Kjördæmapot eða byggðastefnu? Sóley Björk Stefánsdóttir skrifar 6. desember 2012 06:00 Lengi hefur verið talað um kjördæmapot þegar landsbyggðarþingmenn hafa verið að berjast fyrir umbótum í sínu kjördæmi en sjaldan heyrist talað um kjördæmapot Reykjavíkurþingmanna t.d. varðandi Hörpuna, Reykjanesbraut eða Suðurlandsveg. Svo undarlegt sem það nú er. Eitt allra mikilvægasta mál landsbyggðarþingmanna á næsta kjörtímabili er að sameinast um að endurnýja byggðastefnu okkar og byggja hana á nútímalegum lausnum og möguleikum. Það er nefnilega ekki svo að hér sé engin byggðastefna. Við búum enn þá við leifar byggðastefnu sem sett var fyrir mörgum áratugum. Hún „grundvallast á því að Reykjavík sé stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð alls landsins, þar sé jafnframt miðstöð menningar og æðri menntunar, afþreyingar, öryggismála, sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja,“ svo ég vitni beint í erindi Þórodds Bjarnasonar, stjórnarformanns Byggðastofnunar, sem hann hélt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í september síðastliðnum.Óeðlileg stefna í dag Sú stefna var ekki óeðlileg þegar hún var tekin í gagnið en hún er óeðlileg í dag. Það hefur margt breyst og margar umbætur orðið í samgöngum, samskiptamöguleikum og viðhorfi fólks til búsetu. Nú eygjum við breytingar á stjórnarskránni og ef tillaga Stjórnlagaráðs verður samþykkt óbreytt mun þingmönnum landsbyggðarinnar fækka til muna en deila má um hversu vel sjöundi kafli frumvarpsins, um sveitarfélög, vegur upp á móti. Hafa ber í huga að landsbyggðirnar standa höllum fæti fyrir. Það er því afskaplega mikilvægt að allir landsbyggðarþingmenn sameinist um að endurnýja byggðastefnuna á næsta kjörtímabili. Við þurfum að taka málið upp og svara aðkallandi spurningum um hvernig við ætlum að skipuleggja framtíð byggðar í þessu landi. Ætlum við að láta staði eins og Raufarhöfn drabbast niður hægt og rólega á meðan farið er í risaframkvæmdir annars staðar sem valda sársaukafullri þenslu og skelli í kjölfarið? Eða ætlum við að móta stefnu sem styður við nýsköpun og þróun fjölbreytts atvinnulífs um allt land?Nútímalausnir Við þurfum að byrja á því að tala um þetta upphátt og í samhengi. Við þurfum að taka ákvarðanir í stað þess að láta reka á reiðanum við það mikilvæga verkefni að skipuleggja framtíðina. Þeim fer fjölgandi sem vilja búa á smærri stöðum og mikilvægt er að móta byggðastefnu sem tekur tillit til þess. Móta stefnu sem byggir á nútímalausnum þar sem staðsetning starfsfólks skiptir ekki öllu máli, þar sem menning, menntun og afþreying er byggð á þörfum íbúa hvers staðar og þeim möguleikum sem hvert svæði býður upp á. Ef við ætlum að halda úti byggð um allt land skulum við standa með þeirri ákvörðun og bjóða upp á fjölbreytt störf fyrir okkur sem viljum búa annars staðar en á suðvesturhorninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið talað um kjördæmapot þegar landsbyggðarþingmenn hafa verið að berjast fyrir umbótum í sínu kjördæmi en sjaldan heyrist talað um kjördæmapot Reykjavíkurþingmanna t.d. varðandi Hörpuna, Reykjanesbraut eða Suðurlandsveg. Svo undarlegt sem það nú er. Eitt allra mikilvægasta mál landsbyggðarþingmanna á næsta kjörtímabili er að sameinast um að endurnýja byggðastefnu okkar og byggja hana á nútímalegum lausnum og möguleikum. Það er nefnilega ekki svo að hér sé engin byggðastefna. Við búum enn þá við leifar byggðastefnu sem sett var fyrir mörgum áratugum. Hún „grundvallast á því að Reykjavík sé stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð alls landsins, þar sé jafnframt miðstöð menningar og æðri menntunar, afþreyingar, öryggismála, sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja,“ svo ég vitni beint í erindi Þórodds Bjarnasonar, stjórnarformanns Byggðastofnunar, sem hann hélt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í september síðastliðnum.Óeðlileg stefna í dag Sú stefna var ekki óeðlileg þegar hún var tekin í gagnið en hún er óeðlileg í dag. Það hefur margt breyst og margar umbætur orðið í samgöngum, samskiptamöguleikum og viðhorfi fólks til búsetu. Nú eygjum við breytingar á stjórnarskránni og ef tillaga Stjórnlagaráðs verður samþykkt óbreytt mun þingmönnum landsbyggðarinnar fækka til muna en deila má um hversu vel sjöundi kafli frumvarpsins, um sveitarfélög, vegur upp á móti. Hafa ber í huga að landsbyggðirnar standa höllum fæti fyrir. Það er því afskaplega mikilvægt að allir landsbyggðarþingmenn sameinist um að endurnýja byggðastefnuna á næsta kjörtímabili. Við þurfum að taka málið upp og svara aðkallandi spurningum um hvernig við ætlum að skipuleggja framtíð byggðar í þessu landi. Ætlum við að láta staði eins og Raufarhöfn drabbast niður hægt og rólega á meðan farið er í risaframkvæmdir annars staðar sem valda sársaukafullri þenslu og skelli í kjölfarið? Eða ætlum við að móta stefnu sem styður við nýsköpun og þróun fjölbreytts atvinnulífs um allt land?Nútímalausnir Við þurfum að byrja á því að tala um þetta upphátt og í samhengi. Við þurfum að taka ákvarðanir í stað þess að láta reka á reiðanum við það mikilvæga verkefni að skipuleggja framtíðina. Þeim fer fjölgandi sem vilja búa á smærri stöðum og mikilvægt er að móta byggðastefnu sem tekur tillit til þess. Móta stefnu sem byggir á nútímalausnum þar sem staðsetning starfsfólks skiptir ekki öllu máli, þar sem menning, menntun og afþreying er byggð á þörfum íbúa hvers staðar og þeim möguleikum sem hvert svæði býður upp á. Ef við ætlum að halda úti byggð um allt land skulum við standa með þeirri ákvörðun og bjóða upp á fjölbreytt störf fyrir okkur sem viljum búa annars staðar en á suðvesturhorninu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun