Orðfæri Frá degi til dags Höskuldur Þór Þórhallsson skrifar 18. apríl 2011 07:00 Að gefnu tilefni tel ég nauðsynlegt að leiðrétta örstutta lýsingu á viðhorfum mínum til vantraustsyfirlýsingar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfsstæðisflokksins sem birtist í Fréttablaðinu sl. föstudag í dálkinum „Frá degi til dags". Var þar gefið í skyn að ég hefði orðið tvísaga og „segði eitt í dag en annað á morgun". Þannig var tekið orðrétt úr fyrri ræðu minni eftirfarandi ræðubútur „Væri þá ekki réttast, í ljósi þess að ég treysti ekki ríkisstjórninni, að hér kæmi fram vantraustsyfirlýsing ... . Hinn eðlilegi farvegur slíkrar tillögu væri að hún kæmi frá formanni stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Alþingi og ég fagna því að hún er nú komin fram. Hún verður að koma úr þeirri átt til að mark sé á henni takandi." Var svo tekið fram að daginn eftir hefði verið komið annað hljóð í strokkinn. Ég hefði þá sagt að nú væri grunnur hennar veikur þar sem það var Sjálfstæðisflokkurinn sem lagði hana fram en hann hefði að meginstofni til, fylgt ríkisstjórninni að málum í Icesave. Ef fréttamaðurinn hefði lesið orlítið lengra úr fyrri ræðu minni sem hann birti ofangreindan texta orðrétt upp úr hefði hann séð að næsta setning á eftir setti þetta allt í samhengi. Þar sagði ég nefnilega um tillöguna „ Ég verð samt að viðurkenna að á henni er einn stór og mikill galli, ríkisstjórnin situr nú í skjóli þeirra sem sögðu já við Icesave-samningunum á Íslandi." Þessi setning, sem fréttamanninnum yfirsást, er grunnurinn að þeirri skoðun minni að vantrauststillaga Sjálfstæðismanna væri veik. Sérstaklega í ljósi þess að hún kom ekki bara fram í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave heldur einnig í umræðum um niðurstöðu hennar. Í því ljósi mat ég einnig tímasetningu hennar með öllu ótímabæra, „vegna þess að ef menn hefðu beðið, andað með nefinu, tel ég að það hefði verið hægt að leggja fram síðar á þessu þingi vantrauststillögu sem hefði getað leitt til þess að ríkisstjórnin hefði farið frá völdum" eins og ég tók fram í seinni ræðu minni. Þessi skoðun mín hefði líka ekki átt að koma á óvart vegna þess að hún kom einnig fram í frétt sem birtist á netmiðlinum visir.is strax á eftir ræðunni um niðurstöðu Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunnar en þar segir „Í samtali við Fréttastofu segir Höskuldur að eðlilegra hefði verið að vantrauststillagan hefði komið frá öllum minnihlutanum en ekki bara frá Sjálfstæðismönnum, „til þess að þetta líti ekki út eins og menn séu að bjarga eigin skinni," segir Höskuldur og bætir við að sér finnist algjörlega ótímabært að leggja hana fram á þessu stigi málsins." Í stuttu máli. Þrátt fyrir að ég fagnaði vantrauststillögunni benti ég strax á að grunnur hennar væri veikur. Sérstaklega í ljósi þess að hún kom fram í umræðu um Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna. Í því ljósi væri hún ótímabær auk þess sem vinna hefði mátt henni meira fylgis þannig að raunverulega væri hægt að koma ríkisstjórninni frá. Þetta er í mínum huga ekki að segja eitt í dag og annað á morgun eins og orðfæri greinarhöfundar frá Degi til dags gaf til kynna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni tel ég nauðsynlegt að leiðrétta örstutta lýsingu á viðhorfum mínum til vantraustsyfirlýsingar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfsstæðisflokksins sem birtist í Fréttablaðinu sl. föstudag í dálkinum „Frá degi til dags". Var þar gefið í skyn að ég hefði orðið tvísaga og „segði eitt í dag en annað á morgun". Þannig var tekið orðrétt úr fyrri ræðu minni eftirfarandi ræðubútur „Væri þá ekki réttast, í ljósi þess að ég treysti ekki ríkisstjórninni, að hér kæmi fram vantraustsyfirlýsing ... . Hinn eðlilegi farvegur slíkrar tillögu væri að hún kæmi frá formanni stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Alþingi og ég fagna því að hún er nú komin fram. Hún verður að koma úr þeirri átt til að mark sé á henni takandi." Var svo tekið fram að daginn eftir hefði verið komið annað hljóð í strokkinn. Ég hefði þá sagt að nú væri grunnur hennar veikur þar sem það var Sjálfstæðisflokkurinn sem lagði hana fram en hann hefði að meginstofni til, fylgt ríkisstjórninni að málum í Icesave. Ef fréttamaðurinn hefði lesið orlítið lengra úr fyrri ræðu minni sem hann birti ofangreindan texta orðrétt upp úr hefði hann séð að næsta setning á eftir setti þetta allt í samhengi. Þar sagði ég nefnilega um tillöguna „ Ég verð samt að viðurkenna að á henni er einn stór og mikill galli, ríkisstjórnin situr nú í skjóli þeirra sem sögðu já við Icesave-samningunum á Íslandi." Þessi setning, sem fréttamanninnum yfirsást, er grunnurinn að þeirri skoðun minni að vantrauststillaga Sjálfstæðismanna væri veik. Sérstaklega í ljósi þess að hún kom ekki bara fram í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave heldur einnig í umræðum um niðurstöðu hennar. Í því ljósi mat ég einnig tímasetningu hennar með öllu ótímabæra, „vegna þess að ef menn hefðu beðið, andað með nefinu, tel ég að það hefði verið hægt að leggja fram síðar á þessu þingi vantrauststillögu sem hefði getað leitt til þess að ríkisstjórnin hefði farið frá völdum" eins og ég tók fram í seinni ræðu minni. Þessi skoðun mín hefði líka ekki átt að koma á óvart vegna þess að hún kom einnig fram í frétt sem birtist á netmiðlinum visir.is strax á eftir ræðunni um niðurstöðu Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunnar en þar segir „Í samtali við Fréttastofu segir Höskuldur að eðlilegra hefði verið að vantrauststillagan hefði komið frá öllum minnihlutanum en ekki bara frá Sjálfstæðismönnum, „til þess að þetta líti ekki út eins og menn séu að bjarga eigin skinni," segir Höskuldur og bætir við að sér finnist algjörlega ótímabært að leggja hana fram á þessu stigi málsins." Í stuttu máli. Þrátt fyrir að ég fagnaði vantrauststillögunni benti ég strax á að grunnur hennar væri veikur. Sérstaklega í ljósi þess að hún kom fram í umræðu um Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna. Í því ljósi væri hún ótímabær auk þess sem vinna hefði mátt henni meira fylgis þannig að raunverulega væri hægt að koma ríkisstjórninni frá. Þetta er í mínum huga ekki að segja eitt í dag og annað á morgun eins og orðfæri greinarhöfundar frá Degi til dags gaf til kynna.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun