Hvers vegna ég segi nei við Icesave Baldvin Jónsson skrifar 9. apríl 2011 06:00 Þeir sem þekkja mig vita sem er að undanfarna daga hef ég verið í innri baráttu gagnvart komandi kosningum um nýju Icesave-lögin. Hvers vegna í baráttu? Jú, vegna þess að ég trúi því að við sem tökum þátt í umræðunni, þó misáberandi séum, berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Ég verð því að vega þetta mál út frá hagsmunum heildarinnar en ekki aðeins út frá mínum eigin hugmyndum eða stefnu Hreyfingarinnar. Fyrst, hvers vegna að segja já? Mér finnst að við eigum að standa við orð okkar. Það var gefið loforð um að Icesave væri ríkistryggt. En voru þetta okkar orð? Var ekki einfaldlega verið að lofa upp í ermina á okkur sem þjóð? Í hagkerfi sem er heilbrigt og þróast eðlilega þar sem ríkir opin samkeppni og framboð og eftirspurn eru ráðandi kraftar, þar myndi ég líklega samþykkja samning eins og Icesave III. Þar myndi ég trúa því að samþykki hans myndi opna á fjármagn frá útlöndum sem þá myndi koma hagkerfinu hér af stað með minnkandi atvinnuleysi og auknum tekjum hagkerfisins alls. Í þessu ímyndaða heilbrigða hagkerfi eru hins vegar afar litlar líkur á því að dæmisaga eins og Icesave-málið væri uppi á borðum. Afar litlar líkur á því að við bankahrun myndi afar stór hluti innviða samfélags falla þar sem sömu þræðir, viðskiptablokkir og fólk áttu stærstan hluta allra stærri fyrirtækja í landinu í oft mjög vafasömum innbyrðis þráðum og flækjum. Í raunveruleikanum sem við búum við í dag eru engar lánalínur að fara að opnast við enn meiri skuldsetningu þjóðarinnar. Engin risalán sem bíða í ofvæni eftir því að geta sett hér hagkerfið aftur af stað. Raunin okkar Íslendinga er sú að hér varð kerfishrun og við verðum að þora að horfast í augu við það. Hér hrundi ekki aðeins bankakerfi, heldur þéttofið viðskiptakerfi um leið sem snertir okkur landsmenn alla á flestum stöðum daglegs lífs. Þá varð hér augljóst stjórnmálakerfishrun á sama tíma, þar sem margir stjórnmálamenn voru mjög óþægilega tengdir ýmsum gjörningum í viðskiptalífinu og höfðu einnig á það mjög mikil áhrif hversu langt íslensku bankarnir gátu komist í siðlausum fölskum vexti sínum. Í Icesave III, eins og fyrri samningum, felst gríðarleg gengisáhætta sem og stórkostleg óvissa um hvort og þá hversu miklar eignir þrotabúsins geti gengið upp í greiðslur samningsins. Þegar eru í gangi dómsmál þar sem verður látið á það reyna hvort neyðarlögin haldi eður ei. Haldi þau ekki eru forsendur Icesave III algerlega hrundar og samningurinn fæst ekki samþykktur sem forgangskrafa í þrotabúið. Gerist það lendir heildarupphæðin af fullum þunga á íslensku þjóðinni með ríkisábyrgð. Það liggur alls ekki á því að klára samninginn núna áður en niðurstaða er komin í það mál. Að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-kröfurnar á þessum tímapunkti gríðarlegrar óvissu er einfaldlega eins og að spila rússneska rúllettu með afkomumöguleika þjóðarinnar. Ég segi því NEI í dag og hvet þig sterklega til hins sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja mig vita sem er að undanfarna daga hef ég verið í innri baráttu gagnvart komandi kosningum um nýju Icesave-lögin. Hvers vegna í baráttu? Jú, vegna þess að ég trúi því að við sem tökum þátt í umræðunni, þó misáberandi séum, berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Ég verð því að vega þetta mál út frá hagsmunum heildarinnar en ekki aðeins út frá mínum eigin hugmyndum eða stefnu Hreyfingarinnar. Fyrst, hvers vegna að segja já? Mér finnst að við eigum að standa við orð okkar. Það var gefið loforð um að Icesave væri ríkistryggt. En voru þetta okkar orð? Var ekki einfaldlega verið að lofa upp í ermina á okkur sem þjóð? Í hagkerfi sem er heilbrigt og þróast eðlilega þar sem ríkir opin samkeppni og framboð og eftirspurn eru ráðandi kraftar, þar myndi ég líklega samþykkja samning eins og Icesave III. Þar myndi ég trúa því að samþykki hans myndi opna á fjármagn frá útlöndum sem þá myndi koma hagkerfinu hér af stað með minnkandi atvinnuleysi og auknum tekjum hagkerfisins alls. Í þessu ímyndaða heilbrigða hagkerfi eru hins vegar afar litlar líkur á því að dæmisaga eins og Icesave-málið væri uppi á borðum. Afar litlar líkur á því að við bankahrun myndi afar stór hluti innviða samfélags falla þar sem sömu þræðir, viðskiptablokkir og fólk áttu stærstan hluta allra stærri fyrirtækja í landinu í oft mjög vafasömum innbyrðis þráðum og flækjum. Í raunveruleikanum sem við búum við í dag eru engar lánalínur að fara að opnast við enn meiri skuldsetningu þjóðarinnar. Engin risalán sem bíða í ofvæni eftir því að geta sett hér hagkerfið aftur af stað. Raunin okkar Íslendinga er sú að hér varð kerfishrun og við verðum að þora að horfast í augu við það. Hér hrundi ekki aðeins bankakerfi, heldur þéttofið viðskiptakerfi um leið sem snertir okkur landsmenn alla á flestum stöðum daglegs lífs. Þá varð hér augljóst stjórnmálakerfishrun á sama tíma, þar sem margir stjórnmálamenn voru mjög óþægilega tengdir ýmsum gjörningum í viðskiptalífinu og höfðu einnig á það mjög mikil áhrif hversu langt íslensku bankarnir gátu komist í siðlausum fölskum vexti sínum. Í Icesave III, eins og fyrri samningum, felst gríðarleg gengisáhætta sem og stórkostleg óvissa um hvort og þá hversu miklar eignir þrotabúsins geti gengið upp í greiðslur samningsins. Þegar eru í gangi dómsmál þar sem verður látið á það reyna hvort neyðarlögin haldi eður ei. Haldi þau ekki eru forsendur Icesave III algerlega hrundar og samningurinn fæst ekki samþykktur sem forgangskrafa í þrotabúið. Gerist það lendir heildarupphæðin af fullum þunga á íslensku þjóðinni með ríkisábyrgð. Það liggur alls ekki á því að klára samninginn núna áður en niðurstaða er komin í það mál. Að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-kröfurnar á þessum tímapunkti gríðarlegrar óvissu er einfaldlega eins og að spila rússneska rúllettu með afkomumöguleika þjóðarinnar. Ég segi því NEI í dag og hvet þig sterklega til hins sama.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun