Þversagnir einkenna Helgi Magnússon skrifar 12. apríl 2011 08:00 Forseti Íslands sendi okkur í samtökum atvinnulífs einkennilega kveðju í beinni útsendingu fjölmiðla frá Bessastöðum sl. sunnudag. Hann sagði m.a.: „Ég segi í fullri alvöru við forystumenn í samtökum íslensks atvinnulífs: Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf. Farið og segið unga fólkinu og íslensku þjóðinni frá allri uppbyggingunni sem er í íslensku atvinnulífi. Lýsið því á hverjum degi hvað er verið að gera í hverju fyrirtækinu á fætur öðrum og að gríðarlegur fjöldi fyrirtækja í sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu, hátækni, upplýsingatækni og öðrum greinum hefur á síðustu tveimur árum verið að upplifa ein sín bestu ár. Því það er mikið hættuspil að halda þeirri röngu mynd að íslensku fólki að hér sé ekkert að gerast." Ég mótmæli því að við séum að tala niður íslenskt atvinnulíf. Þeirri fullyrðingu til stuðnings bendi ég á ræðu mína á Iðnþingi þann 10. mars sl. Þar benti ég á fjölmargt af því jákvæða sem er að gerast í atvinnulífinu og þá jákvæðu undiröldu sem við í Samtökum iðnaðarins finnum fyrir í tengslum við átaksverkefnið ÁR NÝSKÖPUNAR sem við höfum staðið fyrir frá lokum október á síðasta ári og forsetinn sjálfur ýtti af stað með öflugri hvatningarræðu. Við teljum það hins vegar skyldu okkar að minna á það sem hamlar gegn endurreisn þjóðfélagsins og kemur í veg fyrir bætt kjör fólks og fyrirtækja vegna ómarkvissrar efnahagsstefnu og rangra ákvarðana. Við teljum ástæðulaust að breiða yfir það sem er að. Í ræðu minni sagði m.a.: „Þversagnir einkenna veruleika okkar Íslendinga um þessar mundir. Það vantar samstöðu um hagvaxtarstefnu og vilja til að auka verðmætasköpun í samfélaginu en slík stefnumörkun er lykillinn að efnahagslegri endurreisn samfélagsins. Það vantar fjárfestingar til að hleypa krafti í atvinnulífið og til að vinna bug á atvinnuleysinu. Það vantar djarfa efnahagsstefnu sem gengur út á að nýta tækifæri okkar í stað þess að hækka skattprósentur á minnkandi skattstofna sem gerir ekki annað en að dýpka kreppuna að óþörfu. Við getum ekki unað við að þjóðin sé hneppt í skattafangelsi og festist í fátæktargildrum. Við verðum að rífa okkur út úr þessu ástandi með nýrri stefnumörkun. Á sama tíma liggja fyrir staðreyndir um það hve öflug útflutningsstarfsemi landsins er og hve sterk staða okkar er varðandi náttúruauðlindir sem við þurfum þá að nýta rétt og skynsamlega." Nýsköpun hugarfarsinsÍ ræðunni fjallaði ég einnig um hvernig nýsköpun væri að finna víðast hvar í atvinnulífinu: "Hún þarf ekki að felast í því að innleiða nýjungar eða kynna uppfinningar vísindamanna, heldur felst hún ekki síður í því að finna nýjar lausnir og bæta það sem fyrir er vel heppnað. Það gildir jafnt um framleiðsluvörur, þjónustu, tækni, aðferðarfræði, framleiðsluaðferðir, stjórnskipulag eða þá verklag við framleiðslu, sölu og markaðssetningu." Þá gerði ég að umtalsefni glæsilegan árangur nokkurra nafngreindra fyrirtækja og fjallaði jafnframt um þau stórkostlegu tækifæri sem við ættum: "Þessi örþjóð, 320 þúsund manna, hefur stórkostleg tækifæri, bara ef við kunnum að fara rétt með þau og koma okkur saman um vænlega efnahags-og framtíðarstefnu. Jarðarbúar eru nú um 7 milljarðar talsins. Hvað vantar helst í heiminum í dag og hvað mun vanta mest í framtíðinni til þess að allur þessi mikli fjöldi manna eigi sér einhverja von? Einna helst: Hreint vatn, orku, matvæli, land. Eru þetta ekki meginauðlindir Íslands? Hin risavöxnu viðfangsefni jarðarbúa á næstu árum og áratugum felast í því að geta séð hinum mikla fjölda fyrir mat, vatni, orku og landrými. Þar liggur styrkur Íslands. Þar liggja tækifæri Íslands. Vandi umheimsins er tækifæri okkar. Kuldalegt. En engu að síður staðreynd. Smáþjóð sem býr yfir þessum auðlindum á að hafa alla burði til að geta nýtt sér þær og lifað góðu lífi. Hún á að geta haldið háum meðaltekjum fólks, háum kaupmætti, lágu atvinnuleysi, haft öflugt atvinnulíf og gott mannlíf." Eigum ekki að felaVið viljum benda á það sem vel er gert í atvinnulífinu. En okkur ber einnig skylda til að vara við því sem aflaga hefur farið og ástæða er til að óttast. Við komumst ekki hjá að fjalla um óþægilegar staðreyndir. Dæmi: - atvinnuleysi 15.000 manna - fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki síðustu 70 árin - gjaldeyrishöft - veikur gjaldmiðill - hagvöxtur lítill sem enginn - tugir þúsunda heimila í skuldavanda - þúsundir fyrirtækja í skuldavanda - tilfinnanlegar skattahækkanir á fólk og fyrirtæki - stórminnkaður kaupmáttur fólks Ég vara við því að forystumenn í atvinnulífinu eða í stjórnmálum séu hvattir til að "tala upp" ástand sem er óviðunandi. Ég mæli því heldur ekki bót að hið góða og vænlega sé "talað niður". Sannleikurinn dugar bestEitt af því sem fór úrskeiðis í hruninu var það að bankarnir og útrásarfyrirtækin voru "töluð upp", fáir urðu til að vara við þeim óveðursskýjum sem hrönnuðust upp en flestir voru að hjálpast að við að tala útrásina upp. Gilti það jafnt um fyrirtækin sjálf, fjölmiðla, álitsgjafa, stjórnmálamenn – jú, og sjálfan forsetann! Þurfum við ekki að læra af þeirri reynslu? Sleppum því að tala fyrirtæki og atvinnugreinar upp eða niður. Látum staðreyndir og sannleikann nægja. Sannleikurinn er sagna bestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands sendi okkur í samtökum atvinnulífs einkennilega kveðju í beinni útsendingu fjölmiðla frá Bessastöðum sl. sunnudag. Hann sagði m.a.: „Ég segi í fullri alvöru við forystumenn í samtökum íslensks atvinnulífs: Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf. Farið og segið unga fólkinu og íslensku þjóðinni frá allri uppbyggingunni sem er í íslensku atvinnulífi. Lýsið því á hverjum degi hvað er verið að gera í hverju fyrirtækinu á fætur öðrum og að gríðarlegur fjöldi fyrirtækja í sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu, hátækni, upplýsingatækni og öðrum greinum hefur á síðustu tveimur árum verið að upplifa ein sín bestu ár. Því það er mikið hættuspil að halda þeirri röngu mynd að íslensku fólki að hér sé ekkert að gerast." Ég mótmæli því að við séum að tala niður íslenskt atvinnulíf. Þeirri fullyrðingu til stuðnings bendi ég á ræðu mína á Iðnþingi þann 10. mars sl. Þar benti ég á fjölmargt af því jákvæða sem er að gerast í atvinnulífinu og þá jákvæðu undiröldu sem við í Samtökum iðnaðarins finnum fyrir í tengslum við átaksverkefnið ÁR NÝSKÖPUNAR sem við höfum staðið fyrir frá lokum október á síðasta ári og forsetinn sjálfur ýtti af stað með öflugri hvatningarræðu. Við teljum það hins vegar skyldu okkar að minna á það sem hamlar gegn endurreisn þjóðfélagsins og kemur í veg fyrir bætt kjör fólks og fyrirtækja vegna ómarkvissrar efnahagsstefnu og rangra ákvarðana. Við teljum ástæðulaust að breiða yfir það sem er að. Í ræðu minni sagði m.a.: „Þversagnir einkenna veruleika okkar Íslendinga um þessar mundir. Það vantar samstöðu um hagvaxtarstefnu og vilja til að auka verðmætasköpun í samfélaginu en slík stefnumörkun er lykillinn að efnahagslegri endurreisn samfélagsins. Það vantar fjárfestingar til að hleypa krafti í atvinnulífið og til að vinna bug á atvinnuleysinu. Það vantar djarfa efnahagsstefnu sem gengur út á að nýta tækifæri okkar í stað þess að hækka skattprósentur á minnkandi skattstofna sem gerir ekki annað en að dýpka kreppuna að óþörfu. Við getum ekki unað við að þjóðin sé hneppt í skattafangelsi og festist í fátæktargildrum. Við verðum að rífa okkur út úr þessu ástandi með nýrri stefnumörkun. Á sama tíma liggja fyrir staðreyndir um það hve öflug útflutningsstarfsemi landsins er og hve sterk staða okkar er varðandi náttúruauðlindir sem við þurfum þá að nýta rétt og skynsamlega." Nýsköpun hugarfarsinsÍ ræðunni fjallaði ég einnig um hvernig nýsköpun væri að finna víðast hvar í atvinnulífinu: "Hún þarf ekki að felast í því að innleiða nýjungar eða kynna uppfinningar vísindamanna, heldur felst hún ekki síður í því að finna nýjar lausnir og bæta það sem fyrir er vel heppnað. Það gildir jafnt um framleiðsluvörur, þjónustu, tækni, aðferðarfræði, framleiðsluaðferðir, stjórnskipulag eða þá verklag við framleiðslu, sölu og markaðssetningu." Þá gerði ég að umtalsefni glæsilegan árangur nokkurra nafngreindra fyrirtækja og fjallaði jafnframt um þau stórkostlegu tækifæri sem við ættum: "Þessi örþjóð, 320 þúsund manna, hefur stórkostleg tækifæri, bara ef við kunnum að fara rétt með þau og koma okkur saman um vænlega efnahags-og framtíðarstefnu. Jarðarbúar eru nú um 7 milljarðar talsins. Hvað vantar helst í heiminum í dag og hvað mun vanta mest í framtíðinni til þess að allur þessi mikli fjöldi manna eigi sér einhverja von? Einna helst: Hreint vatn, orku, matvæli, land. Eru þetta ekki meginauðlindir Íslands? Hin risavöxnu viðfangsefni jarðarbúa á næstu árum og áratugum felast í því að geta séð hinum mikla fjölda fyrir mat, vatni, orku og landrými. Þar liggur styrkur Íslands. Þar liggja tækifæri Íslands. Vandi umheimsins er tækifæri okkar. Kuldalegt. En engu að síður staðreynd. Smáþjóð sem býr yfir þessum auðlindum á að hafa alla burði til að geta nýtt sér þær og lifað góðu lífi. Hún á að geta haldið háum meðaltekjum fólks, háum kaupmætti, lágu atvinnuleysi, haft öflugt atvinnulíf og gott mannlíf." Eigum ekki að felaVið viljum benda á það sem vel er gert í atvinnulífinu. En okkur ber einnig skylda til að vara við því sem aflaga hefur farið og ástæða er til að óttast. Við komumst ekki hjá að fjalla um óþægilegar staðreyndir. Dæmi: - atvinnuleysi 15.000 manna - fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki síðustu 70 árin - gjaldeyrishöft - veikur gjaldmiðill - hagvöxtur lítill sem enginn - tugir þúsunda heimila í skuldavanda - þúsundir fyrirtækja í skuldavanda - tilfinnanlegar skattahækkanir á fólk og fyrirtæki - stórminnkaður kaupmáttur fólks Ég vara við því að forystumenn í atvinnulífinu eða í stjórnmálum séu hvattir til að "tala upp" ástand sem er óviðunandi. Ég mæli því heldur ekki bót að hið góða og vænlega sé "talað niður". Sannleikurinn dugar bestEitt af því sem fór úrskeiðis í hruninu var það að bankarnir og útrásarfyrirtækin voru "töluð upp", fáir urðu til að vara við þeim óveðursskýjum sem hrönnuðust upp en flestir voru að hjálpast að við að tala útrásina upp. Gilti það jafnt um fyrirtækin sjálf, fjölmiðla, álitsgjafa, stjórnmálamenn – jú, og sjálfan forsetann! Þurfum við ekki að læra af þeirri reynslu? Sleppum því að tala fyrirtæki og atvinnugreinar upp eða niður. Látum staðreyndir og sannleikann nægja. Sannleikurinn er sagna bestur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun