðum fréttum af þróun velferðarþjónustu í Reykjavík. Þjónustan hefur tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og mest hefur hún breyst þar sem sjónarmið notenda hafa ráðið mestu um þróunina.32 íbúðir verða að 64 plássum Á árunum 2008 til 2010 opnaði velferðarsvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við velferðarráðuneytið átta búsetukjarna í borginni. Í maí 2010 færðist ábyrgð á þjónustu við geðfatlaða til borgarinnar og tók þá velferðarsvið við fimm búsetukjörnum og einu sambýli sem ríkið bar áður ábyrgð á. Frá þeim tíma hefur velferðarsvið byggt upp og þróað starfsemina með valdeflingu og virka þátttöku að leiðarljósi. Þjónustuúrræðum ríkisins var breytt m.a. í markviss endurhæfingarheimili, við höfum opnað tvo nýja búsetukjarna og annar þeirra er fyrir íbúa með geðfötlun og vímuefnavanda. Í dag er ánægjulegt að margir íbúanna í þessum búsetukjörnum hafi náð svo góðu valdi á lífi sínu að þeir bíða eftir að hefja búsetu í leiguíbúðum úti í samfélaginu, með stuðningi. Með því eiga fleiri þess kost að nýta búsetukjarnana, fólkið sem Fréttablaðið gagnrýndi að hefði beðið allt of lengi á legudeildum geðdeildanna. Þróunin er því öll til bóta. Síðastliðið vor samþykktu velferðarráð og borgarráð kaup á 32 einstaklingsíbúðum í mismunandi hverfum borgarinnar. Þessi áætlun er í framkvæmd og verður unnið að henni næstu tvö ár. Með þessum 32 íbúðakaupum skapast jafnmörg rými í búsetukjörnum og því samtals ný úrræði fyrir allt að 64 Reykvíkinga.Í leit að eigin farsæld Reykjavíkurborg hefur sannarlega verið í fararbroddi með að þróa mismunandi húsnæðis- og búsetuform þar sem þjónustuþörf íbúanna er betur mætt. Það er mikilvægt svo unnt sé að styðja þá til virkrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum. Uppbyggingin hefur ekki bara verið í steinsteypu, heldur þarf þjónusta við íbúa að vera þannig að hún skili raunverulegum árangri. Þjónusta sem byggir á valdeflingu, notendasamráði og hjálp til sjálfshjálpar. Allt er lagt í sölurnar til að styðja viðkomandi á hans forsendum, í hans aðstæðum. Áhersla er lögð á margvíslega þátttöku í samfélaginu og fjölbreytt verkefni. Við viljum styðja íbúa í leit að eigin farsæld. Velferðarsvið hefur gert þjónustusamninga við félaga- og hagsmunasamtök á borð við Geðhjálp, Hugarafl, Hlutverkasetur, Geysi og Rauða Kross Íslands til þess að tryggja fjölbreytni í þjónustu við geðfatlaða. Heildarsýn á athafnir daglegs lífs er höfð að leiðarljósi um leið og skilvirkni þjónustu er tryggð. Fjölbreytt fræðsla hefur verið í boði fyrir íbúa og starfsfólk, geðfatlaðir fræða starfsfólk og starfsfólk fræðir geðfatlaða. Við einfaldlega leitum að og nýtum styrkleika allra með lausnamiðaðri nálgun. Hjá Reykjavíkurborg viljum við einfaldlega veita fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu.Samfélagsleg þátttaka hefur tvöfaldast Sá metnaður sem Velferðarsvið leggur í þróun þjónustu við geðfatlaða birtist m.a. í úttektum og könnunum. Þar hefur komið fram að þjónusta við geðfatlaða hefur náð markmiðum sínum er varðar notendasamráð og valdeflingu, íbúar fá góðan stuðning og hvatningu til samfélagslegrar þátttöku og eins má nefna að með breyttri þjónustustefnu velferðarsviðs frá árinu 2008 hefur samfélagsþátttaka íbúa tvöfaldast. Svokölluð vettvangsgeðteymi og samfélagsgeðteymi, sem Fréttablaðið fjallaði um, eru samstarfsverkefni borgarinnar og Landspítala. Reykjavíkurborg er alltaf reiðubúin í þróun þjónustu við íbúa, sé það markmið skýrt að það auki lífsgæði fólks. Á tímum aðhalds og ábyrgrar fjármálastjórnar er ekki síður mikilvægt að vita að fækkun innlagna og legudaga sem rekja má til nýrrar nálgunar með því að styðja við fólk heima hjá sér, sparar verulega fjármuni.Sveitarfélög bera öll félagslega ábyrgð Að lokum. Útgjöld til velferðarmála eru a.m.k. tvöfalt hærri hjá Reykjavíkurborg en öðrum sveitarfélögum. Við erum samt ekki að ofþjónusta íbúa, langt í frá, og mörgum verkefnum þurfum við að sinna betur. Nefni ég þar sérstaklega þjónustu við fatlaða íbúa borgarinnar. En markviss þróun þjónustunnar m.a. við geðfatlaða, gerir að verkum að íbúar nágrannasveitarfélaga hafa í auknum mæli sóst eftir búsetu í borginni. Þessa þróun þarf að viðurkenna. Það er nauðsynlegt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga viðurkenni að félagsleg ábyrgð sumra sveitarfélaga er ríkari en annarra og færi fjármagn milli sveitarfélaga eftir félagslegri ábyrgð þeirra. Ef fjármagninu er stýrt á þann veg verður það vonandi til þess að önnur sveitarfélög axli betur sína félagslegu ábyrgð. Auðvitað eigum við að tryggja félagslega fjölbreytni alls staðar. Gleymum því ekki að geðsjúkdómar spyrja hvorki um stétt né stöðu, hvað þá póstnúmer.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun