Fagna ber samstöðu í öryggismálum Gunnar Alexander Ólafsson og Elvar Örn Arason skrifar 6. desember 2012 06:00 Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, gagnrýndi ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar um að taka þátt í loftrýmiseftirliti hér á landi í Fréttablaðinu 15. nóvember sl. Það er vissulega rétt hjá Árna Þór að kalda stríðinu lauk með falli Sovétríkjanna í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þrátt fyrir að því sé lokið og nú um stundir sé friðsælt á Norður-Atlantshafi, þá hvarf ekki sú grundvallarskylda íslenskra stjórnvalda að tryggja öryggi og varnir landsins til frambúðar. Markmiðið með samstarfinu er fyrst og fremst að efla öryggi og tryggja sameiginlega hagsmuni svæðisins í heild. Í kalda stríðinu voru Norðurlöndin klofin í afstöðu sinni til öryggis- og varnarmála, sem helgaðist af ólíkri afstöðu þeirra til varnarsamstarfs vestrænna ríkja. Á þessum tíma voru þessi mál ekki rædd á þingum Norðurlandaráðs. Því ber að fagna að þau eru orðin að pólitísku viðfangsefni ríkjanna á þessum vettvangi, þó svo að bæði Svíþjóð og Finnland standi utan Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Aukið samstarf Árið 2009 kynnti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, skýrslu sem hann vann fyrir utanríkisráðherra Norðurlandanna um möguleika á auknu samstarfi þeirra í öryggismálum. Stoltenberg mælti meðal annars með því að löndin hefðu samstarf um loftrýmisgæslu yfir Íslandi, eftirlit með hafsvæðum allt í kringum Norðurlöndin og samstarf í alþjóðaverkefnum. Á undanförnum árum hafa þau aukið samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum og bæði Svíar og Finnar hafa starfað náið með NATO á síðustu árum í ýmsum verkefnum, eins og friðargæslu. Með brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli árið 2006 skapaðist öryggistómarúm, þar sem stórt svæði á Norður-Atlantshafi var skilið eftir án reglubundins eftirlits og Ísland var eina þjóðin í NATO sem stóð eftir án loftvarna. Í kjölfarið hófst tímabundin loftrýmisgæsla NATO þjóða á Íslandi í nokkrar vikur í senn. Þessi gæsla gegnir því hlutverki að vera sýnileg vörn sem og æfingar fyrir viðkomandi flugheri. Það er skylda bandalagsins að koma Íslandi til hjálpar ef öryggi þess er ógnað. Því er nauðsynlegt að þau ríki sem kæmu til varnar hafi þekkingu og reynslu af íslenskum aðstæðum.Merkur áfangi Yfirlýsing Finnlands og Svíþjóðar um að taka þátt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi er merkur áfangi í norrænu samstarfi og í fullu samræmi við tillögur Stoltenberg um nánari samvinnu Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum. Ríkin taka þar með þátt í að uppfylla það öryggistómarúm sem myndaðist með brotthvarfi varnarliðsins. Við teljum að Svíar og Finnar séu ekki með þessu framtaki að taka þátt í stríðsleikjum eða hernaðarbrölti, heldur dýpka og styrkja norrænt samstarf. Eitt af höfuðeinkennum norrænna velferðaríkja er að borgarar þess búa við frið og öryggi. Stuðningsmenn ríkisstjórnar sem kenna sig við norræna velferð ættu því að fagna samstöðu þessara ríkja um að tryggja öryggi á norðlægum slóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, gagnrýndi ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar um að taka þátt í loftrýmiseftirliti hér á landi í Fréttablaðinu 15. nóvember sl. Það er vissulega rétt hjá Árna Þór að kalda stríðinu lauk með falli Sovétríkjanna í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þrátt fyrir að því sé lokið og nú um stundir sé friðsælt á Norður-Atlantshafi, þá hvarf ekki sú grundvallarskylda íslenskra stjórnvalda að tryggja öryggi og varnir landsins til frambúðar. Markmiðið með samstarfinu er fyrst og fremst að efla öryggi og tryggja sameiginlega hagsmuni svæðisins í heild. Í kalda stríðinu voru Norðurlöndin klofin í afstöðu sinni til öryggis- og varnarmála, sem helgaðist af ólíkri afstöðu þeirra til varnarsamstarfs vestrænna ríkja. Á þessum tíma voru þessi mál ekki rædd á þingum Norðurlandaráðs. Því ber að fagna að þau eru orðin að pólitísku viðfangsefni ríkjanna á þessum vettvangi, þó svo að bæði Svíþjóð og Finnland standi utan Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Aukið samstarf Árið 2009 kynnti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, skýrslu sem hann vann fyrir utanríkisráðherra Norðurlandanna um möguleika á auknu samstarfi þeirra í öryggismálum. Stoltenberg mælti meðal annars með því að löndin hefðu samstarf um loftrýmisgæslu yfir Íslandi, eftirlit með hafsvæðum allt í kringum Norðurlöndin og samstarf í alþjóðaverkefnum. Á undanförnum árum hafa þau aukið samstarf sitt í öryggis- og varnarmálum og bæði Svíar og Finnar hafa starfað náið með NATO á síðustu árum í ýmsum verkefnum, eins og friðargæslu. Með brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli árið 2006 skapaðist öryggistómarúm, þar sem stórt svæði á Norður-Atlantshafi var skilið eftir án reglubundins eftirlits og Ísland var eina þjóðin í NATO sem stóð eftir án loftvarna. Í kjölfarið hófst tímabundin loftrýmisgæsla NATO þjóða á Íslandi í nokkrar vikur í senn. Þessi gæsla gegnir því hlutverki að vera sýnileg vörn sem og æfingar fyrir viðkomandi flugheri. Það er skylda bandalagsins að koma Íslandi til hjálpar ef öryggi þess er ógnað. Því er nauðsynlegt að þau ríki sem kæmu til varnar hafi þekkingu og reynslu af íslenskum aðstæðum.Merkur áfangi Yfirlýsing Finnlands og Svíþjóðar um að taka þátt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi er merkur áfangi í norrænu samstarfi og í fullu samræmi við tillögur Stoltenberg um nánari samvinnu Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum. Ríkin taka þar með þátt í að uppfylla það öryggistómarúm sem myndaðist með brotthvarfi varnarliðsins. Við teljum að Svíar og Finnar séu ekki með þessu framtaki að taka þátt í stríðsleikjum eða hernaðarbrölti, heldur dýpka og styrkja norrænt samstarf. Eitt af höfuðeinkennum norrænna velferðaríkja er að borgarar þess búa við frið og öryggi. Stuðningsmenn ríkisstjórnar sem kenna sig við norræna velferð ættu því að fagna samstöðu þessara ríkja um að tryggja öryggi á norðlægum slóðum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar