Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson skrifar 30. nóvember 2016 15:33 Í neikvæðnisgrautnum sem er á borðum flestra landsmanna grassera fyrirbæri sem bíða þess í ofvæni að skjóta sér upp á yfirborðið og heltaka allt. Hneykslun og neikvæðni. Í krafti þessarar hneysklunar gefur fólk sér það leyfi að dreifa óhróðri, neikvæðni og kaldhæðni. Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum. Nýjasta dæmið er umfjöllun Kastljóss um Brúnegg. Að mörgu leyti var þetta mjög einhliða umfjöllun alveg eins og þáttaröð Netflix, How To Make A Murderer, var. Það sprakk allt. Nú var sko tækifæri til þess að hneykslast all svakalega og græða nokkur like í leiðinni. Í samhengi hlutanna er þetta hvorki stórt atvik né stórmál. Auðvitað er hægt að drepa alla umræðu með „en það er stríð í Sýrlandi“, en það er þessi tilfinningagusugangur Facebooklífsins sem er svo leiðinlegur, yfirborðskenndur, einhliða og í mörgum tilfellum gerast þeir sömu sem eru að gagnrýna sig seka um sams konar ofbeldi og þeir eru einmitt að kvarta yfir. Nú er ég ekki að segja að umfjöllunin hafi ekki rétt á sér eða að verja fyrrum starfshætti Brúneggja á nokkurn hátt, heldur að orðum fylgir ábyrgð og að oftast þarf maður að byrja á því að taka til í eigin garði áður en maður fer að kvarta yfir rusli í garði nágrannans. Eins og kunningi minn Kjartan Atli sagði á Twitter, „Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?” Og hann hefur nokkuð til síns máls. Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?— Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) November 29, 2016 Aftur er það þannig að það er auðvelt að slá allt út af borðinu með svona röksemdarfærslu, en heimurinn virðist vera orðinn þannig að það er ekki hægt að komast undan því að vera móralskt sekur. Bara ef allir væru jafn góðir og þeir láta líta út fyrir á netinu. Samfélagsmiðlar eru partur af lífi okkar allra í dag, því verður ekki breytt og því þarf ekkert að breyta. En við þurfum að átta okkur á því hvar okkar ábyrgð, notenda þessara samfélagsmiðla, liggur. Sjálfur hef ég staðið mig að því að átta mig ekki á þessari ábyrgð. Við þurfum að átta okkur á því að við stjórnum því hvað við segjum og hvernig við segjum það. Við stjórnum því hvort við séum jákvæð eða neikvæð. Þegar mest ber á neikvæðninni hugsa ég til sumarsins sem leið. Þegar karlalandsliðið okkar í fótbolta var að taka þátt á EM í fyrsta skipti. Við vorum öll í sama liði. Jákvæðnin var alsráðandi og allir mínir vinir og kunningjar eru sammála um það að andinn yfir landinu var allt annar. En svo kláraðist mótið og sumarið leið undir lok, gleðivíman fór að dofna, og með haustinu kom myrkrið sem lagðist á allt og alla. Kærleikur, jákvæðni og bjartsýni munu alltaf standa uppi sem sigurvegarar á móti neikvæðni og svartsýni. Það á að gagnrýna, gagnrýni er nauðsynleg – en ég er viss um það að það kæmi meira gott út úr gagnrýninni ef við myndum hætta að vera svona upptekin af því að vera svona ofboðslega hneyksluð. Tökum ábyrgð á því sem við segjum og hvernig við segjum það. Tökum ákvörðun um að vera jákvæð. Af hverju? Af því að við getum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Brúneggjamálið Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í neikvæðnisgrautnum sem er á borðum flestra landsmanna grassera fyrirbæri sem bíða þess í ofvæni að skjóta sér upp á yfirborðið og heltaka allt. Hneykslun og neikvæðni. Í krafti þessarar hneysklunar gefur fólk sér það leyfi að dreifa óhróðri, neikvæðni og kaldhæðni. Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum. Nýjasta dæmið er umfjöllun Kastljóss um Brúnegg. Að mörgu leyti var þetta mjög einhliða umfjöllun alveg eins og þáttaröð Netflix, How To Make A Murderer, var. Það sprakk allt. Nú var sko tækifæri til þess að hneykslast all svakalega og græða nokkur like í leiðinni. Í samhengi hlutanna er þetta hvorki stórt atvik né stórmál. Auðvitað er hægt að drepa alla umræðu með „en það er stríð í Sýrlandi“, en það er þessi tilfinningagusugangur Facebooklífsins sem er svo leiðinlegur, yfirborðskenndur, einhliða og í mörgum tilfellum gerast þeir sömu sem eru að gagnrýna sig seka um sams konar ofbeldi og þeir eru einmitt að kvarta yfir. Nú er ég ekki að segja að umfjöllunin hafi ekki rétt á sér eða að verja fyrrum starfshætti Brúneggja á nokkurn hátt, heldur að orðum fylgir ábyrgð og að oftast þarf maður að byrja á því að taka til í eigin garði áður en maður fer að kvarta yfir rusli í garði nágrannans. Eins og kunningi minn Kjartan Atli sagði á Twitter, „Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?” Og hann hefur nokkuð til síns máls. Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?— Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) November 29, 2016 Aftur er það þannig að það er auðvelt að slá allt út af borðinu með svona röksemdarfærslu, en heimurinn virðist vera orðinn þannig að það er ekki hægt að komast undan því að vera móralskt sekur. Bara ef allir væru jafn góðir og þeir láta líta út fyrir á netinu. Samfélagsmiðlar eru partur af lífi okkar allra í dag, því verður ekki breytt og því þarf ekkert að breyta. En við þurfum að átta okkur á því hvar okkar ábyrgð, notenda þessara samfélagsmiðla, liggur. Sjálfur hef ég staðið mig að því að átta mig ekki á þessari ábyrgð. Við þurfum að átta okkur á því að við stjórnum því hvað við segjum og hvernig við segjum það. Við stjórnum því hvort við séum jákvæð eða neikvæð. Þegar mest ber á neikvæðninni hugsa ég til sumarsins sem leið. Þegar karlalandsliðið okkar í fótbolta var að taka þátt á EM í fyrsta skipti. Við vorum öll í sama liði. Jákvæðnin var alsráðandi og allir mínir vinir og kunningjar eru sammála um það að andinn yfir landinu var allt annar. En svo kláraðist mótið og sumarið leið undir lok, gleðivíman fór að dofna, og með haustinu kom myrkrið sem lagðist á allt og alla. Kærleikur, jákvæðni og bjartsýni munu alltaf standa uppi sem sigurvegarar á móti neikvæðni og svartsýni. Það á að gagnrýna, gagnrýni er nauðsynleg – en ég er viss um það að það kæmi meira gott út úr gagnrýninni ef við myndum hætta að vera svona upptekin af því að vera svona ofboðslega hneyksluð. Tökum ábyrgð á því sem við segjum og hvernig við segjum það. Tökum ákvörðun um að vera jákvæð. Af hverju? Af því að við getum það.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun