Viltu játa glæp? Sveinn Valfells skrifar 9. apríl 2011 06:45 Landsbankinn var seldur í skömmtum á almennan markað fram á sumarið 2002, allir gátu skráð sig fyrir hlut. Án skýringa var ferlinu þá kúvent. Í málamyndarútboði var þremur mönnum afhentur ráðandi hlutur. Þeir voru lægstbjóðendur. Kaupin voru fjármögnuð af ríkinu að verulegum hluta. Fyrirvarar fylgdu um afskriftir og uppgjörsgjaldmiðil. Málverkasafn bankans fylgdi með. Nýjir eigendur bankans settu allt í botn. Eimskip, Sjóvá, Morgunblaðið, Atlanta, Samskip, Landsbankinn eirði engu, reyndi við allt, gaf engin grið. Þekktur maður úr viðskiptalífinu komst svo að orði að dómarinn sæti upp í stúku að borða pulsu og kók. Svona var Ísland. Sérstakur saksóknari hefur lítið aðhafst vegna Landsbanka. En nú berast tíðindi að utan. Efnahagsbrotadeild breskra yfirvalda, Serious Fraud Office, hefur hafið að rannska færslur Landsbankans með breskar innistæður rétt fyrir hrun. Vitnað er í bréf frá skilanefnd Landsbanka til fyrrum stjórnarmanna sem lýsir hvernig 174 milljón pund, rúmir 32 milljarðar króna, voru færð út úr bankanum daginn sem hann fór í þrot. Með „ólögmætum hætti“. Megnið af peningunum hafi verið sendir til félaga í eigu eða undir stjórn Björgólfs Thors Björgólfssonar og föður hans Björgólfs Guðmundssonar. Feðgarnir voru ekki aðeins aðaleigendur heldur líka stærstu lántakendur Landsbankans. Fjármálaeftirlitið fullyrti að lánveitingar bankans til Björgólfs Thors hefðu farið langt fram yfir lögbundið hámark árið 2007. Björgólfur Thor segist hvergi hafa komið nálægt stjórn Landsbanka. En hann var aðalfulltrúi á neyðarfundum um mögulega björgun bankans rétt áður en bankinn fór í þrot. Rétt áður en fullyrt er að innistæður breskra sparifjáreigenda voru látnar renna í vasa þeirra feðga, aðaleigenda bankans, með „ólögmætum hætti“ kortér fyrir hrun. Það eru þessar innistæður sem Bretar og Hollendingar vilja að íslenskir skattgreiðendur borgi til baka. Varst þú einn af aðaleigendum Landsbanka Íslands? Fékkst þú færslur úr bankanum skömmu áður en skilanefnd tók hann yfir? Vilt þú játa glæp? Viltu „redda“ þessum mönnum? Trúir þú því að hjól atvinnulífsins taki að snúast við það eitt að skera þá niður úr snöru á meðan ekkert annað er aðhafst, engu öðru breytt? Kjóstu þá „Já“ við Icesave, þá samþykkir þú óbreytt ástand og að borga fyrir peningana sem hurfu úr Landsbanka Íslands kortér fyrir hrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbankinn var seldur í skömmtum á almennan markað fram á sumarið 2002, allir gátu skráð sig fyrir hlut. Án skýringa var ferlinu þá kúvent. Í málamyndarútboði var þremur mönnum afhentur ráðandi hlutur. Þeir voru lægstbjóðendur. Kaupin voru fjármögnuð af ríkinu að verulegum hluta. Fyrirvarar fylgdu um afskriftir og uppgjörsgjaldmiðil. Málverkasafn bankans fylgdi með. Nýjir eigendur bankans settu allt í botn. Eimskip, Sjóvá, Morgunblaðið, Atlanta, Samskip, Landsbankinn eirði engu, reyndi við allt, gaf engin grið. Þekktur maður úr viðskiptalífinu komst svo að orði að dómarinn sæti upp í stúku að borða pulsu og kók. Svona var Ísland. Sérstakur saksóknari hefur lítið aðhafst vegna Landsbanka. En nú berast tíðindi að utan. Efnahagsbrotadeild breskra yfirvalda, Serious Fraud Office, hefur hafið að rannska færslur Landsbankans með breskar innistæður rétt fyrir hrun. Vitnað er í bréf frá skilanefnd Landsbanka til fyrrum stjórnarmanna sem lýsir hvernig 174 milljón pund, rúmir 32 milljarðar króna, voru færð út úr bankanum daginn sem hann fór í þrot. Með „ólögmætum hætti“. Megnið af peningunum hafi verið sendir til félaga í eigu eða undir stjórn Björgólfs Thors Björgólfssonar og föður hans Björgólfs Guðmundssonar. Feðgarnir voru ekki aðeins aðaleigendur heldur líka stærstu lántakendur Landsbankans. Fjármálaeftirlitið fullyrti að lánveitingar bankans til Björgólfs Thors hefðu farið langt fram yfir lögbundið hámark árið 2007. Björgólfur Thor segist hvergi hafa komið nálægt stjórn Landsbanka. En hann var aðalfulltrúi á neyðarfundum um mögulega björgun bankans rétt áður en bankinn fór í þrot. Rétt áður en fullyrt er að innistæður breskra sparifjáreigenda voru látnar renna í vasa þeirra feðga, aðaleigenda bankans, með „ólögmætum hætti“ kortér fyrir hrun. Það eru þessar innistæður sem Bretar og Hollendingar vilja að íslenskir skattgreiðendur borgi til baka. Varst þú einn af aðaleigendum Landsbanka Íslands? Fékkst þú færslur úr bankanum skömmu áður en skilanefnd tók hann yfir? Vilt þú játa glæp? Viltu „redda“ þessum mönnum? Trúir þú því að hjól atvinnulífsins taki að snúast við það eitt að skera þá niður úr snöru á meðan ekkert annað er aðhafst, engu öðru breytt? Kjóstu þá „Já“ við Icesave, þá samþykkir þú óbreytt ástand og að borga fyrir peningana sem hurfu úr Landsbanka Íslands kortér fyrir hrun.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun