Ný dögun – 25 ára sorgarvinna Halldór Reynisson skrifar 3. desember 2012 06:00 Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótímabær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést við erfiðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafnvel ekki nefna upphátt við nokkurn mann. Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi fór þetta að breytast hér á landi. Það gerðist ekki af sjálfu sér frekar en aðrar breytingar á hugarfari heillar þjóðar. Kannski varð það tvennt fremur en annað sem breytti hugarfarinu. Annars vegar komu fram ný viðhorf meðal fagfólks. Það sem menntast hafði erlendis, ekki síst í Vesturheimi kom til baka með ný viðhorf til þess hvernig vinna skyldi úr áföllum og sorg. Heilbrigðisstéttir, sjúkrahúsprestar, sálfræðingar svo að nokkrir faghópar séu nefndir, fengu nýja innsýn í það hvernig styðja skyldi fólk eftir erfiðustu áföll lífsins, t.d. barnsmissi, sjálfsvíg, eða að missa maka í blóma lífsins. Hins vegar, og ekki síður var það hreyfing syrgjenda sjálfra sem breytti hugarfarinu. Einstaklingar sem höfðu orðið fyrir sárum missi fóru að hittast í hópum og styðja hver annan í gegnum áföllin. Sáu það síðan sem spor á sínum bataferli að styðja aðra í sömu sporum. Þessi þróun holdgerðist svo í samtökum fagfólks og syrgjenda til að vinna með sorg og áföll. Þau samtök fengu síðar nafnið Ný dögun en að auki voru stofnuð félög víða um land í kjölfarið með sama markmið að leiðarljósi. Núna 8. desember verður þess einmitt minnst með veglegri dagskrá að Ný dögun er 25 ára. Þau samtök standa að fræðslu um hinar ýmsu hliðar sorgar og sorgarúrvinnslu og bjóða enn fremur upp á stuðningshópa fyrir syrgjendur sjálfa. Og verkefnið tekur aldrei enda því ?mennirnir elska, missa, gráta og sakna? eins og Jóhann Sigurjónsson skáld orðaði harminn. Og sorgin er hvunndagsleg – öll verðum við fyrir áföllum, misþungum þó. Því verður þörfin fyrir stuðning og samlíðan með öðrum ávallt fyrir hendi, þörfin að styðja fólk eftir erfið áföll og sorg. Það gerir samtök eins og Nýja dögun og önnur hliðstæð nauðsynleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sú var tíðin hér á landi að fólki var kennt að bera harm sinn í hljóði. Svipleg, ótímabær dauðsföll voru ekki rædd, dauðinn var feimnismál. Stundum var eins og það fólk hefði aldrei verið til sem lést við erfiðar aðstæður. Nafn hins látna mátti jafnvel ekki nefna upphátt við nokkurn mann. Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi fór þetta að breytast hér á landi. Það gerðist ekki af sjálfu sér frekar en aðrar breytingar á hugarfari heillar þjóðar. Kannski varð það tvennt fremur en annað sem breytti hugarfarinu. Annars vegar komu fram ný viðhorf meðal fagfólks. Það sem menntast hafði erlendis, ekki síst í Vesturheimi kom til baka með ný viðhorf til þess hvernig vinna skyldi úr áföllum og sorg. Heilbrigðisstéttir, sjúkrahúsprestar, sálfræðingar svo að nokkrir faghópar séu nefndir, fengu nýja innsýn í það hvernig styðja skyldi fólk eftir erfiðustu áföll lífsins, t.d. barnsmissi, sjálfsvíg, eða að missa maka í blóma lífsins. Hins vegar, og ekki síður var það hreyfing syrgjenda sjálfra sem breytti hugarfarinu. Einstaklingar sem höfðu orðið fyrir sárum missi fóru að hittast í hópum og styðja hver annan í gegnum áföllin. Sáu það síðan sem spor á sínum bataferli að styðja aðra í sömu sporum. Þessi þróun holdgerðist svo í samtökum fagfólks og syrgjenda til að vinna með sorg og áföll. Þau samtök fengu síðar nafnið Ný dögun en að auki voru stofnuð félög víða um land í kjölfarið með sama markmið að leiðarljósi. Núna 8. desember verður þess einmitt minnst með veglegri dagskrá að Ný dögun er 25 ára. Þau samtök standa að fræðslu um hinar ýmsu hliðar sorgar og sorgarúrvinnslu og bjóða enn fremur upp á stuðningshópa fyrir syrgjendur sjálfa. Og verkefnið tekur aldrei enda því ?mennirnir elska, missa, gráta og sakna? eins og Jóhann Sigurjónsson skáld orðaði harminn. Og sorgin er hvunndagsleg – öll verðum við fyrir áföllum, misþungum þó. Því verður þörfin fyrir stuðning og samlíðan með öðrum ávallt fyrir hendi, þörfin að styðja fólk eftir erfið áföll og sorg. Það gerir samtök eins og Nýja dögun og önnur hliðstæð nauðsynleg.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun