Ný reglugerð: Kostnaðaráhrif Friðrik Ágúst Ólafsson skrifar 4. desember 2012 06:00 Þann 28. mars sl. sendu Samtök iðnaðarins og Búseti húsnæðissamvinnufélag erindi til Mannvirkjastofnunar þar sem óskað var eftir mati á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Í erindinu var vísað til 6. gr. reglugerðar nr. 812/1999 um eftirlitsreglur hins opinbera og lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999 þar sem kveðið er á um að yfirvöldum beri að meta kostnaðaráhrif af breytingum á lögum og reglugerðum. Til viðmiðunar fylgdu erindinu hönnunargögn vegna húss við Litlakrika 1 í Mosfellsbæ. Húsið var tekið í notkun hjá Búseta 2010 og var valið vegna þess að það er dæmigert þriggja hæða íslenskt fjölbýlishús, steinsteypt, einangrað að innan, steinað og með viðsnúnu þaki.Er 10% hækkun óveruleg? Svar barst þann 19. október frá Mannvirkjastofnun. Þar kom fram að kostnaðarauki á hinum ýmsu liðum væri ýmist enginn eða óverulegur. Að mati fulltrúa SI og Búseta var svarið ófullnægjandi, spurningum ekki svarað nema að hluta og niðurstöður því ekki marktækar. Því fengu SI og Búseti óháðan aðila, Hannarr ehf., til að kostnaðarreikna húsið út frá nýrri reglugerð. Niðurstaða kostnaðarútreiknings er að byggingakostnaður við sambærilegt mannvirki hækki um 9,6% að lágmarki vegna verulega aukinna krafna um einangrun, stækkun rýma, loftræstingu o.fl. Þá er undanskilinn kostnaðarauki vegna margra atriða sem nákvæmar forsendur liggja ekki fyrir um enn þá, s.s. brunahönnun, hljóðvist, merkingar o.fl. Þá ber að geta þess að hönnun hússins er í mörgum tilvikum vel umfram lágmarksákvæði fyrri reglugerðar. Þar má nefna stærðir rýma, aðgengismál og lyftu í húsinu þó ekki hafi verið krafa um slíkt í eldri reglugerð. Því er ljóst að kostnaðarhækkun hefði orðið enn meiri ef reiknað væri út frá „lágmarkshúsi“ skv. eldri reglugerð.Forgangsröðun Þau markmið sem fram eru sett í hinni nýju reglugerð lýsa um margt metnaði og framtíðarsýn og ber að hrósa því. Höfundar telja hins vegar að hér sé of stórt skref stigið og ekki hafi verið gefinn nægjanlegur tími til að vinna reglugerðina vel. Nauðsynlegt er að hægja á ferðinni og að markmiðum og breytingum reglugerðar sé forgangsraðað í takt við hagrænar aðstæður. Endurskoðun er ekki síst nauðsynleg með hliðsjón af óhjákvæmilegum og verulegum áhrifum á neysluverðsvísitölu, kaupmátt og skuldsetningu íslenskra heimila. Þá er mikilvægt að horfa til þess umhverfis sem blasir við íslenskum byggingariðnaði, en umfang hans nemur broti af meðalári miðað við síðastliðna áratugi og hafa spár um viðsnúning ekki gengið eftir. Ljóst er að frekari slaki á fasteignamarkaði mun aðeins auka líkur á bólumyndun á komandi árum, en stórir árgangar eru á næstu árum að koma út á íbúðamarkaðinn. Þá er vert að nefna umhverfislega þætti en umfang byggingarefnis eykst að óbreyttu verulega og skýtur það nokkuð skökku við í reglugerð sem ætlað er að tryggja vistvænar áherslur. Hér er mikilvægt að horft verði til séríslenskra aðstæðna, bæði hvað varðar orkunotkun og hvað varðar menningarstefnu yfirvalda í mannvirkjagerð. Nauðsynlegt er að framlengja bráðabirgðaákvæði 1 sem gefur húsbyggjendum heimild til að byggja mannvirki á ákvæðum eldri reglugerðar. Með þessu gefst ráðrúm til frekari úrvinnslu og aðlögunar reglugerðar. Erindi þess efnis hafa þegar verið send umhverfisráðuneytinu af Samtökum íslenskra sveitarfélaga, Samtökum iðnaðarins, Arkitektafélagi Íslands og Verkfræðingafélagi Íslands. Skýrsla Hannarrs ehf. með kostnaðarútreikningum hefur verið afhent forstjóra Mannvirkjastofnunar en það er von SI og Búseta að hún geti nýst sem innlegg í nauðsynlega vinnu við umbætur á nýrri reglugerð. Áhugasamir geta nálgast skýrsluna á heimasíðum SI og Búseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 28. mars sl. sendu Samtök iðnaðarins og Búseti húsnæðissamvinnufélag erindi til Mannvirkjastofnunar þar sem óskað var eftir mati á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Í erindinu var vísað til 6. gr. reglugerðar nr. 812/1999 um eftirlitsreglur hins opinbera og lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999 þar sem kveðið er á um að yfirvöldum beri að meta kostnaðaráhrif af breytingum á lögum og reglugerðum. Til viðmiðunar fylgdu erindinu hönnunargögn vegna húss við Litlakrika 1 í Mosfellsbæ. Húsið var tekið í notkun hjá Búseta 2010 og var valið vegna þess að það er dæmigert þriggja hæða íslenskt fjölbýlishús, steinsteypt, einangrað að innan, steinað og með viðsnúnu þaki.Er 10% hækkun óveruleg? Svar barst þann 19. október frá Mannvirkjastofnun. Þar kom fram að kostnaðarauki á hinum ýmsu liðum væri ýmist enginn eða óverulegur. Að mati fulltrúa SI og Búseta var svarið ófullnægjandi, spurningum ekki svarað nema að hluta og niðurstöður því ekki marktækar. Því fengu SI og Búseti óháðan aðila, Hannarr ehf., til að kostnaðarreikna húsið út frá nýrri reglugerð. Niðurstaða kostnaðarútreiknings er að byggingakostnaður við sambærilegt mannvirki hækki um 9,6% að lágmarki vegna verulega aukinna krafna um einangrun, stækkun rýma, loftræstingu o.fl. Þá er undanskilinn kostnaðarauki vegna margra atriða sem nákvæmar forsendur liggja ekki fyrir um enn þá, s.s. brunahönnun, hljóðvist, merkingar o.fl. Þá ber að geta þess að hönnun hússins er í mörgum tilvikum vel umfram lágmarksákvæði fyrri reglugerðar. Þar má nefna stærðir rýma, aðgengismál og lyftu í húsinu þó ekki hafi verið krafa um slíkt í eldri reglugerð. Því er ljóst að kostnaðarhækkun hefði orðið enn meiri ef reiknað væri út frá „lágmarkshúsi“ skv. eldri reglugerð.Forgangsröðun Þau markmið sem fram eru sett í hinni nýju reglugerð lýsa um margt metnaði og framtíðarsýn og ber að hrósa því. Höfundar telja hins vegar að hér sé of stórt skref stigið og ekki hafi verið gefinn nægjanlegur tími til að vinna reglugerðina vel. Nauðsynlegt er að hægja á ferðinni og að markmiðum og breytingum reglugerðar sé forgangsraðað í takt við hagrænar aðstæður. Endurskoðun er ekki síst nauðsynleg með hliðsjón af óhjákvæmilegum og verulegum áhrifum á neysluverðsvísitölu, kaupmátt og skuldsetningu íslenskra heimila. Þá er mikilvægt að horfa til þess umhverfis sem blasir við íslenskum byggingariðnaði, en umfang hans nemur broti af meðalári miðað við síðastliðna áratugi og hafa spár um viðsnúning ekki gengið eftir. Ljóst er að frekari slaki á fasteignamarkaði mun aðeins auka líkur á bólumyndun á komandi árum, en stórir árgangar eru á næstu árum að koma út á íbúðamarkaðinn. Þá er vert að nefna umhverfislega þætti en umfang byggingarefnis eykst að óbreyttu verulega og skýtur það nokkuð skökku við í reglugerð sem ætlað er að tryggja vistvænar áherslur. Hér er mikilvægt að horft verði til séríslenskra aðstæðna, bæði hvað varðar orkunotkun og hvað varðar menningarstefnu yfirvalda í mannvirkjagerð. Nauðsynlegt er að framlengja bráðabirgðaákvæði 1 sem gefur húsbyggjendum heimild til að byggja mannvirki á ákvæðum eldri reglugerðar. Með þessu gefst ráðrúm til frekari úrvinnslu og aðlögunar reglugerðar. Erindi þess efnis hafa þegar verið send umhverfisráðuneytinu af Samtökum íslenskra sveitarfélaga, Samtökum iðnaðarins, Arkitektafélagi Íslands og Verkfræðingafélagi Íslands. Skýrsla Hannarrs ehf. með kostnaðarútreikningum hefur verið afhent forstjóra Mannvirkjastofnunar en það er von SI og Búseta að hún geti nýst sem innlegg í nauðsynlega vinnu við umbætur á nýrri reglugerð. Áhugasamir geta nálgast skýrsluna á heimasíðum SI og Búseta.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun