Dagur Sjálfboðaliðans: 5. desember Guðrún og Helga Margrét skrifar 5. desember 2012 06:00 Hvað dregur fólk til sjálfboðastarfa? Getur verið að fólk fái eitthvað til baka þegar það tekur þátt í sjálfboðastarfi og hvað þá? Eru allir að sækjast eftir því sama eða getur verið að sjálfboðastarf gefi einum eitt og öðrum annað? Geta allir tekið þátt í sjálfboðastarfi og er hægt að samræma það launaðri vinnu og fjölskyldulífi? Getur verið að þeir séu góðar fyrirmyndir sem taka þátt í sjálfboðastarfi? Á landsmóti skáta á Úlfljótsvatni sem haldið var í sumar var fjöldi manns að sinna sjálfboðastarfi en á sama tíma að njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Þar virtist vera hægt að leysa öll verkefni með bros á vör. Sumir tóku þátt í gæslu á svæðinu, aðrir eldamennsku, margir voru með sínum skátaflokkum og enn aðrir sáu um að halda og stýra hressum kvöldvökum. Það voru mörg önnur verkefni sem fólk tók þátt í og og ekki hægt að sjá annað en það væri valinn maður á hverjum stað. Í sjálfboðastarfi finnur hver og einn sinn vettvang. Sjálfboðastarf er viðbót við launað starf og gefur fólki færi á að taka þátt og sinna sínum áhugamálum og hæfileikum. Hver einn getur valið hversu mikið hann tekur þátt í sjálfboðastarfi. Skátastarf eins og annað félagsstarf byggir á sjálfboðavinnu og þar er margt í boði. Stuðningsnet sjálfboðaliða Skátar hafa að leiðarljósi að lifa lífinu af gleði og ánægju – þeir vilja lifa heilbrigðu lífi og vera traustir vinir og félagar. Þeir vilja stuðla að friði, jafnrétti og bræðralagi meðal manna og bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Líkt og skátastarfið hefur frístundastarf með börnum uppeldislegt gildi. Að vera skáti eða taka þátt í félagsstarfi, íþróttum og ýmsum tómstundum með öðrum myndar dýrmætan félagsauð. Að börn kynnist sjálfboðaliðum sem vinna af hugsjón í slíku bræðralagi er reynsla sem fólk býr að ævilangt. Að vinna að verkefnum saman, að fá að vera hluti af heild og vera virkur þátttakandi í grasrótarstarfi er ómetanlegt veganesti út í lífið. Þannig leggur sjálfboðaliðastafið grunn að lýðræði sem er einn af grunnþáttum nýrrar menntastefnu. Til þess síðan að við getum þróað lýðræðið áfram er nauðsynlegt að nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum lifi og læri í lýðræði. Víðsvegar í samfélaginu verða til félög og hagsmunasamtök þar sem fólk myndar samstöðu um áherslur og sjónarmið. Foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum byggjast á sjálfboðaliðum og mikil auðlind hefur myndast í samstarfi foreldra. Eins og í skólastarfi eru íþróttafélög og frístundastarfið umlukin stuðningsneti sjálfboðaliða. Það er hollt að vera hlekkur í slíku gangverki sem styrkir grunnstoðir samfélags sem nú rís upp eftir það sem sumir vilja nefna siðferðislegt hrun. Það þykir eðlilegt í nútímasamfélagi að þeim sem hagsmuna eiga að gæta sé gert kleift og skylt að taka afstöðu til mála og sameinast um hugsjónir eða berjast fyrir málstað. Má þar nefna hjálparsveitir, líknarfélög, íþróttafélög, félög fyrir sérstök börn, aldraða og ótal margt fleira sem fólk vinnur í sjálfboðastarfi. Að hafa vilja til að láta gott af sér leiða og láta sig annað fólk varða nærir fólk og eflir. Í slíkum félagsskap er unnið að því að bæta samfélagið sem skilar sér í betri líðan okkar allra. Með sjálfboðavinnu og grasrótarstarfi vinnur fólk að því að hafa áhrif í nærsamfélaginu og leggur sitt af mörkum til að lífga upp á tilveruna og gera samfélagið betra. Það þarf fólk eins og þig. Guðrún Snorradóttir og Helga Margrét Guðmundsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Hvað dregur fólk til sjálfboðastarfa? Getur verið að fólk fái eitthvað til baka þegar það tekur þátt í sjálfboðastarfi og hvað þá? Eru allir að sækjast eftir því sama eða getur verið að sjálfboðastarf gefi einum eitt og öðrum annað? Geta allir tekið þátt í sjálfboðastarfi og er hægt að samræma það launaðri vinnu og fjölskyldulífi? Getur verið að þeir séu góðar fyrirmyndir sem taka þátt í sjálfboðastarfi? Á landsmóti skáta á Úlfljótsvatni sem haldið var í sumar var fjöldi manns að sinna sjálfboðastarfi en á sama tíma að njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Þar virtist vera hægt að leysa öll verkefni með bros á vör. Sumir tóku þátt í gæslu á svæðinu, aðrir eldamennsku, margir voru með sínum skátaflokkum og enn aðrir sáu um að halda og stýra hressum kvöldvökum. Það voru mörg önnur verkefni sem fólk tók þátt í og og ekki hægt að sjá annað en það væri valinn maður á hverjum stað. Í sjálfboðastarfi finnur hver og einn sinn vettvang. Sjálfboðastarf er viðbót við launað starf og gefur fólki færi á að taka þátt og sinna sínum áhugamálum og hæfileikum. Hver einn getur valið hversu mikið hann tekur þátt í sjálfboðastarfi. Skátastarf eins og annað félagsstarf byggir á sjálfboðavinnu og þar er margt í boði. Stuðningsnet sjálfboðaliða Skátar hafa að leiðarljósi að lifa lífinu af gleði og ánægju – þeir vilja lifa heilbrigðu lífi og vera traustir vinir og félagar. Þeir vilja stuðla að friði, jafnrétti og bræðralagi meðal manna og bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Líkt og skátastarfið hefur frístundastarf með börnum uppeldislegt gildi. Að vera skáti eða taka þátt í félagsstarfi, íþróttum og ýmsum tómstundum með öðrum myndar dýrmætan félagsauð. Að börn kynnist sjálfboðaliðum sem vinna af hugsjón í slíku bræðralagi er reynsla sem fólk býr að ævilangt. Að vinna að verkefnum saman, að fá að vera hluti af heild og vera virkur þátttakandi í grasrótarstarfi er ómetanlegt veganesti út í lífið. Þannig leggur sjálfboðaliðastafið grunn að lýðræði sem er einn af grunnþáttum nýrrar menntastefnu. Til þess síðan að við getum þróað lýðræðið áfram er nauðsynlegt að nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum lifi og læri í lýðræði. Víðsvegar í samfélaginu verða til félög og hagsmunasamtök þar sem fólk myndar samstöðu um áherslur og sjónarmið. Foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum byggjast á sjálfboðaliðum og mikil auðlind hefur myndast í samstarfi foreldra. Eins og í skólastarfi eru íþróttafélög og frístundastarfið umlukin stuðningsneti sjálfboðaliða. Það er hollt að vera hlekkur í slíku gangverki sem styrkir grunnstoðir samfélags sem nú rís upp eftir það sem sumir vilja nefna siðferðislegt hrun. Það þykir eðlilegt í nútímasamfélagi að þeim sem hagsmuna eiga að gæta sé gert kleift og skylt að taka afstöðu til mála og sameinast um hugsjónir eða berjast fyrir málstað. Má þar nefna hjálparsveitir, líknarfélög, íþróttafélög, félög fyrir sérstök börn, aldraða og ótal margt fleira sem fólk vinnur í sjálfboðastarfi. Að hafa vilja til að láta gott af sér leiða og láta sig annað fólk varða nærir fólk og eflir. Í slíkum félagsskap er unnið að því að bæta samfélagið sem skilar sér í betri líðan okkar allra. Með sjálfboðavinnu og grasrótarstarfi vinnur fólk að því að hafa áhrif í nærsamfélaginu og leggur sitt af mörkum til að lífga upp á tilveruna og gera samfélagið betra. Það þarf fólk eins og þig. Guðrún Snorradóttir og Helga Margrét Guðmundsdóttir
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar