Bréf ykkar veittu mér frelsi Birtukan Mideksa skrifar 4. desember 2012 06:00 Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur. Þess vegna bið ég ykkur um að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International og veita þeim von sem búa við mannréttindabrot um heim allan. Ef þú heldur að það sé gamaldags að skrifa bréf og tilgangslaust að setja blek á blað á tímum Facebook og Twitter, skaltu hugsa um sögu mína. Ég heiti Birtukan Mideksa og bréf ykkar færðu mér frelsi. Ég eygði eitt sinn enga von um frelsi. Ég er einstæð móðir og fyrrum leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Eþíópíu. Ég var handtekin árið 2005 og dæmd í lífstíðarfangelsi eftir að flokkur minn tók þátt í mótmælum í kjölfar kosninga í landinu. Ég framdi engan glæp. Ráðist var gegn mér fyrir það eitt að ég tjáði pólitískar skoðanir mínar með friðsamlegum hætti. Í raun er ég heppin að vera á lífi: Öryggissveitir brugðust við mótmælunum með því að drepa 187 manns og særa 765 til viðbótar.Í einangrun í mánuði Þú getur hjálpað til við að frelsa aðra pólitíska fanga eins og mig. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty, stærsta bréfamaraþoni í heimi. Þar geturðu brugðist við vegna 11 áríðandi mála, sem þurfa á athygli okkar að halda. Stjórnvöld í Eþíópíu héldu að þau gætu bælt andóf með því að læsa andstæðinga sína inni um ókomna tíð. Ég hafði verið í einangrun í Kaliti-fangelsi svo mánuðum skipti þegar þátttakendur í bréfamaraþoni Amnesty komu mér til hjálpar. Þúsundir einstaklinga kröfðust þess að ég hlyti frelsi. Bréf ykkar vernduðu mig á versta tímabili ævi minnar. Þið voruð rödd mín þegar rödd mín heyrðist ekki. Bréf ykkar héldu voninni lifandi þegar neyðin var mest. Það er Amnesty International að þakka að ég hlaut frelsi í október 2010. Ég er svo þakklát fyrir bréf ykkar og aðgerðir í mína þágu. Ég hvet ykkur til að halda áfram lífsbjargarverkum ykkar. Nánari upplýsingar:Bréfamaraþonið fer fram dagana 6. til 15. desember víðs vegar um landið. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin kort til stjórnvalda verða á öllum þeim 11 stöðum sem bréfamaraþonið fer fram. Þú þarft aðeins að finna þann stað sem er næstur þér og nýta nafn þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Einnig er í boði að senda stuðningskveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota og þannig veita þeim von eins og Birtukan Mideksu. Bréf þín eru öflugri en þú heldur. Allar nánari upplýsingar um hvar bréfamaraþonið fer fram er að finna á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International, www.amnesty.is. Bryndís Bjarnadóttir herferða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er sönnun þess að bréf ykkar bera árangur. Þess vegna bið ég ykkur um að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International og veita þeim von sem búa við mannréttindabrot um heim allan. Ef þú heldur að það sé gamaldags að skrifa bréf og tilgangslaust að setja blek á blað á tímum Facebook og Twitter, skaltu hugsa um sögu mína. Ég heiti Birtukan Mideksa og bréf ykkar færðu mér frelsi. Ég eygði eitt sinn enga von um frelsi. Ég er einstæð móðir og fyrrum leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Eþíópíu. Ég var handtekin árið 2005 og dæmd í lífstíðarfangelsi eftir að flokkur minn tók þátt í mótmælum í kjölfar kosninga í landinu. Ég framdi engan glæp. Ráðist var gegn mér fyrir það eitt að ég tjáði pólitískar skoðanir mínar með friðsamlegum hætti. Í raun er ég heppin að vera á lífi: Öryggissveitir brugðust við mótmælunum með því að drepa 187 manns og særa 765 til viðbótar.Í einangrun í mánuði Þú getur hjálpað til við að frelsa aðra pólitíska fanga eins og mig. Taktu þátt í bréfamaraþoni Amnesty, stærsta bréfamaraþoni í heimi. Þar geturðu brugðist við vegna 11 áríðandi mála, sem þurfa á athygli okkar að halda. Stjórnvöld í Eþíópíu héldu að þau gætu bælt andóf með því að læsa andstæðinga sína inni um ókomna tíð. Ég hafði verið í einangrun í Kaliti-fangelsi svo mánuðum skipti þegar þátttakendur í bréfamaraþoni Amnesty komu mér til hjálpar. Þúsundir einstaklinga kröfðust þess að ég hlyti frelsi. Bréf ykkar vernduðu mig á versta tímabili ævi minnar. Þið voruð rödd mín þegar rödd mín heyrðist ekki. Bréf ykkar héldu voninni lifandi þegar neyðin var mest. Það er Amnesty International að þakka að ég hlaut frelsi í október 2010. Ég er svo þakklát fyrir bréf ykkar og aðgerðir í mína þágu. Ég hvet ykkur til að halda áfram lífsbjargarverkum ykkar. Nánari upplýsingar:Bréfamaraþonið fer fram dagana 6. til 15. desember víðs vegar um landið. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin kort til stjórnvalda verða á öllum þeim 11 stöðum sem bréfamaraþonið fer fram. Þú þarft aðeins að finna þann stað sem er næstur þér og nýta nafn þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Einnig er í boði að senda stuðningskveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota og þannig veita þeim von eins og Birtukan Mideksu. Bréf þín eru öflugri en þú heldur. Allar nánari upplýsingar um hvar bréfamaraþonið fer fram er að finna á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International, www.amnesty.is. Bryndís Bjarnadóttir herferða- og aðgerðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar