Skoðun

Leiðarljós Sigurðar Líndal

Lýður Árnason skrifar
Sá virti lögspekingur, Sigurður Líndal, átelur í nýlegri grein nýskipaða stjórnlagaráðsmenn fyrir að þiggja boðna skipun. Með því hafi þeir að einum undanskildum samsamað sig þeim aðilum sem sniðgengu lög og siðferði í aðdraganda hrunsins. Spyr Sigurður hvort þetta séu leiðarljós hins nýja Íslands.

Í fyrsta lagi var enginn kostur annar í boði. Uppkosningar komu aldrei til álita af hálfu þingsins né ný lög um stjórnlagaþing. Þessi ferill var ekki í okkar höndum. Úrskurði Hæstaréttar var enn fremur hlýtt og umboð stjórnlagaþingmanna afturkallað. Að segja úrskurðinn hundsaðan er því hrein og bein della. Bein skipan í stjórnlagaráð var einungis önnur leið að markmiðinu. Enda úrskurðaði Hæstiréttur aldrei neitt gegn stjórnlagaþinginu sem slíku, einungis kosningum til þess. Finnst dapurlegt að margreyndur lögspekingur skuli þurfa leikmann til að segja sér þetta.

Fulltrúar í stjórnlagaráði eru því með hreina samvizku, bæði gagnvart löggjafanum og fólkinu í landinu. Minni líka á að verk ráðsins eru einungis hugsuð sem tillögur að nýrri stjórnarskrá, ekki endanlegur, óhagganlegur stóridómur.




Skoðun

Sjá meira


×