Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar 3. júlí 2025 19:31 Ríkisendurskoðun birti nýverið mikilvæga skýrslu um mönnun og sjúklingaflæði á Landspítala. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Alvarlegur mönnunarvandi, yfirfull bráðamóttaka, langir biðlistar og innlagnir sjúklinga sem hafa lokið meðferð en bíða eftir úrræðum utan spítala. Þessi staða hefur ekki bara áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, hún skerðir hæfni kerfisins til að virka eins og það skyldi og kostar samfélagið gríðarlega fjármuni. Við stöndum frammi fyrir spurningu sem ekki verður sniðgengin lengur: Hvernig byggjum við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar með sjálfbærum hætti þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni haldast í hendur? Stærsti hluti lausnarinnar er utan spítalans Skýrslan staðfestir það sem margir hafa vitað um árabil að stór hluti þeirra sem liggja inni á Landspítala eru ekki þar vegna læknisfræðilegra ástæðna heldur skorts á viðeigandi stuðningi í nærsamfélaginu. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og einstaklinga með langvinna sjúkdóma, sem gætu með réttri þjónustu og tæknilausnum búið áfram heima við aukið öryggi og færri innlagnir. Það þarf því ekki aðeins að byggja fleiri hjúkrunarrými, heldur þurfum við líka að byggja upp vönduð og kraftmikil úrræði í heimaþjónustu. Tækni sem gerir fólki kleift að búa heima lengur Hvað felst í slíkum úrræðum? Hér eru nokkur dæmi: Sjálfvirkir lyfjaskammtarar sem minna á og skammta lyf sjálfkrafa, með tilkynningu til heimaþjónustu þegar einstaklingur gleymir að taka þau. Fjarvöktunarkerfi sem fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun, blóðsykri og öðrum þáttum hjá fólki með langvinna sjúkdóma og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að bregðast við áður en ástand versnar. Fjölskynjarar sem nema breytingar á stöðu og hegðun einstaklings og greina t.d ef einstaklingur dettur eða kemur sér í hættulegar aðstæður. Starfsfólk fær þá tilkynningar og getur brugðist hratt við. Skjáheimsóknir og myndsamskipti sem bæta aðgengi að þjónustu, styrkja samskipti og minnka einsemd. Allar þessar lausnir gera það að verkum að hægt er að veita meira eftirlit með minni mannafla, stytta spítaladvöl og fækka endurkomum. Þær eru líka mun ódýrari til lengri tíma litið í samanburði við innlögn á sjúkrahús eða dvöl á hjúkrunarheimili. Heimaþjónustan er ekki kostnaður, hún er fjárfesting Heimaþjónusta og velferðartækni ættu að vera órjúfanlegur hluti af kjarnastarfsemi heilbrigðiskerfisins, ekki sem viðbót heldur langtímafjárfesting í betri þjónustu. Eins og staðan er núna fer of mikið af fjármunum í að bregðast við t.d í bráðaaðgerðir, yfirvinnu og neyðarinnlagnir, í stað þess að fyrirbyggja og styðja við einstaklinga á eigin heimili. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa nú þegar hafið vegferð í þessa átt, m.a. með skjáheimsóknum, fjarvöktun langvinnra sjúkdóma og sjálfvirkum lyfjaskömmturum. Til að þessar lausnir skili raunverulegum árangri þarf aukið fjármagn, markvissa innleiðingu og skýra stefnu – því heimaþjónusta og velferðartækni eru ekki aðeins hagkvæmur valkostur, heldur besta leiðin fyrir marga til að búa lengur heima, eldast í eigin umhverfi og njóta aukinna lífsgæða. Landspítali getur ekki leyst þetta einn Ríkisendurskoðun bendir sjálf á að það þurfi samhæfða stefnumótun og fjárfestingu milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana. Það er því tímabært að draga velferðartækni, heimahjúkrun og heimaþjónustu formlega inn í lausnina því öflug heimaþjónusta er forsenda fyrir sjálfbæru heilbrigðiskerfi. Höfundur er teymisstjóri umbótateymis hjá Reykjavíkurborg og vinnur að innleiðingu stafrænna lausna í heimaþjónustu og umbótum í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun birti nýverið mikilvæga skýrslu um mönnun og sjúklingaflæði á Landspítala. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Alvarlegur mönnunarvandi, yfirfull bráðamóttaka, langir biðlistar og innlagnir sjúklinga sem hafa lokið meðferð en bíða eftir úrræðum utan spítala. Þessi staða hefur ekki bara áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, hún skerðir hæfni kerfisins til að virka eins og það skyldi og kostar samfélagið gríðarlega fjármuni. Við stöndum frammi fyrir spurningu sem ekki verður sniðgengin lengur: Hvernig byggjum við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar með sjálfbærum hætti þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni haldast í hendur? Stærsti hluti lausnarinnar er utan spítalans Skýrslan staðfestir það sem margir hafa vitað um árabil að stór hluti þeirra sem liggja inni á Landspítala eru ekki þar vegna læknisfræðilegra ástæðna heldur skorts á viðeigandi stuðningi í nærsamfélaginu. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og einstaklinga með langvinna sjúkdóma, sem gætu með réttri þjónustu og tæknilausnum búið áfram heima við aukið öryggi og færri innlagnir. Það þarf því ekki aðeins að byggja fleiri hjúkrunarrými, heldur þurfum við líka að byggja upp vönduð og kraftmikil úrræði í heimaþjónustu. Tækni sem gerir fólki kleift að búa heima lengur Hvað felst í slíkum úrræðum? Hér eru nokkur dæmi: Sjálfvirkir lyfjaskammtarar sem minna á og skammta lyf sjálfkrafa, með tilkynningu til heimaþjónustu þegar einstaklingur gleymir að taka þau. Fjarvöktunarkerfi sem fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun, blóðsykri og öðrum þáttum hjá fólki með langvinna sjúkdóma og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að bregðast við áður en ástand versnar. Fjölskynjarar sem nema breytingar á stöðu og hegðun einstaklings og greina t.d ef einstaklingur dettur eða kemur sér í hættulegar aðstæður. Starfsfólk fær þá tilkynningar og getur brugðist hratt við. Skjáheimsóknir og myndsamskipti sem bæta aðgengi að þjónustu, styrkja samskipti og minnka einsemd. Allar þessar lausnir gera það að verkum að hægt er að veita meira eftirlit með minni mannafla, stytta spítaladvöl og fækka endurkomum. Þær eru líka mun ódýrari til lengri tíma litið í samanburði við innlögn á sjúkrahús eða dvöl á hjúkrunarheimili. Heimaþjónustan er ekki kostnaður, hún er fjárfesting Heimaþjónusta og velferðartækni ættu að vera órjúfanlegur hluti af kjarnastarfsemi heilbrigðiskerfisins, ekki sem viðbót heldur langtímafjárfesting í betri þjónustu. Eins og staðan er núna fer of mikið af fjármunum í að bregðast við t.d í bráðaaðgerðir, yfirvinnu og neyðarinnlagnir, í stað þess að fyrirbyggja og styðja við einstaklinga á eigin heimili. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa nú þegar hafið vegferð í þessa átt, m.a. með skjáheimsóknum, fjarvöktun langvinnra sjúkdóma og sjálfvirkum lyfjaskömmturum. Til að þessar lausnir skili raunverulegum árangri þarf aukið fjármagn, markvissa innleiðingu og skýra stefnu – því heimaþjónusta og velferðartækni eru ekki aðeins hagkvæmur valkostur, heldur besta leiðin fyrir marga til að búa lengur heima, eldast í eigin umhverfi og njóta aukinna lífsgæða. Landspítali getur ekki leyst þetta einn Ríkisendurskoðun bendir sjálf á að það þurfi samhæfða stefnumótun og fjárfestingu milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana. Það er því tímabært að draga velferðartækni, heimahjúkrun og heimaþjónustu formlega inn í lausnina því öflug heimaþjónusta er forsenda fyrir sjálfbæru heilbrigðiskerfi. Höfundur er teymisstjóri umbótateymis hjá Reykjavíkurborg og vinnur að innleiðingu stafrænna lausna í heimaþjónustu og umbótum í velferðarþjónustu.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun