Þjóðin fékk síðasta orðið Ragnar Halldórsson skrifar 9. apríl 2011 07:00 Þegar forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitti þjóðinni kosningaréttinn í fyrra gaf hann Íslendingum tækifæri til að spara sjálfum sér meira en fjögur hundruð og fimmtíu þúsund milljónir króna(!) fyrir tilstilli samninganefndar Lee Buchheits. Okurkjör höfðu verið þvinguð fram með ofbeldi og hótunum en fengu samt grænt ljós frá meirihluta Alþingis. Allir vita núna að án yfirvofandi beinnar íhlutunar þjóðarinnar hefðu engin betri tilboð komið í hús. En þau fóru að berast á færibandi bæði fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave fyrir ári. Sparnaðinn má rekja beint til forseta Íslands. Enginn hafði vald til þess að færa þjóðinni rétt sinn til þjóðaratkvæðagreiðslu um afarkostina nema hann. Lifandi réttindiForseta Íslands hefur þrisvar sinnum tekist að vekja stjórnarskrárvarinn málskotsrétt forsetaembættis íslenska lýðveldisins upp frá dauðum. Því ónotuð réttindi eru dauð réttindi. Í þessu tilfelli atkvæðaréttindi íslensku þjóðarinnar sem stjórnarskráin fól forsetanum að tryggja henni. Tæp 40% af ákvæðum stjórnarskrárinnar fjalla beint um forseta Íslands [2.-30. gr.]. Strax í 2. gr. segir: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið“. En þýðingarmest er þessi: „[...]Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu[...]“ [26]. Með því að vekja málskotsréttinn upp frá dauðum undirstrikaði forsetinn virðingu sína fyrir þjóðinni sjálfri og valdinu sem henni ber. Um leið tempraði hann meinsemdirnar í alræði framkvæmdavalds og þings. Og nú liggur mun betri samningur á borðinu. Sem betur fer var þessi eini beinkjörni þjóðhöfðingi til staðar til að bjarga málum þegar á þurfti að halda. Sem sameiningartákn. Merkisberi. Lýðræðisvörður þjóðarinnar. Við skulum athuga að forsætisráðherra er „bara“ einn maður. Halldór Laxness var „bara“ einn maður. Snorri Sturluson var „bara“ einn maður. Og Jón Sigurðsson. Er forseti Bandaríkjanna annað en „bara“ einn maður? Segja má að með framvísun mála til þjóðarinnar þjálfi forsetinn Íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslum og skapi þýðingarmikla hefð sem furðulegt er að hafi ekki í raun hafist miklu fyrr. Ef til vill skilur forsetinn embætti sitt betur en fyrirrennararnir. Og stjórnarskrána. Sem virðist hafa verið mistúlkuð allt frá 17. júní 1944. En þótt óteljandi valdamenn hafi vísvitandi lesið stjórnarskrána vitlaust sér í hag breytir það henni ekki. Þú breytir ekki embætti með því að beita því. Þú breytir ekki stjórnarskrá með því að fara eftir henni. Hreint lýðræðiFrá því frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, þurfti að þola hótanir og svívirðingar frá hinum handhöfum löggjafarvaldsins á þeirri stundu sem hún íhugaði að vísa EES-samningnum í þjóðaratkvæði hefur ný sýn á lýðræðið orðið til: Sú krafa að færa valdið ennþá nær fólkinu. Íslendingar hefðu vel getað kosið um það að ganga í EES-samstarfið sem hefur verið einn mesti happafengur þjóðarinnar. Að ganga í Nato. Að leyfa bjórinn eða afnema einokun RÚV. Að einkavæða bankana á sínum tíma. Um þátttöku Íslands í Íraksstríðinu. Eða um eftirlaunaforréttindi stjórnmálastéttarinnar íslensku. Almennir borgarar Vesturlanda hafa undanfarna áratugi horft upp á hvernig firring og forréttindavæðing stjórnmálastéttarinnar hefur smám saman orðið að stærstu meinsemd fulltrúalýðræðisins: Hvernig sumir þjóðkjörnir fulltrúar virðast halda daginn eftir kjördag að þeir viti allt betur en við hin. Hvernig þeir loka sig af, valsa um stjórnkerfið eins og þeir eigi það í fjögur ár, skammta sjálfum sér fjarstæðukennd forréttindi og tala niður til Hæstaréttar Íslands. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ein besta lækningin við þessu meini. Ekkert er lýðræðislegra en bein atkvæðagreiðsla þjóðar. Hreinna lýðræði er ekki til. Orðið lýð-veldi þarf ekki að útskýra fyrir neinum sem er læs. Þjóðin á valdið. Hún á lýðræðið. Fólk eins og ég og þú. Hvað óttast menn? Íslensku þjóðina? Lýðveldið? Ég hvet þig til að mæta á kjörstað og nota skynsamlega valdið í þínum atkvæðisrétti sem forsetinn færði þér. Forseti lýðveldisins stendur með þjóðinni. Hann hlaut að gefa henni síðasta orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitti þjóðinni kosningaréttinn í fyrra gaf hann Íslendingum tækifæri til að spara sjálfum sér meira en fjögur hundruð og fimmtíu þúsund milljónir króna(!) fyrir tilstilli samninganefndar Lee Buchheits. Okurkjör höfðu verið þvinguð fram með ofbeldi og hótunum en fengu samt grænt ljós frá meirihluta Alþingis. Allir vita núna að án yfirvofandi beinnar íhlutunar þjóðarinnar hefðu engin betri tilboð komið í hús. En þau fóru að berast á færibandi bæði fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave fyrir ári. Sparnaðinn má rekja beint til forseta Íslands. Enginn hafði vald til þess að færa þjóðinni rétt sinn til þjóðaratkvæðagreiðslu um afarkostina nema hann. Lifandi réttindiForseta Íslands hefur þrisvar sinnum tekist að vekja stjórnarskrárvarinn málskotsrétt forsetaembættis íslenska lýðveldisins upp frá dauðum. Því ónotuð réttindi eru dauð réttindi. Í þessu tilfelli atkvæðaréttindi íslensku þjóðarinnar sem stjórnarskráin fól forsetanum að tryggja henni. Tæp 40% af ákvæðum stjórnarskrárinnar fjalla beint um forseta Íslands [2.-30. gr.]. Strax í 2. gr. segir: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið“. En þýðingarmest er þessi: „[...]Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu[...]“ [26]. Með því að vekja málskotsréttinn upp frá dauðum undirstrikaði forsetinn virðingu sína fyrir þjóðinni sjálfri og valdinu sem henni ber. Um leið tempraði hann meinsemdirnar í alræði framkvæmdavalds og þings. Og nú liggur mun betri samningur á borðinu. Sem betur fer var þessi eini beinkjörni þjóðhöfðingi til staðar til að bjarga málum þegar á þurfti að halda. Sem sameiningartákn. Merkisberi. Lýðræðisvörður þjóðarinnar. Við skulum athuga að forsætisráðherra er „bara“ einn maður. Halldór Laxness var „bara“ einn maður. Snorri Sturluson var „bara“ einn maður. Og Jón Sigurðsson. Er forseti Bandaríkjanna annað en „bara“ einn maður? Segja má að með framvísun mála til þjóðarinnar þjálfi forsetinn Íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslum og skapi þýðingarmikla hefð sem furðulegt er að hafi ekki í raun hafist miklu fyrr. Ef til vill skilur forsetinn embætti sitt betur en fyrirrennararnir. Og stjórnarskrána. Sem virðist hafa verið mistúlkuð allt frá 17. júní 1944. En þótt óteljandi valdamenn hafi vísvitandi lesið stjórnarskrána vitlaust sér í hag breytir það henni ekki. Þú breytir ekki embætti með því að beita því. Þú breytir ekki stjórnarskrá með því að fara eftir henni. Hreint lýðræðiFrá því frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, þurfti að þola hótanir og svívirðingar frá hinum handhöfum löggjafarvaldsins á þeirri stundu sem hún íhugaði að vísa EES-samningnum í þjóðaratkvæði hefur ný sýn á lýðræðið orðið til: Sú krafa að færa valdið ennþá nær fólkinu. Íslendingar hefðu vel getað kosið um það að ganga í EES-samstarfið sem hefur verið einn mesti happafengur þjóðarinnar. Að ganga í Nato. Að leyfa bjórinn eða afnema einokun RÚV. Að einkavæða bankana á sínum tíma. Um þátttöku Íslands í Íraksstríðinu. Eða um eftirlaunaforréttindi stjórnmálastéttarinnar íslensku. Almennir borgarar Vesturlanda hafa undanfarna áratugi horft upp á hvernig firring og forréttindavæðing stjórnmálastéttarinnar hefur smám saman orðið að stærstu meinsemd fulltrúalýðræðisins: Hvernig sumir þjóðkjörnir fulltrúar virðast halda daginn eftir kjördag að þeir viti allt betur en við hin. Hvernig þeir loka sig af, valsa um stjórnkerfið eins og þeir eigi það í fjögur ár, skammta sjálfum sér fjarstæðukennd forréttindi og tala niður til Hæstaréttar Íslands. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ein besta lækningin við þessu meini. Ekkert er lýðræðislegra en bein atkvæðagreiðsla þjóðar. Hreinna lýðræði er ekki til. Orðið lýð-veldi þarf ekki að útskýra fyrir neinum sem er læs. Þjóðin á valdið. Hún á lýðræðið. Fólk eins og ég og þú. Hvað óttast menn? Íslensku þjóðina? Lýðveldið? Ég hvet þig til að mæta á kjörstað og nota skynsamlega valdið í þínum atkvæðisrétti sem forsetinn færði þér. Forseti lýðveldisins stendur með þjóðinni. Hann hlaut að gefa henni síðasta orðið.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun