Á að fórna frístundarstarfi ÍTR? Geir Sveinsson skrifar 13. apríl 2011 00:00 Miðað við 70 ára lífaldur þá eyðir hver manneskja að meðaltali 27 árum i frítíma, rúmum 7 árum til starfs en einungis rúmlega 4 árum i formlega menntun. Það skiptir því miklu að börn læri ad nýta frítíma sinn sem best og að virkja fjölbreytta hæfileika sína. Rannsóknir sýna sömleiðis að dvöl á frístundaheimili gefur börnum tækifæri til að nýta styrkleika sína og taka þátt i frjálsum leik og skapandi starfi og gegna því frístundaheimilin lykilhlutverki í að stuðla að farsælli skólabyrjun fyrir börn. Það er því gríðarlega mikilvægt að vel sé hugað að faglegri og stjórnunarlegri stöðu frístundarstarfs í borginni þannig að það eflist og stuðli að mikilvægri fjölbreytni í uppeldi og þroska barns á fyrstu árum skólagöngu þess. Síðustu daga hefur átt sér stað mikil umræða um fyrirhugaða breytingu á stjórnun og skipan í skólakerfinu í Reykjavík. Umræðan hefur einkum beinst að hugmyndum meirihluta Besta flokks og Samfylkingar um samrekstrar- og sameiningartillögur leik- og grunnskólanna en minna að samþættingu grunnskóla og frístundarheimila sem einnig er fyrirhuguð. Samþætting grunnskóla og frístundarheimila gengur út á að um sameiginlega yfirstjórn grunnskóla og frístundarheimila verði að ræða undir stjórn skólastjóra. Áætla má að fjárhagslegur ávinningur af sameiningu yfirstjórnar mun í besta falli skila rúmum 12 milljónum kr á ári. Ég vil ekki gera lítið úr fjárhagslegum ávinningi þessara fyrirhuguðu aðgerða. En þeirri spurningu er algjörlega ósvarað hvort að hinn faglegi þáttur frístundarstarfsins sé tryggður og að hið góða og öfluga starf sem nú þegar er unnið á frístundarheimilum borgarinnar muni ekki bera skaða. Reynslan hefur einfaldlega kennt okkur að mikil hætta sé á því að minni áhersla verði á faglegt frístundarstarf undir stjórn skólanna. Ég óttast því að frístundarstarf skólanna verði of skólamiðað og að staða þess í skólakerfinu verði of veik og þetta mikilvæga starf muni því mæta afgangi. Og kannski eðlilega þar sem aðaláhersla skólanna er að sjálfsögðu á kennslu og skólastarf. Frá því að frístundastarfið fluttist frá skólunum og frístundaheimilin stofnuð, sem gerðist á árunum 2000 – 2004, hefur mikil þróun átt sér sem hefur leitt af sér betri heildarsýn á starfi með börnum í frítíma sínum. Stöðugleiki er kominn í starfsmannahópinn, húsnæðismálin hafa batnað til muna þó þar þurfi að gera enn betur, biðlistar hafa minnkað, samþætting frístundastarfs í hverfum hefur stóraukist og umgjörðin orðin faglegri með hverju árinu. Það starf sem nú er unnið á frístundarheimilum er til fyrirmyndar og allar viðhorfskannanir á starfi frístundaheimila sýna mikla ánægju með starfið meðal barna, unglinga og foreldra. Jafnframt sýna viðhorfskannanir meðal starfsfólks frístundaheimila mikla starfsánægju, sem skilar sér inn í starfið með börnunum. Frístundaheimilin eru því á góðri leið með að marka sér faglega sérstöðu um hlutverk sitt og verklag sem mikilvægt er að halda í. Spyrja þarf því hvað (annað en óljós fjárhagslegur sparnaður) kallar á það núna að frístundarstarfið verði fært til skólanna að nýju og hvað hafi í raun breyst hjá skólunum til þess betra frá því að skólarnir veittu frístundarstarfinu forstöðu. Eins og allir vita er skólinn og sú þjónusta sem hann veitir lögbundin og því öllum sveitarfélögum skylt að sinna. En það sem kannski færri vita er að frístundarheimilin og sú þjónusta sem þau veita er ekki lögbundin og fellur því ekki undir sérstök lög. Það er því með öllu óljóst hvernig fer fyrir frístundastarfinu ef að það færist undir skólana. Foreldrar almennt telja þjónustu fristundaheimila falla undir mikilvæga grunnþjónustu og hafa t.d. samtökin Heimili og skóli leitast eftir því að starfsemi frístundaheimila verði bundin i lög og ákveðin viðmið sett um starfsemina. En á meðan hinn lagalegi rammi frístundarinnar er ekki tryggður er ástæða til að óttast að hugmyndafræði frítímans verði ekki í forgrunni og að sú þekking og reynsla sem hefur áunnist á síðustu árum glatist við samþættinguna. Við getum spurt okkur þeirrar spurningar þegar skólastjórnandinn stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að þurfa að hagræða í sínu skólastarfi og í annan stað er um að ræða lögbundið skólastarf og í hinn stað ólögbundið frístundarstarf, hvar hagræðingin muni bera niður. Umræða um hugsanlega samþættingu skóla og frístundar er þörf. En ef hún á að vera sú framtíðarmúsík sem nauðsynleg er, þá verðum við í leiðinni að huga að samþættingu alls íþrótta-, tómstundar- og tónlistarstarfs sem stundað er í borginni. Markmiðið á að sjálfsögðu að vera að þróa og skapa samfelldan dag hjá þeim börnum þar sem þetta þrennt fléttast saman, svo öllu tómstundar-, íþrótta- tónlistar- og skólastarfi barnsins verði lokið kl. 17 hvern virkan dag. Þar er ég sannfærður um að liggi gríðarleg sóknarfæri sem nauðsynlegt er að skoða en það verður ekki klárað á stuttum tíma. Í stað þess að hendast í illa ígrundaðar breytingar eigum við núna að nýta tímann til að undirbúa heildarsamþættingu og skapa með því áhugavert og spennandi umhverfi með heildarþarfir barnanna okkar í huga. Ég er alls ekki mótfallinn vel ígrunduðum breytingum á skipulagi skóla og frístundastarfs sem snúa að aukinni velferð barnanna í borginni en ég tel fyrirliggjandi tillögur það umfangsmiklar og að of mörgum spurningum sé ósvarað að óraunhæft og óskynsamlegt er að framkvæma þær með þeim fyrirvara sem settur er fram í skýrslunni svo vel megi vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við 70 ára lífaldur þá eyðir hver manneskja að meðaltali 27 árum i frítíma, rúmum 7 árum til starfs en einungis rúmlega 4 árum i formlega menntun. Það skiptir því miklu að börn læri ad nýta frítíma sinn sem best og að virkja fjölbreytta hæfileika sína. Rannsóknir sýna sömleiðis að dvöl á frístundaheimili gefur börnum tækifæri til að nýta styrkleika sína og taka þátt i frjálsum leik og skapandi starfi og gegna því frístundaheimilin lykilhlutverki í að stuðla að farsælli skólabyrjun fyrir börn. Það er því gríðarlega mikilvægt að vel sé hugað að faglegri og stjórnunarlegri stöðu frístundarstarfs í borginni þannig að það eflist og stuðli að mikilvægri fjölbreytni í uppeldi og þroska barns á fyrstu árum skólagöngu þess. Síðustu daga hefur átt sér stað mikil umræða um fyrirhugaða breytingu á stjórnun og skipan í skólakerfinu í Reykjavík. Umræðan hefur einkum beinst að hugmyndum meirihluta Besta flokks og Samfylkingar um samrekstrar- og sameiningartillögur leik- og grunnskólanna en minna að samþættingu grunnskóla og frístundarheimila sem einnig er fyrirhuguð. Samþætting grunnskóla og frístundarheimila gengur út á að um sameiginlega yfirstjórn grunnskóla og frístundarheimila verði að ræða undir stjórn skólastjóra. Áætla má að fjárhagslegur ávinningur af sameiningu yfirstjórnar mun í besta falli skila rúmum 12 milljónum kr á ári. Ég vil ekki gera lítið úr fjárhagslegum ávinningi þessara fyrirhuguðu aðgerða. En þeirri spurningu er algjörlega ósvarað hvort að hinn faglegi þáttur frístundarstarfsins sé tryggður og að hið góða og öfluga starf sem nú þegar er unnið á frístundarheimilum borgarinnar muni ekki bera skaða. Reynslan hefur einfaldlega kennt okkur að mikil hætta sé á því að minni áhersla verði á faglegt frístundarstarf undir stjórn skólanna. Ég óttast því að frístundarstarf skólanna verði of skólamiðað og að staða þess í skólakerfinu verði of veik og þetta mikilvæga starf muni því mæta afgangi. Og kannski eðlilega þar sem aðaláhersla skólanna er að sjálfsögðu á kennslu og skólastarf. Frá því að frístundastarfið fluttist frá skólunum og frístundaheimilin stofnuð, sem gerðist á árunum 2000 – 2004, hefur mikil þróun átt sér sem hefur leitt af sér betri heildarsýn á starfi með börnum í frítíma sínum. Stöðugleiki er kominn í starfsmannahópinn, húsnæðismálin hafa batnað til muna þó þar þurfi að gera enn betur, biðlistar hafa minnkað, samþætting frístundastarfs í hverfum hefur stóraukist og umgjörðin orðin faglegri með hverju árinu. Það starf sem nú er unnið á frístundarheimilum er til fyrirmyndar og allar viðhorfskannanir á starfi frístundaheimila sýna mikla ánægju með starfið meðal barna, unglinga og foreldra. Jafnframt sýna viðhorfskannanir meðal starfsfólks frístundaheimila mikla starfsánægju, sem skilar sér inn í starfið með börnunum. Frístundaheimilin eru því á góðri leið með að marka sér faglega sérstöðu um hlutverk sitt og verklag sem mikilvægt er að halda í. Spyrja þarf því hvað (annað en óljós fjárhagslegur sparnaður) kallar á það núna að frístundarstarfið verði fært til skólanna að nýju og hvað hafi í raun breyst hjá skólunum til þess betra frá því að skólarnir veittu frístundarstarfinu forstöðu. Eins og allir vita er skólinn og sú þjónusta sem hann veitir lögbundin og því öllum sveitarfélögum skylt að sinna. En það sem kannski færri vita er að frístundarheimilin og sú þjónusta sem þau veita er ekki lögbundin og fellur því ekki undir sérstök lög. Það er því með öllu óljóst hvernig fer fyrir frístundastarfinu ef að það færist undir skólana. Foreldrar almennt telja þjónustu fristundaheimila falla undir mikilvæga grunnþjónustu og hafa t.d. samtökin Heimili og skóli leitast eftir því að starfsemi frístundaheimila verði bundin i lög og ákveðin viðmið sett um starfsemina. En á meðan hinn lagalegi rammi frístundarinnar er ekki tryggður er ástæða til að óttast að hugmyndafræði frítímans verði ekki í forgrunni og að sú þekking og reynsla sem hefur áunnist á síðustu árum glatist við samþættinguna. Við getum spurt okkur þeirrar spurningar þegar skólastjórnandinn stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að þurfa að hagræða í sínu skólastarfi og í annan stað er um að ræða lögbundið skólastarf og í hinn stað ólögbundið frístundarstarf, hvar hagræðingin muni bera niður. Umræða um hugsanlega samþættingu skóla og frístundar er þörf. En ef hún á að vera sú framtíðarmúsík sem nauðsynleg er, þá verðum við í leiðinni að huga að samþættingu alls íþrótta-, tómstundar- og tónlistarstarfs sem stundað er í borginni. Markmiðið á að sjálfsögðu að vera að þróa og skapa samfelldan dag hjá þeim börnum þar sem þetta þrennt fléttast saman, svo öllu tómstundar-, íþrótta- tónlistar- og skólastarfi barnsins verði lokið kl. 17 hvern virkan dag. Þar er ég sannfærður um að liggi gríðarleg sóknarfæri sem nauðsynlegt er að skoða en það verður ekki klárað á stuttum tíma. Í stað þess að hendast í illa ígrundaðar breytingar eigum við núna að nýta tímann til að undirbúa heildarsamþættingu og skapa með því áhugavert og spennandi umhverfi með heildarþarfir barnanna okkar í huga. Ég er alls ekki mótfallinn vel ígrunduðum breytingum á skipulagi skóla og frístundastarfs sem snúa að aukinni velferð barnanna í borginni en ég tel fyrirliggjandi tillögur það umfangsmiklar og að of mörgum spurningum sé ósvarað að óraunhæft og óskynsamlegt er að framkvæma þær með þeim fyrirvara sem settur er fram í skýrslunni svo vel megi vera.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun