Opið bréf til þingmanna Kristófer Sigurðsson skrifar 6. desember 2012 06:00 Ágætu þingmenn Guðrún Erlingsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir. Ég vil byrja á að fagna áhuganum sem þið sýnið heildrænum meðferðum með nýlegri þingsályktunartillögu ykkar. Það er sannarlega kominn tími til að auka vitund og virðingu samfélagsins fyrir heildrænni meðferð. Sú hugmynd að meginþorra heilsuvandamála þeirra er mannfólk hrjáir megi einangra niður á einhverja mekaník og meðhöndla með einni góðri pillu hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Ég vil þó leggja til aðra sýn á þetta.Af andlegum toga Lög um heilbrigðisþjónustu taka fram að hún sé til þess að annast líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Þessi skilgreining er afar lýsandi. Rannsóknir hafa verið gerðar á þeim vandamálum sem fólk ber undir lækna. Rannsóknirnar sýna að stór hluti vandamálanna snýr að sálarlífinu. Menntun lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks er því, eðlilega, afar miðuð að því að geta hlúð að andlegri heilsu. Læknar veita oft meðferð sem snýst eingöngu um að hlusta og sýna fólki skilning. Margoft hef ég veitt og oftar séð aðra veita meðferð sem felst einkum í ráðleggingum frekar en inngripum eða lyfjum. Margir læknar hafa mikla menntun og reynslu í samtalsmeðferðum og meðferð blandaðra andlegra, líkamlegra og félagslegra vandamála. Hér má nefna heimilislækna, krabbameinslækna, öldrunarlækna og geðlækna. Læknar hafa margt fleira í boði en lyf. Oft felst læknismeðferð í næringarráðgjöf, hvatningu og eftirfylgd, að því ógleymdu þegar ráðleggingin er að bíða og láta líkamann laga þetta sjálfan. Heilbrigðiskerfið er aukinheldur mun meira en bara læknar. Innan þess vinna margar ólíkar fagstéttir saman að því markmiði að hlúa að velferð skjólstæðinganna. Hjúkrunarfræðingar hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess með alúð sinni, hlýlegri aðhlynningu á erfiðum stundum og einstaklingsbundinni nálgun á vandamál. Þeir hafa gefið fólki með hin ýmsu vandamál kost á að lifa lífi sínu á sínum forsendum. Sálfræðingar hafa lengi verið til og styrkjast stöðugt. Með sífelldri þróun á aðferðum hafa þeir tryggt stöðu sína í framlínu heilbrigðiskerfisins. Sjúkraþjálfarar eru gífurlega mikilvæg stétt sem sérhæfir sig m.a. í stoðkerfisvandamálum og veitir meðferðir, ráðleggingar og aðra aðstoð við endurhæfingu, styrkingu, uppbyggingu og fleira, bæði hvað varðar vöðva og bein, en einnig hjarta, lungu og fleira. Læknar leiða gjarnan teymisvinnuna, greina vandamálið, kalla inn samstarfsfólk sitt úr öðrum stéttum og stjórna meðferðinni. Heilbrigðiskerfið er samansett úr mörgum ólíkum fagstéttum sem skarast verulega, en eru vel menntaður hópur sem veitir fjölbreytilega þjónustu í átt að sameiginlegu markmiði. Þjónustan föst í gömlum bókum! Þetta er alrangt. Á síðustu áratugum hafa margar nýjar stéttir bæst við með afar mismunandi aðferðafræði. Hér má nefna félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og fleiri. Bæði „nýju“ stéttirnar og þær „gömlu“ brydda svo sífellt upp á einhverju nýju. Kenningar breytast í takt við nýja þekkingu. Sálfræðingar komu t.d. sterkir inn með hugræna atferlismeðferð (HAM), sönnuðu rækilega að hún virkar og unnu henni fljótlega sterkan sess. Fjölskylduhjúkrun er spennandi svið sem mikið er talað um. Annað nýtt og spennandi er meðferð lífstílssjúkdóma hjá næringarfræðingum, íþróttafræðingum og sjúkraþjálfurum í samstarfi við lækna. Vafalítið munum við halda áfram að sjá fleiri heilbrigðisstéttir með nýjar og spennandi nálganir. Við tökum slíkum nýjungum áfram með opnum örmum, ef nýjungarnar geta sýnt fram á öryggi sitt og notagildi á vísindalegan hátt.Hvernig má bæta þjónustuna? Því skal alls ekki neitað að margt þarf að gera til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Það þarf að efla frumheilsugæslu. Í dag eru 50.000 Íslendingar án heimilislæknis. Efla þarf verulega þátttöku kerfisins í kostnaði við aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem veitt er á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Hér ber einna helst að nefna þá þjónustu sem sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og tannlæknar veita. Sjúkrahúsin eru undirmönnuð og reiða sig á gjafafé til að útvega sér límband á tæki sem eru að hruni komin. Það sem á ekki að gera er að trana fram aðferðum sem ekki hafa sýnt fram á gildi sitt nema síður sé, svokallaðra græðara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ágætu þingmenn Guðrún Erlingsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir. Ég vil byrja á að fagna áhuganum sem þið sýnið heildrænum meðferðum með nýlegri þingsályktunartillögu ykkar. Það er sannarlega kominn tími til að auka vitund og virðingu samfélagsins fyrir heildrænni meðferð. Sú hugmynd að meginþorra heilsuvandamála þeirra er mannfólk hrjáir megi einangra niður á einhverja mekaník og meðhöndla með einni góðri pillu hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Ég vil þó leggja til aðra sýn á þetta.Af andlegum toga Lög um heilbrigðisþjónustu taka fram að hún sé til þess að annast líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Þessi skilgreining er afar lýsandi. Rannsóknir hafa verið gerðar á þeim vandamálum sem fólk ber undir lækna. Rannsóknirnar sýna að stór hluti vandamálanna snýr að sálarlífinu. Menntun lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks er því, eðlilega, afar miðuð að því að geta hlúð að andlegri heilsu. Læknar veita oft meðferð sem snýst eingöngu um að hlusta og sýna fólki skilning. Margoft hef ég veitt og oftar séð aðra veita meðferð sem felst einkum í ráðleggingum frekar en inngripum eða lyfjum. Margir læknar hafa mikla menntun og reynslu í samtalsmeðferðum og meðferð blandaðra andlegra, líkamlegra og félagslegra vandamála. Hér má nefna heimilislækna, krabbameinslækna, öldrunarlækna og geðlækna. Læknar hafa margt fleira í boði en lyf. Oft felst læknismeðferð í næringarráðgjöf, hvatningu og eftirfylgd, að því ógleymdu þegar ráðleggingin er að bíða og láta líkamann laga þetta sjálfan. Heilbrigðiskerfið er aukinheldur mun meira en bara læknar. Innan þess vinna margar ólíkar fagstéttir saman að því markmiði að hlúa að velferð skjólstæðinganna. Hjúkrunarfræðingar hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess með alúð sinni, hlýlegri aðhlynningu á erfiðum stundum og einstaklingsbundinni nálgun á vandamál. Þeir hafa gefið fólki með hin ýmsu vandamál kost á að lifa lífi sínu á sínum forsendum. Sálfræðingar hafa lengi verið til og styrkjast stöðugt. Með sífelldri þróun á aðferðum hafa þeir tryggt stöðu sína í framlínu heilbrigðiskerfisins. Sjúkraþjálfarar eru gífurlega mikilvæg stétt sem sérhæfir sig m.a. í stoðkerfisvandamálum og veitir meðferðir, ráðleggingar og aðra aðstoð við endurhæfingu, styrkingu, uppbyggingu og fleira, bæði hvað varðar vöðva og bein, en einnig hjarta, lungu og fleira. Læknar leiða gjarnan teymisvinnuna, greina vandamálið, kalla inn samstarfsfólk sitt úr öðrum stéttum og stjórna meðferðinni. Heilbrigðiskerfið er samansett úr mörgum ólíkum fagstéttum sem skarast verulega, en eru vel menntaður hópur sem veitir fjölbreytilega þjónustu í átt að sameiginlegu markmiði. Þjónustan föst í gömlum bókum! Þetta er alrangt. Á síðustu áratugum hafa margar nýjar stéttir bæst við með afar mismunandi aðferðafræði. Hér má nefna félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og fleiri. Bæði „nýju“ stéttirnar og þær „gömlu“ brydda svo sífellt upp á einhverju nýju. Kenningar breytast í takt við nýja þekkingu. Sálfræðingar komu t.d. sterkir inn með hugræna atferlismeðferð (HAM), sönnuðu rækilega að hún virkar og unnu henni fljótlega sterkan sess. Fjölskylduhjúkrun er spennandi svið sem mikið er talað um. Annað nýtt og spennandi er meðferð lífstílssjúkdóma hjá næringarfræðingum, íþróttafræðingum og sjúkraþjálfurum í samstarfi við lækna. Vafalítið munum við halda áfram að sjá fleiri heilbrigðisstéttir með nýjar og spennandi nálganir. Við tökum slíkum nýjungum áfram með opnum örmum, ef nýjungarnar geta sýnt fram á öryggi sitt og notagildi á vísindalegan hátt.Hvernig má bæta þjónustuna? Því skal alls ekki neitað að margt þarf að gera til að bæta heilbrigðisþjónustuna. Það þarf að efla frumheilsugæslu. Í dag eru 50.000 Íslendingar án heimilislæknis. Efla þarf verulega þátttöku kerfisins í kostnaði við aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem veitt er á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Hér ber einna helst að nefna þá þjónustu sem sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og tannlæknar veita. Sjúkrahúsin eru undirmönnuð og reiða sig á gjafafé til að útvega sér límband á tæki sem eru að hruni komin. Það sem á ekki að gera er að trana fram aðferðum sem ekki hafa sýnt fram á gildi sitt nema síður sé, svokallaðra græðara.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar