Sýndaráætlun eða sóknaráætlun Sigurjón Þórðarson skrifar 6. desember 2012 06:00 Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur um langt skeið haft í undirbúningi að hleypa af stokkunum nýrri áætlun undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta 20/20. Sú hugmyndafræði sem unnið er með er að mínu mati mjög jákvæð, en hún miðar að því að auka svæðisbundna sjálfstjórn í mikilvægum málum og kalla eftir sameiginlegri framtíðarsýn. Markmiðið með áætluninni er að efla atvinnulíf og lífsgæði til framtíðar með því að samþætta hinar ýmsustu áætlanir hins opinbera þ.e. í samgöngu-, fjarskipta- og ferðamálum auk áætlana um eflingu byggða og sveitarstjórnarstigsins almennt.Lúðrablástur Miðað við háleit markmið, lúðrablástur og mikið umfang mætti ætla að miklir fjármunir væru settir í Sóknaráætlun landshluta 20/20, en svo er alls ekki. Á Norðurlandi vestra er einungis veitt um 50 milljónum króna til áætlunarinnar, sem er ekki langt frá þeirri upphæð sem stjórnvöld hafa skorið niður á svæðinu í fjárframlögum til safna og menningarsamninga á svæðinu. Til þess að skipta þessu litla fé hafa stjórnvöld í hyggju að kalla saman á fjórða tug manna víðs vegar að úr landshlutanum til samræmingar og stefnumörkunar! Umstangið og umbúnaðurinn í kringum sáralítið fé gefur til kynna að sóknaráætlunin sé í raun sýndaráætlun sem lítil sem engin meining er með. Í ljósi annarra stjórnvaldsákvarðana ríkisins, er Sóknaráætlun landshluta 20/20 orðin að lélegum leikþætti. Sem dæmi má nefna að bara í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur störfum á vegum ríkisins markvisst verið fækkað gríðarlega á valdatíma ríkisstjórnar VG og Samfylkingar eða um 15%. Samkvæmt svari við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur þingmanns til fjármálaráðherra um þróun fjölda starfa á vegum hins opinbera á landinu öllu, má ráða að fækkunin á störfum ríkisins í Skagafirði sé um 50% meiri en að jafnaði hefur orðið almennt hjá ríkinu frá hruni. Sú er raunin þrátt fyrir að ráðamenn á borð við Guðbjart Hannesson hafi lofað að þeim svæðum landsins sem fóru varhluta af þenslunni í aðdraganda hrunsins yrði sérstaklega hlíft við niðurskurði. Ef fyrrgreint svar fjármálaráðherra er skoðað nánar, er augljóst að ríkisstjórnin hefur haft endaskipti á hlutunum og einkum beitt niðurskurðarhnífnum af hörku í þeim landshlutum, sem höllum fæti standa. Í Skagafirði blasir enn fremur við að á síðustu misserum hefur áætlunarflugi verið hætt fyrirvaralítið og nánast öllum opinberum framkvæmdum verið slegið á frest.Handan við hornið Þegar ráðherrar, sem málin varðar, eru krafðir svara um hvert stefnt sé er viðkvæðið oftar en ekki, eins og hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra, að eitthvað jákvætt sé handan við hornið. Sjaldnast er um raunverulegar efndir að ræða, heldur eru mál og svör dregin á langinn. Núna blasir við sú alvarlega staða í Skagafirði að óvissa er uppi um framtíðarstefnu stjórnvalda um margvíslega opinbera þjónustu, s.s. um sýslumannsembættið, útibú Vegagerðarinnar, Heilbrigðisstofnunina og því miður fleira. Ef markmiðið með Sóknaráætlun landshluta 20/20 á að ná fram að ganga þá hljóta stjórnvöld að þurfa að skipta algerlega um takt. Sem dæmi má nefna að 85% fjármuna til menningarmála er varið á höfuðborgarsvæðinu. Hægt væri að leggja áherslu á að flytja þau verkefni og fleiri sem ekki er sinnt af ríkinu jafnt til allra landshluta. Minna máli skiptir flutningur á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga, sem er almennt sinnt ágætlega um land allt.Aukinn fjölbreytileiki Það að flytja ábyrgð og rekstur menningarmála í nokkrum skrefum til sveitarfélaganna myndi auka fjölbreytileika og skjóta styrkari stoðum undir menningarstarf alls staðar á landinu. Enginn þarf að óttast að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki auðveldlega við að fjármagna blómlegt menningarstarf sem nú fer fram í höfuðborginni, ef sveitarfélögin í landinu fengju aukna hlutdeild í skatttekjum. Öll rök hníga í þá átt að sveitarfélögin taki að sér í auknum mæli stjórn og ábyrgð nærþjónustu á sem flestum sviðum. Skipulag og þjónusta verður þá í höndum þeirra sem eru öllum hnútum kunnugir, sem ætti að leiða til betri meðferðar opinberra fjármuna og sveigjanlegri þjónustu. Sóknaráætlun 20/20 felur í sér jákvæða aðferðarfræði, en stjórnvöld verða að þora stíga skrefið til fulls því annars er hætta á að áætlunin breytist í sýndaráætlunina 20/20. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur um langt skeið haft í undirbúningi að hleypa af stokkunum nýrri áætlun undir yfirskriftinni Sóknaráætlun landshluta 20/20. Sú hugmyndafræði sem unnið er með er að mínu mati mjög jákvæð, en hún miðar að því að auka svæðisbundna sjálfstjórn í mikilvægum málum og kalla eftir sameiginlegri framtíðarsýn. Markmiðið með áætluninni er að efla atvinnulíf og lífsgæði til framtíðar með því að samþætta hinar ýmsustu áætlanir hins opinbera þ.e. í samgöngu-, fjarskipta- og ferðamálum auk áætlana um eflingu byggða og sveitarstjórnarstigsins almennt.Lúðrablástur Miðað við háleit markmið, lúðrablástur og mikið umfang mætti ætla að miklir fjármunir væru settir í Sóknaráætlun landshluta 20/20, en svo er alls ekki. Á Norðurlandi vestra er einungis veitt um 50 milljónum króna til áætlunarinnar, sem er ekki langt frá þeirri upphæð sem stjórnvöld hafa skorið niður á svæðinu í fjárframlögum til safna og menningarsamninga á svæðinu. Til þess að skipta þessu litla fé hafa stjórnvöld í hyggju að kalla saman á fjórða tug manna víðs vegar að úr landshlutanum til samræmingar og stefnumörkunar! Umstangið og umbúnaðurinn í kringum sáralítið fé gefur til kynna að sóknaráætlunin sé í raun sýndaráætlun sem lítil sem engin meining er með. Í ljósi annarra stjórnvaldsákvarðana ríkisins, er Sóknaráætlun landshluta 20/20 orðin að lélegum leikþætti. Sem dæmi má nefna að bara í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur störfum á vegum ríkisins markvisst verið fækkað gríðarlega á valdatíma ríkisstjórnar VG og Samfylkingar eða um 15%. Samkvæmt svari við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur þingmanns til fjármálaráðherra um þróun fjölda starfa á vegum hins opinbera á landinu öllu, má ráða að fækkunin á störfum ríkisins í Skagafirði sé um 50% meiri en að jafnaði hefur orðið almennt hjá ríkinu frá hruni. Sú er raunin þrátt fyrir að ráðamenn á borð við Guðbjart Hannesson hafi lofað að þeim svæðum landsins sem fóru varhluta af þenslunni í aðdraganda hrunsins yrði sérstaklega hlíft við niðurskurði. Ef fyrrgreint svar fjármálaráðherra er skoðað nánar, er augljóst að ríkisstjórnin hefur haft endaskipti á hlutunum og einkum beitt niðurskurðarhnífnum af hörku í þeim landshlutum, sem höllum fæti standa. Í Skagafirði blasir enn fremur við að á síðustu misserum hefur áætlunarflugi verið hætt fyrirvaralítið og nánast öllum opinberum framkvæmdum verið slegið á frest.Handan við hornið Þegar ráðherrar, sem málin varðar, eru krafðir svara um hvert stefnt sé er viðkvæðið oftar en ekki, eins og hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra, að eitthvað jákvætt sé handan við hornið. Sjaldnast er um raunverulegar efndir að ræða, heldur eru mál og svör dregin á langinn. Núna blasir við sú alvarlega staða í Skagafirði að óvissa er uppi um framtíðarstefnu stjórnvalda um margvíslega opinbera þjónustu, s.s. um sýslumannsembættið, útibú Vegagerðarinnar, Heilbrigðisstofnunina og því miður fleira. Ef markmiðið með Sóknaráætlun landshluta 20/20 á að ná fram að ganga þá hljóta stjórnvöld að þurfa að skipta algerlega um takt. Sem dæmi má nefna að 85% fjármuna til menningarmála er varið á höfuðborgarsvæðinu. Hægt væri að leggja áherslu á að flytja þau verkefni og fleiri sem ekki er sinnt af ríkinu jafnt til allra landshluta. Minna máli skiptir flutningur á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga, sem er almennt sinnt ágætlega um land allt.Aukinn fjölbreytileiki Það að flytja ábyrgð og rekstur menningarmála í nokkrum skrefum til sveitarfélaganna myndi auka fjölbreytileika og skjóta styrkari stoðum undir menningarstarf alls staðar á landinu. Enginn þarf að óttast að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki auðveldlega við að fjármagna blómlegt menningarstarf sem nú fer fram í höfuðborginni, ef sveitarfélögin í landinu fengju aukna hlutdeild í skatttekjum. Öll rök hníga í þá átt að sveitarfélögin taki að sér í auknum mæli stjórn og ábyrgð nærþjónustu á sem flestum sviðum. Skipulag og þjónusta verður þá í höndum þeirra sem eru öllum hnútum kunnugir, sem ætti að leiða til betri meðferðar opinberra fjármuna og sveigjanlegri þjónustu. Sóknaráætlun 20/20 felur í sér jákvæða aðferðarfræði, en stjórnvöld verða að þora stíga skrefið til fulls því annars er hætta á að áætlunin breytist í sýndaráætlunina 20/20.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar