Í hjólförum hruns Björgólfur Thor Björgólfsson skrifar 13. apríl 2011 09:00 Ár er liðið frá því að rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér skýrslu sinni um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Ég fagnaði skýrslunni og bað íslensku þjóðina jafnframt afsökunar á mínum þætti í hruni íslenska fjármálakerfsins. Ég, eins og flestir aðrir, batt vonir við að skýrslan myndi marka nýtt upphaf og veita þjóðinni nauðsynlega viðspyrnu. Sú hefur því miður ekki orðið raunin. Ég kannast ekki við að nokkur annar, sem kemur við sögu í skýrslunni, hafi gengist við ábyrgð sinni eða viðurkennt að hafa haft nokkur áhrif á gang mála með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi. Þetta á jafnt við um einstaklinga sem stofnanir samfélagsins: Stjórnmálin, stjórnsýsluna, fjölmiðlana, viðskiptalífið, háskólasamfélagið. Flestir þeir sem hafa tekið þátt í samfélagsumræðunni hafa hrifsað til sín það eitt úr skýrslunni sem hentar þeirra málstað. Þeir, sem eru í aðstöðu til að hafa áhrif á hvert umræðan leitar, hafa látið óheillaþróunina afskiptalausa. Á meðan brennur upp öll skynsemi og réttsýni. Að hluta má rekja þetta til veikrar stöðu stofnana samfélagsins, sem komu laskaðar undan hruni. Vissulega er verkefnið stórt, en þar dugar ekki að hafa vilja til að gera vel, ef forsendur eru rangar. Þessum stofnunum hefur ekki auðnast að læra af reynslunni. Forystumenn þeirra hafa horfið inn í hóp gagnrýnenda, hallmælt öllum öðrum en sjálfum sér og borist undan straumi ímyndaðs almenningsálits, eins og það birtist á samskiptasíðum netsins. Ábyrgðarleysið er mikið – og það eftir hrun! Slíkt ábyrgðarleysi er næstum skiljanlegt þegar afleiðingar eru ekki ljósar. En ábyrgðarleysi í rústunum, við uppbygginguna, er óskiljanlegt. Alþjóðleg fjármálakreppa skall á okkur í kjölfar stærstu lána- og eignabólu sögunnar. Fjármálakreppan varð að gengiskreppu vegna gagnleysis krónunnar; að bankakreppu og lánakreppu vegna veikrar stöðu bankanna eftir alltof hraðan og illa grundaðan vöxt; að atvinnukreppu vegna heiftarlegs samdráttar í framleiðslu, neyslu og fjárfestingu; að stjórnmálakreppu vegna vangetu stjórnmálanna til að taka á vandanum; að stjórnlagakreppu vegna ósættis og sundurlyndis. Hins vegar er langt í frá að þetta ábyrgðarleysi forystumanna einkenni almenning. Einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki semja um mál sín og leysa þau af þrautseigju. Þeirra hlutskipti á að njóta meiri virðingar. Það tryggir að efnahagslífið réttir smám saman úr sér, þrátt fyrir stöðnun umræðunnar. Aldrei kallaður fyrir nefndina Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis varð ekki það upphaf sem ég vonaðist til. Ég var sammála þeirri heildarmynd sem nefndin dró upp en ég var ekki sammála allri efnisumfjöllun hennar eða niðurstöðum og ég var mjög ósáttur við vinnubrögð hennar í því er sneri að mér. Mín er víða getið í skýrslunni en ég var þó aldrei kallaður fyrir nefndina. Yfirlýsingar annarra um mig – margar rangar og sumar ótrúlega heimskulegar – voru birtar án andmæla. Fyrir ári taldi ég það allra hag að láta þetta kyrrt liggja. Ég taldi mikilvægara að þjóðinni tækist að gera skýrsluna, þó gölluð væri, að upphafsreit uppbyggingar en að ég sendi frá mér leiðréttingar við rangfærslur viðmælenda nefndarinnar og skýrsluhöfunda sjálfra. Því miður hefur mér ekki orðið að ósk minni. Skýrslan hefur enn engin áhrif haft til góðs á íslenskt samfélag. Ég sé því enga ástæðu til að sitja lengur á leiðréttingum mínum á augljósum villum, röngum ályktunum og hreinum uppspuna. Ég mun birta athugasemdir mínar á vef mínum, btb.is, til fróðleiks fyrir áhugamenn um það sem sannara reynist. Ég hef jafnframt óskað eftir því við forseta Alþingis að athugasemdir mínar verði birtar á vef rannsóknarnefndar Alþingis. Um leið ítreka ég afsökunarbeiðni mína. Íslenskt viðskiptalíf og samfélag þróaðist hratt árin fyrir hrun og sú þróun var til óheilla. Ég var í aðstöðu til að sjá hættumerki og ég sá sum þeirra, en mér auðnaðist ekki að bregðast við; í sumu gerði ég of lítið, í öðru of seint og í sumu alls ekki neitt. Ef ég og aðrir áhrifamenn í viðskiptum og stjórnmálum hefðum vaknað fyrr og okkur hefði auðnast að vinna saman hefði okkur án vafa tekist að minnka skaðann. En það tókst okkur ekki. Og á því ber ég mína ábyrgð. Andstyggð umræðunnar Eftir að ég sendi frá mér afsökunarbeiðnina fyrir ári sneri ég mér að því að semja við lánardrottna og gera upp skuldir mínar. Engin mál mér tengd eru til meðferðar hjá ákæruvaldi eða neinum eftirlitsaðila, að því ég best veit. Þau íslensku fyrirtæki sem ég á hlut í eru öll í góðum rekstri og í sóknarhug. Samt er það svo að nafn mitt má ekki birtast opinberlega án þess að fram stígi menn sem furða sig á að ég skuli ekki sitja bak við lás og slá, dæmdur fyrir einhver óhæfuverk sem þeir nefna ekki en virðast þó fullvissir um. Og þetta á ekki aðeins við mig, og ekki aðeins þá sem kallaðir hafa verið útrásarvíkingar, heldur má nánast allt það fólk sem hættir sér til einhverra verka á Íslandi þola þessa óværu. Sú andstyggð smitast í alla umræðu á Íslandi. Þótt flestir fjölmiðlar leggi áherslu á þá frumskyldu sína að upplýsa almenning, þá virðast aðrir fremur vilja ala á andstyggðinni en hampa sannleikanum. Því miður virðast margar helstu stofnanir samfélagsins enn stefnulausar og rekast undan eigin hugmyndum um almenningsálit, í stað þess að leggjast á eitt til að leysa vandann. Það væri hryggilegt ef saga ábyrgðarleysis endurtæki sig. Margir hafa skoðanir á því sem ég segi og enn fleiri vilja helst ekkert ef mér vita. Sjálfur á ég engan annan kost en að vera samkvæmur sjálfum mér og tjá mig um þau mál sem á okkur brenna. Í kjölfar þessarar greinar bíður mín eflaust hin gamalkunna hrina fúkyrða. Ég neita hins vegar að læðast með veggjum, heldur áskil mér rétt til skýra málstað minn. Ég vona að þær skýringar komi að gagni, bæði til að upplýsa það sem úrskeiðis fór, en þó miklu fremur til að koma í veg fyrir að mistökin verði endurtekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því að rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér skýrslu sinni um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Ég fagnaði skýrslunni og bað íslensku þjóðina jafnframt afsökunar á mínum þætti í hruni íslenska fjármálakerfsins. Ég, eins og flestir aðrir, batt vonir við að skýrslan myndi marka nýtt upphaf og veita þjóðinni nauðsynlega viðspyrnu. Sú hefur því miður ekki orðið raunin. Ég kannast ekki við að nokkur annar, sem kemur við sögu í skýrslunni, hafi gengist við ábyrgð sinni eða viðurkennt að hafa haft nokkur áhrif á gang mála með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi. Þetta á jafnt við um einstaklinga sem stofnanir samfélagsins: Stjórnmálin, stjórnsýsluna, fjölmiðlana, viðskiptalífið, háskólasamfélagið. Flestir þeir sem hafa tekið þátt í samfélagsumræðunni hafa hrifsað til sín það eitt úr skýrslunni sem hentar þeirra málstað. Þeir, sem eru í aðstöðu til að hafa áhrif á hvert umræðan leitar, hafa látið óheillaþróunina afskiptalausa. Á meðan brennur upp öll skynsemi og réttsýni. Að hluta má rekja þetta til veikrar stöðu stofnana samfélagsins, sem komu laskaðar undan hruni. Vissulega er verkefnið stórt, en þar dugar ekki að hafa vilja til að gera vel, ef forsendur eru rangar. Þessum stofnunum hefur ekki auðnast að læra af reynslunni. Forystumenn þeirra hafa horfið inn í hóp gagnrýnenda, hallmælt öllum öðrum en sjálfum sér og borist undan straumi ímyndaðs almenningsálits, eins og það birtist á samskiptasíðum netsins. Ábyrgðarleysið er mikið – og það eftir hrun! Slíkt ábyrgðarleysi er næstum skiljanlegt þegar afleiðingar eru ekki ljósar. En ábyrgðarleysi í rústunum, við uppbygginguna, er óskiljanlegt. Alþjóðleg fjármálakreppa skall á okkur í kjölfar stærstu lána- og eignabólu sögunnar. Fjármálakreppan varð að gengiskreppu vegna gagnleysis krónunnar; að bankakreppu og lánakreppu vegna veikrar stöðu bankanna eftir alltof hraðan og illa grundaðan vöxt; að atvinnukreppu vegna heiftarlegs samdráttar í framleiðslu, neyslu og fjárfestingu; að stjórnmálakreppu vegna vangetu stjórnmálanna til að taka á vandanum; að stjórnlagakreppu vegna ósættis og sundurlyndis. Hins vegar er langt í frá að þetta ábyrgðarleysi forystumanna einkenni almenning. Einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki semja um mál sín og leysa þau af þrautseigju. Þeirra hlutskipti á að njóta meiri virðingar. Það tryggir að efnahagslífið réttir smám saman úr sér, þrátt fyrir stöðnun umræðunnar. Aldrei kallaður fyrir nefndina Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis varð ekki það upphaf sem ég vonaðist til. Ég var sammála þeirri heildarmynd sem nefndin dró upp en ég var ekki sammála allri efnisumfjöllun hennar eða niðurstöðum og ég var mjög ósáttur við vinnubrögð hennar í því er sneri að mér. Mín er víða getið í skýrslunni en ég var þó aldrei kallaður fyrir nefndina. Yfirlýsingar annarra um mig – margar rangar og sumar ótrúlega heimskulegar – voru birtar án andmæla. Fyrir ári taldi ég það allra hag að láta þetta kyrrt liggja. Ég taldi mikilvægara að þjóðinni tækist að gera skýrsluna, þó gölluð væri, að upphafsreit uppbyggingar en að ég sendi frá mér leiðréttingar við rangfærslur viðmælenda nefndarinnar og skýrsluhöfunda sjálfra. Því miður hefur mér ekki orðið að ósk minni. Skýrslan hefur enn engin áhrif haft til góðs á íslenskt samfélag. Ég sé því enga ástæðu til að sitja lengur á leiðréttingum mínum á augljósum villum, röngum ályktunum og hreinum uppspuna. Ég mun birta athugasemdir mínar á vef mínum, btb.is, til fróðleiks fyrir áhugamenn um það sem sannara reynist. Ég hef jafnframt óskað eftir því við forseta Alþingis að athugasemdir mínar verði birtar á vef rannsóknarnefndar Alþingis. Um leið ítreka ég afsökunarbeiðni mína. Íslenskt viðskiptalíf og samfélag þróaðist hratt árin fyrir hrun og sú þróun var til óheilla. Ég var í aðstöðu til að sjá hættumerki og ég sá sum þeirra, en mér auðnaðist ekki að bregðast við; í sumu gerði ég of lítið, í öðru of seint og í sumu alls ekki neitt. Ef ég og aðrir áhrifamenn í viðskiptum og stjórnmálum hefðum vaknað fyrr og okkur hefði auðnast að vinna saman hefði okkur án vafa tekist að minnka skaðann. En það tókst okkur ekki. Og á því ber ég mína ábyrgð. Andstyggð umræðunnar Eftir að ég sendi frá mér afsökunarbeiðnina fyrir ári sneri ég mér að því að semja við lánardrottna og gera upp skuldir mínar. Engin mál mér tengd eru til meðferðar hjá ákæruvaldi eða neinum eftirlitsaðila, að því ég best veit. Þau íslensku fyrirtæki sem ég á hlut í eru öll í góðum rekstri og í sóknarhug. Samt er það svo að nafn mitt má ekki birtast opinberlega án þess að fram stígi menn sem furða sig á að ég skuli ekki sitja bak við lás og slá, dæmdur fyrir einhver óhæfuverk sem þeir nefna ekki en virðast þó fullvissir um. Og þetta á ekki aðeins við mig, og ekki aðeins þá sem kallaðir hafa verið útrásarvíkingar, heldur má nánast allt það fólk sem hættir sér til einhverra verka á Íslandi þola þessa óværu. Sú andstyggð smitast í alla umræðu á Íslandi. Þótt flestir fjölmiðlar leggi áherslu á þá frumskyldu sína að upplýsa almenning, þá virðast aðrir fremur vilja ala á andstyggðinni en hampa sannleikanum. Því miður virðast margar helstu stofnanir samfélagsins enn stefnulausar og rekast undan eigin hugmyndum um almenningsálit, í stað þess að leggjast á eitt til að leysa vandann. Það væri hryggilegt ef saga ábyrgðarleysis endurtæki sig. Margir hafa skoðanir á því sem ég segi og enn fleiri vilja helst ekkert ef mér vita. Sjálfur á ég engan annan kost en að vera samkvæmur sjálfum mér og tjá mig um þau mál sem á okkur brenna. Í kjölfar þessarar greinar bíður mín eflaust hin gamalkunna hrina fúkyrða. Ég neita hins vegar að læðast með veggjum, heldur áskil mér rétt til skýra málstað minn. Ég vona að þær skýringar komi að gagni, bæði til að upplýsa það sem úrskeiðis fór, en þó miklu fremur til að koma í veg fyrir að mistökin verði endurtekin.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun