Skógrækt bætir lífsgæði Einar Jónsson skrifar 4. desember 2012 06:00 Ræktun útivistarskóga í grennd við þéttbýli hefur verið eitt helsta verkefni skógræktarfélaganna í gegnum tíðina og blasir árangurinn nú við víða um land. Í útmörkum höfuðborgarsvæðisins og við fjölmörg þorp og bæi standa myndarlegir skógarreitir sem bera öflugu starfi fyrri kynslóða skógræktarmanna fagurt vitni. Skógarnir eru sannkallaðir sælureitir í augum íbúa þar sem þeir geta stundað fjölbreytta útivist, gert sér glaðan dag með vinum og fjölskyldu eða fundið frið og ró í faðmi náttúrunnar. Fólk kann að meta skógana enda stuðla slíkar gróðurvinjar, í og við þéttbýli, að líkamlegri sem andlegri vellíðan.Skapa skjól fyrir byggð Skógrækt í grennd við þéttbýli hefur einnig góð áhrif á umhverfið og bætir með því enn frekar lífsgæði íbúa. Skógarnir skapa skjól fyrir veðri og vindum og með markvissri ræktun skógarreita og skjólbelta má jafnvel draga verulega úr vindálagi í nærliggjandi byggðum. Skógrækt er jafnframt sterkasta vopnið í baráttunni gegn uppblæstri og gróðureyðingu. Þessa sér nú þegar víða stað á umráðasvæðum skógræktarfélaganna þar sem fjölbreyttur gróður hefur tekið við af örfoka melum og uppblásnum rofabörðum. Jafnframt stuðlar skógræktin að bættum vatnsbúskap, bindur koltvísýring úr andrúmslofti og fegrar umhverfið svo fátt eitt sé nefnt.Jólatrjáasala styrkir skógrækt Það krefst mikillar þolinmæði, umönnunar og alúðar að rækta góðan útivistarskóg. Hirða þarf um skóginn og grisja og byggja upp aðstöðu ásamt því að leggja stíga og vegi til að fólk fái notið hans betur. Öllum þessum þáttum sinna skógræktarfélögin í landinu í góðri samvinnu við sveitarfélögin. Umhirðunni fylgir talsverður kostnaður sem skógræktarfélögin standa að miklu leyti straum af sjálf. Til að mæta honum hafa sum þeirra gripið til þess ráðs að selja jólatré, ýmist til annarra söluaðila eða á eigin vegum. Mörg félög bjóða fólki að koma í skóginn og höggva tré að eigin vali og eru slíkar heimsóknir orðnar ómissandi liður í jólaundirbúningi margra fjölskyldna. Ætla má að fyrir hvert selt tré sem skógræktarfélögin selja sé hægt að gróðursetja 30-40 ný tré. Með því að kaupa jólatré af skógræktarfélögum stuðlar fólk því að ræktun útivistarskóga í heimabyggð sinni og þar með að bættum lífsgæðum fyrir sig og afkomendur sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ræktun útivistarskóga í grennd við þéttbýli hefur verið eitt helsta verkefni skógræktarfélaganna í gegnum tíðina og blasir árangurinn nú við víða um land. Í útmörkum höfuðborgarsvæðisins og við fjölmörg þorp og bæi standa myndarlegir skógarreitir sem bera öflugu starfi fyrri kynslóða skógræktarmanna fagurt vitni. Skógarnir eru sannkallaðir sælureitir í augum íbúa þar sem þeir geta stundað fjölbreytta útivist, gert sér glaðan dag með vinum og fjölskyldu eða fundið frið og ró í faðmi náttúrunnar. Fólk kann að meta skógana enda stuðla slíkar gróðurvinjar, í og við þéttbýli, að líkamlegri sem andlegri vellíðan.Skapa skjól fyrir byggð Skógrækt í grennd við þéttbýli hefur einnig góð áhrif á umhverfið og bætir með því enn frekar lífsgæði íbúa. Skógarnir skapa skjól fyrir veðri og vindum og með markvissri ræktun skógarreita og skjólbelta má jafnvel draga verulega úr vindálagi í nærliggjandi byggðum. Skógrækt er jafnframt sterkasta vopnið í baráttunni gegn uppblæstri og gróðureyðingu. Þessa sér nú þegar víða stað á umráðasvæðum skógræktarfélaganna þar sem fjölbreyttur gróður hefur tekið við af örfoka melum og uppblásnum rofabörðum. Jafnframt stuðlar skógræktin að bættum vatnsbúskap, bindur koltvísýring úr andrúmslofti og fegrar umhverfið svo fátt eitt sé nefnt.Jólatrjáasala styrkir skógrækt Það krefst mikillar þolinmæði, umönnunar og alúðar að rækta góðan útivistarskóg. Hirða þarf um skóginn og grisja og byggja upp aðstöðu ásamt því að leggja stíga og vegi til að fólk fái notið hans betur. Öllum þessum þáttum sinna skógræktarfélögin í landinu í góðri samvinnu við sveitarfélögin. Umhirðunni fylgir talsverður kostnaður sem skógræktarfélögin standa að miklu leyti straum af sjálf. Til að mæta honum hafa sum þeirra gripið til þess ráðs að selja jólatré, ýmist til annarra söluaðila eða á eigin vegum. Mörg félög bjóða fólki að koma í skóginn og höggva tré að eigin vali og eru slíkar heimsóknir orðnar ómissandi liður í jólaundirbúningi margra fjölskyldna. Ætla má að fyrir hvert selt tré sem skógræktarfélögin selja sé hægt að gróðursetja 30-40 ný tré. Með því að kaupa jólatré af skógræktarfélögum stuðlar fólk því að ræktun útivistarskóga í heimabyggð sinni og þar með að bættum lífsgæðum fyrir sig og afkomendur sína.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun