Þjóðvangar Íslands Sigrún Helgadóttir skrifar 3. desember 2012 06:00 Ísland er einstakt land bæði jarðfræðilega og líffræðilega. Íslendingar hafa friðlýst mörg markverð náttúrusvæði sem þjóðgarða, friðlönd eða náttúruvætti. Einnig eru ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktarsvæði, landgræðslusvæði og fornminjasvæði. Þjóðlendur eru undir stjórn ríkisins og fyrst og fremst á hálendi landsins. Mörg þessara svæða eru vinsælir ferðamannastaðir en fjöldi ferðamanna á Íslandi eykst nú stöðugt. Á þeim blasa við sömu óleystu viðfangsefnin í mismiklum mæli þó. Mikill skortur er á innviðum, s.s. gestastofum, upplýsingaskiltum, góðum og vel lögðum göngustígum, og á þeim er veik landvarsla og lítil náttúrutúlkun. Fæst svæðanna hafa haldbærar verndar-, stjórnunar- eða skipulagsáætlanir. Engin samræmd stjórn er á þessum svæðum heldur er þeim stýrt af sjö ólíkum stofnunum sem eru undir þrem ráðuneytum. Þetta eru Umhverfisstofnun, Landgræðslan og Skógræktin undir umhverfisráðuneyti, fornminjasvæði heyra undir menntamálaráðuneyti og Þingvallaþjóðgarður og þjóðlendur falla undir forsætisráðuneyti. Auk átroðslu ferðamanna á einstökum svæðum er helsta ógn íslenskra náttúruverndarsvæða ásókn í að virkja til orkuöflunar bæði vatnsföll og jarðhitasvæði. Rannsóknum og framkvæmdum á því sviði orkumála er stýrt af öflugum stofnunum sem starfa á landsvísu og hafa nægt fjármagn. Sundrung þeirra sem eiga að gæta verndar náttúrunnar verður til þess að mótrök á því sviði eru veik og jafnvel misvísandi. Margir Íslendingar horfa til framtíðarstarfa í ferðaþjónustu. Ef fer sem horfir er hins vegar hætta á að illa fari. Víða er þéttleiki ferðamanna allt of mikill en á öðrum svæðum, sem eru ekki síður athyglisverð, sést ekki fólk. Mikilvægt er að skipuleggja móttöku ferðamanna, og nauðsynlegar ráðstafanir til náttúruverndar á landinu, á heildrænan hátt. Það er illmögulegt þegar vinsælustu ferðamannastaðirnir eru undir ólíkum stjórnum og stofnunum. Núverandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að sameina friðlýst svæði undir einni stjórn. Þær hugmyndir ganga ekki nógu langt en engu að síður mun vera ágreiningur innan stjórnarflokkanna að framfylgja þeirri stefnu.Tillögur Brýnt er að samræma stjórn verndarsvæða á Íslandi. Setja þarf undir eina stofnun störf og hlutverk sem heyra saman en dreifast nú á margar stofnanir og ólík ráðuneyti. Meginhlutverk slíkrar stofnunar á að vera að standa vörð um þau gæði landsins sem hafa vísindalegt eða fagurfræðilegt gildi og veita fólki nauðsynlega útivist, upplifun og hughrif. Undir nýja stofnun, sem hefði útibú í öllum landsfjórðungum, ættu að fara friðlýst svæði; þjóðgarðar, náttúruvætti, friðlönd og valinn hluti fólkvanga, þjóðskóga (Ásbyrgi, Þórsmörk), landgræðslusvæða (Dimmuborgir, Húsafell), þjóðlendna (fyrst og fremst á hálendinu) og einnig minjavernduð svæði (Núpsstaður). Á svæðunum væri lögð áhersla á að vernda náttúru, menningarminjar og landslag. Í flestum tilvikum væri líka gert ráð fyrir móttöku ferðamanna og þjónustu við þá. Hafin væri gjaldtaka af ferðamönnum, t.d. þegar þeir færu af landi brott, og rynni gjaldið óskipt til stofnunarinnar. Hjá slíkri stofnun starfaði fagfólk sem hefði sérhæft sig í stýringu auðlinda og landnýtingu og gjörþekkti ólíka stýringu á landi/náttúru eftir því hvort markmiðið væri að friða svæði vegna merkrar náttúru eða vernda það vegna fornleifa, sögu, skóga o.fl. Einnig ynni þar fólk sem kynni til verka við móttöku ferðamanna og þjónustu við þá og að nota ýmiss konar miðlun sem stjórntæki verndunar. Horft yrði heildstætt á landið og unnar verndaráætlanir þar sem tekið yrði mið af þekkingu á ýmsum fræðasviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland er einstakt land bæði jarðfræðilega og líffræðilega. Íslendingar hafa friðlýst mörg markverð náttúrusvæði sem þjóðgarða, friðlönd eða náttúruvætti. Einnig eru ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktarsvæði, landgræðslusvæði og fornminjasvæði. Þjóðlendur eru undir stjórn ríkisins og fyrst og fremst á hálendi landsins. Mörg þessara svæða eru vinsælir ferðamannastaðir en fjöldi ferðamanna á Íslandi eykst nú stöðugt. Á þeim blasa við sömu óleystu viðfangsefnin í mismiklum mæli þó. Mikill skortur er á innviðum, s.s. gestastofum, upplýsingaskiltum, góðum og vel lögðum göngustígum, og á þeim er veik landvarsla og lítil náttúrutúlkun. Fæst svæðanna hafa haldbærar verndar-, stjórnunar- eða skipulagsáætlanir. Engin samræmd stjórn er á þessum svæðum heldur er þeim stýrt af sjö ólíkum stofnunum sem eru undir þrem ráðuneytum. Þetta eru Umhverfisstofnun, Landgræðslan og Skógræktin undir umhverfisráðuneyti, fornminjasvæði heyra undir menntamálaráðuneyti og Þingvallaþjóðgarður og þjóðlendur falla undir forsætisráðuneyti. Auk átroðslu ferðamanna á einstökum svæðum er helsta ógn íslenskra náttúruverndarsvæða ásókn í að virkja til orkuöflunar bæði vatnsföll og jarðhitasvæði. Rannsóknum og framkvæmdum á því sviði orkumála er stýrt af öflugum stofnunum sem starfa á landsvísu og hafa nægt fjármagn. Sundrung þeirra sem eiga að gæta verndar náttúrunnar verður til þess að mótrök á því sviði eru veik og jafnvel misvísandi. Margir Íslendingar horfa til framtíðarstarfa í ferðaþjónustu. Ef fer sem horfir er hins vegar hætta á að illa fari. Víða er þéttleiki ferðamanna allt of mikill en á öðrum svæðum, sem eru ekki síður athyglisverð, sést ekki fólk. Mikilvægt er að skipuleggja móttöku ferðamanna, og nauðsynlegar ráðstafanir til náttúruverndar á landinu, á heildrænan hátt. Það er illmögulegt þegar vinsælustu ferðamannastaðirnir eru undir ólíkum stjórnum og stofnunum. Núverandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að sameina friðlýst svæði undir einni stjórn. Þær hugmyndir ganga ekki nógu langt en engu að síður mun vera ágreiningur innan stjórnarflokkanna að framfylgja þeirri stefnu.Tillögur Brýnt er að samræma stjórn verndarsvæða á Íslandi. Setja þarf undir eina stofnun störf og hlutverk sem heyra saman en dreifast nú á margar stofnanir og ólík ráðuneyti. Meginhlutverk slíkrar stofnunar á að vera að standa vörð um þau gæði landsins sem hafa vísindalegt eða fagurfræðilegt gildi og veita fólki nauðsynlega útivist, upplifun og hughrif. Undir nýja stofnun, sem hefði útibú í öllum landsfjórðungum, ættu að fara friðlýst svæði; þjóðgarðar, náttúruvætti, friðlönd og valinn hluti fólkvanga, þjóðskóga (Ásbyrgi, Þórsmörk), landgræðslusvæða (Dimmuborgir, Húsafell), þjóðlendna (fyrst og fremst á hálendinu) og einnig minjavernduð svæði (Núpsstaður). Á svæðunum væri lögð áhersla á að vernda náttúru, menningarminjar og landslag. Í flestum tilvikum væri líka gert ráð fyrir móttöku ferðamanna og þjónustu við þá. Hafin væri gjaldtaka af ferðamönnum, t.d. þegar þeir færu af landi brott, og rynni gjaldið óskipt til stofnunarinnar. Hjá slíkri stofnun starfaði fagfólk sem hefði sérhæft sig í stýringu auðlinda og landnýtingu og gjörþekkti ólíka stýringu á landi/náttúru eftir því hvort markmiðið væri að friða svæði vegna merkrar náttúru eða vernda það vegna fornleifa, sögu, skóga o.fl. Einnig ynni þar fólk sem kynni til verka við móttöku ferðamanna og þjónustu við þá og að nota ýmiss konar miðlun sem stjórntæki verndunar. Horft yrði heildstætt á landið og unnar verndaráætlanir þar sem tekið yrði mið af þekkingu á ýmsum fræðasviðum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar