Ný dögun – 25 ára sorgarvinna Halldór Reynisson skrifar 3. desember 2012 06:00 Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótímabær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést við erfiðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafnvel ekki nefna upphátt við nokkurn mann. Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi fór þetta að breytast hér á landi. Það gerðist ekki af sjálfu sér frekar en aðrar breytingar á hugarfari heillar þjóðar. Kannski varð það tvennt fremur en annað sem breytti hugarfarinu. Annars vegar komu fram ný viðhorf meðal fagfólks. Það sem menntast hafði erlendis, ekki síst í Vesturheimi kom til baka með ný viðhorf til þess hvernig vinna skyldi úr áföllum og sorg. Heilbrigðisstéttir, sjúkrahúsprestar, sálfræðingar svo að nokkrir faghópar séu nefndir, fengu nýja innsýn í það hvernig styðja skyldi fólk eftir erfiðustu áföll lífsins, t.d. barnsmissi, sjálfsvíg, eða að missa maka í blóma lífsins. Hins vegar, og ekki síður var það hreyfing syrgjenda sjálfra sem breytti hugarfarinu. Einstaklingar sem höfðu orðið fyrir sárum missi fóru að hittast í hópum og styðja hver annan í gegnum áföllin. Sáu það síðan sem spor á sínum bataferli að styðja aðra í sömu sporum. Þessi þróun holdgerðist svo í samtökum fagfólks og syrgjenda til að vinna með sorg og áföll. Þau samtök fengu síðar nafnið Ný dögun en að auki voru stofnuð félög víða um land í kjölfarið með sama markmið að leiðarljósi. Núna 8. desember verður þess einmitt minnst með veglegri dagskrá að Ný dögun er 25 ára. Þau samtök standa að fræðslu um hinar ýmsu hliðar sorgar og sorgarúrvinnslu og bjóða enn fremur upp á stuðningshópa fyrir syrgjendur sjálfa. Og verkefnið tekur aldrei enda því ?mennirnir elska, missa, gráta og sakna? eins og Jóhann Sigurjónsson skáld orðaði harminn. Og sorgin er hvunndagsleg – öll verðum við fyrir áföllum, misþungum þó. Því verður þörfin fyrir stuðning og samlíðan með öðrum ávallt fyrir hendi, þörfin að styðja fólk eftir erfið áföll og sorg. Það gerir samtök eins og Nýja dögun og önnur hliðstæð nauðsynleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótímabær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést við erfiðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafnvel ekki nefna upphátt við nokkurn mann. Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi fór þetta að breytast hér á landi. Það gerðist ekki af sjálfu sér frekar en aðrar breytingar á hugarfari heillar þjóðar. Kannski varð það tvennt fremur en annað sem breytti hugarfarinu. Annars vegar komu fram ný viðhorf meðal fagfólks. Það sem menntast hafði erlendis, ekki síst í Vesturheimi kom til baka með ný viðhorf til þess hvernig vinna skyldi úr áföllum og sorg. Heilbrigðisstéttir, sjúkrahúsprestar, sálfræðingar svo að nokkrir faghópar séu nefndir, fengu nýja innsýn í það hvernig styðja skyldi fólk eftir erfiðustu áföll lífsins, t.d. barnsmissi, sjálfsvíg, eða að missa maka í blóma lífsins. Hins vegar, og ekki síður var það hreyfing syrgjenda sjálfra sem breytti hugarfarinu. Einstaklingar sem höfðu orðið fyrir sárum missi fóru að hittast í hópum og styðja hver annan í gegnum áföllin. Sáu það síðan sem spor á sínum bataferli að styðja aðra í sömu sporum. Þessi þróun holdgerðist svo í samtökum fagfólks og syrgjenda til að vinna með sorg og áföll. Þau samtök fengu síðar nafnið Ný dögun en að auki voru stofnuð félög víða um land í kjölfarið með sama markmið að leiðarljósi. Núna 8. desember verður þess einmitt minnst með veglegri dagskrá að Ný dögun er 25 ára. Þau samtök standa að fræðslu um hinar ýmsu hliðar sorgar og sorgarúrvinnslu og bjóða enn fremur upp á stuðningshópa fyrir syrgjendur sjálfa. Og verkefnið tekur aldrei enda því ?mennirnir elska, missa, gráta og sakna? eins og Jóhann Sigurjónsson skáld orðaði harminn. Og sorgin er hvunndagsleg – öll verðum við fyrir áföllum, misþungum þó. Því verður þörfin fyrir stuðning og samlíðan með öðrum ávallt fyrir hendi, þörfin að styðja fólk eftir erfið áföll og sorg. Það gerir samtök eins og Nýja dögun og önnur hliðstæð nauðsynleg.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar