Eignir eldri hafa rýrnað Haraldur Sveinbjörnsson skrifar 4. desember 2012 06:00 Ég er sammála því að það er óeðlilegt að kenna heilu kynslóðunum um hrunið og einnig því að margir af kynslóð okkar Sighvats Björgvinssonar bera mikla ábyrgð á því hvernig fór. Þetta er þó engin afsökun fyrir því að koma með villandi staðhæfingar um hvernig mismunandi kynslóðir fóru út úr hruninu fjárhagslega. Samkvæmt greinKarls Sigfússonar í Fréttablaðinu kemur fram að hrein eign 31-45 ára Íslendinga lækkaði úr 137 milljörðum í -8 milljarða frá 2006 til 2011, en hækkaði frá 512 milljörðum í 684 milljarða hjá 61-75 ára. Við þetta er það að athuga að íslenska krónan er gjörsamlega ónothæf til að bera saman upphæðir á mismunandi tímum. T.d. fékk ég þegar ég kom frá námi 140 kr./mánuði (14.000 gamlar krónur). Laun hafa að vísu hækkað nokkuð að raunvirði síðan, en verðlag hefur nær 1.700-faldast. Einnig er ekki tekið tillit til fjölda þeirra sem eiga þessar eignir, en í eldri aldurshópnum hefur fjölgað um 17% á þessu tímabili. Ef tekið er tillit til þessa og reiknað í vkr.’11 (þetta er uppástunga mín um hvernig megi rita krónur leiðréttar til verðlags 2011) fæst eftirfarandi í milljónum á mann í hreinni eign: Eins og sést af þessu hafa eignir eldri kynslóðarinnar rýrnað um 75% hærri upphæð á mann en þeirrar yngri. Eignin hjá þeim eldri hefur rýrnað um 22%, en ekki aukist um 34% eins og haldið er fram í greininni. Vissulega er vandi yngri kynslóðarinnar mikill, sérstaklega þeirra sem keyptu sér húsnæði þegar húsnæðisverð og vextir voru hvað hæstir, en ekki má gleyma því að þeir hafa megnið af starfsævinni fram undan og hafa því möguleika á að bæta fjárhagsstöðu sína, en hinir eru að ljúka starfsævinni eða hafa þegar lokið henni og þurfa þá að ganga á eigur sínar. Einnig hafa lífeyrissjóðir farið mjög illa út úr kreppunni og það kemur verr við eldri kynslóðina, þar sem eign hennar í lífeyrissjóðunum er meiri, og þeir yngri hafa langan tíma fram undan til að bæta sín réttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er sammála því að það er óeðlilegt að kenna heilu kynslóðunum um hrunið og einnig því að margir af kynslóð okkar Sighvats Björgvinssonar bera mikla ábyrgð á því hvernig fór. Þetta er þó engin afsökun fyrir því að koma með villandi staðhæfingar um hvernig mismunandi kynslóðir fóru út úr hruninu fjárhagslega. Samkvæmt greinKarls Sigfússonar í Fréttablaðinu kemur fram að hrein eign 31-45 ára Íslendinga lækkaði úr 137 milljörðum í -8 milljarða frá 2006 til 2011, en hækkaði frá 512 milljörðum í 684 milljarða hjá 61-75 ára. Við þetta er það að athuga að íslenska krónan er gjörsamlega ónothæf til að bera saman upphæðir á mismunandi tímum. T.d. fékk ég þegar ég kom frá námi 140 kr./mánuði (14.000 gamlar krónur). Laun hafa að vísu hækkað nokkuð að raunvirði síðan, en verðlag hefur nær 1.700-faldast. Einnig er ekki tekið tillit til fjölda þeirra sem eiga þessar eignir, en í eldri aldurshópnum hefur fjölgað um 17% á þessu tímabili. Ef tekið er tillit til þessa og reiknað í vkr.’11 (þetta er uppástunga mín um hvernig megi rita krónur leiðréttar til verðlags 2011) fæst eftirfarandi í milljónum á mann í hreinni eign: Eins og sést af þessu hafa eignir eldri kynslóðarinnar rýrnað um 75% hærri upphæð á mann en þeirrar yngri. Eignin hjá þeim eldri hefur rýrnað um 22%, en ekki aukist um 34% eins og haldið er fram í greininni. Vissulega er vandi yngri kynslóðarinnar mikill, sérstaklega þeirra sem keyptu sér húsnæði þegar húsnæðisverð og vextir voru hvað hæstir, en ekki má gleyma því að þeir hafa megnið af starfsævinni fram undan og hafa því möguleika á að bæta fjárhagsstöðu sína, en hinir eru að ljúka starfsævinni eða hafa þegar lokið henni og þurfa þá að ganga á eigur sínar. Einnig hafa lífeyrissjóðir farið mjög illa út úr kreppunni og það kemur verr við eldri kynslóðina, þar sem eign hennar í lífeyrissjóðunum er meiri, og þeir yngri hafa langan tíma fram undan til að bæta sín réttindi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar