Skattar, spilling og stjórnmál Jóhannes Karlsson skrifar 18. apríl 2011 06:00 Mig rak í rogastans þegar ég sá að skattyfirvöld höfðu ráðið auglýsingarfyrirtæki til að kynna og túlka skattastefnu sína. Auglýsingastofan hélt því fram í nafni skattyfirvalda að skattar á almenning hefðu lækkað mikið frá upptöku staðgreiðslunnar og fram til ársins 2007, samhliða auknum kaupmætti og jöfnuði, en einkum var látið í veðri vaka að beint samband væri á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og aukinna skatttekna af þeim. Var þetta orðað þannig að betri væri lítil sneið af stórri köku en stór sneið af lítilli köku og stefndu skattyfirvöld á að lækka skatta á fyrirtæki enn frekar til að auka skatttekjurnar þegar innviðir stjórnsýslunnar hrundu. Þegar rýnt er ofan í þessa túlkun skattyfirvalda á breytingum skatta hjá einstaklingum kemur allt annað í ljós. Á umræddu tímabili voru barnabætur aflagðar og tekjuviðmið barnabótarviðauka og vaxtagreiðslna lækkuð um 40%. Samhliða lækkaði persónuafsláttur um allt að 20% og skatthlutfall hækkaði um allt að 30%. Skattar á lágar og meðaltekjur jukust því mikið og ójöfnuður jókst í þjóðfélaginu. Inni í þessum tölum eru ekki fjármagnstekjur, en eðli málsins samkvæmt njóta þeir sem betur mega sín í þjóðfélaginu bróðurparts þeirra. Þegar þær eru teknar með jókst ójöfnuðurinn enn frekar. Svipaða sögu er af segja af sköttum á fyrirtæki en ekkert samband er á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og hærri skatttekna af fyrirtækjum. Í kjölfar Þjóðarsáttarinnar árið 1990 var ráðist í gagngerar endurbætur á skattkerfinu, sem eiga rætur að rekja til gagnrýni OECD. Megintilgangur stjórnvalda var að færa skattbyrðina af fyrirtækjum yfir á fólkið í landinu með hækkun á tekjuskatti og útsvari til að hjálpa fyrirtækjunum sem voru vonavöl. Skattkerfið var einfaldað og lagað að evrópskri hugsun m.a. var aðstöðugjaldið lagt af, en eins og kunnugt er komst það á með efnahagsaðgerðum Viðreisnarstjórnarinnar. Samhliða var fyrirtækjum meinað að nýta sér uppsafnað tap, sem þau höfðu velt á undan sér svo árum skipti að fullu verðtryggt. Þegar fyrirtækin fóru loksins að greiða skatta, einkum útgerðarfyrirtækin sem höfðu varla greitt nokkurn skatt svo áratugum skipti, var skatthlutfall fyrirtækja lækkað. Skattgreiðslur þeirra sem hlutfall af þjóðartekjum jukust samt ekki fyrr en bóluárin 2006 og 2007. Hliðaráhrifin voru þau að útgerðin fór loksins að sýna hagnað. Spilling hefur alltaf verið viðloðandi skatta en fór fyrir alvöru að gera vart við sig innan skattkerfisins á þriðja áratug síðustu aldar. Spillingu má mæla og hefur hún mörg andlit en einkum kemur hún fram í embættisveitingum og í framhaldinu af því skattsvikum án viðurlaga. Baráttan gegn spillingu hefur fyrst og fremst verið leidd áfram af verkalýðshreyfingunni og stjórnmálaflokkum henni tengdri en vegna smæðar þjóðfélagsins hefur helsta aðstoðin komið frá alþjóðastofnunum, sbr. skýrslur AGS, OECD o.fl. frá miðri 20. öld og áfram, en ekkert virðist duga. Nú síðast drógu skattyfirvöld úr öllu skatteftirliti og lögðu það svo niður árið 2007, eins og fréttir af starfi sérstaks saksóknara bera með sér, en núverandi stjórnvöld endurvöktu efirlitið. Skattyfirvöld úthrópuðu þá, sem bentu á þetta í aðdraganda kreppunnar og greinilegt að þau höfðu engu gleymt frá dögum kaldastríðsins þegar skattkerfinu var hvað grimmast beitt gegn pólitískum andstæðingum. Það er ekkert nýtt að stjórnvöld, einkum skattyfirvöld, nýti sér tölfræðina til að túlka söguna sér í vil. Slíku ber háskólasamfélaginu að berjast á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég sá að skattyfirvöld höfðu ráðið auglýsingarfyrirtæki til að kynna og túlka skattastefnu sína. Auglýsingastofan hélt því fram í nafni skattyfirvalda að skattar á almenning hefðu lækkað mikið frá upptöku staðgreiðslunnar og fram til ársins 2007, samhliða auknum kaupmætti og jöfnuði, en einkum var látið í veðri vaka að beint samband væri á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og aukinna skatttekna af þeim. Var þetta orðað þannig að betri væri lítil sneið af stórri köku en stór sneið af lítilli köku og stefndu skattyfirvöld á að lækka skatta á fyrirtæki enn frekar til að auka skatttekjurnar þegar innviðir stjórnsýslunnar hrundu. Þegar rýnt er ofan í þessa túlkun skattyfirvalda á breytingum skatta hjá einstaklingum kemur allt annað í ljós. Á umræddu tímabili voru barnabætur aflagðar og tekjuviðmið barnabótarviðauka og vaxtagreiðslna lækkuð um 40%. Samhliða lækkaði persónuafsláttur um allt að 20% og skatthlutfall hækkaði um allt að 30%. Skattar á lágar og meðaltekjur jukust því mikið og ójöfnuður jókst í þjóðfélaginu. Inni í þessum tölum eru ekki fjármagnstekjur, en eðli málsins samkvæmt njóta þeir sem betur mega sín í þjóðfélaginu bróðurparts þeirra. Þegar þær eru teknar með jókst ójöfnuðurinn enn frekar. Svipaða sögu er af segja af sköttum á fyrirtæki en ekkert samband er á milli lækkunar skatthlutfalls fyrirtækja og hærri skatttekna af fyrirtækjum. Í kjölfar Þjóðarsáttarinnar árið 1990 var ráðist í gagngerar endurbætur á skattkerfinu, sem eiga rætur að rekja til gagnrýni OECD. Megintilgangur stjórnvalda var að færa skattbyrðina af fyrirtækjum yfir á fólkið í landinu með hækkun á tekjuskatti og útsvari til að hjálpa fyrirtækjunum sem voru vonavöl. Skattkerfið var einfaldað og lagað að evrópskri hugsun m.a. var aðstöðugjaldið lagt af, en eins og kunnugt er komst það á með efnahagsaðgerðum Viðreisnarstjórnarinnar. Samhliða var fyrirtækjum meinað að nýta sér uppsafnað tap, sem þau höfðu velt á undan sér svo árum skipti að fullu verðtryggt. Þegar fyrirtækin fóru loksins að greiða skatta, einkum útgerðarfyrirtækin sem höfðu varla greitt nokkurn skatt svo áratugum skipti, var skatthlutfall fyrirtækja lækkað. Skattgreiðslur þeirra sem hlutfall af þjóðartekjum jukust samt ekki fyrr en bóluárin 2006 og 2007. Hliðaráhrifin voru þau að útgerðin fór loksins að sýna hagnað. Spilling hefur alltaf verið viðloðandi skatta en fór fyrir alvöru að gera vart við sig innan skattkerfisins á þriðja áratug síðustu aldar. Spillingu má mæla og hefur hún mörg andlit en einkum kemur hún fram í embættisveitingum og í framhaldinu af því skattsvikum án viðurlaga. Baráttan gegn spillingu hefur fyrst og fremst verið leidd áfram af verkalýðshreyfingunni og stjórnmálaflokkum henni tengdri en vegna smæðar þjóðfélagsins hefur helsta aðstoðin komið frá alþjóðastofnunum, sbr. skýrslur AGS, OECD o.fl. frá miðri 20. öld og áfram, en ekkert virðist duga. Nú síðast drógu skattyfirvöld úr öllu skatteftirliti og lögðu það svo niður árið 2007, eins og fréttir af starfi sérstaks saksóknara bera með sér, en núverandi stjórnvöld endurvöktu efirlitið. Skattyfirvöld úthrópuðu þá, sem bentu á þetta í aðdraganda kreppunnar og greinilegt að þau höfðu engu gleymt frá dögum kaldastríðsins þegar skattkerfinu var hvað grimmast beitt gegn pólitískum andstæðingum. Það er ekkert nýtt að stjórnvöld, einkum skattyfirvöld, nýti sér tölfræðina til að túlka söguna sér í vil. Slíku ber háskólasamfélaginu að berjast á móti.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun