Refaveiðar – vannýtt tekjulind Steinþór Einarsson skrifar 6. desember 2012 06:00 Ég greip með mér Bændablaðið um daginn þar sem ég var á ferðinni um Suðurland og meðal fjölda áhugaverðra greina í blaðinu var tilskrif fjárbóndans og alþingismannsins Ásmundar Einars Daðasonar þar sem hann snuprar fyrrum samflokksmann sinn í Vinstri grænum, Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, fyrir skilningsleysi og fálæti í garð landbúnaðar og landsbyggðar. Erindið við ráðherra er fjölgun heimskautarefsins og niðurskurður opinberra aðila á fjármunum til refaveiða. Eina lausnin á þessum „vanda“ sem fjárbóndinn og þingmaðurinn bendir á er aukin útgjöld úr tómum sjóðum opinberra aðila, sveitarfélaga og ríkis. Eins og endranær sjá sauðfjárbændur enga aðra leið til þess að fjármagna og tryggja framleiðslu sína aðra en þá að auka útgjöld hins opinbera og þar er þingmaðurinn framarlega í flokki.Íslenski refurinn – einstakt spendýr Fyrir rúmum ellefu hundruð árum hófst hér innrás bænda til Íslands frá löndunum í kringum okkur. Þeir komu siglandi yfir hafið með búfénað sinn, kýr, svín, hesta, kindur, hænsn og hunda frá Noregi en frá Írlandi er talið að kötturinn hafi komið og meirihluti kvenna einnig. Þegar þessi innrás hófst var aðeins eitt spendýr hér til staðar, íslenski refurinn. Hann hafði komist á einhvern undraverðan hátt til þessarar fjarlægu og einangruðu eldfjallaeyjar í norðurhöfum, náð að festa hér rætur og mynda sín óðul víðs vegar um landið. Væntanlega komist vel af á sjálfbæran hátt í góðum tengslum við náttúruna, fuglana og fiskinn sem hér ríktu einnig í þá tíð. Fyrstu árhundruðin gengu vel í sátt og samlyndi við bændur þessa lands þar sem nóg var að bíta og brenna fyrir alla. Líkindi eru leidd að því að fyrstu árhundruð landnáms hafi aðallega verið stunduð hér nautgriparækt í bland við svínahald og sauðfjárbúskap og hesturinn var að sjálfsögðu þarfasti þjónninn.Sauðkindin tekur yfir Á miðöldum fer að halla undan fæti í þeim landbúnaði sem verið hafði frá landnámi Íslands, er loftslag kólnaði og svo kölluð „litla ísöld“ hóf innreið sína á norðurslóð. Akuryrkja leggst af, nautgriparækt snarminnkar, svínarækt hverfur og sauðkindin og sauðfjárrækt tekur yfir og verður stærsta búgreinin á Íslandi næstu hundruð árin með gífurlegum áhrifum á gróðurfar landsins. Og nú fer að sverfa að hjá frumbyggjanum ferfætta á Íslandi. Litlu sætu lömbin eru girnilegur fengur í svangan skolt í harðbýlu landi á „litlu ísöld“. Og nú bætist við að refurinn er hundeltur af sínum skæðasta óvini, sauðfjárbóndanum, og það tekst með samstilltu átaki og töluverðu fjármagni frá hinu opinbera að halda honum í skefjum. En skyndilega sverfur að í mannheimum, kreppa skellur á og opinbert fé liggur ekki lengur á lausu til refaveiða og sauðfjárbóndinn Ásmundur Einar rekur upp ramakvein og snuprar, flokksfélagann fyrrverandi, umhverfisráðherra fyrir fjandsamlegt viðmót við landsbyggðarfólk.Hættum niðurgreiðslum Nú er lag til þess að hætta þessum gegndarlausu niðurgreiðslum til sauðfjárbænda. Ferðamönnum snarfjölgar og þá þarf að fæða og klæða og hafa ofan fyrir þeim. Hvað er betra en blessað lambakjötið og hlýja og einstaka ullin sem notuð er sem aldrei fyrr til þess að fullnægja þörfinni fyrir túristapeysur, vettlinga og sokka. Allt rennur þetta út eins og bráðið smér. Eitthvað hlýtur þessi aukna eftirspurn eftir ullarvörum og stóraukin sala á íslenskri kjötsúpu að færa sauðfjárbændum í aðra hönd? Þá má ekki láta hjá líða að nefna aukabúgreinarnar sem hafa vaxið og dafnað á allra síðustu árum og áratugum og tengjast ferðamönnum, hér á ég við ýmsar veiðar svo sem á laxi, silungi, fugli og hreindýrum. Hér er tekjulind á ferð sem veltir miklum upphæðum.Ný tekjulind Og hér kem ég að þeirri lausn sem mér datt í hug fyrir Ásmund Einar og aðra sauðfjárbændur. Það er sala á refaveiðileyfum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að stór hópur erlendra og innlendra veiðimanna er tilbúinn til þess að greiða álitlega upphæð fyrir það að komast á fjöll og skjóta ref. Það þarf ekki að leita langt að fyrirmyndum þar sem refaveiðar hafa verið stundaðar sem sport um aldir. Handan Atlantsála í Bretlandi höfum við góð dæmi um það. Ég skora á Ásmund Einar að gaumgæfa þessa hugmynd alvarlega. Með henni eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Atvinnusköpun og tekjuöflun ásamt því að refastofninum yrði haldið í réttri stærð. Mesta hættan er sú að þetta verði svo vinsælar veiðar að íslenski refurinn og frumbyggi Íslands yrði í útrýmingarhættu. En ég treysti Svandísi fullkomlega til þess að standa vörð um að svo verði ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég greip með mér Bændablaðið um daginn þar sem ég var á ferðinni um Suðurland og meðal fjölda áhugaverðra greina í blaðinu var tilskrif fjárbóndans og alþingismannsins Ásmundar Einars Daðasonar þar sem hann snuprar fyrrum samflokksmann sinn í Vinstri grænum, Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, fyrir skilningsleysi og fálæti í garð landbúnaðar og landsbyggðar. Erindið við ráðherra er fjölgun heimskautarefsins og niðurskurður opinberra aðila á fjármunum til refaveiða. Eina lausnin á þessum „vanda“ sem fjárbóndinn og þingmaðurinn bendir á er aukin útgjöld úr tómum sjóðum opinberra aðila, sveitarfélaga og ríkis. Eins og endranær sjá sauðfjárbændur enga aðra leið til þess að fjármagna og tryggja framleiðslu sína aðra en þá að auka útgjöld hins opinbera og þar er þingmaðurinn framarlega í flokki.Íslenski refurinn – einstakt spendýr Fyrir rúmum ellefu hundruð árum hófst hér innrás bænda til Íslands frá löndunum í kringum okkur. Þeir komu siglandi yfir hafið með búfénað sinn, kýr, svín, hesta, kindur, hænsn og hunda frá Noregi en frá Írlandi er talið að kötturinn hafi komið og meirihluti kvenna einnig. Þegar þessi innrás hófst var aðeins eitt spendýr hér til staðar, íslenski refurinn. Hann hafði komist á einhvern undraverðan hátt til þessarar fjarlægu og einangruðu eldfjallaeyjar í norðurhöfum, náð að festa hér rætur og mynda sín óðul víðs vegar um landið. Væntanlega komist vel af á sjálfbæran hátt í góðum tengslum við náttúruna, fuglana og fiskinn sem hér ríktu einnig í þá tíð. Fyrstu árhundruðin gengu vel í sátt og samlyndi við bændur þessa lands þar sem nóg var að bíta og brenna fyrir alla. Líkindi eru leidd að því að fyrstu árhundruð landnáms hafi aðallega verið stunduð hér nautgriparækt í bland við svínahald og sauðfjárbúskap og hesturinn var að sjálfsögðu þarfasti þjónninn.Sauðkindin tekur yfir Á miðöldum fer að halla undan fæti í þeim landbúnaði sem verið hafði frá landnámi Íslands, er loftslag kólnaði og svo kölluð „litla ísöld“ hóf innreið sína á norðurslóð. Akuryrkja leggst af, nautgriparækt snarminnkar, svínarækt hverfur og sauðkindin og sauðfjárrækt tekur yfir og verður stærsta búgreinin á Íslandi næstu hundruð árin með gífurlegum áhrifum á gróðurfar landsins. Og nú fer að sverfa að hjá frumbyggjanum ferfætta á Íslandi. Litlu sætu lömbin eru girnilegur fengur í svangan skolt í harðbýlu landi á „litlu ísöld“. Og nú bætist við að refurinn er hundeltur af sínum skæðasta óvini, sauðfjárbóndanum, og það tekst með samstilltu átaki og töluverðu fjármagni frá hinu opinbera að halda honum í skefjum. En skyndilega sverfur að í mannheimum, kreppa skellur á og opinbert fé liggur ekki lengur á lausu til refaveiða og sauðfjárbóndinn Ásmundur Einar rekur upp ramakvein og snuprar, flokksfélagann fyrrverandi, umhverfisráðherra fyrir fjandsamlegt viðmót við landsbyggðarfólk.Hættum niðurgreiðslum Nú er lag til þess að hætta þessum gegndarlausu niðurgreiðslum til sauðfjárbænda. Ferðamönnum snarfjölgar og þá þarf að fæða og klæða og hafa ofan fyrir þeim. Hvað er betra en blessað lambakjötið og hlýja og einstaka ullin sem notuð er sem aldrei fyrr til þess að fullnægja þörfinni fyrir túristapeysur, vettlinga og sokka. Allt rennur þetta út eins og bráðið smér. Eitthvað hlýtur þessi aukna eftirspurn eftir ullarvörum og stóraukin sala á íslenskri kjötsúpu að færa sauðfjárbændum í aðra hönd? Þá má ekki láta hjá líða að nefna aukabúgreinarnar sem hafa vaxið og dafnað á allra síðustu árum og áratugum og tengjast ferðamönnum, hér á ég við ýmsar veiðar svo sem á laxi, silungi, fugli og hreindýrum. Hér er tekjulind á ferð sem veltir miklum upphæðum.Ný tekjulind Og hér kem ég að þeirri lausn sem mér datt í hug fyrir Ásmund Einar og aðra sauðfjárbændur. Það er sala á refaveiðileyfum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að stór hópur erlendra og innlendra veiðimanna er tilbúinn til þess að greiða álitlega upphæð fyrir það að komast á fjöll og skjóta ref. Það þarf ekki að leita langt að fyrirmyndum þar sem refaveiðar hafa verið stundaðar sem sport um aldir. Handan Atlantsála í Bretlandi höfum við góð dæmi um það. Ég skora á Ásmund Einar að gaumgæfa þessa hugmynd alvarlega. Með henni eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Atvinnusköpun og tekjuöflun ásamt því að refastofninum yrði haldið í réttri stærð. Mesta hættan er sú að þetta verði svo vinsælar veiðar að íslenski refurinn og frumbyggi Íslands yrði í útrýmingarhættu. En ég treysti Svandísi fullkomlega til þess að standa vörð um að svo verði ekki.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar