Stöndum hvert með öðru Jóna Rúna Kvaran skrifar 9. apríl 2011 06:00 Ekki fyrir löngu voru vorjafndægur og við flest hugsum okkur gott til glóðarinnar þegar fer að birta og veður að breytast til hins betra. Það er þó rétt að benda á að mars-mánuður er oft mjög erfiður vegna þess að snjólega séð er engu líkara heldur en að risafoss gangi fram í nokkrar vikur og svo komi eins og stöðuvatn í kjölfarið sem verður lygnara eftir því sem líður á. Það er ótrúlega margt að gerast í okkar ágæta samfélagi og nú standa fyrir dyrum eftir nokkra daga, svokallaðar IceSave-kosningar. Ég er algjörlega mótfallin því að við borgum fyrir dómgreindarlausa, siðblinda og hrokafulla einstaklinga sem víluðu sér ekki við að fara með fé Íslendinga hingað og þangað um heiminn og fannst það í lagi. Ég vil benda á ef að ég fæ símareikning minn inn um mína lúgu þá fer ég ekki með hann í næsta hús og heimta að konan þar borgi í hennar óþökk, geng svo í burt og finnst þetta í lagi. Ég fengi væntanlega á mig kæru og yrði látin borga reikninginn minn hvort sem mér líkaði betur eða verr, annars fengi ég jafnvel dóm á mig. Að sama skapi á að láta þá sem eru ábyrgir greiða fyrir syndir sínar, ekki saklausa borgara. Vegna atburðanna með nokkurra vikna millibili á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli fengu margir Íslendingar áfall vegna jarðskjálftanna í t.d. Japan að undanförnu. Ég vil benda á að þó alltaf sé jafnerfitt að takast á við afleiðingar svona alvarlegs jarðróts og hræringa í heiminum þá er munurinn á íslenskum jarðhræringum og þeim japönsku eða víðar, eins og munurinn á milli hvals og fálka þó tölurnar séu svipaðar. Það er ólíklegt að við fáum svipaða skjálfta hér. Við megum því vel við una í okkar vanda þótt vandi sé alltaf erfiður. Það er furðulegt hvað gengið hefur á í heiminum á mjög stuttum tíma og þjóðinni er fullkunnugt um. Það eru erfiðleikar í Miðausturlöndum, Asíu og Afríku og víðar. Mikil veraldleg og úthugsuð mannleg átök eru í gangi sem eiga upphaf sitt hjá fólki en ekki náttúru. Ég vil bara segja að lokum að það er greinilegt að fólk þarf að átta sig á því meira nú en nokkru sinni áður, þar sem upplýsingaöldin er algjör, að við þurfum að standa hvert með öðru og trúlega breyta á einhvern hátt viðhorfum okkar til alheimsins og ýta kannski frekar undir réttsýni, lítillæti, auðmýkt og trú, heldur en hroka, yfirgang, siðblindu og trúleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ekki fyrir löngu voru vorjafndægur og við flest hugsum okkur gott til glóðarinnar þegar fer að birta og veður að breytast til hins betra. Það er þó rétt að benda á að mars-mánuður er oft mjög erfiður vegna þess að snjólega séð er engu líkara heldur en að risafoss gangi fram í nokkrar vikur og svo komi eins og stöðuvatn í kjölfarið sem verður lygnara eftir því sem líður á. Það er ótrúlega margt að gerast í okkar ágæta samfélagi og nú standa fyrir dyrum eftir nokkra daga, svokallaðar IceSave-kosningar. Ég er algjörlega mótfallin því að við borgum fyrir dómgreindarlausa, siðblinda og hrokafulla einstaklinga sem víluðu sér ekki við að fara með fé Íslendinga hingað og þangað um heiminn og fannst það í lagi. Ég vil benda á ef að ég fæ símareikning minn inn um mína lúgu þá fer ég ekki með hann í næsta hús og heimta að konan þar borgi í hennar óþökk, geng svo í burt og finnst þetta í lagi. Ég fengi væntanlega á mig kæru og yrði látin borga reikninginn minn hvort sem mér líkaði betur eða verr, annars fengi ég jafnvel dóm á mig. Að sama skapi á að láta þá sem eru ábyrgir greiða fyrir syndir sínar, ekki saklausa borgara. Vegna atburðanna með nokkurra vikna millibili á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli fengu margir Íslendingar áfall vegna jarðskjálftanna í t.d. Japan að undanförnu. Ég vil benda á að þó alltaf sé jafnerfitt að takast á við afleiðingar svona alvarlegs jarðróts og hræringa í heiminum þá er munurinn á íslenskum jarðhræringum og þeim japönsku eða víðar, eins og munurinn á milli hvals og fálka þó tölurnar séu svipaðar. Það er ólíklegt að við fáum svipaða skjálfta hér. Við megum því vel við una í okkar vanda þótt vandi sé alltaf erfiður. Það er furðulegt hvað gengið hefur á í heiminum á mjög stuttum tíma og þjóðinni er fullkunnugt um. Það eru erfiðleikar í Miðausturlöndum, Asíu og Afríku og víðar. Mikil veraldleg og úthugsuð mannleg átök eru í gangi sem eiga upphaf sitt hjá fólki en ekki náttúru. Ég vil bara segja að lokum að það er greinilegt að fólk þarf að átta sig á því meira nú en nokkru sinni áður, þar sem upplýsingaöldin er algjör, að við þurfum að standa hvert með öðru og trúlega breyta á einhvern hátt viðhorfum okkar til alheimsins og ýta kannski frekar undir réttsýni, lítillæti, auðmýkt og trú, heldur en hroka, yfirgang, siðblindu og trúleysi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun