Grundvallarkosningar Viktor Orri Valgarðsson skrifar 17. október 2012 06:00 Árið 1874 afhenti forveri hæstvirts forseta vors, Kristján IX Danakonungur, okkur Íslendingum stjórnarskrá í afmælisgjöf. Sú stjórnarskrá hafði rætur í stjórnarskrám fyrri alda en var fyrst og fremst arfur einveldisins í Danmörku með örlitlum, áorðnum breytingum við afnám þess. Þá var bætt við greininni „Konungur lætur ráðherra framkvæma vald sitt" í stað þess að breyta ákvæðum um vald hans, til þess að særa ekki stolt konungsfjölskyldunnar. Með heimastjórn 1904 og fullveldisstjórnarskránni 1920 var afmælisgjöfinni síðan breytt til að auka völd þingsins gagnvart konungi og koma á fót íslenskum ráðherraembættum og Hæstarétti Íslands. Loks var konungssambandið afnumið og lýðveldi stofnað árið 1944, þegar embætti forseta var komið á í stað konungs. Þessar breytingar á stjórnarskránni voru að mestu gerðar í góðri sátt þings og þjóðar, enda sneru þær að framgangi sjálfstæðisbaráttu sem mikill samhugur var um í landinu. Það var einmitt sú ástæða sem gefin var fyrir því að fresta heildrænni endurskoðun hennar; talið var að stofnun lýðveldis þyrfti að byggja á ríkri samstöðu sem raskast gæti ef taka ætti aðrar breytingar til skoðunar. Þess vegna var aðeins kosið um sjálfstæði landsins við þá breytingu en þjóðinni lofað nýrri stjórnarskrá á næstu misserum Það loforð hefur hins vegar aldrei verið efnt. Næstu áratugi voru einungis gerðar breytingar á kjördæmaskipan og kosningarétti í stjórnarskránni og voru þær ætíð afar pólitískar og umdeildar, enda þingstyrkur flokkanna í húfi. Aðrar breytingar voru ekki gerðar fyrr en á síðasta áratug 20. aldar þegar deildir Alþingis voru sameinaðar, dómsvald aðskilið frá framkvæmdarvaldinu í héraði og mannréttindakaflinn uppfærður til samræmis við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar stöndum við í dag. Þrátt fyrir fjöldamargar þingnefndir og loforð fulltrúa þjóðarinnar hefur hin unga þjóð ekki enn fengið að semja sína eigin stjórnarskrá og kasta arfi einveldisins af herðum sér. Í stað samfélagssáttmála sitjum við því uppi með ævafornan bútasaum. Bútasaum sem er markaður af tillitssemi við danskan einvald, íslenskum sjálfsstæðisstjórnmálum og kjördæmapoti flokksvalda 20. aldarinnar. Táknmynd um vangetu þingsins til að standa við loforð sín gagnvart þjóðinni. Stjórnarskrá þjóðar í lýðræðisríki gegnir því hlutverki að vera sáttmáli um grundvöll laga, stjórnmála og samfélags. Hún á að draga valdmörk, hlutverk og ábyrgð valdhafa, tryggja réttindi borgaranna og endurspegla grunngildi samfélagsins til leiðbeiningar stjórnvöldum. Núgildandi stjórnarskrá er ekkert af þessu. Íslenska þjóðin hefur varla komið nálægt henni og hún er í litlu sem engu samræmi við samfélagslegan veruleika okkar og gildi. Hún virðist lýsa forsetaræði og minnist ekki á þingræði, stjórnmálaflokka eða ríkisstjórn; talar lítið sem ekkert um dómstóla eða sveitarfélög og byggir á fornu fulltrúaræði frekar en frjálslyndu lýðræði nútímasamfélags. Þar sem stjórnarskráin byggir á dönsku einveldi 19. aldar hefur íslensk stjórnarhefð þróast nær óháð henni, með tilheyrandi togstreitu og óvissu um hlutverk og ábyrgð einstakra valdhafa. Þetta ósamræmi dregur alvarlega úr þeirri borgaralegu vernd sem stjórnarskrár eiga að veita. Ef stjórnarskrá lýsir valdmörkum yfirvalda ekki á skýran hátt geta lögspekingar og stjórnarherrar mótað þau mörk eftir eigin geðþótta hverju sinni – þetta höfum við séð. Ef stjórnskipun, hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar eru ekki skýr og í samræmi við raunveruleikann hafa borgararnir í engin hús að venda þegar fulltrúarnir bregðast trausti þeirra – það höfum við líka séð. Ef þjóðin skilur ekki sína eigin stjórnarskrá er henni ófært að leita réttar síns og veita valdhöfum aðhald á grundvelli hennar – þetta er orðið lýðum ljóst. Auk þess vantar í núverandi stjórnarskrá ýmislegt það sem kröfur hafa verið uppi um; gegnsæi og upplýsingaskyldu stjórnvalda, aukið þátttökulýðræði, víðtækari og skýrari mannréttindi, sjálfstæði þingsins gagnvart stjórnsýslunni og samráð meirihlutans við minnihluta. Um þessa hluti þarf þjóðin sjálf að eiga í samræðu og samráði; stjórnarskráin er ekki sáttmáli þings heldur þjóðar. Hún er grundvöllur laga, stjórnmála og samfélags okkar allra. Um slíkan grundvöll verða alltaf skiptar skoðanir – en á þeim skoðunum verður að skiptast. Til að skapa þann samfélagssáttmála sem þjóðin hefur verið svikin um í sjö áratugi og eyða óvissunni sem legið hefur samfélagi okkar til grundvallar. 20. október verður kosið um tillögur stjórnlagaráðs að nýjum grundvelli. Á sama tíma verður kosið um nokkur mikilvæg álitaefni; persónukjör, þjóðkirkju, auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslur og vægi atkvæða. 20. október gefst þjóðinni tækifæri til að koma vilja sínum um grundvöll samfélagsins á framfæri við fulltrúa sína; vilja sem þeim verður ekki stætt á að hunsa. Okkur hefur verið boðið til samræðu um samfélagssáttmála okkar allra – það er samræða sem við verðum að taka þátt í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1874 afhenti forveri hæstvirts forseta vors, Kristján IX Danakonungur, okkur Íslendingum stjórnarskrá í afmælisgjöf. Sú stjórnarskrá hafði rætur í stjórnarskrám fyrri alda en var fyrst og fremst arfur einveldisins í Danmörku með örlitlum, áorðnum breytingum við afnám þess. Þá var bætt við greininni „Konungur lætur ráðherra framkvæma vald sitt" í stað þess að breyta ákvæðum um vald hans, til þess að særa ekki stolt konungsfjölskyldunnar. Með heimastjórn 1904 og fullveldisstjórnarskránni 1920 var afmælisgjöfinni síðan breytt til að auka völd þingsins gagnvart konungi og koma á fót íslenskum ráðherraembættum og Hæstarétti Íslands. Loks var konungssambandið afnumið og lýðveldi stofnað árið 1944, þegar embætti forseta var komið á í stað konungs. Þessar breytingar á stjórnarskránni voru að mestu gerðar í góðri sátt þings og þjóðar, enda sneru þær að framgangi sjálfstæðisbaráttu sem mikill samhugur var um í landinu. Það var einmitt sú ástæða sem gefin var fyrir því að fresta heildrænni endurskoðun hennar; talið var að stofnun lýðveldis þyrfti að byggja á ríkri samstöðu sem raskast gæti ef taka ætti aðrar breytingar til skoðunar. Þess vegna var aðeins kosið um sjálfstæði landsins við þá breytingu en þjóðinni lofað nýrri stjórnarskrá á næstu misserum Það loforð hefur hins vegar aldrei verið efnt. Næstu áratugi voru einungis gerðar breytingar á kjördæmaskipan og kosningarétti í stjórnarskránni og voru þær ætíð afar pólitískar og umdeildar, enda þingstyrkur flokkanna í húfi. Aðrar breytingar voru ekki gerðar fyrr en á síðasta áratug 20. aldar þegar deildir Alþingis voru sameinaðar, dómsvald aðskilið frá framkvæmdarvaldinu í héraði og mannréttindakaflinn uppfærður til samræmis við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar stöndum við í dag. Þrátt fyrir fjöldamargar þingnefndir og loforð fulltrúa þjóðarinnar hefur hin unga þjóð ekki enn fengið að semja sína eigin stjórnarskrá og kasta arfi einveldisins af herðum sér. Í stað samfélagssáttmála sitjum við því uppi með ævafornan bútasaum. Bútasaum sem er markaður af tillitssemi við danskan einvald, íslenskum sjálfsstæðisstjórnmálum og kjördæmapoti flokksvalda 20. aldarinnar. Táknmynd um vangetu þingsins til að standa við loforð sín gagnvart þjóðinni. Stjórnarskrá þjóðar í lýðræðisríki gegnir því hlutverki að vera sáttmáli um grundvöll laga, stjórnmála og samfélags. Hún á að draga valdmörk, hlutverk og ábyrgð valdhafa, tryggja réttindi borgaranna og endurspegla grunngildi samfélagsins til leiðbeiningar stjórnvöldum. Núgildandi stjórnarskrá er ekkert af þessu. Íslenska þjóðin hefur varla komið nálægt henni og hún er í litlu sem engu samræmi við samfélagslegan veruleika okkar og gildi. Hún virðist lýsa forsetaræði og minnist ekki á þingræði, stjórnmálaflokka eða ríkisstjórn; talar lítið sem ekkert um dómstóla eða sveitarfélög og byggir á fornu fulltrúaræði frekar en frjálslyndu lýðræði nútímasamfélags. Þar sem stjórnarskráin byggir á dönsku einveldi 19. aldar hefur íslensk stjórnarhefð þróast nær óháð henni, með tilheyrandi togstreitu og óvissu um hlutverk og ábyrgð einstakra valdhafa. Þetta ósamræmi dregur alvarlega úr þeirri borgaralegu vernd sem stjórnarskrár eiga að veita. Ef stjórnarskrá lýsir valdmörkum yfirvalda ekki á skýran hátt geta lögspekingar og stjórnarherrar mótað þau mörk eftir eigin geðþótta hverju sinni – þetta höfum við séð. Ef stjórnskipun, hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar eru ekki skýr og í samræmi við raunveruleikann hafa borgararnir í engin hús að venda þegar fulltrúarnir bregðast trausti þeirra – það höfum við líka séð. Ef þjóðin skilur ekki sína eigin stjórnarskrá er henni ófært að leita réttar síns og veita valdhöfum aðhald á grundvelli hennar – þetta er orðið lýðum ljóst. Auk þess vantar í núverandi stjórnarskrá ýmislegt það sem kröfur hafa verið uppi um; gegnsæi og upplýsingaskyldu stjórnvalda, aukið þátttökulýðræði, víðtækari og skýrari mannréttindi, sjálfstæði þingsins gagnvart stjórnsýslunni og samráð meirihlutans við minnihluta. Um þessa hluti þarf þjóðin sjálf að eiga í samræðu og samráði; stjórnarskráin er ekki sáttmáli þings heldur þjóðar. Hún er grundvöllur laga, stjórnmála og samfélags okkar allra. Um slíkan grundvöll verða alltaf skiptar skoðanir – en á þeim skoðunum verður að skiptast. Til að skapa þann samfélagssáttmála sem þjóðin hefur verið svikin um í sjö áratugi og eyða óvissunni sem legið hefur samfélagi okkar til grundvallar. 20. október verður kosið um tillögur stjórnlagaráðs að nýjum grundvelli. Á sama tíma verður kosið um nokkur mikilvæg álitaefni; persónukjör, þjóðkirkju, auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslur og vægi atkvæða. 20. október gefst þjóðinni tækifæri til að koma vilja sínum um grundvöll samfélagsins á framfæri við fulltrúa sína; vilja sem þeim verður ekki stætt á að hunsa. Okkur hefur verið boðið til samræðu um samfélagssáttmála okkar allra – það er samræða sem við verðum að taka þátt í.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun