Kvennaathvarf í þrjátíu ár Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2012 06:00 Í dag eru þrjátíu ár frá því að Kvennaathvarfið hóf starfsemi sína. Í þrjátíu ár hefur sem sagt verið opið athvarf á Íslandi fyrir konur og börn þeirra sem ekki hafa getað búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þær hafa heldur betur vitað hvað þær voru að gera, konurnar sem ruddu brautina fyrir öllum þessum árum og opnuðu Kvennaathvarfið þrátt fyrir að ýmsum þætti hin mesta fásinna að halda því fram að ástæða væri til þess. Mér hefur verið sagt að strax fyrsta kvöldið sem athvarfið var opið hafi kona komið til dvalar með ungan son sinn og síðan hafa konur í þúsundatali lagt leið sína í Kvennaathvarfið til lengri eða skemmri tíma þegar einhver hefur gert þeim lífið óbærilegt heima. Í langflestum tilfellum eru þessar konur að flýja eiginmenn sína, sambýlismenn eða fyrrverandi maka og langoftast er ástandið á heimilinu búið að vera óbærilegt í langan tíma þegar þær koma í athvarfið. Samkvæmt komuskýrslum má reikna með að um það bil tólf þúsund sinnum hafi bjöllunni í athvarfinu verið hringt og kona óskað eftir aðstoð, ýmist dvöl eða viðtali. Nákvæm tala liggur ekki fyrir enda hafa starfskonur Kvennaathvarfsins iðulega í mörg horn að líta og skráning heimsókna hefur í gegnum tíðina ekki beinlínis verið forgangsverkefni.Fáránleiki aðstæðnanna Flesta daga mæti ég til starfa í Kvennaathvarfinu og geng að því sem sjálfsögðum hlut að í húsinu dvelji konur og börn sem hafa orðið að flýja heimili sín og tek því sem eðlilegustu fréttum að ný kona hafi leitað skjóls síðan ég var á vaktinni síðast. En oft slær mig líka fáránleiki þessara aðstæðna, sá fáránleiki að heima hjá þessari konu situr ofbeldismaður sem hrakti hana að heiman án þess að hún hefði í önnur hús að venda en ókunnugt athvarf þar sem hún deilir jafnvel herbergi með mörgum öðrum konum. Og ofbeldismaðurinn er ekki bara einhver maður heldur langoftast maðurinn hennar, hennar eigin maður, sá sem þekkir hana best og hún ætlaði sér að eyða ævinni með. Oft er hann jafnvel faðir barnanna hennar, barnanna sem tínast stóreyg niður í eldhúsið þegar morgnar og byrja með undraverðu æðruleysi að takast á við nýjar aðstæður. Og sá fáránleiki að í nútímasamfélagi sé ekki hægt að tryggja það að þegar ofbeldi er beitt á heimilum geti brotaþoli valið að vera heima hjá sér á meðan ofbeldismanninum er komið í burtu.Tíu gestir á dag Á fyrri hluta þessa árs dvöldu að meðaltali tíu gestir í Kvennaathvarfinu á dag, fimm konur og fimm börn, og í haust fór íbúafjöldi í húsinu ítrekað yfir tuttugu manns. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi svo það segir sig sjálft að oft er þröng á þingi. Það er því með gleði sem við horfum til þess að eftir rúma tvo mánuði verði Kvennaathvarfið komið í nýtt og stærra húsnæði sem keypt var meðal annars fyrir fé sem safnaðist í haust í átakinu Öll með tölu. Það er ánægjulegt að sjá gamlan draum í uppfyllingu á afmælisári og margir hafa lagt hönd á plóginn til þess að svo megi verða. Vissulega hefði verið enn meira gaman að halda upp á afmælið með því að loka Kvennaathvarfinu vegna verkefnaskorts. Það er að segja, væri sá verkefnaskortur tilkominn vegna þess að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefði loks skilað þeim árangri að ofbeldi í nánum samböndum væri fátítt og að þá sjaldan það ætti sér stað byðist brotaþolum að dvelja í friði heima eftir að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður. Þau hátíðahöld verða að bíða betri tíma og réttlátara samfélags og þangað til fögnum við hverri konu sem stígur út úr ofbeldissambandi og lítum svo á að aukin aðsókn í Kvennaathvarfið sé góðar fréttir. Árunum þrjátíu og nýju húsi ætla aðstandendur Kvennaathvarfsins að fagna með afmælisfundi á Hallveigarstöðum klukkan fimm í dag og eru velunnarar athvarfsins hvattir til að líta við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag eru þrjátíu ár frá því að Kvennaathvarfið hóf starfsemi sína. Í þrjátíu ár hefur sem sagt verið opið athvarf á Íslandi fyrir konur og börn þeirra sem ekki hafa getað búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þær hafa heldur betur vitað hvað þær voru að gera, konurnar sem ruddu brautina fyrir öllum þessum árum og opnuðu Kvennaathvarfið þrátt fyrir að ýmsum þætti hin mesta fásinna að halda því fram að ástæða væri til þess. Mér hefur verið sagt að strax fyrsta kvöldið sem athvarfið var opið hafi kona komið til dvalar með ungan son sinn og síðan hafa konur í þúsundatali lagt leið sína í Kvennaathvarfið til lengri eða skemmri tíma þegar einhver hefur gert þeim lífið óbærilegt heima. Í langflestum tilfellum eru þessar konur að flýja eiginmenn sína, sambýlismenn eða fyrrverandi maka og langoftast er ástandið á heimilinu búið að vera óbærilegt í langan tíma þegar þær koma í athvarfið. Samkvæmt komuskýrslum má reikna með að um það bil tólf þúsund sinnum hafi bjöllunni í athvarfinu verið hringt og kona óskað eftir aðstoð, ýmist dvöl eða viðtali. Nákvæm tala liggur ekki fyrir enda hafa starfskonur Kvennaathvarfsins iðulega í mörg horn að líta og skráning heimsókna hefur í gegnum tíðina ekki beinlínis verið forgangsverkefni.Fáránleiki aðstæðnanna Flesta daga mæti ég til starfa í Kvennaathvarfinu og geng að því sem sjálfsögðum hlut að í húsinu dvelji konur og börn sem hafa orðið að flýja heimili sín og tek því sem eðlilegustu fréttum að ný kona hafi leitað skjóls síðan ég var á vaktinni síðast. En oft slær mig líka fáránleiki þessara aðstæðna, sá fáránleiki að heima hjá þessari konu situr ofbeldismaður sem hrakti hana að heiman án þess að hún hefði í önnur hús að venda en ókunnugt athvarf þar sem hún deilir jafnvel herbergi með mörgum öðrum konum. Og ofbeldismaðurinn er ekki bara einhver maður heldur langoftast maðurinn hennar, hennar eigin maður, sá sem þekkir hana best og hún ætlaði sér að eyða ævinni með. Oft er hann jafnvel faðir barnanna hennar, barnanna sem tínast stóreyg niður í eldhúsið þegar morgnar og byrja með undraverðu æðruleysi að takast á við nýjar aðstæður. Og sá fáránleiki að í nútímasamfélagi sé ekki hægt að tryggja það að þegar ofbeldi er beitt á heimilum geti brotaþoli valið að vera heima hjá sér á meðan ofbeldismanninum er komið í burtu.Tíu gestir á dag Á fyrri hluta þessa árs dvöldu að meðaltali tíu gestir í Kvennaathvarfinu á dag, fimm konur og fimm börn, og í haust fór íbúafjöldi í húsinu ítrekað yfir tuttugu manns. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi svo það segir sig sjálft að oft er þröng á þingi. Það er því með gleði sem við horfum til þess að eftir rúma tvo mánuði verði Kvennaathvarfið komið í nýtt og stærra húsnæði sem keypt var meðal annars fyrir fé sem safnaðist í haust í átakinu Öll með tölu. Það er ánægjulegt að sjá gamlan draum í uppfyllingu á afmælisári og margir hafa lagt hönd á plóginn til þess að svo megi verða. Vissulega hefði verið enn meira gaman að halda upp á afmælið með því að loka Kvennaathvarfinu vegna verkefnaskorts. Það er að segja, væri sá verkefnaskortur tilkominn vegna þess að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefði loks skilað þeim árangri að ofbeldi í nánum samböndum væri fátítt og að þá sjaldan það ætti sér stað byðist brotaþolum að dvelja í friði heima eftir að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður. Þau hátíðahöld verða að bíða betri tíma og réttlátara samfélags og þangað til fögnum við hverri konu sem stígur út úr ofbeldissambandi og lítum svo á að aukin aðsókn í Kvennaathvarfið sé góðar fréttir. Árunum þrjátíu og nýju húsi ætla aðstandendur Kvennaathvarfsins að fagna með afmælisfundi á Hallveigarstöðum klukkan fimm í dag og eru velunnarar athvarfsins hvattir til að líta við.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun