Hver er þín afstaða? Opið bréf til alþingismanna Gísli Jónasson skrifar 6. desember 2012 06:00 Háttvirti alþingismaður. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum fyrir árið 2013, þar sem enn er gerð atlaga að sóknargjaldinu og öðrum tekjustofnum Þjóðkirkjunnar. Og þá auðvitað líka að tekjustofnum annarra trúfélaga. Ég vil því leyfa mér að beina tíu spurningum til þín og óska eftir svörum við þeim á opinberum vettvangi, en þó fyrst og fremst við afgreiðslu þína á frumvarpinu: 1. Er þér ljóst, að sóknargjaldið er í eðli sínu félagsgjald trúfélaganna, sem ríkið hefur tekið að sér að innheimta fyrir þeirra hönd en skilar síðan ekki nema að hluta? Ég bið þig, kæri alþingismaður, að grípa ekki til þess útúrsnúnings, að lagatæknilega sé um að ræða fjárveitingu frá Alþingi. Við upptöku staðgreiðslukerfis skatta tók ríkið að sér þá þjónustu sem gjaldheimturnar sáu almennt áður um, þ.e. að innheimta sóknargjöldin, á svipan hátt og gert er í vel flestum löndum Evrópu. Það er hins vegar sérstætt hér á landi að á yfirstandandi ári heldur ríkið eftir u.þ.b. einum þriðja af því gjaldi sem innheimt er skv. lögum um sóknargjöld í stað þess að skila því til réttmætra eigenda sinna. 2. Er þér ljóst, að jafnvel þótt það væri viðurkennt að réttlætanlegt sé að trúfélögin taki þátt í aðhaldsaðgerðum ríkisins með því að gefa eftir hluta af félagsgjöldum sínum, þá hefur niðurskurður sóknargjaldsins frá bankahruni verið tvöfalt meiri en niðurskurður til annarra aðila sem um er fjallað á fjárlögum? Þessi staðreynd er m.a. leidd í ljós í skýrslu sem starfshópur skipaður af innanríkisráðherra skilaði sl. vor. http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28052. Kemur þar m.a. fram að þessi umframskerðing nemur frá árinu 2008 vel á þriðja milljarð króna. Allt töluefni í þessari skýrslu er byggt á opinberum gögnum og verða niðurstöðurnar því vart vefengdar. Enda hefur innanríkisráðherra lýst því yfir að hér hafi verið farið offari og því mælst til þess að þessi umframskerðing verði leiðrétt. 3. Er þér ljóst að í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir áframhaldandi aukinni skerðingu sóknargjaldsins? Ekki er af hálfu fjármálaráðuneytisins gert ráð fyrir neinni leiðréttingu, þrátt fyrir tillögur innanríkisráðuneytisins. Það er því ljóst að við fjárlagagerðina er hvorki gætt meðalhófs né jafnræðisregla virt. 4. Er þér ljóst að sóknargjaldið í ár er að krónutölu mitt á milli þeirrar upphæðar sem það var árin 2005 og 2006, þótt vísitala neysluverðs hafi frá þeim tíma hækkað um u.þ.b. 64%? Þarf því varla að undra, þótt víða stefni í þrot varðandi starf safnaðanna, eins og bent er á í umræddri skýrslu. Það er því varla heldur ofmælt, sem bókað var í áliti fjárlaganefndar sl. haust, að sóknargjöld hafi „lækkað mun meira en sem nemur hagræðingarkröfu á almennan rekstur ríkisins“. 5. Er þér ljóst, að heildarupphæð sóknargjaldsins fyrir næsta ár er, skv. fyrirliggjandi frumvarpi, 598 milljónum lægri, í krónum talið, en hún var árið 2008 eða fyrir 6 árum? Á þessum tíma hefur vísitala neysluverðs samt hækkað um 40,5%! 6. Er þér ljóst að niðurskurður sóknargjaldsins hefur leitt til stórfellds samdráttar í þjónustu safnaðanna, sem hafa þurft að segja upp starfsfólki, lækka laun og draga verulega úr starfi? Sem dæmi um þetta má nefna að starfsfólki í söfnuðum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra hefur fækkað um meira en fjórðung frá hruni og m.a. hefur þurft að draga verulega úr barna- og æskulýðsstarfi og starfi fyrir aldraða. 7. Er þér ljóst, að niðurskurður sóknargjaldsins hefur leitt til þess, að dregið hefur úr viðhaldi kirkjubygginga og safnaðarheimila, þannig að víða horfir til hreinna vandræða? Sem dæmi um þetta má nefna þá kirkju sem undirritaður þjónar. Þar þarf að breiða plast yfir altarið í hvert sinn sem von er á rigningu, og til þess hefur komið í einstaka athöfn að átta til tíu fötur hafi þurft til að taka á móti þaklekanum. 8. Er þér ljóst að vanefndir ríkisins á kirkjujarðasamkomulaginu, sem er þó í raun undirritaður og löggiltur kaupsamningur, hefur leitt til þess að prestsembættum sem greitt er fyrir hefur fækkað um 21% frá 2008 og að þessi niðurskurður kemur sem hrein viðbót við þá fækkun starfsfólks sem um er getið í spurningu 6? Hér er í raun um hreina eignaupptöku að ræða og vanefndir á gerðum samningi, sem fyrr eða síðar hlýtur að reyna á frammi fyrir dómstólum, ef ekki kemur til tafarlausrar leiðréttingar. 9. Er þér ljóst að það inngrip sem átt hefur sér stað í innra starf Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga á Íslandi frá árinu 2008 er líklega það mesta sem hefur átt sér stað í Evrópu frá falli járntjaldsins? Leiða má fram rök fyrir því, að ríkisvaldið hafi með eignaupptökum og sjálftöku á félagsgjöldum safnaðanna brotið bæði gegn eignarréttar- og trúfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. 10. Er þér ljóst, að margir munu horfa til afstöðu þinnar í þessum málum við afgreiðslu fyrirliggjandi fjárlagafrumvarps áður en þeir taka afstöðu til frambjóðenda í þeim prófkjörum sem fram undan eru og í komandi alþingiskosningum? Ég vona það, kæri þingmaður, að þú hafir það í huga að Þjóðkirkjan er langfjölmennustu félagasamtök landsins. Nú er svo komið að langlundargeð margra gagnvart því ofríki sem Þjóðkirkjan og önnur trúfélög hafa verið beitt á síðustu árum er að bresta. Það verður því örugglega vel fylgst með því, hver afstaða þín verður við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Háttvirti alþingismaður. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum fyrir árið 2013, þar sem enn er gerð atlaga að sóknargjaldinu og öðrum tekjustofnum Þjóðkirkjunnar. Og þá auðvitað líka að tekjustofnum annarra trúfélaga. Ég vil því leyfa mér að beina tíu spurningum til þín og óska eftir svörum við þeim á opinberum vettvangi, en þó fyrst og fremst við afgreiðslu þína á frumvarpinu: 1. Er þér ljóst, að sóknargjaldið er í eðli sínu félagsgjald trúfélaganna, sem ríkið hefur tekið að sér að innheimta fyrir þeirra hönd en skilar síðan ekki nema að hluta? Ég bið þig, kæri alþingismaður, að grípa ekki til þess útúrsnúnings, að lagatæknilega sé um að ræða fjárveitingu frá Alþingi. Við upptöku staðgreiðslukerfis skatta tók ríkið að sér þá þjónustu sem gjaldheimturnar sáu almennt áður um, þ.e. að innheimta sóknargjöldin, á svipan hátt og gert er í vel flestum löndum Evrópu. Það er hins vegar sérstætt hér á landi að á yfirstandandi ári heldur ríkið eftir u.þ.b. einum þriðja af því gjaldi sem innheimt er skv. lögum um sóknargjöld í stað þess að skila því til réttmætra eigenda sinna. 2. Er þér ljóst, að jafnvel þótt það væri viðurkennt að réttlætanlegt sé að trúfélögin taki þátt í aðhaldsaðgerðum ríkisins með því að gefa eftir hluta af félagsgjöldum sínum, þá hefur niðurskurður sóknargjaldsins frá bankahruni verið tvöfalt meiri en niðurskurður til annarra aðila sem um er fjallað á fjárlögum? Þessi staðreynd er m.a. leidd í ljós í skýrslu sem starfshópur skipaður af innanríkisráðherra skilaði sl. vor. http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28052. Kemur þar m.a. fram að þessi umframskerðing nemur frá árinu 2008 vel á þriðja milljarð króna. Allt töluefni í þessari skýrslu er byggt á opinberum gögnum og verða niðurstöðurnar því vart vefengdar. Enda hefur innanríkisráðherra lýst því yfir að hér hafi verið farið offari og því mælst til þess að þessi umframskerðing verði leiðrétt. 3. Er þér ljóst að í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir áframhaldandi aukinni skerðingu sóknargjaldsins? Ekki er af hálfu fjármálaráðuneytisins gert ráð fyrir neinni leiðréttingu, þrátt fyrir tillögur innanríkisráðuneytisins. Það er því ljóst að við fjárlagagerðina er hvorki gætt meðalhófs né jafnræðisregla virt. 4. Er þér ljóst að sóknargjaldið í ár er að krónutölu mitt á milli þeirrar upphæðar sem það var árin 2005 og 2006, þótt vísitala neysluverðs hafi frá þeim tíma hækkað um u.þ.b. 64%? Þarf því varla að undra, þótt víða stefni í þrot varðandi starf safnaðanna, eins og bent er á í umræddri skýrslu. Það er því varla heldur ofmælt, sem bókað var í áliti fjárlaganefndar sl. haust, að sóknargjöld hafi „lækkað mun meira en sem nemur hagræðingarkröfu á almennan rekstur ríkisins“. 5. Er þér ljóst, að heildarupphæð sóknargjaldsins fyrir næsta ár er, skv. fyrirliggjandi frumvarpi, 598 milljónum lægri, í krónum talið, en hún var árið 2008 eða fyrir 6 árum? Á þessum tíma hefur vísitala neysluverðs samt hækkað um 40,5%! 6. Er þér ljóst að niðurskurður sóknargjaldsins hefur leitt til stórfellds samdráttar í þjónustu safnaðanna, sem hafa þurft að segja upp starfsfólki, lækka laun og draga verulega úr starfi? Sem dæmi um þetta má nefna að starfsfólki í söfnuðum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra hefur fækkað um meira en fjórðung frá hruni og m.a. hefur þurft að draga verulega úr barna- og æskulýðsstarfi og starfi fyrir aldraða. 7. Er þér ljóst, að niðurskurður sóknargjaldsins hefur leitt til þess, að dregið hefur úr viðhaldi kirkjubygginga og safnaðarheimila, þannig að víða horfir til hreinna vandræða? Sem dæmi um þetta má nefna þá kirkju sem undirritaður þjónar. Þar þarf að breiða plast yfir altarið í hvert sinn sem von er á rigningu, og til þess hefur komið í einstaka athöfn að átta til tíu fötur hafi þurft til að taka á móti þaklekanum. 8. Er þér ljóst að vanefndir ríkisins á kirkjujarðasamkomulaginu, sem er þó í raun undirritaður og löggiltur kaupsamningur, hefur leitt til þess að prestsembættum sem greitt er fyrir hefur fækkað um 21% frá 2008 og að þessi niðurskurður kemur sem hrein viðbót við þá fækkun starfsfólks sem um er getið í spurningu 6? Hér er í raun um hreina eignaupptöku að ræða og vanefndir á gerðum samningi, sem fyrr eða síðar hlýtur að reyna á frammi fyrir dómstólum, ef ekki kemur til tafarlausrar leiðréttingar. 9. Er þér ljóst að það inngrip sem átt hefur sér stað í innra starf Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga á Íslandi frá árinu 2008 er líklega það mesta sem hefur átt sér stað í Evrópu frá falli járntjaldsins? Leiða má fram rök fyrir því, að ríkisvaldið hafi með eignaupptökum og sjálftöku á félagsgjöldum safnaðanna brotið bæði gegn eignarréttar- og trúfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. 10. Er þér ljóst, að margir munu horfa til afstöðu þinnar í þessum málum við afgreiðslu fyrirliggjandi fjárlagafrumvarps áður en þeir taka afstöðu til frambjóðenda í þeim prófkjörum sem fram undan eru og í komandi alþingiskosningum? Ég vona það, kæri þingmaður, að þú hafir það í huga að Þjóðkirkjan er langfjölmennustu félagasamtök landsins. Nú er svo komið að langlundargeð margra gagnvart því ofríki sem Þjóðkirkjan og önnur trúfélög hafa verið beitt á síðustu árum er að bresta. Það verður því örugglega vel fylgst með því, hver afstaða þín verður við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar