Þjóðvangar Íslands Sigrún Helgadóttir skrifar 3. desember 2012 06:00 Ísland er einstakt land bæði jarðfræðilega og líffræðilega. Íslendingar hafa friðlýst mörg markverð náttúrusvæði sem þjóðgarða, friðlönd eða náttúruvætti. Einnig eru ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktarsvæði, landgræðslusvæði og fornminjasvæði. Þjóðlendur eru undir stjórn ríkisins og fyrst og fremst á hálendi landsins. Mörg þessara svæða eru vinsælir ferðamannastaðir en fjöldi ferðamanna á Íslandi eykst nú stöðugt. Á þeim blasa við sömu óleystu viðfangsefnin í mismiklum mæli þó. Mikill skortur er á innviðum, s.s. gestastofum, upplýsingaskiltum, góðum og vel lögðum göngustígum, og á þeim er veik landvarsla og lítil náttúrutúlkun. Fæst svæðanna hafa haldbærar verndar-, stjórnunar- eða skipulagsáætlanir. Engin samræmd stjórn er á þessum svæðum heldur er þeim stýrt af sjö ólíkum stofnunum sem eru undir þrem ráðuneytum. Þetta eru Umhverfisstofnun, Landgræðslan og Skógræktin undir umhverfisráðuneyti, fornminjasvæði heyra undir menntamálaráðuneyti og Þingvallaþjóðgarður og þjóðlendur falla undir forsætisráðuneyti. Auk átroðslu ferðamanna á einstökum svæðum er helsta ógn íslenskra náttúruverndarsvæða ásókn í að virkja til orkuöflunar bæði vatnsföll og jarðhitasvæði. Rannsóknum og framkvæmdum á því sviði orkumála er stýrt af öflugum stofnunum sem starfa á landsvísu og hafa nægt fjármagn. Sundrung þeirra sem eiga að gæta verndar náttúrunnar verður til þess að mótrök á því sviði eru veik og jafnvel misvísandi. Margir Íslendingar horfa til framtíðarstarfa í ferðaþjónustu. Ef fer sem horfir er hins vegar hætta á að illa fari. Víða er þéttleiki ferðamanna allt of mikill en á öðrum svæðum, sem eru ekki síður athyglisverð, sést ekki fólk. Mikilvægt er að skipuleggja móttöku ferðamanna, og nauðsynlegar ráðstafanir til náttúruverndar á landinu, á heildrænan hátt. Það er illmögulegt þegar vinsælustu ferðamannastaðirnir eru undir ólíkum stjórnum og stofnunum. Núverandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að sameina friðlýst svæði undir einni stjórn. Þær hugmyndir ganga ekki nógu langt en engu að síður mun vera ágreiningur innan stjórnarflokkanna að framfylgja þeirri stefnu.Tillögur Brýnt er að samræma stjórn verndarsvæða á Íslandi. Setja þarf undir eina stofnun störf og hlutverk sem heyra saman en dreifast nú á margar stofnanir og ólík ráðuneyti. Meginhlutverk slíkrar stofnunar á að vera að standa vörð um þau gæði landsins sem hafa vísindalegt eða fagurfræðilegt gildi og veita fólki nauðsynlega útivist, upplifun og hughrif. Undir nýja stofnun, sem hefði útibú í öllum landsfjórðungum, ættu að fara friðlýst svæði; þjóðgarðar, náttúruvætti, friðlönd og valinn hluti fólkvanga, þjóðskóga (Ásbyrgi, Þórsmörk), landgræðslusvæða (Dimmuborgir, Húsafell), þjóðlendna (fyrst og fremst á hálendinu) og einnig minjavernduð svæði (Núpsstaður). Á svæðunum væri lögð áhersla á að vernda náttúru, menningarminjar og landslag. Í flestum tilvikum væri líka gert ráð fyrir móttöku ferðamanna og þjónustu við þá. Hafin væri gjaldtaka af ferðamönnum, t.d. þegar þeir færu af landi brott, og rynni gjaldið óskipt til stofnunarinnar. Hjá slíkri stofnun starfaði fagfólk sem hefði sérhæft sig í stýringu auðlinda og landnýtingu og gjörþekkti ólíka stýringu á landi/náttúru eftir því hvort markmiðið væri að friða svæði vegna merkrar náttúru eða vernda það vegna fornleifa, sögu, skóga o.fl. Einnig ynni þar fólk sem kynni til verka við móttöku ferðamanna og þjónustu við þá og að nota ýmiss konar miðlun sem stjórntæki verndunar. Horft yrði heildstætt á landið og unnar verndaráætlanir þar sem tekið yrði mið af þekkingu á ýmsum fræðasviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er einstakt land bæði jarðfræðilega og líffræðilega. Íslendingar hafa friðlýst mörg markverð náttúrusvæði sem þjóðgarða, friðlönd eða náttúruvætti. Einnig eru ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktarsvæði, landgræðslusvæði og fornminjasvæði. Þjóðlendur eru undir stjórn ríkisins og fyrst og fremst á hálendi landsins. Mörg þessara svæða eru vinsælir ferðamannastaðir en fjöldi ferðamanna á Íslandi eykst nú stöðugt. Á þeim blasa við sömu óleystu viðfangsefnin í mismiklum mæli þó. Mikill skortur er á innviðum, s.s. gestastofum, upplýsingaskiltum, góðum og vel lögðum göngustígum, og á þeim er veik landvarsla og lítil náttúrutúlkun. Fæst svæðanna hafa haldbærar verndar-, stjórnunar- eða skipulagsáætlanir. Engin samræmd stjórn er á þessum svæðum heldur er þeim stýrt af sjö ólíkum stofnunum sem eru undir þrem ráðuneytum. Þetta eru Umhverfisstofnun, Landgræðslan og Skógræktin undir umhverfisráðuneyti, fornminjasvæði heyra undir menntamálaráðuneyti og Þingvallaþjóðgarður og þjóðlendur falla undir forsætisráðuneyti. Auk átroðslu ferðamanna á einstökum svæðum er helsta ógn íslenskra náttúruverndarsvæða ásókn í að virkja til orkuöflunar bæði vatnsföll og jarðhitasvæði. Rannsóknum og framkvæmdum á því sviði orkumála er stýrt af öflugum stofnunum sem starfa á landsvísu og hafa nægt fjármagn. Sundrung þeirra sem eiga að gæta verndar náttúrunnar verður til þess að mótrök á því sviði eru veik og jafnvel misvísandi. Margir Íslendingar horfa til framtíðarstarfa í ferðaþjónustu. Ef fer sem horfir er hins vegar hætta á að illa fari. Víða er þéttleiki ferðamanna allt of mikill en á öðrum svæðum, sem eru ekki síður athyglisverð, sést ekki fólk. Mikilvægt er að skipuleggja móttöku ferðamanna, og nauðsynlegar ráðstafanir til náttúruverndar á landinu, á heildrænan hátt. Það er illmögulegt þegar vinsælustu ferðamannastaðirnir eru undir ólíkum stjórnum og stofnunum. Núverandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að sameina friðlýst svæði undir einni stjórn. Þær hugmyndir ganga ekki nógu langt en engu að síður mun vera ágreiningur innan stjórnarflokkanna að framfylgja þeirri stefnu.Tillögur Brýnt er að samræma stjórn verndarsvæða á Íslandi. Setja þarf undir eina stofnun störf og hlutverk sem heyra saman en dreifast nú á margar stofnanir og ólík ráðuneyti. Meginhlutverk slíkrar stofnunar á að vera að standa vörð um þau gæði landsins sem hafa vísindalegt eða fagurfræðilegt gildi og veita fólki nauðsynlega útivist, upplifun og hughrif. Undir nýja stofnun, sem hefði útibú í öllum landsfjórðungum, ættu að fara friðlýst svæði; þjóðgarðar, náttúruvætti, friðlönd og valinn hluti fólkvanga, þjóðskóga (Ásbyrgi, Þórsmörk), landgræðslusvæða (Dimmuborgir, Húsafell), þjóðlendna (fyrst og fremst á hálendinu) og einnig minjavernduð svæði (Núpsstaður). Á svæðunum væri lögð áhersla á að vernda náttúru, menningarminjar og landslag. Í flestum tilvikum væri líka gert ráð fyrir móttöku ferðamanna og þjónustu við þá. Hafin væri gjaldtaka af ferðamönnum, t.d. þegar þeir færu af landi brott, og rynni gjaldið óskipt til stofnunarinnar. Hjá slíkri stofnun starfaði fagfólk sem hefði sérhæft sig í stýringu auðlinda og landnýtingu og gjörþekkti ólíka stýringu á landi/náttúru eftir því hvort markmiðið væri að friða svæði vegna merkrar náttúru eða vernda það vegna fornleifa, sögu, skóga o.fl. Einnig ynni þar fólk sem kynni til verka við móttöku ferðamanna og þjónustu við þá og að nota ýmiss konar miðlun sem stjórntæki verndunar. Horft yrði heildstætt á landið og unnar verndaráætlanir þar sem tekið yrði mið af þekkingu á ýmsum fræðasviðum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun