Skógrækt bætir lífsgæði Einar Jónsson skrifar 4. desember 2012 06:00 Ræktun útivistarskóga í grennd við þéttbýli hefur verið eitt helsta verkefni skógræktarfélaganna í gegnum tíðina og blasir árangurinn nú við víða um land. Í útmörkum höfuðborgarsvæðisins og við fjölmörg þorp og bæi standa myndarlegir skógarreitir sem bera öflugu starfi fyrri kynslóða skógræktarmanna fagurt vitni. Skógarnir eru sannkallaðir sælureitir í augum íbúa þar sem þeir geta stundað fjölbreytta útivist, gert sér glaðan dag með vinum og fjölskyldu eða fundið frið og ró í faðmi náttúrunnar. Fólk kann að meta skógana enda stuðla slíkar gróðurvinjar, í og við þéttbýli, að líkamlegri sem andlegri vellíðan.Skapa skjól fyrir byggð Skógrækt í grennd við þéttbýli hefur einnig góð áhrif á umhverfið og bætir með því enn frekar lífsgæði íbúa. Skógarnir skapa skjól fyrir veðri og vindum og með markvissri ræktun skógarreita og skjólbelta má jafnvel draga verulega úr vindálagi í nærliggjandi byggðum. Skógrækt er jafnframt sterkasta vopnið í baráttunni gegn uppblæstri og gróðureyðingu. Þessa sér nú þegar víða stað á umráðasvæðum skógræktarfélaganna þar sem fjölbreyttur gróður hefur tekið við af örfoka melum og uppblásnum rofabörðum. Jafnframt stuðlar skógræktin að bættum vatnsbúskap, bindur koltvísýring úr andrúmslofti og fegrar umhverfið svo fátt eitt sé nefnt.Jólatrjáasala styrkir skógrækt Það krefst mikillar þolinmæði, umönnunar og alúðar að rækta góðan útivistarskóg. Hirða þarf um skóginn og grisja og byggja upp aðstöðu ásamt því að leggja stíga og vegi til að fólk fái notið hans betur. Öllum þessum þáttum sinna skógræktarfélögin í landinu í góðri samvinnu við sveitarfélögin. Umhirðunni fylgir talsverður kostnaður sem skógræktarfélögin standa að miklu leyti straum af sjálf. Til að mæta honum hafa sum þeirra gripið til þess ráðs að selja jólatré, ýmist til annarra söluaðila eða á eigin vegum. Mörg félög bjóða fólki að koma í skóginn og höggva tré að eigin vali og eru slíkar heimsóknir orðnar ómissandi liður í jólaundirbúningi margra fjölskyldna. Ætla má að fyrir hvert selt tré sem skógræktarfélögin selja sé hægt að gróðursetja 30-40 ný tré. Með því að kaupa jólatré af skógræktarfélögum stuðlar fólk því að ræktun útivistarskóga í heimabyggð sinni og þar með að bættum lífsgæðum fyrir sig og afkomendur sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ræktun útivistarskóga í grennd við þéttbýli hefur verið eitt helsta verkefni skógræktarfélaganna í gegnum tíðina og blasir árangurinn nú við víða um land. Í útmörkum höfuðborgarsvæðisins og við fjölmörg þorp og bæi standa myndarlegir skógarreitir sem bera öflugu starfi fyrri kynslóða skógræktarmanna fagurt vitni. Skógarnir eru sannkallaðir sælureitir í augum íbúa þar sem þeir geta stundað fjölbreytta útivist, gert sér glaðan dag með vinum og fjölskyldu eða fundið frið og ró í faðmi náttúrunnar. Fólk kann að meta skógana enda stuðla slíkar gróðurvinjar, í og við þéttbýli, að líkamlegri sem andlegri vellíðan.Skapa skjól fyrir byggð Skógrækt í grennd við þéttbýli hefur einnig góð áhrif á umhverfið og bætir með því enn frekar lífsgæði íbúa. Skógarnir skapa skjól fyrir veðri og vindum og með markvissri ræktun skógarreita og skjólbelta má jafnvel draga verulega úr vindálagi í nærliggjandi byggðum. Skógrækt er jafnframt sterkasta vopnið í baráttunni gegn uppblæstri og gróðureyðingu. Þessa sér nú þegar víða stað á umráðasvæðum skógræktarfélaganna þar sem fjölbreyttur gróður hefur tekið við af örfoka melum og uppblásnum rofabörðum. Jafnframt stuðlar skógræktin að bættum vatnsbúskap, bindur koltvísýring úr andrúmslofti og fegrar umhverfið svo fátt eitt sé nefnt.Jólatrjáasala styrkir skógrækt Það krefst mikillar þolinmæði, umönnunar og alúðar að rækta góðan útivistarskóg. Hirða þarf um skóginn og grisja og byggja upp aðstöðu ásamt því að leggja stíga og vegi til að fólk fái notið hans betur. Öllum þessum þáttum sinna skógræktarfélögin í landinu í góðri samvinnu við sveitarfélögin. Umhirðunni fylgir talsverður kostnaður sem skógræktarfélögin standa að miklu leyti straum af sjálf. Til að mæta honum hafa sum þeirra gripið til þess ráðs að selja jólatré, ýmist til annarra söluaðila eða á eigin vegum. Mörg félög bjóða fólki að koma í skóginn og höggva tré að eigin vali og eru slíkar heimsóknir orðnar ómissandi liður í jólaundirbúningi margra fjölskyldna. Ætla má að fyrir hvert selt tré sem skógræktarfélögin selja sé hægt að gróðursetja 30-40 ný tré. Með því að kaupa jólatré af skógræktarfélögum stuðlar fólk því að ræktun útivistarskóga í heimabyggð sinni og þar með að bættum lífsgæðum fyrir sig og afkomendur sína.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar