Fleiri fréttir Óvissa á Landspítalanum Steinunn Stefánsdóttir skrifar Uppsagnir liðlega 250 af nærri 1.350 hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum taka gildi 1. mars næstkomandi. Uppsagnirnar skapa mikla óvissu og ef til þess kemur að hluti eða allir þessir hjúkrunarfræðingar hætta störfum er ljóst að ástandið á spítalanum verður alvarlegt og það mun koma niður á sjúklingum og því starfsfólki sem eftir situr. 6.12.2012 06:00 Ísland: Nyrsta Afríkuríkið? Vilhjálmur Egilsson skrifar Á fundi Samtaka atvinnulífsins um skattamál þann 9. nóvember sl. gat ég þess að í hópi erlendra fjárfesta væri rætt um Ísland sem nyrsta Afríkuríkið. Ástæðu slíkrar nafngiftar má rekja til ýmissa ákvarðana stjórnvalda og atburða sem hér hafa gerst. Bjarni Gíslason, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 27. nóvember sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en svo að hann móðgist fyrir hönd Afríku vegna samanburðarins. Í Afríku þurfi ekki að vantreysta orðum allra manna og Eþíópía, Malaví og Úganda eru nefnd til sögunnar en almennt hvatt til fjárfestinga í álfunni. Tilefni er til þess að ræða nokkuð um hvað veldur því að menn taka svona til orða um Ísland. 6.12.2012 06:00 Umræða um lífræn matvæli á villigötum? Sverrir Örn Gunnarsson skrifar Fréttir hafa birst bæði á visir.is og á mbl.is um að lífræn matvæli séu ekki hollari en hefðbundin matvæli. Þó er vitnað í niðurstöður sem sýna að miklu minna af skordýraeitri finnst í lífrænum matvælum en þeim hefðbundnu, sem skiptir í raun og veru mjög miklu máli. Um var að ræða aðeins tveggja ára rannsókn um næringargildi tiltekinna matvæla og rannsóknin tekur þar af leiðandi ekki til greina hugsanlegar langtímaafleiðingar, t.d. af neyslu á skordýraeitri (rannsókn á vegum Stanford-háskólans). Þessu má líkja við rannsóknir á skaðsemi reykinga, sem eru kannski ekki svo miklar til skamms tíma, en til langs tíma, það þarf ekki að spyrja að því. Þannig að það er stór galli á rannsókn sem er að bera saman matvæli en spannar aðeins tvö ár. 6.12.2012 06:00 Þarf lygamæli á bankastjóra Íslandsbanka? Jón Þorvarðarson skrifar Nýleg frétt sem ber yfirskriftina "Segir Íslandsbanka flæktan í fyrirlitlegan hugmyndastuld“ vakti mikla athygli enda raðaði hún sér í fyrsta sæti á Visir.is þann dag sem hún birtist. Fréttin fjallar um stuld bankans á vígorðinu "Reiknaðu með okkur“ sem ég kynnti fyrir Birnu Einarsdóttur og hennar nánasta samstarfsfólki, bæði skriflega og munnlega. Og eins og kunnugt er tók fjármögnunarþjónusta bankans (Ergo) upp umrætt vígorð og beitti sömu hugmyndafræði og ég hafði rækilega kynnt fyrir bankanum. 6.12.2012 06:00 Refaveiðar – vannýtt tekjulind Steinþór Einarsson skrifar Ég greip með mér Bændablaðið um daginn þar sem ég var á ferðinni um Suðurland og meðal fjölda áhugaverðra greina í blaðinu var tilskrif fjárbóndans og alþingismannsins Ásmundar Einars Daðasonar þar sem hann snuprar fyrrum samflokksmann sinn í Vinstri grænum, Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, fyrir skilningsleysi og fálæti í garð landbúnaðar og landsbyggðar. Erindið við ráðherra er fjölgun heimskautarefsins og niðurskurður opinberra aðila á fjármunum til refaveiða. Eina lausnin á þessum „vanda“ sem fjárbóndinn og þingmaðurinn bendir á er aukin útgjöld úr tómum sjóðum opinberra aðila, sveitarfélaga og ríkis. Eins og endranær sjá sauðfjárbændur enga aðra leið til þess að fjármagna og tryggja framleiðslu sína aðra en þá að auka útgjöld hins opinbera og þar er þingmaðurinn framarlega í flokki. 6.12.2012 06:00 Opið bréf til þingmanna Kristófer Sigurðsson skrifar Ágætu þingmenn Guðrún Erlingsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir. 6.12.2012 06:00 Meiri vinna – minni laun Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar Um mánaðamótin sögðu 254 hjúkrunarfræðingar starfi sínu lausu á Landspítala (LSH). Alls starfa þar 1.348 hjúkrunarfræðingar þannig að tæplega 20% hjúkrunarfræðinga munu hætta störfum á LSH þann 1. mars næstkomandi. Það eru grafalvarleg tíðindi sem þýða það eitt að LSH verður ekki starfræktur í núverandi mynd gangi uppsagnirnar eftir. Stjórnvöld, sem bera ábyrgð á því að landsmönnum standi fullnægjandi heilbrigðisþjónusta til boða, verða að sýna ábyrgð og grípa til aðgerða. 6.12.2012 06:00 Skapandi greinar, menntun og rannsóknir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir skrifar Starfshópur á vegum fimm ráðuneyta hefur unnið ítarlega greiningu á starfsumhverfi skapandi greina í nýútkominni skýrslu, Skapandi greinar – sýn til framtíðar. Skýrslan markar tímamót í almennri umræðu um listir og menningu á Íslandi og er mikilvæg viðbót við áður útkomna skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina. Í þessari skýrslu er gildi skapandi greina í samfélagi okkar dregið fram og lagður grunnur að þróun faglegrar orðræðu á sviðinu. Auk þess er stjórnsýslulegu umhverfi greinanna lýst og opinber fjárframlög sundurgreind eftir sviðum. Starfshópurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að efla list- og starfsmenntun á öllum stigum skólakerfisins en lýsir því jafnframt að fjölgun menntunartækifæra á meistarastigi sé nauðsynleg svo stuðla megi að fagmennsku og góðum undirbúningi fyrir atvinnu- og menningarlíf. Loks lýsir hópurinn skorti á rannsóknum á sviðinu og leggur fram tillögu um að komið verði á fót sérstökum rannsóknasjóði fyrir skapandi greinar, sem vistaður yrði hjá Rannsóknaráði Íslands. 6.12.2012 06:00 Fagna ber samstöðu í öryggismálum Gunnar Alexander Ólafsson og Elvar Örn Arason skrifar Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, gagnrýndi ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar um að taka þátt í loftrýmiseftirliti hér á landi í Fréttablaðinu 15. nóvember sl. Það er vissulega rétt hjá Árna Þór að kalda stríðinu lauk með falli Sovétríkjanna í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þrátt fyrir að því sé lokið og nú um stundir sé friðsælt á Norður-Atlantshafi, þá hvarf ekki sú grundvallarskylda íslenskra stjórnvalda að tryggja öryggi og varnir landsins til frambúðar. Markmiðið með samstarfinu er fyrst og fremst að efla öryggi og tryggja sameiginlega hagsmuni svæðisins í heild. 6.12.2012 06:00 Mismunun skal það vera Sigrún Edda Lövdal skrifar Við viljum þakka Oddnýju Sturludóttir skjót viðbrögð við opnu bréfi stjórnar Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í svari Oddnýjar, sem birtist í Fréttablaðinu 20. nóvember sl. staðhæfir hún að það sé rangt hjá okkur að fjárhagslegt sjónarmið ráði því hvort foreldrar velji leikskólavist umfram þjónustu dagforeldra, Oddný veit betur. Í úttekt Fréttablaðsins sem birt var þann 19. nóvember sl. kemur fram að um 400.000 krónur skilja á milli hlutar foreldra í gjaldskrá dagforeldra og svo borgarrekinna leikskóla. Þessi mismunur gefur foreldrum ekki val. Það liggur ljóst fyrir að þetta há upphæð vegur þungt í heimilisbókhaldi barnafjölskyldna í Reykjavík sem margar hverjar hafa þurft að taka á sig þungar byrðar í kjölfar hrunsins 2008. Auðvitað hefur þetta áhrif á fjárhag þeirra, um það þarf Oddný Sturludóttir ekki að efast. 6.12.2012 06:00 Kjördæmapot eða byggðastefnu? Sóley Björk Stefánsdóttir skrifar Lengi hefur verið talað um kjördæmapot þegar landsbyggðarþingmenn hafa verið að berjast fyrir umbótum í sínu kjördæmi en sjaldan heyrist talað um kjördæmapot Reykjavíkurþingmanna t.d. varðandi Hörpuna, Reykjanesbraut eða Suðurlandsveg. Svo undarlegt sem það nú er. 6.12.2012 06:00 Stuðningur við íslenska hönnun Haukur Már Hauksson skrifar Hönnun er ekki aðeins mikilvægur þáttur í menningu þjóðarinnar; hún er ekki síður mikilvægur þáttur í atvinnulífi hennar. Samkvæmt niðurstöðu hagrænnar rannsóknar á stöðu skapandi greina, sem kynnt var 1. desember 2010, starfa um 10.000 manns innan þessara greina og skapa virðisaukaskattskylda veltu sem nemur að lágmarki 198 milljörðum. Samkvæmt sömu rannsókn nema útflutningstekjur þjóðarinnar af skapandi greinum yfir 24 milljörðum króna. 6.12.2012 06:00 Sýndaráætlun eða sóknaráætlun Sigurjón Þórðarson skrifar Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur um langt skeið haft í undirbúningi að hleypa af stokkunum nýrri áætlun undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta 20/20. Sú hugmyndafræði sem unnið er með er að mínu mati mjög jákvæð, en hún miðar að því að auka svæðisbundna sjálfstjórn í mikilvægum málum og kalla eftir sameiginlegri framtíðarsýn. 6.12.2012 06:00 Kvennaathvarf í þrjátíu ár Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar Í dag eru þrjátíu ár frá því að Kvennaathvarfið hóf starfsemi sína. Í þrjátíu ár hefur sem sagt verið opið athvarf á Íslandi fyrir konur og börn þeirra sem ekki hafa getað búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þær hafa heldur betur vitað hvað þær voru að gera, konurnar sem ruddu brautina fyrir öllum þessum árum og opnuðu Kvennaathvarfið þrátt fyrir að ýmsum þætti hin mesta fásinna að halda því fram að ástæða væri til þess. Mér hefur verið sagt að strax fyrsta kvöldið sem athvarfið var opið hafi kona komið til dvalar með ungan son sinn og síðan hafa konur í þúsundatali lagt leið sína í Kvennaathvarfið til lengri eða skemmri tíma þegar einhver hefur gert þeim lífið óbærilegt heima. 6.12.2012 06:00 Hver er þín afstaða? Opið bréf til alþingismanna Gísli Jónasson skrifar Háttvirti alþingismaður. 6.12.2012 06:00 Skallinn Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Ætli það séu ekki tæp tíu ár síðan hárið fór að þynnast á hvirflinum á mér. Ég sá þetta fyrst þegar rakari sýndi mér aftan á mig eftir klippingu og var talsvert brugðið. 6.12.2012 06:00 Hin ógurlega Algebra Guðni Rúnar Jónasson skrifar Kynbundið ofbeldi á sér stað um allan heim í þvílíku magni að við rekumst á vegg þegar við eigum að skynja og skilja tölfræðina sem að baki því liggur. Tölur eins og: Sex hundruð milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki saknæmt. 45% kvenna í Evrópusambandslöndum hafa orðið fyrir ofbeldi karlmanna. Sjö konur deyja daglega í heiminum af völdum heimilisofbeldis og að lokum þá kostar heimilisofbeldi Evrópulöndin 3.220.480.000.– krónur árlega. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í slíkum aðstæðum rekur okkur í vitsmunalegt strand. Við höfum ekki andlegu tólin til að geta unnið úr gögnunum. Eddy Izzard náði þessu eiginlega langbest þegar hann fjallaði um málefnið í uppistandi sínu: „Þú hefur drepið yfir 100.000 manns! Vá! Þú hlýtur að vakna alveg rosalega snemma á morgnana til að ná þessum árangri. Ég kem mér varla í ræktina!“ Við eigum erfitt með að hafa samkennd með tölum og þurfum því að reikna þær niður í stærðir sem við skiljum. 6.12.2012 06:00 Halldór 05.12.2012 5.12.2012 12:00 Fram úr vonum Óli Kristján Ármannsson skrifar Á rétt rúmum hundrað árum hefur hæð hæstu trjáa hér á landi þrefaldast og gott betur. Fram kemur í umfjöllun blaðsins í gær að um aldamótin 1900 hafi hæsta tré landsins verið rúmir átta metrar að hæð. Núna er fjöldi trjáa yfir 20 metrum og það hæsta um 25 metra hátt. 5.12.2012 06:00 Mín innri bóndakona Charlotte Böving skrifar Um daginn var ég í jóga. Ég nýt þess – mér finnst raunar að jóga ætti að vera fastur liður í leikskólum og skólum og á vinnustöðum: Byrjið daginn á 30 mínútna jóga; smá styrkur, smá teygjur, smá hugleiðsla. Þ.e.a.s. komast í samband við líkama og sál. Ég á mér uppáhaldsjógakennara. Hún er fagmaður fram í fingurgóma, en hún er líka skemmtileg og segir það sem henni liggur á hjarta. Stundum segir hún hluti sem eru ekki pólitískt kórréttir og kemur mér til að hlæja. Stundum segir hún hluti sem ögra. Um daginn ögraði hún mér. Hún sagði: 5.12.2012 06:00 Berir leggir og upphafning fávísinnar Sif Sigmarsdóttir skrifar Ég var stödd á hótelherbergi í útlöndum um helgina. Ég átti afmæli svo þegar kom að því að fara út í "dinner“ hugðist ég vanda til andlitsfarðans og lagningarinnar. Birtan á baðherberginu var dauf og ég sá illa til þar sem ég sparslaði burt árin. Ég kveikti því á flúrljósi fyrir ofan spegilinn. Hrá lýsing og ískaldur afmælis-bömmer helltust yfir mig. Í hárrótinni spruttu gráir nýgræðingar. Ég flýtti mér að slökkva ljósið. 5.12.2012 06:00 Göran Persson: Ljúkið viðræðunum við ESB Össur Skarphéðinsson skrifar Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. 5.12.2012 06:00 Jón eða séra Jón Hulda Bjarnadóttir skrifar Fyrir skömmu var lagt fram frumvarp sem miðar að því að banna alfarið íslenskar áfengisauglýsingar. Tilgangurinn er að vernda heilsu landans. Hversu sanngjarnt er það fyrir hinn íslenska framleiðanda að mega setja pening í löglega íslenska framleiðslu, sem framleidd er undir íslenskri löggjöf og virku íslensku eftirliti, en að mega ekki koma henni á framfæri? Tvískinnungur gæti mögulega verið heiti á þeirri stöðu sem er komin upp. 5.12.2012 06:00 Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi Anna Bentína Hermansen og Þóra Björt Sveinsdóttir skrifar Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. 5.12.2012 06:00 Galdrafár á Grímsstöðum Tryggvi Harðarson skrifar Það var haustið 1977 sem ég kynntist Huang Nubo. Hann kom þá til náms í Peking-háskóla og varð herbergisfélagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar en þeir bjuggu á næstu hæð fyrir neðan mig í byggingu 26. Þeir lögðu báðir stund á bókmenntir. Mikið umrót hafði átt sér stað í Kína í kjölfar dauða Maós árið 1976. Fjórmenningarnir svokölluðu voru reknir frá völdum og fangelsaðir en Hua Guofeng varð leiðtogi Kínverja um stund. Miklar breytingar voru gerðar á menntakerfinu og menningarbyltingunni formlega lýst lokið. Eitt af því sem breyttist var að frá og með árinu 1977 voru nemendur teknir inn í háskólana á grundvelli námsgetu, en ekki á pólitískum forsendum. Áður höfðu „bestu synir og dætur byltingarinnar“ verið handvalin úr hópi verkamanna, bænda og hermanna til að stunda háskólanám. Þannig var það hvorki námsgeta né færni sem réð því hverjir settust á háskólabekk. Huang var því í fyrsta hópi námsmanna eftir menningarbyltingu sem komu inn í háskólana á eigin verðleikum og námsgetu. 5.12.2012 06:00 Dagur Sjálfboðaliðans: 5. desember Guðrún og Helga Margrét skrifar Hvað dregur fólk til sjálfboðastarfa? Getur verið að fólk fái eitthvað til baka þegar það tekur þátt í sjálfboðastarfi og hvað þá? Eru allir að sækjast eftir því sama eða getur verið að sjálfboðastarf gefi einum eitt og öðrum annað? Geta allir tekið þátt í sjálfboðastarfi og er hægt að samræma það launaðri vinnu og fjölskyldulífi? Getur verið að þeir séu góðar fyrirmyndir sem taka þátt í sjálfboðastarfi? 5.12.2012 06:00 Halldór 04.12.2012 4.12.2012 16:00 Leit að veruleika Erla Hlynsdóttir skrifar Ég er með smá verkefni handa þér. Ef þú ert ekki að lesa þennan pistil á netinu þá vil ég að þú setjist núna fyrir framan nettengda tölvu. Þú þarft að finna þér leitarvél, ég mæli með Google.is, og þar vil ég að þú leitir að nokkrum orðum. Í dag ætlum við að einbeita okkur að myndum því myndir segja jú meira en þúsund orð. 4.12.2012 07:00 Ruslamál í rusli Steinunn Stefánsdóttir skrifar Þrátt fyrir að hér á landi hafi orðið talsverð vakning varðandi meðferð heimilisúrgangs virðist þess langt að bíða að sorpmál komist hér í þau horf sem una má við. 4.12.2012 06:00 Að sýna náunganum væntumþykju Guðný Ósk Laxdal skrifar Samfélagið okkar á mikið eftir að þróast þegar kemur að andlegri líðan. Andleg heilsa er eitthvað sem má ekki ræða, leyndarmál og eitthvað skömmustulegt. Þegar einstaklingar verða fyrir andlegum vandamálum, líður illa eða er boðið að fara eitthvað út en komast ekki er því ævinlega borið við að um einhvers konar líkamlega vanlíðan sé að ræða. Höfuðverkur eða magaverkur er vinsæl afsökun. Hefurðu nokkurn tímann heyrt einhvern segja að hann komist ekki út af því hann sé þunglyndur, líði illa eða að það sé erfitt á heimilinu? 4.12.2012 06:00 Jólin og stress Teitur Guðmundsson skrifar Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. 4.12.2012 06:00 Um stöðvun viðskipta Baldur Thorlacius skrifar Á síðustu vikum hefur Kauphöllin í tvígang gripið til þess ráðs að stöðva viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Í seinna skiptið var það gert í kjölfar viðtals við þingmann í erlendum fjölmiðli, þar sem fram kom að ríkið þyrfti að endursemja um skilmála skuldabréfanna. Ummælin voru birt á sama tíma og ríkisstjórnin fundaði um fjárhagsstöðu og málefni Íbúðalánasjóðs. Fjárhagsstaðan var öllum ljós fyrir fundinn, en markaðsaðilar biðu með mikilli eftirvæntingu eftir fregnum af því hvort ríkisstjórnin hygðist grípa til aðgerða til þess að draga úr skuldbindingu ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. 4.12.2012 06:00 Sérhagsmunir gegn almannahagsmunum Sjö bæjarstjórar rita í Fréttablaðið 20. október um skýrslu, sem þeir sjálfir fólu KPMG að vinna um kostnað flugfarþega af hugsanlegum flutningi miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýri á Miðnesheiði. 4.12.2012 06:00 Bréf ykkar veittu mér frelsi Birtukan Mideksa skrifar Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur. Þess vegna bið ég ykkur um að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International og veita þeim von sem búa við mannréttindabrot um heim allan. 4.12.2012 06:00 Réttu upp hönd ef … Hjálmar Sigmarsson skrifar Um daginn sat ég umræðufund í tilefni 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi og þegar leið á fundinn lagði einn frummælandinn fyrir salinn eftirfarandi spurningu: „Réttið upp hönd, ef þið hafið nokkurn tíma verið hrædd um að vera nauðgað.“ Í salnum voru rétt rúmlega tuttugu manns, þar af réttu nærri allar konurnar í salnum upp hönd og þeir karlmenn sem voru í salnum gerðu það ekki. Ekki var þetta vísindaleg úttekt, en þetta fékk mig til hugsa til þess sem ég hef oft rætt við karlkyns félaga mína í jafnréttisbaráttunni, að karlmenn upp til hópa lifa ekki við þennan ótta. Þá er ég ekki að meina að karlmenn verði ekki fyrir nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi, heldur er frekar hægt að segja að karlmenn þurfi ekki, að mestu leyti, að hugsa hvort þeir verði fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi. 4.12.2012 06:00 Eignir eldri hafa rýrnað Haraldur Sveinbjörnsson skrifar Ég er sammála því að það er óeðlilegt að kenna heilu kynslóðunum um hrunið og einnig því að margir af kynslóð okkar Sighvats Björgvinssonar bera mikla ábyrgð á því hvernig fór. 4.12.2012 06:00 Við viljum gefa Hilmar Örn Hilmarsson og Jóhanna G. Harðardóttir skrifar Æ fleiri Íslendingar eiga líf sitt því að þakka að hafa þegið líffæri að gjöf. Eftirspurnin eykst þökk sé framförum í læknavísindum og æ fleiri bíða gjafalíffæris. Dýrmætari gjöf er ekki hægt að gefa. 4.12.2012 06:00 Skógrækt bætir lífsgæði Einar Jónsson skrifar Ræktun útivistarskóga í grennd við þéttbýli hefur verið eitt helsta verkefni skógræktarfélaganna í gegnum tíðina og blasir árangurinn nú við víða um land. Í útmörkum höfuðborgarsvæðisins og við fjölmörg þorp og bæi standa myndarlegir skógarreitir sem bera öflugu starfi fyrri kynslóða skógræktarmanna fagurt vitni. Skógarnir eru sannkallaðir sælureitir í augum íbúa þar sem þeir geta stundað fjölbreytta útivist, gert sér glaðan dag með vinum og fjölskyldu eða fundið frið og ró í faðmi náttúrunnar. Fólk kann að meta skógana enda stuðla slíkar gróðurvinjar, í og við þéttbýli, að líkamlegri sem andlegri vellíðan. 4.12.2012 06:00 Ný reglugerð: Kostnaðaráhrif Friðrik Ágúst Ólafsson skrifar Þann 28. mars sl. sendu Samtök iðnaðarins og Búseti húsnæðissamvinnufélag erindi til Mannvirkjastofnunar þar sem óskað var eftir mati á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Í erindinu var vísað til 6. gr. reglugerðar nr. 812/1999 um eftirlitsreglur hins opinbera og lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999 þar sem kveðið er á um að yfirvöldum beri að meta kostnaðaráhrif af breytingum á lögum og reglugerðum. 4.12.2012 06:00 Halldór 03.12.12 3.12.2012 16:00 Ný dögun – 25 ára sorgarvinna Halldór Reynisson skrifar Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótímabær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést við erfiðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafnvel ekki nefna upphátt við nokkurn mann. Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi fór þetta að breytast hér á landi. Það gerðist ekki af sjálfu sér frekar en aðrar breytingar á hugarfari heillar þjóðar. 3.12.2012 06:00 Þjóðvangar Íslands Sigrún Helgadóttir skrifar Ísland er einstakt land bæði jarðfræðilega og líffræðilega. Íslendingar hafa friðlýst mörg markverð náttúrusvæði sem þjóðgarða, friðlönd eða náttúruvætti. Einnig eru ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktarsvæði, landgræðslusvæði og fornminjasvæði. Þjóðlendur eru undir stjórn ríkisins og fyrst og fremst á hálendi landsins. 3.12.2012 06:00 Við og við Þórður Snær Júlíusson skrifar Vandi Íbúðalánasjóðs er gríðarlega mikill. Ríkið hefur þurft að leggja sjóðnum til 46 milljarða króna á tveimur árum og viðbúið er að enn meiri peningum þarf að fórna í hítina. Svartsýnustu raddir telja að skuldbindingar hans geti orðið allt að 200 milljörðum króna meiri en eignir hans. Til að setja þessa tölu í samhengi þá jafngildir hún því að hver einn og einasti íbúi landsins þurfi að greiða 625 þúsund krónur til að gera upp sjóðinn. Slíkt samhengi er mikilvægt vegna þess að það erum alltaf við, almenningur, sem munum greiða fyrir viðgerðina. Einu spurningunni sem er ósvarað er hvort við gerum það sem skattgreiðendur eða lífeyrisþegar. 3.12.2012 06:00 Það eru barnréttindi Guðmundur Andri Thorsson skrifar Það var nú ekki töluð vitleysan í vörninni í fótboltaliði bekkjarins hennar Hansínu í Vogaskóla. Þarna stóðum við Snorri og Alli, Sigurgeir og Steinn Bjarki með hendurnar í vösunum og áttum í hrókasamræðum um landsins gagn og nauðsynjar, á meðan þeir Nonni og Biggi, Haddi og Kalli Dúi og hinir hlupu um lafmóðir frammi í sókninni, enda allt afburðamenn í boltanum og vel að þeirri vegsemd komnir að fá að vera í sókn. Svona var getuskiptingin: þeir góðu voru í sókn en 3.12.2012 06:00 Djákninn í Moody"s Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Íslendingar fá flestir mikinn heimalningshroll þegar útlendingar spyrja þá um álfa, tröll og drauga. Það eru kannski ekki svo undarleg viðbrögð. Menn vilja ekki líta út fyrir að vera svo skyni skroppnir að hafa ekki séð í gegnum blöffið sem notað var á börnin svo þau væru ekki að þvælast úti að næturþeli og héldu sig frá hættulegum klettum og giljum. Nútímamaðurinn vill líka vera frjáls í stað þess að leggja lund sína og líf undir vætti sem láta ekki að stjórn. 3.12.2012 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Óvissa á Landspítalanum Steinunn Stefánsdóttir skrifar Uppsagnir liðlega 250 af nærri 1.350 hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum taka gildi 1. mars næstkomandi. Uppsagnirnar skapa mikla óvissu og ef til þess kemur að hluti eða allir þessir hjúkrunarfræðingar hætta störfum er ljóst að ástandið á spítalanum verður alvarlegt og það mun koma niður á sjúklingum og því starfsfólki sem eftir situr. 6.12.2012 06:00
Ísland: Nyrsta Afríkuríkið? Vilhjálmur Egilsson skrifar Á fundi Samtaka atvinnulífsins um skattamál þann 9. nóvember sl. gat ég þess að í hópi erlendra fjárfesta væri rætt um Ísland sem nyrsta Afríkuríkið. Ástæðu slíkrar nafngiftar má rekja til ýmissa ákvarðana stjórnvalda og atburða sem hér hafa gerst. Bjarni Gíslason, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 27. nóvember sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en svo að hann móðgist fyrir hönd Afríku vegna samanburðarins. Í Afríku þurfi ekki að vantreysta orðum allra manna og Eþíópía, Malaví og Úganda eru nefnd til sögunnar en almennt hvatt til fjárfestinga í álfunni. Tilefni er til þess að ræða nokkuð um hvað veldur því að menn taka svona til orða um Ísland. 6.12.2012 06:00
Umræða um lífræn matvæli á villigötum? Sverrir Örn Gunnarsson skrifar Fréttir hafa birst bæði á visir.is og á mbl.is um að lífræn matvæli séu ekki hollari en hefðbundin matvæli. Þó er vitnað í niðurstöður sem sýna að miklu minna af skordýraeitri finnst í lífrænum matvælum en þeim hefðbundnu, sem skiptir í raun og veru mjög miklu máli. Um var að ræða aðeins tveggja ára rannsókn um næringargildi tiltekinna matvæla og rannsóknin tekur þar af leiðandi ekki til greina hugsanlegar langtímaafleiðingar, t.d. af neyslu á skordýraeitri (rannsókn á vegum Stanford-háskólans). Þessu má líkja við rannsóknir á skaðsemi reykinga, sem eru kannski ekki svo miklar til skamms tíma, en til langs tíma, það þarf ekki að spyrja að því. Þannig að það er stór galli á rannsókn sem er að bera saman matvæli en spannar aðeins tvö ár. 6.12.2012 06:00
Þarf lygamæli á bankastjóra Íslandsbanka? Jón Þorvarðarson skrifar Nýleg frétt sem ber yfirskriftina "Segir Íslandsbanka flæktan í fyrirlitlegan hugmyndastuld“ vakti mikla athygli enda raðaði hún sér í fyrsta sæti á Visir.is þann dag sem hún birtist. Fréttin fjallar um stuld bankans á vígorðinu "Reiknaðu með okkur“ sem ég kynnti fyrir Birnu Einarsdóttur og hennar nánasta samstarfsfólki, bæði skriflega og munnlega. Og eins og kunnugt er tók fjármögnunarþjónusta bankans (Ergo) upp umrætt vígorð og beitti sömu hugmyndafræði og ég hafði rækilega kynnt fyrir bankanum. 6.12.2012 06:00
Refaveiðar – vannýtt tekjulind Steinþór Einarsson skrifar Ég greip með mér Bændablaðið um daginn þar sem ég var á ferðinni um Suðurland og meðal fjölda áhugaverðra greina í blaðinu var tilskrif fjárbóndans og alþingismannsins Ásmundar Einars Daðasonar þar sem hann snuprar fyrrum samflokksmann sinn í Vinstri grænum, Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, fyrir skilningsleysi og fálæti í garð landbúnaðar og landsbyggðar. Erindið við ráðherra er fjölgun heimskautarefsins og niðurskurður opinberra aðila á fjármunum til refaveiða. Eina lausnin á þessum „vanda“ sem fjárbóndinn og þingmaðurinn bendir á er aukin útgjöld úr tómum sjóðum opinberra aðila, sveitarfélaga og ríkis. Eins og endranær sjá sauðfjárbændur enga aðra leið til þess að fjármagna og tryggja framleiðslu sína aðra en þá að auka útgjöld hins opinbera og þar er þingmaðurinn framarlega í flokki. 6.12.2012 06:00
Opið bréf til þingmanna Kristófer Sigurðsson skrifar Ágætu þingmenn Guðrún Erlingsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir. 6.12.2012 06:00
Meiri vinna – minni laun Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar Um mánaðamótin sögðu 254 hjúkrunarfræðingar starfi sínu lausu á Landspítala (LSH). Alls starfa þar 1.348 hjúkrunarfræðingar þannig að tæplega 20% hjúkrunarfræðinga munu hætta störfum á LSH þann 1. mars næstkomandi. Það eru grafalvarleg tíðindi sem þýða það eitt að LSH verður ekki starfræktur í núverandi mynd gangi uppsagnirnar eftir. Stjórnvöld, sem bera ábyrgð á því að landsmönnum standi fullnægjandi heilbrigðisþjónusta til boða, verða að sýna ábyrgð og grípa til aðgerða. 6.12.2012 06:00
Skapandi greinar, menntun og rannsóknir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir skrifar Starfshópur á vegum fimm ráðuneyta hefur unnið ítarlega greiningu á starfsumhverfi skapandi greina í nýútkominni skýrslu, Skapandi greinar – sýn til framtíðar. Skýrslan markar tímamót í almennri umræðu um listir og menningu á Íslandi og er mikilvæg viðbót við áður útkomna skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina. Í þessari skýrslu er gildi skapandi greina í samfélagi okkar dregið fram og lagður grunnur að þróun faglegrar orðræðu á sviðinu. Auk þess er stjórnsýslulegu umhverfi greinanna lýst og opinber fjárframlög sundurgreind eftir sviðum. Starfshópurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að efla list- og starfsmenntun á öllum stigum skólakerfisins en lýsir því jafnframt að fjölgun menntunartækifæra á meistarastigi sé nauðsynleg svo stuðla megi að fagmennsku og góðum undirbúningi fyrir atvinnu- og menningarlíf. Loks lýsir hópurinn skorti á rannsóknum á sviðinu og leggur fram tillögu um að komið verði á fót sérstökum rannsóknasjóði fyrir skapandi greinar, sem vistaður yrði hjá Rannsóknaráði Íslands. 6.12.2012 06:00
Fagna ber samstöðu í öryggismálum Gunnar Alexander Ólafsson og Elvar Örn Arason skrifar Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, gagnrýndi ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar um að taka þátt í loftrýmiseftirliti hér á landi í Fréttablaðinu 15. nóvember sl. Það er vissulega rétt hjá Árna Þór að kalda stríðinu lauk með falli Sovétríkjanna í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þrátt fyrir að því sé lokið og nú um stundir sé friðsælt á Norður-Atlantshafi, þá hvarf ekki sú grundvallarskylda íslenskra stjórnvalda að tryggja öryggi og varnir landsins til frambúðar. Markmiðið með samstarfinu er fyrst og fremst að efla öryggi og tryggja sameiginlega hagsmuni svæðisins í heild. 6.12.2012 06:00
Mismunun skal það vera Sigrún Edda Lövdal skrifar Við viljum þakka Oddnýju Sturludóttir skjót viðbrögð við opnu bréfi stjórnar Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í svari Oddnýjar, sem birtist í Fréttablaðinu 20. nóvember sl. staðhæfir hún að það sé rangt hjá okkur að fjárhagslegt sjónarmið ráði því hvort foreldrar velji leikskólavist umfram þjónustu dagforeldra, Oddný veit betur. Í úttekt Fréttablaðsins sem birt var þann 19. nóvember sl. kemur fram að um 400.000 krónur skilja á milli hlutar foreldra í gjaldskrá dagforeldra og svo borgarrekinna leikskóla. Þessi mismunur gefur foreldrum ekki val. Það liggur ljóst fyrir að þetta há upphæð vegur þungt í heimilisbókhaldi barnafjölskyldna í Reykjavík sem margar hverjar hafa þurft að taka á sig þungar byrðar í kjölfar hrunsins 2008. Auðvitað hefur þetta áhrif á fjárhag þeirra, um það þarf Oddný Sturludóttir ekki að efast. 6.12.2012 06:00
Kjördæmapot eða byggðastefnu? Sóley Björk Stefánsdóttir skrifar Lengi hefur verið talað um kjördæmapot þegar landsbyggðarþingmenn hafa verið að berjast fyrir umbótum í sínu kjördæmi en sjaldan heyrist talað um kjördæmapot Reykjavíkurþingmanna t.d. varðandi Hörpuna, Reykjanesbraut eða Suðurlandsveg. Svo undarlegt sem það nú er. 6.12.2012 06:00
Stuðningur við íslenska hönnun Haukur Már Hauksson skrifar Hönnun er ekki aðeins mikilvægur þáttur í menningu þjóðarinnar; hún er ekki síður mikilvægur þáttur í atvinnulífi hennar. Samkvæmt niðurstöðu hagrænnar rannsóknar á stöðu skapandi greina, sem kynnt var 1. desember 2010, starfa um 10.000 manns innan þessara greina og skapa virðisaukaskattskylda veltu sem nemur að lágmarki 198 milljörðum. Samkvæmt sömu rannsókn nema útflutningstekjur þjóðarinnar af skapandi greinum yfir 24 milljörðum króna. 6.12.2012 06:00
Sýndaráætlun eða sóknaráætlun Sigurjón Þórðarson skrifar Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur um langt skeið haft í undirbúningi að hleypa af stokkunum nýrri áætlun undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta 20/20. Sú hugmyndafræði sem unnið er með er að mínu mati mjög jákvæð, en hún miðar að því að auka svæðisbundna sjálfstjórn í mikilvægum málum og kalla eftir sameiginlegri framtíðarsýn. 6.12.2012 06:00
Kvennaathvarf í þrjátíu ár Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar Í dag eru þrjátíu ár frá því að Kvennaathvarfið hóf starfsemi sína. Í þrjátíu ár hefur sem sagt verið opið athvarf á Íslandi fyrir konur og börn þeirra sem ekki hafa getað búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þær hafa heldur betur vitað hvað þær voru að gera, konurnar sem ruddu brautina fyrir öllum þessum árum og opnuðu Kvennaathvarfið þrátt fyrir að ýmsum þætti hin mesta fásinna að halda því fram að ástæða væri til þess. Mér hefur verið sagt að strax fyrsta kvöldið sem athvarfið var opið hafi kona komið til dvalar með ungan son sinn og síðan hafa konur í þúsundatali lagt leið sína í Kvennaathvarfið til lengri eða skemmri tíma þegar einhver hefur gert þeim lífið óbærilegt heima. 6.12.2012 06:00
Hver er þín afstaða? Opið bréf til alþingismanna Gísli Jónasson skrifar Háttvirti alþingismaður. 6.12.2012 06:00
Skallinn Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Ætli það séu ekki tæp tíu ár síðan hárið fór að þynnast á hvirflinum á mér. Ég sá þetta fyrst þegar rakari sýndi mér aftan á mig eftir klippingu og var talsvert brugðið. 6.12.2012 06:00
Hin ógurlega Algebra Guðni Rúnar Jónasson skrifar Kynbundið ofbeldi á sér stað um allan heim í þvílíku magni að við rekumst á vegg þegar við eigum að skynja og skilja tölfræðina sem að baki því liggur. Tölur eins og: Sex hundruð milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki saknæmt. 45% kvenna í Evrópusambandslöndum hafa orðið fyrir ofbeldi karlmanna. Sjö konur deyja daglega í heiminum af völdum heimilisofbeldis og að lokum þá kostar heimilisofbeldi Evrópulöndin 3.220.480.000.– krónur árlega. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í slíkum aðstæðum rekur okkur í vitsmunalegt strand. Við höfum ekki andlegu tólin til að geta unnið úr gögnunum. Eddy Izzard náði þessu eiginlega langbest þegar hann fjallaði um málefnið í uppistandi sínu: „Þú hefur drepið yfir 100.000 manns! Vá! Þú hlýtur að vakna alveg rosalega snemma á morgnana til að ná þessum árangri. Ég kem mér varla í ræktina!“ Við eigum erfitt með að hafa samkennd með tölum og þurfum því að reikna þær niður í stærðir sem við skiljum. 6.12.2012 06:00
Fram úr vonum Óli Kristján Ármannsson skrifar Á rétt rúmum hundrað árum hefur hæð hæstu trjáa hér á landi þrefaldast og gott betur. Fram kemur í umfjöllun blaðsins í gær að um aldamótin 1900 hafi hæsta tré landsins verið rúmir átta metrar að hæð. Núna er fjöldi trjáa yfir 20 metrum og það hæsta um 25 metra hátt. 5.12.2012 06:00
Mín innri bóndakona Charlotte Böving skrifar Um daginn var ég í jóga. Ég nýt þess – mér finnst raunar að jóga ætti að vera fastur liður í leikskólum og skólum og á vinnustöðum: Byrjið daginn á 30 mínútna jóga; smá styrkur, smá teygjur, smá hugleiðsla. Þ.e.a.s. komast í samband við líkama og sál. Ég á mér uppáhaldsjógakennara. Hún er fagmaður fram í fingurgóma, en hún er líka skemmtileg og segir það sem henni liggur á hjarta. Stundum segir hún hluti sem eru ekki pólitískt kórréttir og kemur mér til að hlæja. Stundum segir hún hluti sem ögra. Um daginn ögraði hún mér. Hún sagði: 5.12.2012 06:00
Berir leggir og upphafning fávísinnar Sif Sigmarsdóttir skrifar Ég var stödd á hótelherbergi í útlöndum um helgina. Ég átti afmæli svo þegar kom að því að fara út í "dinner“ hugðist ég vanda til andlitsfarðans og lagningarinnar. Birtan á baðherberginu var dauf og ég sá illa til þar sem ég sparslaði burt árin. Ég kveikti því á flúrljósi fyrir ofan spegilinn. Hrá lýsing og ískaldur afmælis-bömmer helltust yfir mig. Í hárrótinni spruttu gráir nýgræðingar. Ég flýtti mér að slökkva ljósið. 5.12.2012 06:00
Göran Persson: Ljúkið viðræðunum við ESB Össur Skarphéðinsson skrifar Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt. 5.12.2012 06:00
Jón eða séra Jón Hulda Bjarnadóttir skrifar Fyrir skömmu var lagt fram frumvarp sem miðar að því að banna alfarið íslenskar áfengisauglýsingar. Tilgangurinn er að vernda heilsu landans. Hversu sanngjarnt er það fyrir hinn íslenska framleiðanda að mega setja pening í löglega íslenska framleiðslu, sem framleidd er undir íslenskri löggjöf og virku íslensku eftirliti, en að mega ekki koma henni á framfæri? Tvískinnungur gæti mögulega verið heiti á þeirri stöðu sem er komin upp. 5.12.2012 06:00
Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi Anna Bentína Hermansen og Þóra Björt Sveinsdóttir skrifar Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. 5.12.2012 06:00
Galdrafár á Grímsstöðum Tryggvi Harðarson skrifar Það var haustið 1977 sem ég kynntist Huang Nubo. Hann kom þá til náms í Peking-háskóla og varð herbergisfélagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar en þeir bjuggu á næstu hæð fyrir neðan mig í byggingu 26. Þeir lögðu báðir stund á bókmenntir. Mikið umrót hafði átt sér stað í Kína í kjölfar dauða Maós árið 1976. Fjórmenningarnir svokölluðu voru reknir frá völdum og fangelsaðir en Hua Guofeng varð leiðtogi Kínverja um stund. Miklar breytingar voru gerðar á menntakerfinu og menningarbyltingunni formlega lýst lokið. Eitt af því sem breyttist var að frá og með árinu 1977 voru nemendur teknir inn í háskólana á grundvelli námsgetu, en ekki á pólitískum forsendum. Áður höfðu „bestu synir og dætur byltingarinnar“ verið handvalin úr hópi verkamanna, bænda og hermanna til að stunda háskólanám. Þannig var það hvorki námsgeta né færni sem réð því hverjir settust á háskólabekk. Huang var því í fyrsta hópi námsmanna eftir menningarbyltingu sem komu inn í háskólana á eigin verðleikum og námsgetu. 5.12.2012 06:00
Dagur Sjálfboðaliðans: 5. desember Guðrún og Helga Margrét skrifar Hvað dregur fólk til sjálfboðastarfa? Getur verið að fólk fái eitthvað til baka þegar það tekur þátt í sjálfboðastarfi og hvað þá? Eru allir að sækjast eftir því sama eða getur verið að sjálfboðastarf gefi einum eitt og öðrum annað? Geta allir tekið þátt í sjálfboðastarfi og er hægt að samræma það launaðri vinnu og fjölskyldulífi? Getur verið að þeir séu góðar fyrirmyndir sem taka þátt í sjálfboðastarfi? 5.12.2012 06:00
Leit að veruleika Erla Hlynsdóttir skrifar Ég er með smá verkefni handa þér. Ef þú ert ekki að lesa þennan pistil á netinu þá vil ég að þú setjist núna fyrir framan nettengda tölvu. Þú þarft að finna þér leitarvél, ég mæli með Google.is, og þar vil ég að þú leitir að nokkrum orðum. Í dag ætlum við að einbeita okkur að myndum því myndir segja jú meira en þúsund orð. 4.12.2012 07:00
Ruslamál í rusli Steinunn Stefánsdóttir skrifar Þrátt fyrir að hér á landi hafi orðið talsverð vakning varðandi meðferð heimilisúrgangs virðist þess langt að bíða að sorpmál komist hér í þau horf sem una má við. 4.12.2012 06:00
Að sýna náunganum væntumþykju Guðný Ósk Laxdal skrifar Samfélagið okkar á mikið eftir að þróast þegar kemur að andlegri líðan. Andleg heilsa er eitthvað sem má ekki ræða, leyndarmál og eitthvað skömmustulegt. Þegar einstaklingar verða fyrir andlegum vandamálum, líður illa eða er boðið að fara eitthvað út en komast ekki er því ævinlega borið við að um einhvers konar líkamlega vanlíðan sé að ræða. Höfuðverkur eða magaverkur er vinsæl afsökun. Hefurðu nokkurn tímann heyrt einhvern segja að hann komist ekki út af því hann sé þunglyndur, líði illa eða að það sé erfitt á heimilinu? 4.12.2012 06:00
Jólin og stress Teitur Guðmundsson skrifar Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. 4.12.2012 06:00
Um stöðvun viðskipta Baldur Thorlacius skrifar Á síðustu vikum hefur Kauphöllin í tvígang gripið til þess ráðs að stöðva viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Í seinna skiptið var það gert í kjölfar viðtals við þingmann í erlendum fjölmiðli, þar sem fram kom að ríkið þyrfti að endursemja um skilmála skuldabréfanna. Ummælin voru birt á sama tíma og ríkisstjórnin fundaði um fjárhagsstöðu og málefni Íbúðalánasjóðs. Fjárhagsstaðan var öllum ljós fyrir fundinn, en markaðsaðilar biðu með mikilli eftirvæntingu eftir fregnum af því hvort ríkisstjórnin hygðist grípa til aðgerða til þess að draga úr skuldbindingu ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. 4.12.2012 06:00
Sérhagsmunir gegn almannahagsmunum Sjö bæjarstjórar rita í Fréttablaðið 20. október um skýrslu, sem þeir sjálfir fólu KPMG að vinna um kostnað flugfarþega af hugsanlegum flutningi miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýri á Miðnesheiði. 4.12.2012 06:00
Bréf ykkar veittu mér frelsi Birtukan Mideksa skrifar Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur. Þess vegna bið ég ykkur um að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International og veita þeim von sem búa við mannréttindabrot um heim allan. 4.12.2012 06:00
Réttu upp hönd ef … Hjálmar Sigmarsson skrifar Um daginn sat ég umræðufund í tilefni 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi og þegar leið á fundinn lagði einn frummælandinn fyrir salinn eftirfarandi spurningu: „Réttið upp hönd, ef þið hafið nokkurn tíma verið hrædd um að vera nauðgað.“ Í salnum voru rétt rúmlega tuttugu manns, þar af réttu nærri allar konurnar í salnum upp hönd og þeir karlmenn sem voru í salnum gerðu það ekki. Ekki var þetta vísindaleg úttekt, en þetta fékk mig til hugsa til þess sem ég hef oft rætt við karlkyns félaga mína í jafnréttisbaráttunni, að karlmenn upp til hópa lifa ekki við þennan ótta. Þá er ég ekki að meina að karlmenn verði ekki fyrir nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi, heldur er frekar hægt að segja að karlmenn þurfi ekki, að mestu leyti, að hugsa hvort þeir verði fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi. 4.12.2012 06:00
Eignir eldri hafa rýrnað Haraldur Sveinbjörnsson skrifar Ég er sammála því að það er óeðlilegt að kenna heilu kynslóðunum um hrunið og einnig því að margir af kynslóð okkar Sighvats Björgvinssonar bera mikla ábyrgð á því hvernig fór. 4.12.2012 06:00
Við viljum gefa Hilmar Örn Hilmarsson og Jóhanna G. Harðardóttir skrifar Æ fleiri Íslendingar eiga líf sitt því að þakka að hafa þegið líffæri að gjöf. Eftirspurnin eykst þökk sé framförum í læknavísindum og æ fleiri bíða gjafalíffæris. Dýrmætari gjöf er ekki hægt að gefa. 4.12.2012 06:00
Skógrækt bætir lífsgæði Einar Jónsson skrifar Ræktun útivistarskóga í grennd við þéttbýli hefur verið eitt helsta verkefni skógræktarfélaganna í gegnum tíðina og blasir árangurinn nú við víða um land. Í útmörkum höfuðborgarsvæðisins og við fjölmörg þorp og bæi standa myndarlegir skógarreitir sem bera öflugu starfi fyrri kynslóða skógræktarmanna fagurt vitni. Skógarnir eru sannkallaðir sælureitir í augum íbúa þar sem þeir geta stundað fjölbreytta útivist, gert sér glaðan dag með vinum og fjölskyldu eða fundið frið og ró í faðmi náttúrunnar. Fólk kann að meta skógana enda stuðla slíkar gróðurvinjar, í og við þéttbýli, að líkamlegri sem andlegri vellíðan. 4.12.2012 06:00
Ný reglugerð: Kostnaðaráhrif Friðrik Ágúst Ólafsson skrifar Þann 28. mars sl. sendu Samtök iðnaðarins og Búseti húsnæðissamvinnufélag erindi til Mannvirkjastofnunar þar sem óskað var eftir mati á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Í erindinu var vísað til 6. gr. reglugerðar nr. 812/1999 um eftirlitsreglur hins opinbera og lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999 þar sem kveðið er á um að yfirvöldum beri að meta kostnaðaráhrif af breytingum á lögum og reglugerðum. 4.12.2012 06:00
Ný dögun – 25 ára sorgarvinna Halldór Reynisson skrifar Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótímabær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést við erfiðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafnvel ekki nefna upphátt við nokkurn mann. Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi fór þetta að breytast hér á landi. Það gerðist ekki af sjálfu sér frekar en aðrar breytingar á hugarfari heillar þjóðar. 3.12.2012 06:00
Þjóðvangar Íslands Sigrún Helgadóttir skrifar Ísland er einstakt land bæði jarðfræðilega og líffræðilega. Íslendingar hafa friðlýst mörg markverð náttúrusvæði sem þjóðgarða, friðlönd eða náttúruvætti. Einnig eru ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktarsvæði, landgræðslusvæði og fornminjasvæði. Þjóðlendur eru undir stjórn ríkisins og fyrst og fremst á hálendi landsins. 3.12.2012 06:00
Við og við Þórður Snær Júlíusson skrifar Vandi Íbúðalánasjóðs er gríðarlega mikill. Ríkið hefur þurft að leggja sjóðnum til 46 milljarða króna á tveimur árum og viðbúið er að enn meiri peningum þarf að fórna í hítina. Svartsýnustu raddir telja að skuldbindingar hans geti orðið allt að 200 milljörðum króna meiri en eignir hans. Til að setja þessa tölu í samhengi þá jafngildir hún því að hver einn og einasti íbúi landsins þurfi að greiða 625 þúsund krónur til að gera upp sjóðinn. Slíkt samhengi er mikilvægt vegna þess að það erum alltaf við, almenningur, sem munum greiða fyrir viðgerðina. Einu spurningunni sem er ósvarað er hvort við gerum það sem skattgreiðendur eða lífeyrisþegar. 3.12.2012 06:00
Það eru barnréttindi Guðmundur Andri Thorsson skrifar Það var nú ekki töluð vitleysan í vörninni í fótboltaliði bekkjarins hennar Hansínu í Vogaskóla. Þarna stóðum við Snorri og Alli, Sigurgeir og Steinn Bjarki með hendurnar í vösunum og áttum í hrókasamræðum um landsins gagn og nauðsynjar, á meðan þeir Nonni og Biggi, Haddi og Kalli Dúi og hinir hlupu um lafmóðir frammi í sókninni, enda allt afburðamenn í boltanum og vel að þeirri vegsemd komnir að fá að vera í sókn. Svona var getuskiptingin: þeir góðu voru í sókn en 3.12.2012 06:00
Djákninn í Moody"s Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Íslendingar fá flestir mikinn heimalningshroll þegar útlendingar spyrja þá um álfa, tröll og drauga. Það eru kannski ekki svo undarleg viðbrögð. Menn vilja ekki líta út fyrir að vera svo skyni skroppnir að hafa ekki séð í gegnum blöffið sem notað var á börnin svo þau væru ekki að þvælast úti að næturþeli og héldu sig frá hættulegum klettum og giljum. Nútímamaðurinn vill líka vera frjáls í stað þess að leggja lund sína og líf undir vætti sem láta ekki að stjórn. 3.12.2012 06:00
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun