Skoðun

Þrælaskuldabönd næstu áratugina

Ásgerður Jóna Flosadóttir skrifar
Við Íslendingar erum dugleg þjóð, erum tilbúin að vinna myrkranna á milli til að koma ár okkar og fjölskyldunnar vel fyrir borð. Við höfum unnið og unnið og greitt skatta, skatta sem notaðir eru í samfélagsþjónustu.

Í dag eru þúsundir fjölskyldna sem standa frammi fyrir því að ævisparnaðurinn er horfinn, gufaði upp á einni nóttu. Við sitjum eftir undrandi yfir ástandinu. Við erum ekki með tryggða margfalda eftirlaunasjóði, nei, við horfum fram á að eiga ömurlega daga á efri árum borðandi hafragraut í öll mál ef við bregðumst ekki við. Sparifénu sem duga átti okkur á efri árum var stolið frá okkur um hábjartan dag. Nú er okkur boðið að halda íbúðarhúsnæði okkar með 110% veðsetningu. Slík boð eru engum bjóðandi. Við munum aldrei eignast í raun húsnæðið sem við erum að þræla fyrir. Við munum greiða fasteignagjöld og standa straum af viðhaldskostnaði en í þágu hverra? Ætlum við að láta þetta yfir okkur ganga? Nei, það gerum við ekki og megum ekki gera. Við krefjumst þess að stökkbreytt lán verði færð aftur til janúarmánaðar 2008.

Annað er ómannúðlegt.




Skoðun

Sjá meira


×