Kjördæmapot eða byggðastefnu? Sóley Björk Stefánsdóttir skrifar 6. desember 2012 06:00 Lengi hefur verið talað um kjördæmapot þegar landsbyggðarþingmenn hafa verið að berjast fyrir umbótum í sínu kjördæmi en sjaldan heyrist talað um kjördæmapot Reykjavíkurþingmanna t.d. varðandi Hörpuna, Reykjanesbraut eða Suðurlandsveg. Svo undarlegt sem það nú er. Eitt allra mikilvægasta mál landsbyggðarþingmanna á næsta kjörtímabili er að sameinast um að endurnýja byggðastefnu okkar og byggja hana á nútímalegum lausnum og möguleikum. Það er nefnilega ekki svo að hér sé engin byggðastefna. Við búum enn þá við leifar byggðastefnu sem sett var fyrir mörgum áratugum. Hún „grundvallast á því að Reykjavík sé stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð alls landsins, þar sé jafnframt miðstöð menningar og æðri menntunar, afþreyingar, öryggismála, sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja,“ svo ég vitni beint í erindi Þórodds Bjarnasonar, stjórnarformanns Byggðastofnunar, sem hann hélt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í september síðastliðnum.Óeðlileg stefna í dag Sú stefna var ekki óeðlileg þegar hún var tekin í gagnið en hún er óeðlileg í dag. Það hefur margt breyst og margar umbætur orðið í samgöngum, samskiptamöguleikum og viðhorfi fólks til búsetu. Nú eygjum við breytingar á stjórnarskránni og ef tillaga Stjórnlagaráðs verður samþykkt óbreytt mun þingmönnum landsbyggðarinnar fækka til muna en deila má um hversu vel sjöundi kafli frumvarpsins, um sveitarfélög, vegur upp á móti. Hafa ber í huga að landsbyggðirnar standa höllum fæti fyrir. Það er því afskaplega mikilvægt að allir landsbyggðarþingmenn sameinist um að endurnýja byggðastefnuna á næsta kjörtímabili. Við þurfum að taka málið upp og svara aðkallandi spurningum um hvernig við ætlum að skipuleggja framtíð byggðar í þessu landi. Ætlum við að láta staði eins og Raufarhöfn drabbast niður hægt og rólega á meðan farið er í risaframkvæmdir annars staðar sem valda sársaukafullri þenslu og skelli í kjölfarið? Eða ætlum við að móta stefnu sem styður við nýsköpun og þróun fjölbreytts atvinnulífs um allt land?Nútímalausnir Við þurfum að byrja á því að tala um þetta upphátt og í samhengi. Við þurfum að taka ákvarðanir í stað þess að láta reka á reiðanum við það mikilvæga verkefni að skipuleggja framtíðina. Þeim fer fjölgandi sem vilja búa á smærri stöðum og mikilvægt er að móta byggðastefnu sem tekur tillit til þess. Móta stefnu sem byggir á nútímalausnum þar sem staðsetning starfsfólks skiptir ekki öllu máli, þar sem menning, menntun og afþreying er byggð á þörfum íbúa hvers staðar og þeim möguleikum sem hvert svæði býður upp á. Ef við ætlum að halda úti byggð um allt land skulum við standa með þeirri ákvörðun og bjóða upp á fjölbreytt störf fyrir okkur sem viljum búa annars staðar en á suðvesturhorninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið talað um kjördæmapot þegar landsbyggðarþingmenn hafa verið að berjast fyrir umbótum í sínu kjördæmi en sjaldan heyrist talað um kjördæmapot Reykjavíkurþingmanna t.d. varðandi Hörpuna, Reykjanesbraut eða Suðurlandsveg. Svo undarlegt sem það nú er. Eitt allra mikilvægasta mál landsbyggðarþingmanna á næsta kjörtímabili er að sameinast um að endurnýja byggðastefnu okkar og byggja hana á nútímalegum lausnum og möguleikum. Það er nefnilega ekki svo að hér sé engin byggðastefna. Við búum enn þá við leifar byggðastefnu sem sett var fyrir mörgum áratugum. Hún „grundvallast á því að Reykjavík sé stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð alls landsins, þar sé jafnframt miðstöð menningar og æðri menntunar, afþreyingar, öryggismála, sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja,“ svo ég vitni beint í erindi Þórodds Bjarnasonar, stjórnarformanns Byggðastofnunar, sem hann hélt á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í september síðastliðnum.Óeðlileg stefna í dag Sú stefna var ekki óeðlileg þegar hún var tekin í gagnið en hún er óeðlileg í dag. Það hefur margt breyst og margar umbætur orðið í samgöngum, samskiptamöguleikum og viðhorfi fólks til búsetu. Nú eygjum við breytingar á stjórnarskránni og ef tillaga Stjórnlagaráðs verður samþykkt óbreytt mun þingmönnum landsbyggðarinnar fækka til muna en deila má um hversu vel sjöundi kafli frumvarpsins, um sveitarfélög, vegur upp á móti. Hafa ber í huga að landsbyggðirnar standa höllum fæti fyrir. Það er því afskaplega mikilvægt að allir landsbyggðarþingmenn sameinist um að endurnýja byggðastefnuna á næsta kjörtímabili. Við þurfum að taka málið upp og svara aðkallandi spurningum um hvernig við ætlum að skipuleggja framtíð byggðar í þessu landi. Ætlum við að láta staði eins og Raufarhöfn drabbast niður hægt og rólega á meðan farið er í risaframkvæmdir annars staðar sem valda sársaukafullri þenslu og skelli í kjölfarið? Eða ætlum við að móta stefnu sem styður við nýsköpun og þróun fjölbreytts atvinnulífs um allt land?Nútímalausnir Við þurfum að byrja á því að tala um þetta upphátt og í samhengi. Við þurfum að taka ákvarðanir í stað þess að láta reka á reiðanum við það mikilvæga verkefni að skipuleggja framtíðina. Þeim fer fjölgandi sem vilja búa á smærri stöðum og mikilvægt er að móta byggðastefnu sem tekur tillit til þess. Móta stefnu sem byggir á nútímalausnum þar sem staðsetning starfsfólks skiptir ekki öllu máli, þar sem menning, menntun og afþreying er byggð á þörfum íbúa hvers staðar og þeim möguleikum sem hvert svæði býður upp á. Ef við ætlum að halda úti byggð um allt land skulum við standa með þeirri ákvörðun og bjóða upp á fjölbreytt störf fyrir okkur sem viljum búa annars staðar en á suðvesturhorninu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar