Aukin ábyrgð og álag á sjúklinga og aðstandendur Dr. Sólfríður Guðmundsdóttir skrifar 12. apríl 2011 07:15 Með breyttum aðstæðum í samfélaginu hefur þjónusta við skjólstæðinga innan heilbrigðiskerfisins færst í auknum mæli af sólarhrings legudeildum sjúkrastofnana yfir á dag- og göngudeildir. Aukin þjónustuþörf skapast þá fyrir þessar fjölskyldur utan stofnana, til dæmis í tengslum við heimahjúkrun, heilsuráðgjöf, heilsugæsluþjónustu og ýmis konar sérfræðiþjónustu heilbrigðisstétta. Undanfarna áratugi hefur meðaltal legudaga á sjúkrahúsum stöðugt farið lækkandi. Það getur talist jákvæð þróun ef umönnun sjúklinga er tryggð í heimahúsum og fullnægjandi öryggis er gætt. Það gengur þó misjafnlega vel að ná markvissri samvinnu fagfólks þegar skjólstæðingar færast úr einu kerfi í annað eftir útskrift af sjúkrahúsi. Ef meðferðarþjónusta sem færist frá stofnun til heimilis er fyrirfram skipulögð í samvinnu við sjúklinginn og fjölskyldu hans gefst oftast tími og tækifæri til að fræða fjölskylduna og veita þeim undirbúning til að takast á við nýtt umönnunarhlutverk. Ef um bráða aðgerð eða meðferð er að ræða þarf fræðslan að fara fram eftir aðgerð og gott eftirlit getur fyrirbyggt fylgikvilla og að vandamál skapist hjá fjölskyldum vegna skorts á þekkingu eða nauðsynlegri eftirmeðferð. Einnig þarf í sumum tilfellum að skipuleggja heimilishjálp auk heimahjúkrunar eftir heimkomu, en það getur þó tekið lengri tíma að ná að mæta þörfum allra fyrir þjónustuna. Greining sjúkdómsástands, meðferð heilsuvandamála og umönnun sjúkra fer nú í auknum mæli fram án innlagnar á stofnun. Með nýrri tækni má gera sífellt flóknari aðgerðir og meðferðir án þess að sjúklingurinn fari á legudeild, heldur fer hann heim strax eftir vöknun að lokinni aðgerð ýmist á sjúkrastofnun eða á læknisstofu úti í bæ. Þetta skipulag á aðgerðum kallar á aukið aðgengi fjölskyldna að heilbrigðisfræðslu og eftirfylgd úti í samfélaginu svo þau upplifi sig örugg og að vel takist til að ná bata. Þetta fyrirkomulag gerir einnig ákveðnar kröfur til skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra, því þarf fræðsla og undirbúningur að vera góður áður en aðgerð fer fram. Æskilegast er að allir sem að þessu ferli koma vinni saman til að ná sem bestum árangri og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustunni. Almenningur lítur gjarnan á störf hjúkrunarfræðinga út frá þjónustu þeirra á sjúkrahúsum. Sú hjúkrun fer oftast fram með sólarhrings hjúkrunarþjónustu á legudeildum þar sem hjúkrunarfræðingar annast meðferð sjúklinga og mæta þeim þörfum sem viðkomandi er ófær um að sjá um vegna veikinda. Hjúkrunarfræðingar veita skjólstæðingum ráðgjöf og fræða um sjúkdómsástandið til að viðkomandi öðlist þekkingu á því hvað þarf að gera og hvers vegna, svo hann nái sér sem fyrst og efli eigin heilsu. Nú er svo komið að hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu hefur fækkað mikið, enda hefur sólarhringsdeildum verið lokað eins og áður hefur verið lýst. Ráðningarsamningar við hjúkrunarfræðinga hafa sumir ekki verið endurnýjaðir sökum sparnaðar eða niðurskurðar og sjúkrahús hafa verið sameinuð eða lögð niður. Allar þessar breytingar auka álag á þá hjúkrunarfræðinga sem eru starfandi á sjúkrahúsum og sjúklingarnir eru útskrifaðir við fyrsta tækifæri og stundum án þess að þeir séu í raun undir það búnir. Umönnun sjúkra og aldraðra hefur því í auknum mæli færst á aðstandendur þeirra, sem eru misjafnlega vel í stakk búnir til að annast þetta hlutverk. Það er brýn þörf á að endurskoða og samræma þjónustukerfi heilbrigðismála með tilliti til þessara breyttu aðstæðna í samfélaginu til að auka vellíðan og nýta fjárveitingar til heilbrigðismála sem allra best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Með breyttum aðstæðum í samfélaginu hefur þjónusta við skjólstæðinga innan heilbrigðiskerfisins færst í auknum mæli af sólarhrings legudeildum sjúkrastofnana yfir á dag- og göngudeildir. Aukin þjónustuþörf skapast þá fyrir þessar fjölskyldur utan stofnana, til dæmis í tengslum við heimahjúkrun, heilsuráðgjöf, heilsugæsluþjónustu og ýmis konar sérfræðiþjónustu heilbrigðisstétta. Undanfarna áratugi hefur meðaltal legudaga á sjúkrahúsum stöðugt farið lækkandi. Það getur talist jákvæð þróun ef umönnun sjúklinga er tryggð í heimahúsum og fullnægjandi öryggis er gætt. Það gengur þó misjafnlega vel að ná markvissri samvinnu fagfólks þegar skjólstæðingar færast úr einu kerfi í annað eftir útskrift af sjúkrahúsi. Ef meðferðarþjónusta sem færist frá stofnun til heimilis er fyrirfram skipulögð í samvinnu við sjúklinginn og fjölskyldu hans gefst oftast tími og tækifæri til að fræða fjölskylduna og veita þeim undirbúning til að takast á við nýtt umönnunarhlutverk. Ef um bráða aðgerð eða meðferð er að ræða þarf fræðslan að fara fram eftir aðgerð og gott eftirlit getur fyrirbyggt fylgikvilla og að vandamál skapist hjá fjölskyldum vegna skorts á þekkingu eða nauðsynlegri eftirmeðferð. Einnig þarf í sumum tilfellum að skipuleggja heimilishjálp auk heimahjúkrunar eftir heimkomu, en það getur þó tekið lengri tíma að ná að mæta þörfum allra fyrir þjónustuna. Greining sjúkdómsástands, meðferð heilsuvandamála og umönnun sjúkra fer nú í auknum mæli fram án innlagnar á stofnun. Með nýrri tækni má gera sífellt flóknari aðgerðir og meðferðir án þess að sjúklingurinn fari á legudeild, heldur fer hann heim strax eftir vöknun að lokinni aðgerð ýmist á sjúkrastofnun eða á læknisstofu úti í bæ. Þetta skipulag á aðgerðum kallar á aukið aðgengi fjölskyldna að heilbrigðisfræðslu og eftirfylgd úti í samfélaginu svo þau upplifi sig örugg og að vel takist til að ná bata. Þetta fyrirkomulag gerir einnig ákveðnar kröfur til skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra, því þarf fræðsla og undirbúningur að vera góður áður en aðgerð fer fram. Æskilegast er að allir sem að þessu ferli koma vinni saman til að ná sem bestum árangri og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustunni. Almenningur lítur gjarnan á störf hjúkrunarfræðinga út frá þjónustu þeirra á sjúkrahúsum. Sú hjúkrun fer oftast fram með sólarhrings hjúkrunarþjónustu á legudeildum þar sem hjúkrunarfræðingar annast meðferð sjúklinga og mæta þeim þörfum sem viðkomandi er ófær um að sjá um vegna veikinda. Hjúkrunarfræðingar veita skjólstæðingum ráðgjöf og fræða um sjúkdómsástandið til að viðkomandi öðlist þekkingu á því hvað þarf að gera og hvers vegna, svo hann nái sér sem fyrst og efli eigin heilsu. Nú er svo komið að hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu hefur fækkað mikið, enda hefur sólarhringsdeildum verið lokað eins og áður hefur verið lýst. Ráðningarsamningar við hjúkrunarfræðinga hafa sumir ekki verið endurnýjaðir sökum sparnaðar eða niðurskurðar og sjúkrahús hafa verið sameinuð eða lögð niður. Allar þessar breytingar auka álag á þá hjúkrunarfræðinga sem eru starfandi á sjúkrahúsum og sjúklingarnir eru útskrifaðir við fyrsta tækifæri og stundum án þess að þeir séu í raun undir það búnir. Umönnun sjúkra og aldraðra hefur því í auknum mæli færst á aðstandendur þeirra, sem eru misjafnlega vel í stakk búnir til að annast þetta hlutverk. Það er brýn þörf á að endurskoða og samræma þjónustukerfi heilbrigðismála með tilliti til þessara breyttu aðstæðna í samfélaginu til að auka vellíðan og nýta fjárveitingar til heilbrigðismála sem allra best.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun