Fleiri fréttir

Fáránleg fjölmiðlalög

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar

Stjórnmálamenn eru með fjölmiðla á heilanum og hafa nú klambrað saman fjölmiðlafrumvarpi og samþykkt á þingi. Þar skín í gegn að þetta fólk virðist ekki vita af tilvist netsins, sem hefur umturnað öllum skilgreiningum og hugmyndum um fjölmiðla. Ekki liggur einu sinni fyrir grundvallarskilgreining sem svarar spurningunni: Hvað er fjölmiðill ?

Aldrei að víkja?

Þröstur Ólafsson skrifar

Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu.

Átök á milli stjórnmálaflokka eru til góðs fyrir kjósendur

Eva Heiða Önnudóttir skrifar

Því hefur oft verið fleygt fram í opinberri umræðu að stjórnmál gangi ekki út á neitt annað en pólitískt skítkast, innanflokksátök og ómálefnalegar umræður. Um leið er því gjarnan haldið fram að íslenska þjóðin þurfi að standa saman. Því er hampað að stjórnmálaflokkar vinni saman að sameiginlegum markmiðum til að leysa úr grundvallarvanda þjóðarinnar og þá oftast verið að vísa til efnahagskreppunnar sem Íslendingar hafa glímt við undanfarin rúm tvö ár. Stöldrum aðeins við og horfum á þetta út frá augum kjósenda. Það er allt eins hægt að líta svo á að átök í stjórnmálum séu til góðs fyrir kjósendur þar sem þau ættu að gefa skýrt merki um hvar hver flokkur stendur í einstaka málum. Þar með gera átökin það að verkum að kjósendur eiga auðveldara með að gera upp hug sinn, til dæmis þegar kemur að því að velja á milli flokka í kosningum.

Skattar, spilling og stjórnmál

Jóhannes Karlsson skrifar

Mig rak í rogastans þegar ég sá að skattyfirvöld höfðu ráðið auglýsingarfyrirtæki til að kynna og túlka skattastefnu sína. Auglýsingastofan hélt því fram í nafni skattyfirvalda að skattar á almenning hefðu lækkað mikið frá upptöku staðgreiðslunnar og fram til ársins 2007, samhliða auknum kaupmætti og jöfnuði, en einkum var látið í veðri vaka að beint samband væri á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og aukinna skatttekna af þeim. Var þetta orðað þannig að betri væri lítil sneið af stórri köku en stór sneið af lítilli köku og stefndu skattyfirvöld á að lækka skatta á fyrirtæki enn frekar til að auka skatttekjurnar þegar innviðir stjórnsýslunnar hrundu.

Bætt þjónusta - minni útgjöld

Þorgerður Sigurðardóttir skrifar

Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma.

Sem betur fer

Svavar Gestsson skrifar

Sem betur fer – eða hvað? – virðast allir hafa gleymt þessu:

Norðurlönd vísa veg til sjálfbærni

Samstarfsráðherrar Norðurlandanna skrifar

Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur ofneysludagur um allan heim. Það er sá dagur ársins þegar neyslan fer yfir þolmörk jarðar.

Samsteypustjórnir krefjast málamiðlana

Margrét S. Björnsdóttir skrifar

Langt er síðan við fengum tækifæri til að sprengja vinstri stjórn, það verður skemmtilegt,“ sagði við mig gamalreyndur Sjálfstæðismaður, þegar Jóhanna og Steingrímur mynduðu ríkisstjórnina 2009.

Samhugur, samstaða og samábyrgð – eftir hamfarir í Japan

Tadateru Konoé skrifar

Þann 11. mars reið öflugur jarðskjálfti sem mældist 9 á Richter yfir norðausturströnd Japans. Í kjölfarið fylgdi flóðbylgja sem reis allt að 38 metrum og rústaði 500 km af strandlengjunni. Ég fann greinilega fyrir skjálftanum og horfði örvæntingarfullur á fyrstu sjónvarpsútsendingar frá flóðbylgjunni sem braut niður varnargarðana okkar og sópaði burt bátum, bílum og húsum eins og ekkert væri.

Umbætur í íslenskri stjórnsýslu, eða hvað?

Magnús Guðmundsson skrifar

Forstöðumenn gegna mikilvægum hlutverkum í íslenskri stjórnsýslu og á þeim brennur að reka stofnanir samfélagsins með sem bestum og hagkvæmustum hætti. Forstöðumenn eru einnig lykilhópur við að innleiða nýsköpun og umbætur í íslenskri stjórnsýslu til þess að hægt sé að veita samfélaginu góða þjónustu þrátt fyrir lækkandi fjárveitingar.

Þrælaskuldabönd næstu áratugina

Ásgerður Jóna Flosadóttir skrifar

Við Íslendingar erum dugleg þjóð, erum tilbúin að vinna myrkranna á milli til að koma ár okkar og fjölskyldunnar vel fyrir borð. Við höfum unnið og unnið og greitt skatta, skatta sem notaðir eru í samfélagsþjónustu.

Víti að varast

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fyrir bráðum aldarfjórðungi tók ég í eina skiptið á ævinni sæti í stjórnskipaðri nefnd. Þessari nefnd hafði verið falið að semja nýtt frumvarp til laga, um erlenda fjárfestingu. Sex karlar sátu í nefndinni. Formaður hennar var Baldur Guðlaugsson, síðar ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Nefndin vann verk sitt vel, að mér fannst, og hafði að nokkrum tíma liðnum samið gagnleg drög að lagafrumvarpi með ýmsum tímabærum nýjungum. Á lokasprettinum gerðist það, að flokkshestarnir í nefndinni, fulltrúar gömlu helmingaskiptaflokkanna, fóru í gegn um

Ríkið hefur varið störf kvenna

Hildur Jónsdóttir skrifar

Í febrúar voru 13.772 manns á atvinnuleysisskrá. Það er hryggileg staðreynd og íslenskt samfélag þolir það ekki til lengdar. Atvinnuleysið er 9,3% meðal karla, 7,8% meðal kvenna. Frá hruni hafa fleiri störf tapast en sem þessu nemur, allt að 20.000. Muninn má að mestu skýra með erlendu vinnuafli sem fór af landi brott, en einnig sókn eftir aukinni menntun. Nú hafa heyrst yfirlýsingar sem helst má skilja sem svo að ríkið hafi unnvörpum skorið niður kvennastörf. Ekkert er fjær sanni. Tölur yfir atvinnuleysi leiða hið sanna í ljós.

Þversagnir einkenna

Helgi Magnússon skrifar

Forseti Íslands sendi okkur í samtökum atvinnulífs einkennilega kveðju í beinni útsendingu fjölmiðla frá Bessastöðum sl. sunnudag. Hann sagði m.a.:

Atvinnuleit er erfið

Fjóla Einarsdóttir skrifar

Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri.

Aukin ábyrgð og álag á sjúklinga og aðstandendur

Dr. Sólfríður Guðmundsdóttir skrifar

Með breyttum aðstæðum í samfélaginu hefur þjónusta við skjólstæðinga innan heilbrigðiskerfisins færst í auknum mæli af sólarhrings legudeildum sjúkrastofnana yfir á dag- og göngudeildir. Aukin þjónustuþörf skapast þá fyrir þessar fjölskyldur utan stofnana, til dæmis í tengslum við heimahjúkrun, heilsuráðgjöf, heilsugæsluþjónustu og ýmis konar sérfræðiþjónustu heilbrigðisstétta. Undanfarna áratugi hefur meðaltal legudaga á sjúkrahúsum stöðugt farið lækkandi. Það getur talist jákvæð þróun ef umönnun sjúklinga er tryggð í heimahúsum og fullnægjandi öryggis er gætt. Það gengur þó misjafnlega vel að ná markvissri samvinnu fagfólks þegar skjólstæðingar færast úr einu kerfi í annað eftir útskrift af sjúkrahúsi.

Leiðarljós Sigurðar Líndal

Lýður Árnason skrifar

Sá virti lögspekingur, Sigurður Líndal, átelur í nýlegri grein nýskipaða stjórnlagaráðsmenn fyrir að þiggja boðna skipun. Með því hafi þeir að einum undanskildum samsamað sig þeim aðilum sem sniðgengu lög og siðferði í aðdraganda hrunsins. Spyr Sigurður hvort þetta séu leiðarljós hins nýja Íslands.

Að finna stéttarfélag

Sveinn Ólafsson skrifar

Margt hefur breyst á síðustu þremur árum og þar á meðal staða launþega. Allt er orðið harðdrægara og verður það næstu árin. Stéttarfélög semja um lágmarkskjör stétta á vinnumarkaði. Milli 1995 og 2008 voru þetta viðmiðunarkjör sem sífellt færri bjuggu við. Eftir það eru þetta raunveruleg kjör æ fleiri.

Fjórir kostir í gjaldeyrismálum

Jón Steinsson skrifar

Stjórnvöld virðast telja að við Íslendingar eigum einungis tvo kosti í gjaldeyrismálum: Krónu á bak við gjaldeyrishöft eða evru eftir inngöngu í ESB. Ég er ekki að öllu leyti sammála þessu. Ég tel að við eigum fjóra kosti í gjaldeyrismálum.

Dómstólaleiðin eða samningaleiðin

Þorbjörn Atli Sveinsson skrifar

Áætlaður kostnaður Íslendinga vegna Icesave, annars vegar af dómstólaleiðinni og hins vegar samningaleiðinni, er metinn í meðfylgjandi greiningu.

Þjóðin fékk síðasta orðið

Ragnar Halldórsson skrifar

Þegar forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitti þjóðinni kosningaréttinn í fyrra gaf hann Íslendingum tækifæri til að spara sjálfum sér meira en fjögur hundruð og fimmtíu þúsund milljónir króna(!) fyrir tilstilli samninganefndar Lee Buchheits.

Icesave með augum Íslendings í Hollandi

Gestur Viðarsson skrifar

Kæru Íslendingar. Brátt verður kosið um nýjasta Icesave samninginn. Allir eru sammála að málið sé afar flókið og að kosið verður um hvor afarkosturinn sé skárri.

Nei mun bitna á sjálfum okkur

Vilhjálmur Árnason skrifar

Það var sorglegt að horfa upp á manninn á Álftanesi eyðileggja húsið sitt hér um árið til að ná sér niður á bönkunum. Ég fæ ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska þjóðin, illa haldin af sorg og reiði eftir bankahrunið, muni með svipuðum hætti eyðileggja fyrir sjálfri sér, hafni hún Icesave-samningnum.

Viltu játa glæp?

Sveinn Valfells skrifar

Landsbankinn var seldur í skömmtum á almennan markað fram á sumarið 2002, allir gátu skráð sig fyrir hlut.

Stöndum hvert með öðru

Jóna Rúna Kvaran skrifar

Ekki fyrir löngu voru vorjafndægur og við flest hugsum okkur gott til glóðarinnar þegar fer að birta og veður að breytast til hins betra.

Nei á morgun framlengir líf ríkisstjórnarinnar

Tryggvi Þór Herbertsson skrifar

Undanfarna daga hef ég skrifað nokkrar greinar um hagfræðilega afleiðingar þess að segja Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það er mín staðfasta trú að efnahagslegar afleiðingar þess geti orðið skelfilegar. Í dag ætla ég að skrifa um pólitíkina í því að segja nei.

Icesave - Nei eða já: Það er spurningin

Oddgeir Ottesen skrifar

Þann 9. apríl næstkomandi munu Íslendingar kjósa um hvort að íslenska ríkið eigið að ábyrgjast greiðslur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á lágmarksinnstæðutryggingum sem nema rúmum 20.887 evrum á hvern Icesave reikning í Bretlandi og Hollandi. Eins og vel er þekkt stofnaði Landsbankinn internet reikninga í Bretlandi og Hollandi þegar önnur fjármögnun varð erfiðari. Nafnið á reikningum var tengt Íslandi til að nýta hið góða orðspor sem Ísland hafði.

Icesave með augum íslenskrar móður

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir.

Áður en þú segir nei

Vigfús Geirdal skrifar

Ágæti samborgari Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er hið æðsta og endanlega vald íslenska ríkisins í þínum höndum og annarra íslenskra kjósenda.

Sjá næstu 50 greinar