Kvennaathvarf í þrjátíu ár Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2012 06:00 Í dag eru þrjátíu ár frá því að Kvennaathvarfið hóf starfsemi sína. Í þrjátíu ár hefur sem sagt verið opið athvarf á Íslandi fyrir konur og börn þeirra sem ekki hafa getað búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þær hafa heldur betur vitað hvað þær voru að gera, konurnar sem ruddu brautina fyrir öllum þessum árum og opnuðu Kvennaathvarfið þrátt fyrir að ýmsum þætti hin mesta fásinna að halda því fram að ástæða væri til þess. Mér hefur verið sagt að strax fyrsta kvöldið sem athvarfið var opið hafi kona komið til dvalar með ungan son sinn og síðan hafa konur í þúsundatali lagt leið sína í Kvennaathvarfið til lengri eða skemmri tíma þegar einhver hefur gert þeim lífið óbærilegt heima. Í langflestum tilfellum eru þessar konur að flýja eiginmenn sína, sambýlismenn eða fyrrverandi maka og langoftast er ástandið á heimilinu búið að vera óbærilegt í langan tíma þegar þær koma í athvarfið. Samkvæmt komuskýrslum má reikna með að um það bil tólf þúsund sinnum hafi bjöllunni í athvarfinu verið hringt og kona óskað eftir aðstoð, ýmist dvöl eða viðtali. Nákvæm tala liggur ekki fyrir enda hafa starfskonur Kvennaathvarfsins iðulega í mörg horn að líta og skráning heimsókna hefur í gegnum tíðina ekki beinlínis verið forgangsverkefni.Fáránleiki aðstæðnanna Flesta daga mæti ég til starfa í Kvennaathvarfinu og geng að því sem sjálfsögðum hlut að í húsinu dvelji konur og börn sem hafa orðið að flýja heimili sín og tek því sem eðlilegustu fréttum að ný kona hafi leitað skjóls síðan ég var á vaktinni síðast. En oft slær mig líka fáránleiki þessara aðstæðna, sá fáránleiki að heima hjá þessari konu situr ofbeldismaður sem hrakti hana að heiman án þess að hún hefði í önnur hús að venda en ókunnugt athvarf þar sem hún deilir jafnvel herbergi með mörgum öðrum konum. Og ofbeldismaðurinn er ekki bara einhver maður heldur langoftast maðurinn hennar, hennar eigin maður, sá sem þekkir hana best og hún ætlaði sér að eyða ævinni með. Oft er hann jafnvel faðir barnanna hennar, barnanna sem tínast stóreyg niður í eldhúsið þegar morgnar og byrja með undraverðu æðruleysi að takast á við nýjar aðstæður. Og sá fáránleiki að í nútímasamfélagi sé ekki hægt að tryggja það að þegar ofbeldi er beitt á heimilum geti brotaþoli valið að vera heima hjá sér á meðan ofbeldismanninum er komið í burtu.Tíu gestir á dag Á fyrri hluta þessa árs dvöldu að meðaltali tíu gestir í Kvennaathvarfinu á dag, fimm konur og fimm börn, og í haust fór íbúafjöldi í húsinu ítrekað yfir tuttugu manns. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi svo það segir sig sjálft að oft er þröng á þingi. Það er því með gleði sem við horfum til þess að eftir rúma tvo mánuði verði Kvennaathvarfið komið í nýtt og stærra húsnæði sem keypt var meðal annars fyrir fé sem safnaðist í haust í átakinu Öll með tölu. Það er ánægjulegt að sjá gamlan draum í uppfyllingu á afmælisári og margir hafa lagt hönd á plóginn til þess að svo megi verða. Vissulega hefði verið enn meira gaman að halda upp á afmælið með því að loka Kvennaathvarfinu vegna verkefnaskorts. Það er að segja, væri sá verkefnaskortur tilkominn vegna þess að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefði loks skilað þeim árangri að ofbeldi í nánum samböndum væri fátítt og að þá sjaldan það ætti sér stað byðist brotaþolum að dvelja í friði heima eftir að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður. Þau hátíðahöld verða að bíða betri tíma og réttlátara samfélags og þangað til fögnum við hverri konu sem stígur út úr ofbeldissambandi og lítum svo á að aukin aðsókn í Kvennaathvarfið sé góðar fréttir. Árunum þrjátíu og nýju húsi ætla aðstandendur Kvennaathvarfsins að fagna með afmælisfundi á Hallveigarstöðum klukkan fimm í dag og eru velunnarar athvarfsins hvattir til að líta við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag eru þrjátíu ár frá því að Kvennaathvarfið hóf starfsemi sína. Í þrjátíu ár hefur sem sagt verið opið athvarf á Íslandi fyrir konur og börn þeirra sem ekki hafa getað búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þær hafa heldur betur vitað hvað þær voru að gera, konurnar sem ruddu brautina fyrir öllum þessum árum og opnuðu Kvennaathvarfið þrátt fyrir að ýmsum þætti hin mesta fásinna að halda því fram að ástæða væri til þess. Mér hefur verið sagt að strax fyrsta kvöldið sem athvarfið var opið hafi kona komið til dvalar með ungan son sinn og síðan hafa konur í þúsundatali lagt leið sína í Kvennaathvarfið til lengri eða skemmri tíma þegar einhver hefur gert þeim lífið óbærilegt heima. Í langflestum tilfellum eru þessar konur að flýja eiginmenn sína, sambýlismenn eða fyrrverandi maka og langoftast er ástandið á heimilinu búið að vera óbærilegt í langan tíma þegar þær koma í athvarfið. Samkvæmt komuskýrslum má reikna með að um það bil tólf þúsund sinnum hafi bjöllunni í athvarfinu verið hringt og kona óskað eftir aðstoð, ýmist dvöl eða viðtali. Nákvæm tala liggur ekki fyrir enda hafa starfskonur Kvennaathvarfsins iðulega í mörg horn að líta og skráning heimsókna hefur í gegnum tíðina ekki beinlínis verið forgangsverkefni.Fáránleiki aðstæðnanna Flesta daga mæti ég til starfa í Kvennaathvarfinu og geng að því sem sjálfsögðum hlut að í húsinu dvelji konur og börn sem hafa orðið að flýja heimili sín og tek því sem eðlilegustu fréttum að ný kona hafi leitað skjóls síðan ég var á vaktinni síðast. En oft slær mig líka fáránleiki þessara aðstæðna, sá fáránleiki að heima hjá þessari konu situr ofbeldismaður sem hrakti hana að heiman án þess að hún hefði í önnur hús að venda en ókunnugt athvarf þar sem hún deilir jafnvel herbergi með mörgum öðrum konum. Og ofbeldismaðurinn er ekki bara einhver maður heldur langoftast maðurinn hennar, hennar eigin maður, sá sem þekkir hana best og hún ætlaði sér að eyða ævinni með. Oft er hann jafnvel faðir barnanna hennar, barnanna sem tínast stóreyg niður í eldhúsið þegar morgnar og byrja með undraverðu æðruleysi að takast á við nýjar aðstæður. Og sá fáránleiki að í nútímasamfélagi sé ekki hægt að tryggja það að þegar ofbeldi er beitt á heimilum geti brotaþoli valið að vera heima hjá sér á meðan ofbeldismanninum er komið í burtu.Tíu gestir á dag Á fyrri hluta þessa árs dvöldu að meðaltali tíu gestir í Kvennaathvarfinu á dag, fimm konur og fimm börn, og í haust fór íbúafjöldi í húsinu ítrekað yfir tuttugu manns. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi svo það segir sig sjálft að oft er þröng á þingi. Það er því með gleði sem við horfum til þess að eftir rúma tvo mánuði verði Kvennaathvarfið komið í nýtt og stærra húsnæði sem keypt var meðal annars fyrir fé sem safnaðist í haust í átakinu Öll með tölu. Það er ánægjulegt að sjá gamlan draum í uppfyllingu á afmælisári og margir hafa lagt hönd á plóginn til þess að svo megi verða. Vissulega hefði verið enn meira gaman að halda upp á afmælið með því að loka Kvennaathvarfinu vegna verkefnaskorts. Það er að segja, væri sá verkefnaskortur tilkominn vegna þess að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefði loks skilað þeim árangri að ofbeldi í nánum samböndum væri fátítt og að þá sjaldan það ætti sér stað byðist brotaþolum að dvelja í friði heima eftir að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður. Þau hátíðahöld verða að bíða betri tíma og réttlátara samfélags og þangað til fögnum við hverri konu sem stígur út úr ofbeldissambandi og lítum svo á að aukin aðsókn í Kvennaathvarfið sé góðar fréttir. Árunum þrjátíu og nýju húsi ætla aðstandendur Kvennaathvarfsins að fagna með afmælisfundi á Hallveigarstöðum klukkan fimm í dag og eru velunnarar athvarfsins hvattir til að líta við.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar