Átök á milli stjórnmálaflokka eru til góðs fyrir kjósendur Eva Heiða Önnudóttir skrifar 19. apríl 2011 00:00 Því hefur oft verið fleygt fram í opinberri umræðu að stjórnmál gangi ekki út á neitt annað en pólitískt skítkast, innanflokksátök og ómálefnalegar umræður. Um leið er því gjarnan haldið fram að íslenska þjóðin þurfi að standa saman. Því er hampað að stjórnmálaflokkar vinni saman að sameiginlegum markmiðum til að leysa úr grundvallarvanda þjóðarinnar og þá oftast verið að vísa til efnahagskreppunnar sem Íslendingar hafa glímt við undanfarin rúm tvö ár. Stöldrum aðeins við og horfum á þetta út frá augum kjósenda. Það er allt eins hægt að líta svo á að átök í stjórnmálum séu til góðs fyrir kjósendur þar sem þau ættu að gefa skýrt merki um hvar hver flokkur stendur í einstaka málum. Þar með gera átökin það að verkum að kjósendur eiga auðveldara með að gera upp hug sinn, til dæmis þegar kemur að því að velja á milli flokka í kosningum. Þó að samvinna á milli allra stjórnmálaflokkanna hafi yfir sér „jákvætt“ yfirbragð þar sem allir vinna saman og eru „vinir“ þá eru líka nokkrar hættur í því fólgnar. Fyrsta augljósa hættan er að með slíkri samvinnu getur verið ómögulegt að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við. Í öðru lagi gæti niðurstaða samvinnunnar takmarkast af þeim sem skemmst vilja ganga, niðurstaða sem er ekki alltaf til góðs fyrir kjósendur. Í þriðja lagi, þá getur samvinna allra flokka gert línur á milli þeirra óskýrar þar sem kjósendur eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvar eða hvort það skilur á milli flokka. Átök stjórnmálaflokka í málum sem varða þjóðarhagsmuni eru því mikilvæg fyrir kjósendur þar sem þau draga fram hvar skilur á milli flokkanna. Því er samt sem áður ekki hægt að neita að einstaka málum sem varða þjóðarhagsmuni gæti mögulega verið betur varið í breiðri samvinnu flokka til þess að reyna að tryggja sátt um niðurstöður. Það virtist vera tilgangur samvinnu stjórnmálaflokkanna um síðasta Icesave-samninginn. Málið tók óvænta stefnu þegar forsetinn ákvað að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem samningnum var hafnað. Í kjölfarið hófst pólitískur leikur á milli flokkanna sem er langt frá því að vera merki um samstöðu þeirra til að vinna saman. Því var haldið fram af sumum þingmönnum stjórnarflokkanna að vantrauststillaga Sjálfstæðisflokksins væri ekkert annað en pólitískt útspil formannsins til að styrkja stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins. Á móti lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins því yfir að tilgangurinn væri að kanna hver væri raunverulegur þingstyrkur stjórnarinnar. Niðurstaðan varð sú að stjórnin sat uppi með eins manns meirihluta. Hver sem tilgangurinn var þá er þetta skýrt dæmi um það að stjórnmál ganga út á átök. Svo lengi sem átökin eru friðsamleg og málefnaleg þá eru þau til góðs fyrir kjósendur þar sem þau skýra línur á milli flokkanna. Kjósendur geta lesið á milli línanna og greint málefnaleg rök frá pólitísku „skítkasti“ og jafnvel séð málefnaleg rök í „skítkastinu“ sjálfu. Icesave-samningurinn er dæmi um mál þar sem afstaða flokkanna til samningsins gefur kjósendum ekki skýrt merki um hvar einstaka flokkar standa, þó hún gefi merki um hvar einstaka þingmenn standa. Leiða mál líkum að því að í næstu alþingiskosningum verði það því önnur mál en nýjasti Icesave-samningurinn sem mun hjálpa kjósendum að gera upp hug sinn. Það verða mál sem hefur verið tekist á um, jafnvel með pólitísku „skítkasti“. Málefnaleg og jafnvel stundum hörð átök geta því allt eins verið merki um heilbrigt fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá skýr skilaboð um hvar hver flokkur stendur í mikilvægum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið fleygt fram í opinberri umræðu að stjórnmál gangi ekki út á neitt annað en pólitískt skítkast, innanflokksátök og ómálefnalegar umræður. Um leið er því gjarnan haldið fram að íslenska þjóðin þurfi að standa saman. Því er hampað að stjórnmálaflokkar vinni saman að sameiginlegum markmiðum til að leysa úr grundvallarvanda þjóðarinnar og þá oftast verið að vísa til efnahagskreppunnar sem Íslendingar hafa glímt við undanfarin rúm tvö ár. Stöldrum aðeins við og horfum á þetta út frá augum kjósenda. Það er allt eins hægt að líta svo á að átök í stjórnmálum séu til góðs fyrir kjósendur þar sem þau ættu að gefa skýrt merki um hvar hver flokkur stendur í einstaka málum. Þar með gera átökin það að verkum að kjósendur eiga auðveldara með að gera upp hug sinn, til dæmis þegar kemur að því að velja á milli flokka í kosningum. Þó að samvinna á milli allra stjórnmálaflokkanna hafi yfir sér „jákvætt“ yfirbragð þar sem allir vinna saman og eru „vinir“ þá eru líka nokkrar hættur í því fólgnar. Fyrsta augljósa hættan er að með slíkri samvinnu getur verið ómögulegt að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við. Í öðru lagi gæti niðurstaða samvinnunnar takmarkast af þeim sem skemmst vilja ganga, niðurstaða sem er ekki alltaf til góðs fyrir kjósendur. Í þriðja lagi, þá getur samvinna allra flokka gert línur á milli þeirra óskýrar þar sem kjósendur eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvar eða hvort það skilur á milli flokka. Átök stjórnmálaflokka í málum sem varða þjóðarhagsmuni eru því mikilvæg fyrir kjósendur þar sem þau draga fram hvar skilur á milli flokkanna. Því er samt sem áður ekki hægt að neita að einstaka málum sem varða þjóðarhagsmuni gæti mögulega verið betur varið í breiðri samvinnu flokka til þess að reyna að tryggja sátt um niðurstöður. Það virtist vera tilgangur samvinnu stjórnmálaflokkanna um síðasta Icesave-samninginn. Málið tók óvænta stefnu þegar forsetinn ákvað að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem samningnum var hafnað. Í kjölfarið hófst pólitískur leikur á milli flokkanna sem er langt frá því að vera merki um samstöðu þeirra til að vinna saman. Því var haldið fram af sumum þingmönnum stjórnarflokkanna að vantrauststillaga Sjálfstæðisflokksins væri ekkert annað en pólitískt útspil formannsins til að styrkja stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins. Á móti lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins því yfir að tilgangurinn væri að kanna hver væri raunverulegur þingstyrkur stjórnarinnar. Niðurstaðan varð sú að stjórnin sat uppi með eins manns meirihluta. Hver sem tilgangurinn var þá er þetta skýrt dæmi um það að stjórnmál ganga út á átök. Svo lengi sem átökin eru friðsamleg og málefnaleg þá eru þau til góðs fyrir kjósendur þar sem þau skýra línur á milli flokkanna. Kjósendur geta lesið á milli línanna og greint málefnaleg rök frá pólitísku „skítkasti“ og jafnvel séð málefnaleg rök í „skítkastinu“ sjálfu. Icesave-samningurinn er dæmi um mál þar sem afstaða flokkanna til samningsins gefur kjósendum ekki skýrt merki um hvar einstaka flokkar standa, þó hún gefi merki um hvar einstaka þingmenn standa. Leiða mál líkum að því að í næstu alþingiskosningum verði það því önnur mál en nýjasti Icesave-samningurinn sem mun hjálpa kjósendum að gera upp hug sinn. Það verða mál sem hefur verið tekist á um, jafnvel með pólitísku „skítkasti“. Málefnaleg og jafnvel stundum hörð átök geta því allt eins verið merki um heilbrigt fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá skýr skilaboð um hvar hver flokkur stendur í mikilvægum málum.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun