Aukin ábyrgð og álag á sjúklinga og aðstandendur Dr. Sólfríður Guðmundsdóttir skrifar 12. apríl 2011 07:15 Með breyttum aðstæðum í samfélaginu hefur þjónusta við skjólstæðinga innan heilbrigðiskerfisins færst í auknum mæli af sólarhrings legudeildum sjúkrastofnana yfir á dag- og göngudeildir. Aukin þjónustuþörf skapast þá fyrir þessar fjölskyldur utan stofnana, til dæmis í tengslum við heimahjúkrun, heilsuráðgjöf, heilsugæsluþjónustu og ýmis konar sérfræðiþjónustu heilbrigðisstétta. Undanfarna áratugi hefur meðaltal legudaga á sjúkrahúsum stöðugt farið lækkandi. Það getur talist jákvæð þróun ef umönnun sjúklinga er tryggð í heimahúsum og fullnægjandi öryggis er gætt. Það gengur þó misjafnlega vel að ná markvissri samvinnu fagfólks þegar skjólstæðingar færast úr einu kerfi í annað eftir útskrift af sjúkrahúsi. Ef meðferðarþjónusta sem færist frá stofnun til heimilis er fyrirfram skipulögð í samvinnu við sjúklinginn og fjölskyldu hans gefst oftast tími og tækifæri til að fræða fjölskylduna og veita þeim undirbúning til að takast á við nýtt umönnunarhlutverk. Ef um bráða aðgerð eða meðferð er að ræða þarf fræðslan að fara fram eftir aðgerð og gott eftirlit getur fyrirbyggt fylgikvilla og að vandamál skapist hjá fjölskyldum vegna skorts á þekkingu eða nauðsynlegri eftirmeðferð. Einnig þarf í sumum tilfellum að skipuleggja heimilishjálp auk heimahjúkrunar eftir heimkomu, en það getur þó tekið lengri tíma að ná að mæta þörfum allra fyrir þjónustuna. Greining sjúkdómsástands, meðferð heilsuvandamála og umönnun sjúkra fer nú í auknum mæli fram án innlagnar á stofnun. Með nýrri tækni má gera sífellt flóknari aðgerðir og meðferðir án þess að sjúklingurinn fari á legudeild, heldur fer hann heim strax eftir vöknun að lokinni aðgerð ýmist á sjúkrastofnun eða á læknisstofu úti í bæ. Þetta skipulag á aðgerðum kallar á aukið aðgengi fjölskyldna að heilbrigðisfræðslu og eftirfylgd úti í samfélaginu svo þau upplifi sig örugg og að vel takist til að ná bata. Þetta fyrirkomulag gerir einnig ákveðnar kröfur til skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra, því þarf fræðsla og undirbúningur að vera góður áður en aðgerð fer fram. Æskilegast er að allir sem að þessu ferli koma vinni saman til að ná sem bestum árangri og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustunni. Almenningur lítur gjarnan á störf hjúkrunarfræðinga út frá þjónustu þeirra á sjúkrahúsum. Sú hjúkrun fer oftast fram með sólarhrings hjúkrunarþjónustu á legudeildum þar sem hjúkrunarfræðingar annast meðferð sjúklinga og mæta þeim þörfum sem viðkomandi er ófær um að sjá um vegna veikinda. Hjúkrunarfræðingar veita skjólstæðingum ráðgjöf og fræða um sjúkdómsástandið til að viðkomandi öðlist þekkingu á því hvað þarf að gera og hvers vegna, svo hann nái sér sem fyrst og efli eigin heilsu. Nú er svo komið að hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu hefur fækkað mikið, enda hefur sólarhringsdeildum verið lokað eins og áður hefur verið lýst. Ráðningarsamningar við hjúkrunarfræðinga hafa sumir ekki verið endurnýjaðir sökum sparnaðar eða niðurskurðar og sjúkrahús hafa verið sameinuð eða lögð niður. Allar þessar breytingar auka álag á þá hjúkrunarfræðinga sem eru starfandi á sjúkrahúsum og sjúklingarnir eru útskrifaðir við fyrsta tækifæri og stundum án þess að þeir séu í raun undir það búnir. Umönnun sjúkra og aldraðra hefur því í auknum mæli færst á aðstandendur þeirra, sem eru misjafnlega vel í stakk búnir til að annast þetta hlutverk. Það er brýn þörf á að endurskoða og samræma þjónustukerfi heilbrigðismála með tilliti til þessara breyttu aðstæðna í samfélaginu til að auka vellíðan og nýta fjárveitingar til heilbrigðismála sem allra best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Með breyttum aðstæðum í samfélaginu hefur þjónusta við skjólstæðinga innan heilbrigðiskerfisins færst í auknum mæli af sólarhrings legudeildum sjúkrastofnana yfir á dag- og göngudeildir. Aukin þjónustuþörf skapast þá fyrir þessar fjölskyldur utan stofnana, til dæmis í tengslum við heimahjúkrun, heilsuráðgjöf, heilsugæsluþjónustu og ýmis konar sérfræðiþjónustu heilbrigðisstétta. Undanfarna áratugi hefur meðaltal legudaga á sjúkrahúsum stöðugt farið lækkandi. Það getur talist jákvæð þróun ef umönnun sjúklinga er tryggð í heimahúsum og fullnægjandi öryggis er gætt. Það gengur þó misjafnlega vel að ná markvissri samvinnu fagfólks þegar skjólstæðingar færast úr einu kerfi í annað eftir útskrift af sjúkrahúsi. Ef meðferðarþjónusta sem færist frá stofnun til heimilis er fyrirfram skipulögð í samvinnu við sjúklinginn og fjölskyldu hans gefst oftast tími og tækifæri til að fræða fjölskylduna og veita þeim undirbúning til að takast á við nýtt umönnunarhlutverk. Ef um bráða aðgerð eða meðferð er að ræða þarf fræðslan að fara fram eftir aðgerð og gott eftirlit getur fyrirbyggt fylgikvilla og að vandamál skapist hjá fjölskyldum vegna skorts á þekkingu eða nauðsynlegri eftirmeðferð. Einnig þarf í sumum tilfellum að skipuleggja heimilishjálp auk heimahjúkrunar eftir heimkomu, en það getur þó tekið lengri tíma að ná að mæta þörfum allra fyrir þjónustuna. Greining sjúkdómsástands, meðferð heilsuvandamála og umönnun sjúkra fer nú í auknum mæli fram án innlagnar á stofnun. Með nýrri tækni má gera sífellt flóknari aðgerðir og meðferðir án þess að sjúklingurinn fari á legudeild, heldur fer hann heim strax eftir vöknun að lokinni aðgerð ýmist á sjúkrastofnun eða á læknisstofu úti í bæ. Þetta skipulag á aðgerðum kallar á aukið aðgengi fjölskyldna að heilbrigðisfræðslu og eftirfylgd úti í samfélaginu svo þau upplifi sig örugg og að vel takist til að ná bata. Þetta fyrirkomulag gerir einnig ákveðnar kröfur til skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra, því þarf fræðsla og undirbúningur að vera góður áður en aðgerð fer fram. Æskilegast er að allir sem að þessu ferli koma vinni saman til að ná sem bestum árangri og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustunni. Almenningur lítur gjarnan á störf hjúkrunarfræðinga út frá þjónustu þeirra á sjúkrahúsum. Sú hjúkrun fer oftast fram með sólarhrings hjúkrunarþjónustu á legudeildum þar sem hjúkrunarfræðingar annast meðferð sjúklinga og mæta þeim þörfum sem viðkomandi er ófær um að sjá um vegna veikinda. Hjúkrunarfræðingar veita skjólstæðingum ráðgjöf og fræða um sjúkdómsástandið til að viðkomandi öðlist þekkingu á því hvað þarf að gera og hvers vegna, svo hann nái sér sem fyrst og efli eigin heilsu. Nú er svo komið að hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu hefur fækkað mikið, enda hefur sólarhringsdeildum verið lokað eins og áður hefur verið lýst. Ráðningarsamningar við hjúkrunarfræðinga hafa sumir ekki verið endurnýjaðir sökum sparnaðar eða niðurskurðar og sjúkrahús hafa verið sameinuð eða lögð niður. Allar þessar breytingar auka álag á þá hjúkrunarfræðinga sem eru starfandi á sjúkrahúsum og sjúklingarnir eru útskrifaðir við fyrsta tækifæri og stundum án þess að þeir séu í raun undir það búnir. Umönnun sjúkra og aldraðra hefur því í auknum mæli færst á aðstandendur þeirra, sem eru misjafnlega vel í stakk búnir til að annast þetta hlutverk. Það er brýn þörf á að endurskoða og samræma þjónustukerfi heilbrigðismála með tilliti til þessara breyttu aðstæðna í samfélaginu til að auka vellíðan og nýta fjárveitingar til heilbrigðismála sem allra best.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun