Samsteypustjórnir krefjast málamiðlana Margrét S. Björnsdóttir skrifar 15. apríl 2011 07:00 Langt er síðan við fengum tækifæri til að sprengja vinstri stjórn, það verður skemmtilegt,“ sagði við mig gamalreyndur Sjálfstæðismaður, þegar Jóhanna og Steingrímur mynduðu ríkisstjórnina 2009. Áformin mjakast, þrír þingmanna VG hafa yfirgefið stjórnina. Sumir vegna ESB-aðildarumsóknar, sem VG samþykkti með ríkisstjórnarsáttmálanum, um leið og flokkurinn áskildi sér rétt til að vera á móti þegar til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Önnur í þremenningahópnum bera við flokksaga og kalla foringjaræði. En er slíkt annað en skuldbinding við gerða samninga, sem hlýtur að vera meginregla flokka sem vilja axla ábyrgð í samsteypuríkisstjórnum? Ef allir færu alltaf eftir eigin geðþótta (sem sumir kalla samvisku), er lítið að marka kosningar milli flokka og samsteypustjórnir virkuðu ekki. En skyldu félagsmenn VG vera sáttir? Ætla þeir að horfa á nokkra þingmenn eyðileggja VG sem stjórntækan flokk er axlar ábyrgð á erfiðum tímum? Vilja þeir að flokkurinn sé dæmdur frá mögulegum áhrifum og ríkisstjórnarþátttöku á komandi árum? Eru þeir ekki eins og við flest í Samfylkingunni, bærilega sáttir við árangur sem náðst hefur í þröngri stöðu. Árangur sem þau Jóhanna og Steingrímur, sem bæði standa sig mjög vel, gerðu grein fyrir í vantraustsumræðunni: Jöfnuður hefur aukist, efnahags- og kjaramál á réttri leið, margvísleg málefni kvenna lagfærð, réttarbætur komist á fyrir innflytjendur, stjórnkerfisumbætur og lýðræðismál komin á rekspöl, rammaáætlun um nýtingu orkuauðlinda og langþráðar umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjónmáli. Telja þingmennirnir þrír að betri árangur náist í baráttumálum VG í öðru ríkisstjórnarsamstarfi? Eða er þeim kannske alveg sama? Aðalatriðið sé að raddir þeirra heyrist, þau láti ekki kúga sig til málamiðlana? Allir sjá hvernig ritstjóri Morgunblaðsins hefur tekið stjórnarandstöðuna í VG uppá sína arma, hampar henni sífellt á síðum blaðsins. Með þeim árangri að þingmennirnir þrír telja sig í fararbroddi mikilsverðrar þjóðmálahreyfingar gegn ríkisstjórninni. Við þurfum, bæði í Samfylkingu og VG að fara yfir árangur ríkisstjórnarinnar og meta hvort þau áhrif sem við höfum þar, réttlæti málamiðlanir sem báðir flokkar hafa gert. Ég er ekki í vafa um, að niðurstaðan verður sú að þessu samstarfi beri að halda áfram. Þó ekki sé allt eins og við helst kysum, er árangurinn umtalsverður og síst ástæða að láta andstæðinga ríkisstjórnarinnar ráða ferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Langt er síðan við fengum tækifæri til að sprengja vinstri stjórn, það verður skemmtilegt,“ sagði við mig gamalreyndur Sjálfstæðismaður, þegar Jóhanna og Steingrímur mynduðu ríkisstjórnina 2009. Áformin mjakast, þrír þingmanna VG hafa yfirgefið stjórnina. Sumir vegna ESB-aðildarumsóknar, sem VG samþykkti með ríkisstjórnarsáttmálanum, um leið og flokkurinn áskildi sér rétt til að vera á móti þegar til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Önnur í þremenningahópnum bera við flokksaga og kalla foringjaræði. En er slíkt annað en skuldbinding við gerða samninga, sem hlýtur að vera meginregla flokka sem vilja axla ábyrgð í samsteypuríkisstjórnum? Ef allir færu alltaf eftir eigin geðþótta (sem sumir kalla samvisku), er lítið að marka kosningar milli flokka og samsteypustjórnir virkuðu ekki. En skyldu félagsmenn VG vera sáttir? Ætla þeir að horfa á nokkra þingmenn eyðileggja VG sem stjórntækan flokk er axlar ábyrgð á erfiðum tímum? Vilja þeir að flokkurinn sé dæmdur frá mögulegum áhrifum og ríkisstjórnarþátttöku á komandi árum? Eru þeir ekki eins og við flest í Samfylkingunni, bærilega sáttir við árangur sem náðst hefur í þröngri stöðu. Árangur sem þau Jóhanna og Steingrímur, sem bæði standa sig mjög vel, gerðu grein fyrir í vantraustsumræðunni: Jöfnuður hefur aukist, efnahags- og kjaramál á réttri leið, margvísleg málefni kvenna lagfærð, réttarbætur komist á fyrir innflytjendur, stjórnkerfisumbætur og lýðræðismál komin á rekspöl, rammaáætlun um nýtingu orkuauðlinda og langþráðar umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjónmáli. Telja þingmennirnir þrír að betri árangur náist í baráttumálum VG í öðru ríkisstjórnarsamstarfi? Eða er þeim kannske alveg sama? Aðalatriðið sé að raddir þeirra heyrist, þau láti ekki kúga sig til málamiðlana? Allir sjá hvernig ritstjóri Morgunblaðsins hefur tekið stjórnarandstöðuna í VG uppá sína arma, hampar henni sífellt á síðum blaðsins. Með þeim árangri að þingmennirnir þrír telja sig í fararbroddi mikilsverðrar þjóðmálahreyfingar gegn ríkisstjórninni. Við þurfum, bæði í Samfylkingu og VG að fara yfir árangur ríkisstjórnarinnar og meta hvort þau áhrif sem við höfum þar, réttlæti málamiðlanir sem báðir flokkar hafa gert. Ég er ekki í vafa um, að niðurstaðan verður sú að þessu samstarfi beri að halda áfram. Þó ekki sé allt eins og við helst kysum, er árangurinn umtalsverður og síst ástæða að láta andstæðinga ríkisstjórnarinnar ráða ferðinni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun