Átök á milli stjórnmálaflokka eru til góðs fyrir kjósendur Eva Heiða Önnudóttir skrifar 19. apríl 2011 00:00 Því hefur oft verið fleygt fram í opinberri umræðu að stjórnmál gangi ekki út á neitt annað en pólitískt skítkast, innanflokksátök og ómálefnalegar umræður. Um leið er því gjarnan haldið fram að íslenska þjóðin þurfi að standa saman. Því er hampað að stjórnmálaflokkar vinni saman að sameiginlegum markmiðum til að leysa úr grundvallarvanda þjóðarinnar og þá oftast verið að vísa til efnahagskreppunnar sem Íslendingar hafa glímt við undanfarin rúm tvö ár. Stöldrum aðeins við og horfum á þetta út frá augum kjósenda. Það er allt eins hægt að líta svo á að átök í stjórnmálum séu til góðs fyrir kjósendur þar sem þau ættu að gefa skýrt merki um hvar hver flokkur stendur í einstaka málum. Þar með gera átökin það að verkum að kjósendur eiga auðveldara með að gera upp hug sinn, til dæmis þegar kemur að því að velja á milli flokka í kosningum. Þó að samvinna á milli allra stjórnmálaflokkanna hafi yfir sér „jákvætt“ yfirbragð þar sem allir vinna saman og eru „vinir“ þá eru líka nokkrar hættur í því fólgnar. Fyrsta augljósa hættan er að með slíkri samvinnu getur verið ómögulegt að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við. Í öðru lagi gæti niðurstaða samvinnunnar takmarkast af þeim sem skemmst vilja ganga, niðurstaða sem er ekki alltaf til góðs fyrir kjósendur. Í þriðja lagi, þá getur samvinna allra flokka gert línur á milli þeirra óskýrar þar sem kjósendur eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvar eða hvort það skilur á milli flokka. Átök stjórnmálaflokka í málum sem varða þjóðarhagsmuni eru því mikilvæg fyrir kjósendur þar sem þau draga fram hvar skilur á milli flokkanna. Því er samt sem áður ekki hægt að neita að einstaka málum sem varða þjóðarhagsmuni gæti mögulega verið betur varið í breiðri samvinnu flokka til þess að reyna að tryggja sátt um niðurstöður. Það virtist vera tilgangur samvinnu stjórnmálaflokkanna um síðasta Icesave-samninginn. Málið tók óvænta stefnu þegar forsetinn ákvað að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem samningnum var hafnað. Í kjölfarið hófst pólitískur leikur á milli flokkanna sem er langt frá því að vera merki um samstöðu þeirra til að vinna saman. Því var haldið fram af sumum þingmönnum stjórnarflokkanna að vantrauststillaga Sjálfstæðisflokksins væri ekkert annað en pólitískt útspil formannsins til að styrkja stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins. Á móti lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins því yfir að tilgangurinn væri að kanna hver væri raunverulegur þingstyrkur stjórnarinnar. Niðurstaðan varð sú að stjórnin sat uppi með eins manns meirihluta. Hver sem tilgangurinn var þá er þetta skýrt dæmi um það að stjórnmál ganga út á átök. Svo lengi sem átökin eru friðsamleg og málefnaleg þá eru þau til góðs fyrir kjósendur þar sem þau skýra línur á milli flokkanna. Kjósendur geta lesið á milli línanna og greint málefnaleg rök frá pólitísku „skítkasti“ og jafnvel séð málefnaleg rök í „skítkastinu“ sjálfu. Icesave-samningurinn er dæmi um mál þar sem afstaða flokkanna til samningsins gefur kjósendum ekki skýrt merki um hvar einstaka flokkar standa, þó hún gefi merki um hvar einstaka þingmenn standa. Leiða mál líkum að því að í næstu alþingiskosningum verði það því önnur mál en nýjasti Icesave-samningurinn sem mun hjálpa kjósendum að gera upp hug sinn. Það verða mál sem hefur verið tekist á um, jafnvel með pólitísku „skítkasti“. Málefnaleg og jafnvel stundum hörð átök geta því allt eins verið merki um heilbrigt fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá skýr skilaboð um hvar hver flokkur stendur í mikilvægum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið fleygt fram í opinberri umræðu að stjórnmál gangi ekki út á neitt annað en pólitískt skítkast, innanflokksátök og ómálefnalegar umræður. Um leið er því gjarnan haldið fram að íslenska þjóðin þurfi að standa saman. Því er hampað að stjórnmálaflokkar vinni saman að sameiginlegum markmiðum til að leysa úr grundvallarvanda þjóðarinnar og þá oftast verið að vísa til efnahagskreppunnar sem Íslendingar hafa glímt við undanfarin rúm tvö ár. Stöldrum aðeins við og horfum á þetta út frá augum kjósenda. Það er allt eins hægt að líta svo á að átök í stjórnmálum séu til góðs fyrir kjósendur þar sem þau ættu að gefa skýrt merki um hvar hver flokkur stendur í einstaka málum. Þar með gera átökin það að verkum að kjósendur eiga auðveldara með að gera upp hug sinn, til dæmis þegar kemur að því að velja á milli flokka í kosningum. Þó að samvinna á milli allra stjórnmálaflokkanna hafi yfir sér „jákvætt“ yfirbragð þar sem allir vinna saman og eru „vinir“ þá eru líka nokkrar hættur í því fólgnar. Fyrsta augljósa hættan er að með slíkri samvinnu getur verið ómögulegt að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við. Í öðru lagi gæti niðurstaða samvinnunnar takmarkast af þeim sem skemmst vilja ganga, niðurstaða sem er ekki alltaf til góðs fyrir kjósendur. Í þriðja lagi, þá getur samvinna allra flokka gert línur á milli þeirra óskýrar þar sem kjósendur eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvar eða hvort það skilur á milli flokka. Átök stjórnmálaflokka í málum sem varða þjóðarhagsmuni eru því mikilvæg fyrir kjósendur þar sem þau draga fram hvar skilur á milli flokkanna. Því er samt sem áður ekki hægt að neita að einstaka málum sem varða þjóðarhagsmuni gæti mögulega verið betur varið í breiðri samvinnu flokka til þess að reyna að tryggja sátt um niðurstöður. Það virtist vera tilgangur samvinnu stjórnmálaflokkanna um síðasta Icesave-samninginn. Málið tók óvænta stefnu þegar forsetinn ákvað að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem samningnum var hafnað. Í kjölfarið hófst pólitískur leikur á milli flokkanna sem er langt frá því að vera merki um samstöðu þeirra til að vinna saman. Því var haldið fram af sumum þingmönnum stjórnarflokkanna að vantrauststillaga Sjálfstæðisflokksins væri ekkert annað en pólitískt útspil formannsins til að styrkja stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins. Á móti lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins því yfir að tilgangurinn væri að kanna hver væri raunverulegur þingstyrkur stjórnarinnar. Niðurstaðan varð sú að stjórnin sat uppi með eins manns meirihluta. Hver sem tilgangurinn var þá er þetta skýrt dæmi um það að stjórnmál ganga út á átök. Svo lengi sem átökin eru friðsamleg og málefnaleg þá eru þau til góðs fyrir kjósendur þar sem þau skýra línur á milli flokkanna. Kjósendur geta lesið á milli línanna og greint málefnaleg rök frá pólitísku „skítkasti“ og jafnvel séð málefnaleg rök í „skítkastinu“ sjálfu. Icesave-samningurinn er dæmi um mál þar sem afstaða flokkanna til samningsins gefur kjósendum ekki skýrt merki um hvar einstaka flokkar standa, þó hún gefi merki um hvar einstaka þingmenn standa. Leiða mál líkum að því að í næstu alþingiskosningum verði það því önnur mál en nýjasti Icesave-samningurinn sem mun hjálpa kjósendum að gera upp hug sinn. Það verða mál sem hefur verið tekist á um, jafnvel með pólitísku „skítkasti“. Málefnaleg og jafnvel stundum hörð átök geta því allt eins verið merki um heilbrigt fulltrúalýðræði þar sem kjósendur fá skýr skilaboð um hvar hver flokkur stendur í mikilvægum málum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun