Réttu upp hönd ef … Hjálmar Sigmarsson skrifar 4. desember 2012 06:00 Um daginn sat ég umræðufund í tilefni 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi og þegar leið á fundinn lagði einn frummælandinn fyrir salinn eftirfarandi spurningu: „Réttið upp hönd, ef þið hafið nokkurn tíma verið hrædd um að vera nauðgað.“ Í salnum voru rétt rúmlega tuttugu manns, þar af réttu nærri allar konurnar í salnum upp hönd og þeir karlmenn sem voru í salnum gerðu það ekki. Ekki var þetta vísindaleg úttekt, en þetta fékk mig til hugsa til þess sem ég hef oft rætt við karlkyns félaga mína í jafnréttisbaráttunni, að karlmenn upp til hópa lifa ekki við þennan ótta. Þá er ég ekki að meina að karlmenn verði ekki fyrir nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi, heldur er frekar hægt að segja að karlmenn þurfi ekki, að mestu leyti, að hugsa hvort þeir verði fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi. Talandi af minni reynslu, þá hef ég aldrei upplifað þennan ótta og verið hræddur um að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ég hef aldrei þurft að hafa áhyggjur af því að vera einn og mæta einhverjum úti á götu og hafa áhyggjur af því að viðkomandi áreiti mig eða jafnvel ráðist á mig og reyni að nauðga mér. Heldur hef ég ekki orðið fyrir því að spjalla við einhvern á ölkelduhúsi og þurft síðan að hafa áhyggjur af því að viðkomandi gerist áleitinn við mig og snerti mig á óviðkomandi hátt. Ekki hef ég orðið fyrir því að úti á götu sé kallað á eftir mér, eitthvað á þessa vegu „Vá vá, ég væri alveg til í að…“ Og ekki hef ég þurft að hafa áhyggjur af því að einhver sem ég þekki og tel mig geta treyst, noti ölvað ástand mitt til að misnota mig. Ekki hef ég orðið fyrir neinu af þessu og mörgu öðru sem ég taldi ekki upp.Staldra þarf við Þó að ég hafi ekki orðið fyrir neinu af þessu þýðir það ekki að þetta komi mér ekki við. Þess vegna tel ég svo mikilvægt að benda á og ræða þá þætti í reynslu kvenna sem margir kynbræður mínir átta sig ekki á, gera sér ekki grein fyrir og jafnvel sumir gera lítið úr. Það er óhætt að segja að umræða og vitund um kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi hafi aukist töluvert undanfarin ár. Samt sem áður er enn töluvert rými í fjölmiðlum og netheimum til að gera lítið úr, gera grín að og jafnvel lýsa því yfir að jafnréttisumræðan sé á „villigötum“. Þess vegna skora ég á þá sem ætla að gera lítið úr reynslu kvenna af kynferðisofbeldi, t.d. með „gríni“, efasemdum um að viðkomandi hafi orðið fyrir því eða með því að halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða, staldri aðeins við, setji sig í spor þolanda og hugsi um hvað þeir vita ekki. Til þess að takast á við kynbundið ofbeldi, er ekki nóg að segja að þetta sé ógeðslegur eða svívirðilegur glæpur og afgreiða þá sem nauðga sem „skrímsli“. Slík afstaða gefur engan veginn rétta mynd af raunveruleikanum og hjálpar engan veginn við að takast almennilega á við kynferðisofbeldi. Til þess að takast á við vandann þurfum við að kafa dýpra og sýna meiri skilning. Í mínum huga snýst átak eins og 16 daga átakið ekki bara um að vekja athygli á því að kynbundið ofbeldi eigi sér stað og að lýsa því yfir að við séum öll á móti því, heldur er svona átak tækifæri fyrir okkur öll, konur sem karla, til þess að fá aukna þekkingu og skilning á öllu sem viðkemur kynbundnu og kynferðisofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Um daginn sat ég umræðufund í tilefni 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi og þegar leið á fundinn lagði einn frummælandinn fyrir salinn eftirfarandi spurningu: „Réttið upp hönd, ef þið hafið nokkurn tíma verið hrædd um að vera nauðgað.“ Í salnum voru rétt rúmlega tuttugu manns, þar af réttu nærri allar konurnar í salnum upp hönd og þeir karlmenn sem voru í salnum gerðu það ekki. Ekki var þetta vísindaleg úttekt, en þetta fékk mig til hugsa til þess sem ég hef oft rætt við karlkyns félaga mína í jafnréttisbaráttunni, að karlmenn upp til hópa lifa ekki við þennan ótta. Þá er ég ekki að meina að karlmenn verði ekki fyrir nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi, heldur er frekar hægt að segja að karlmenn þurfi ekki, að mestu leyti, að hugsa hvort þeir verði fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi. Talandi af minni reynslu, þá hef ég aldrei upplifað þennan ótta og verið hræddur um að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ég hef aldrei þurft að hafa áhyggjur af því að vera einn og mæta einhverjum úti á götu og hafa áhyggjur af því að viðkomandi áreiti mig eða jafnvel ráðist á mig og reyni að nauðga mér. Heldur hef ég ekki orðið fyrir því að spjalla við einhvern á ölkelduhúsi og þurft síðan að hafa áhyggjur af því að viðkomandi gerist áleitinn við mig og snerti mig á óviðkomandi hátt. Ekki hef ég orðið fyrir því að úti á götu sé kallað á eftir mér, eitthvað á þessa vegu „Vá vá, ég væri alveg til í að…“ Og ekki hef ég þurft að hafa áhyggjur af því að einhver sem ég þekki og tel mig geta treyst, noti ölvað ástand mitt til að misnota mig. Ekki hef ég orðið fyrir neinu af þessu og mörgu öðru sem ég taldi ekki upp.Staldra þarf við Þó að ég hafi ekki orðið fyrir neinu af þessu þýðir það ekki að þetta komi mér ekki við. Þess vegna tel ég svo mikilvægt að benda á og ræða þá þætti í reynslu kvenna sem margir kynbræður mínir átta sig ekki á, gera sér ekki grein fyrir og jafnvel sumir gera lítið úr. Það er óhætt að segja að umræða og vitund um kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi hafi aukist töluvert undanfarin ár. Samt sem áður er enn töluvert rými í fjölmiðlum og netheimum til að gera lítið úr, gera grín að og jafnvel lýsa því yfir að jafnréttisumræðan sé á „villigötum“. Þess vegna skora ég á þá sem ætla að gera lítið úr reynslu kvenna af kynferðisofbeldi, t.d. með „gríni“, efasemdum um að viðkomandi hafi orðið fyrir því eða með því að halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða, staldri aðeins við, setji sig í spor þolanda og hugsi um hvað þeir vita ekki. Til þess að takast á við kynbundið ofbeldi, er ekki nóg að segja að þetta sé ógeðslegur eða svívirðilegur glæpur og afgreiða þá sem nauðga sem „skrímsli“. Slík afstaða gefur engan veginn rétta mynd af raunveruleikanum og hjálpar engan veginn við að takast almennilega á við kynferðisofbeldi. Til þess að takast á við vandann þurfum við að kafa dýpra og sýna meiri skilning. Í mínum huga snýst átak eins og 16 daga átakið ekki bara um að vekja athygli á því að kynbundið ofbeldi eigi sér stað og að lýsa því yfir að við séum öll á móti því, heldur er svona átak tækifæri fyrir okkur öll, konur sem karla, til þess að fá aukna þekkingu og skilning á öllu sem viðkemur kynbundnu og kynferðisofbeldi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar