Fleiri fréttir

Nei við Icesave

Júlíus Valdimarsson og Metúsalem Þórisson skrifar

Rangfærslur formanns Lögmannafélags Íslands um Icesave

Á laugardaginn verður kosið um það hvort Icesave lögin skuli halda gildi sínu. Langflestir sem ætla sér að greiða atkvæði vilja taka afstöðu í málinu byggða á réttum upplýsingum um afleiðingar kosningaúrslitanna en ekki óskhyggju eða áróðurskenndum upphrópunum. Atkvæði er illa nýtt ef kjósandinn telur sig hafa verið að kjósa um tiltekið framhald málsins, sem mun í raun ólíklega eða alls ekki verða.

Já er svarið í Icesave

Friðrik Indriðason skrifar

Á laugardag mun ég mæta á kjörstað og segja já við Icesave. Þar með vona ég að þetta mál sé úr sögunni. Fyrir mig er valið einfalt, ljúka þessu á eigin forsendum með samningum eða vera upp á náð og miskunn evrópskra dómstóla kominn.

Ekki villast

Ingibjörg Kristleifsdóttir og Björk Óttarsdóttir skrifar

Hlutverk starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila var að greina tækifæri í hverfum borgarinnar til endurskipulagningar á rekstri leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila með faglegan og fjárhagslegan ávinning í huga.

Líbía og stuðningur Íslands

Össur Skarphéðinsson skrifar

Óvenju mikil eindrægni ríkti á fundi um fimmtíu utanríkisráðherra og fulltrúa alþjóðastofnana um málefni Líbíu sem ég sat í síðustu viku í London.

Kveðum burt leiðindin

Mörður Árnason skrifar

Sama hvað gerist á laugardaginn: Ekkert íslenskt barn fer í breska kolanámu, og hákarlarnir sigla áfram sinn sjó. Kostirnir eru einfaldlega ekki himnaríki og helvíti. Samt skiptir þjóðaratkvæðagreiðslan miklu máli.

Að bera fyrir sig börn

Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar

Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni.

Börn með byssur

Stefán Ingi Stefánsson skrifar

Allt það skelfilega sem hendir fullorðna á átakasvæðum kemur einnig fyrir börn.

Að semja eða svíkja

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum.

Ég segi já

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn

Guðbjartur Hannesson skrifar

Hinn sjöunda apríl hvert ár heldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stofndag sinn hátíðlegan með því að vekja athygli á tilteknu þýðingarmiklu heilbrigðismáli.

Náttúruvernd

Helgi Gíslason skrifar

Snorri Baldursson, líffræðingur, nú einn af stjórnendum Vatnjökulsþjóðgarðs, en áður einn af æðstu stjórnendum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið þann 22. febrúar s.l.

Lágmörkum áhættu og segjum NEI

Átta hagfræðingar skrifar

Alþingi Íslendinga samþykkti nýverið lög til heimildar á staðfestingu nýjustu Icesave-samninganna en forseti lýðveldisins synjaði þeim staðfestingar. Gengur þjóðin því til atkvæðagreiðslu um lögin nk. laugardag, þann 9. apríl.

Siðaðra þjóða háttur

Benedikt Jóhannesson skrifar

Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga.

Skuldir óreiðumanna

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Tvær fullyrðingar um Icesave eru endurteknar daglega og oft á dag til að réttlæta nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvorug fullyrðingin stenst skoðun, eins og nú verður sýnt fram á:

Æseifskviða

Gylfi Magnússon skrifar

Grunnurinn að Icesave-deilunni er sú einfalda staðreynd að þegar eigum þrotabús Landsbankans var ráðstafað var það gert þannig að útkoman varð hagstæðari fyrir þá sem áttu innlánsreikninga á Íslandi en í Bretlandi eða Hollandi.

Eyðum óvissunni. Segjum já.

Hjálmar Sveinsson skrifar

Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið.

Opið bréf frá foreldrum til fræðslustjóra

Ásta Kristrún Ólafsdóttir, Jóna Á. Gísladóttir, Nick A. Cathcart-Jones og Róbert Jack og Svafa Arnardóttir skrifa

Kæri Ragnar. Við biðlum til þín um að sýna miskunn og mannúð og sjá til þess að öllum börnum með þroskahömlun standi til boða skólavist í sérskóla. Ekki bara sumum.Við gerum athugasemdir við skýringar frá menntasviði á þrengdum inntökuskilyrðum í Öskjuhlíðarskóla:

Moody's og lánshæfismat Íslands

Kári Sigurðsson skrifar

Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar.

Icesave-atriðin 10

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Við borgum allt: Samkvæmt nýjustu samningsdrögum taka Íslendingar að sér að bæta Bretum og Hollendingum allt tjón þeirra vegna Icesave með vöxtum.

Stöldrum við í orkumálum!

Ólafur Arnalds skrifar

Nýverið fréttist að bresk yfirvöld hafa rætt möguleika á að kaupa á raforku frá Íslandi, sem leidd yrði með sæstreng til Bretlands. Þessi sama hugmynd kemur einnig af og til upp á yfirborðið í umræðu á Íslandi.

Afskiptasemi eða ábyrgð?

Guðrún Jónsdóttir skrifar

Unglingar eru á mikilvægum tímamótum í lífinu. Þeir teljast ekki lengur til barna né heldur eru þau fullorðin. Þau eru þó að fikra sig í áttina að því og það er hlutverk foreldra og annarra forsjáraðila að hjálpa þeim við það. Það gerum við best með því að skapa þeim trausta og örugga umgjörð til að prófa sig áfram í lífinu. Það er mikilvægt að innan þess ramma sem við setjum búum við þeim bæði nægjanleg og viðunandi vaxtarskilyrði. Markmiðið er að þau séu í stakk búin til að takast á við lífið þegar þau stíga út úr honum. Þannig viljum við að þau hafi tækifæri til að upplifa og þekkja mörk sín á öruggan hátt áður en ískaldur raunveruleikinn tekur við. Þannig vonumst við til ð búa til ábyrga einstaklinga.

Hvað er veikt umboð?

Svavar Gestsson skrifar

Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.

Kostnaður forréttinda

Guðmundur Örn Jónsson skrifar

Í umræðunni um stjórn fiskveiða hafa tvær ástæður fyrir óhagkvæmni forréttinda eins og núverandi gjafakvóta lítið verið ræddar. Annars vegar viðurkenna fylgismenn markaðshagkerfa að samkeppni um takmörkuð gæði sé almennt besta leiðin til að hámarka verðmæti þeirra og framþróun atvinnugreina sem þau nýta. Þ.e.a.s. að samkeppni um kvóta hámarki verðmæti hans og stuðli að mestri framþróun sjávarútvegs. Skipta áhrif nýliðunar þar miklu máli.

Misskilningur ritstjóra

Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima.

Afskiptasemi eða ábyrgð?

Unglingar eru á mikilvægum tímamótum í lífinu. Þeir teljast ekki lengur til barna né heldur eru þau fullorðin. Þau eru þó að fikra sig í áttina að því og það er hlutverk foreldra og annarra forsjáraðila að hjálpa þeim við það. Það gerum við best með því að skapa þeim trausta og örugga umgjörð til að prófa sig áfram í lífinu. Það er mikilvægt að innan þess ramma sem við setjum búum við þeim bæði nægjanleg og viðunandi vaxtarskilyrði. Markmiðið er að þau séu í stakk búin til að takast á við lífið þegar þau stíga út úr honum. Þannig viljum við að þau hafi tækifæri til að upplifa og þekkja mörk sín á öruggan hátt áður en ískaldur raunveruleikinn tekur við. Þannig vonumst við til ð búa til ábyrga einstaklinga.

Hvað hangir á Icesave-spýtunni?

Ég hef ekki komist hjá því að lesa og heyra málflutning þeirra sem eru andvígir því að samþykkja nýjustu samninga um uppgjör á Icesave. Tónninn er sá að við eigum ekki að borga, hafna samningum og velja dómstólaleiðina. Auðvitað hefði verið í lófa lagið frá upphafi þessa máls að fá úr því skorið hjá dómstólum hvar ábyrgðin lægi og hverjar væru lagalegar skuldbindingar Íslands. En þá er skylt að rifja upp að þáverandi

Kynjaskekkja við styrkveitingar?

Eygló Harðardóttir skrifar

Síðasta áratug störfuðu nær jafn margar konur og karlar við kennslu við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir þetta voru konur mun ólíklegri til að sækja um styrki sem verkefnisstjórar í samkeppnissjóði Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís. Kynjaskekkja virðist því vera til staðar við umsóknir og úthlutun styrkja til vísindarannsókna.

Nei við Icesave

Lýður Árnason skrifar

Sá mikli skáldjöfur og skemmtipenni, Hallgrímur Helgason, reit um öfugt Icesave á dögunum og kallaði Britsave. Fór yfir staðreyndir með öfugum formerkjum án hlutdrægni. Að minnsta kosti miðað við skáld. Pæling Hallgríms er væntanlega sú að setja okkur í spor viðsemjendanna og spyrja hvernig málið sneri ef okkar eigin landar hefðu tapað á viðskiptum sínum við breskt bankaútibú á Íslandi en breskir þegnar í heimalandinu hins vegar stikkfrí í skjóli neyðarlaga.

Hið ískalda hagsmunamat

Matsfyrirtækið Moody‘s segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar,“ segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum.“ (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011).

Hrollvekjandi skilaboð

Þann 25. janúar 2011 féll furðudómur í Héraðsdómi Austurlands um hvað Landsvirkjun beri að greiða fyrir Jöklu. Bagaleg er þögnin sem ríkir um þetta mikilvæga mál. Á því eru vissulega margir fletir en það er ekki eins flókið og ætla mætti að óathuguðu máli. Fyrir það fyrsta: Þetta er íslenskur almenningur gegn Landsvirkjun en ekki gráðugir afdalabændur gegn almenningi (ríkinu). Landsvirkjun er ríki í ríkinu og hefur verið í einkavæðingaferli áratugum saman.

Hvað er veikt umboð?

Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.

Rússnesk rúlletta

Rökin fyrir því að Íslendingar samþykki Icesave-kröfur Breta og Hollendinga jafnast á við rök handrukkarans sem ógnar saklausum vegfarendum og hefur af þeim fé. Vegfarendurnir þora ekki að standa á rétti sínum og láta undan kúgunum.

Sjá næstu 50 greinar