Um sambandsslit og stjórnarskrá 1944 18. október 2012 06:00 Því hefur verið haldið fram að undanförnu í mikilvægum fjölmiðlum á borð við Kastljós RÚV að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins frá 1944 hafi verið samþykkt í góðri sátt og eindrægni. Mikil kjörsókn og hátt hlutfall atkvæða með stjórnarskránni sé til marks um þetta. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkur atriði sem finna má í handbókum eins og Öldinni okkar eftir Gils Guðmundsson eða Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson, auk heimilda á Veraldarvefnum. Það er vissulega rétt að kjörsókn var mikil (98,61%) í þjóðaratkvæði um slit sambandsins við Dani og nýja stjórnarskrá, sem haldið var 20.-23. maí 1944. Rúm 97% þeirra sem atkvæði greiddu lýstu samþykki við sambandsslitin og 95% við lýðveldisstjórnarskrána. En þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Tvö mál voru á dagskrá þessa þjóðaratkvæðis og leikur enginn vafi á því að það var fyrra málið, sambandsslitin, sem olli þessari óvenjulegu kjörsókn. Samkvæmt sambandslögunum frá 1918 mátti segja þeim upp eftir 25 ár og íslenska þjóðin var nær einhuga um að fylgja því eftir nú, þegar fresturinn var liðinn, enda mæltu allar aðstæður með því. Stjórnarskrárfrumvarpið sem Alþingi hafði samþykkt og var borið undir þjóðina í atkvæðagreiðslunni fól nær eingöngu í sér breytingar sem tengdust sambandsslitunum, til dæmis að Ísland skyldi vera lýðveldi með þjóðkjörnum forseta í stað Danakonungs. Atkvæðin með sambandsslitunum voru um 1.500 fleiri en með stjórnarskránni. Með hliðsjón af umræðum á þessum tíma má ætla að í þeim hópi hafi til dæmis verið kjósendur sem vildu að landið yrði sjálfstætt konungsríki í stað lýðveldis, eða að forseti yrði þingkjörinn. Atriði sem tengdust ekki sambandsslitunum voru einfaldlega ekki ofarlega í huga fólks þegar slíkt stórmál var annars vegar. Stjórnarskrárfrumvarpið var undirbúið í sérstakri nefnd sem hafði í upphafi það hlutverk að fjalla um alla stjórnarskrána. Þegar nefndin skilaði af sér sagði hún: „[Nefndin skilar] með þessu stjórnarskrárfrumvarpi og greinargerð fyrri hluta þess verkefnis, er henni var falið, en mun áfram vinna að seinni hluta verkefnisins, sem sé að „undirbúa aðrar breytingar á stjórnskipulaginu, er þurfa þykir og gera verður á venjulegan hátt“.“ (Alþingistíðindi A 1944 bls. 11–12). Hér þarf ekki frekar vitnanna við: Höfundurinn sjálfur, nefndin sem undirbjó frumvarpið, hefur litið svo á að verki hennar væri ekki lokið og hún ætlaði sér að vinna áfram að því. Þannig hófst þrautagangan sem enn er ekki lokið, um heildstæða samningu og samþykki stjórnarskrár fyrir lýðveldið Ísland. Vonandi berum við gæfu til að ljúka henni á næstu mánuðum eða misserum. En hvernig stendur á því að menn berja höfðinu við steininn í umræðunni núna, kjósa að neita staðreyndum og halda því fram að stjórnarskráin hafi ekki verið hugsuð til bráðabirgða? Hverja eigum við frekar að spyrja um það en höfundana sjálfa? Er ekki nær að verja tíma, orku og prentsvertu í að ræða eitthvað annað? Niðurstaðan úr þessu greinarkorni er kristallstær: Mikil kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 er aðeins til marks um einhug þjóðarinnar um sambandsslitin. Hvorki kjörsókn né atkvæðatölur um stjórnarskrána segja okkur nokkuð marktækt um afstöðu kjósenda til annarra ákvæða í stjórnarskránni sem voru að langmestu leyti óhögguð og voru ekki í brennidepli enda stóð til að breyta þeim fljótlega. Og almennt var litið á nýju stjórnarskrána sem bráðabirgðaáfanga sem þó væri nauðsynlegur vegna þess sem meira var; sambandsslitin sjálf. Starfinu að stjórnarskrá hins nýja lýðveldis yrði haldið áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að undanförnu í mikilvægum fjölmiðlum á borð við Kastljós RÚV að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins frá 1944 hafi verið samþykkt í góðri sátt og eindrægni. Mikil kjörsókn og hátt hlutfall atkvæða með stjórnarskránni sé til marks um þetta. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkur atriði sem finna má í handbókum eins og Öldinni okkar eftir Gils Guðmundsson eða Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson, auk heimilda á Veraldarvefnum. Það er vissulega rétt að kjörsókn var mikil (98,61%) í þjóðaratkvæði um slit sambandsins við Dani og nýja stjórnarskrá, sem haldið var 20.-23. maí 1944. Rúm 97% þeirra sem atkvæði greiddu lýstu samþykki við sambandsslitin og 95% við lýðveldisstjórnarskrána. En þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Tvö mál voru á dagskrá þessa þjóðaratkvæðis og leikur enginn vafi á því að það var fyrra málið, sambandsslitin, sem olli þessari óvenjulegu kjörsókn. Samkvæmt sambandslögunum frá 1918 mátti segja þeim upp eftir 25 ár og íslenska þjóðin var nær einhuga um að fylgja því eftir nú, þegar fresturinn var liðinn, enda mæltu allar aðstæður með því. Stjórnarskrárfrumvarpið sem Alþingi hafði samþykkt og var borið undir þjóðina í atkvæðagreiðslunni fól nær eingöngu í sér breytingar sem tengdust sambandsslitunum, til dæmis að Ísland skyldi vera lýðveldi með þjóðkjörnum forseta í stað Danakonungs. Atkvæðin með sambandsslitunum voru um 1.500 fleiri en með stjórnarskránni. Með hliðsjón af umræðum á þessum tíma má ætla að í þeim hópi hafi til dæmis verið kjósendur sem vildu að landið yrði sjálfstætt konungsríki í stað lýðveldis, eða að forseti yrði þingkjörinn. Atriði sem tengdust ekki sambandsslitunum voru einfaldlega ekki ofarlega í huga fólks þegar slíkt stórmál var annars vegar. Stjórnarskrárfrumvarpið var undirbúið í sérstakri nefnd sem hafði í upphafi það hlutverk að fjalla um alla stjórnarskrána. Þegar nefndin skilaði af sér sagði hún: „[Nefndin skilar] með þessu stjórnarskrárfrumvarpi og greinargerð fyrri hluta þess verkefnis, er henni var falið, en mun áfram vinna að seinni hluta verkefnisins, sem sé að „undirbúa aðrar breytingar á stjórnskipulaginu, er þurfa þykir og gera verður á venjulegan hátt“.“ (Alþingistíðindi A 1944 bls. 11–12). Hér þarf ekki frekar vitnanna við: Höfundurinn sjálfur, nefndin sem undirbjó frumvarpið, hefur litið svo á að verki hennar væri ekki lokið og hún ætlaði sér að vinna áfram að því. Þannig hófst þrautagangan sem enn er ekki lokið, um heildstæða samningu og samþykki stjórnarskrár fyrir lýðveldið Ísland. Vonandi berum við gæfu til að ljúka henni á næstu mánuðum eða misserum. En hvernig stendur á því að menn berja höfðinu við steininn í umræðunni núna, kjósa að neita staðreyndum og halda því fram að stjórnarskráin hafi ekki verið hugsuð til bráðabirgða? Hverja eigum við frekar að spyrja um það en höfundana sjálfa? Er ekki nær að verja tíma, orku og prentsvertu í að ræða eitthvað annað? Niðurstaðan úr þessu greinarkorni er kristallstær: Mikil kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 er aðeins til marks um einhug þjóðarinnar um sambandsslitin. Hvorki kjörsókn né atkvæðatölur um stjórnarskrána segja okkur nokkuð marktækt um afstöðu kjósenda til annarra ákvæða í stjórnarskránni sem voru að langmestu leyti óhögguð og voru ekki í brennidepli enda stóð til að breyta þeim fljótlega. Og almennt var litið á nýju stjórnarskrána sem bráðabirgðaáfanga sem þó væri nauðsynlegur vegna þess sem meira var; sambandsslitin sjálf. Starfinu að stjórnarskrá hins nýja lýðveldis yrði haldið áfram.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun