Fleiri fréttir Breytingar Þorsteinn Pálsson skrifar Stjórnmálamenn og stjórnmálaskýrendur virðast á einu máli um að túlka yfirburða sigur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrum borgarstjóra, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem ákall um breytingar. Það er án efa rétt ályktun. Hitt getur verið þyngri þraut að greina til hlítar hvers kyns breytinga megi vænta. 1.12.2012 08:00 Er ofbeldi lærð hegðun? Una María Óskarsdóttir skrifar Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. 1.12.2012 08:00 Mismunun jafnaðarmanna Jóhann Magnússon skrifar Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu. 1.12.2012 08:00 Framtíð heilbrigðisþjónustu Helga Bragadóttir skrifar Ég vil þakka Teiti Guðmundssyni lækni kærlega fyrir mjög svo tímabæra grein í Fréttablaðinu 6. nóvember sl. Hún lýsir bæði framsýni og hugrekki. Ég tek heils hugar undir það sem þar er sett fram. Hversu mikilvægt er ekki að nýta þekkingu, mannafla og annan auð í heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð og gæta í því sambandi vel að vinnuumhverfinu. Heilbrigt vinnuumhverfi er forsenda þess að heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt störfum sínum af fagmennsku og lágmarkað um leið alla sóun. Gæði heilbrigðisþjónustu og vilji heilbrigðisstarfsmanna til góðra verka þar sem heill og öryggi sjúklinga er í fyrirrúmi ættu ekki að vera bundin árferði. Í því er fagmennskan fólgin. Fagleg og sönn vinnubrögð eru nefnilega yfir pólitík og árferði hafin. 1.12.2012 08:00 Ný byggingarreglugerð – íbúðir fyrir alla? Jóhann Sigurðsson skrifar Um áramótin tekur ný byggingarreglugerð gildi og leysir af hólmi eldri reglugerð frá 1998. Nýja reglugerðin, sem sögð er sú stærsta í Íslandssögunni, mun færa okkar að þeim stöðlum sem tíðkast hjá hinum norrænu ríkjunum. 1.12.2012 08:00 Lækhóran - listin að höfða til allra Bergsteinn Sigurðsson skrifar Hér er pistill sem höfðar til allra: Eineltisseggurinn Egill "Gillzenegger“ Einarsson er þekktur fyrir framlag sitt til klámvæðingar, staðalímynda og botnlausrar kvenfyrirlitningar. En nú hafa femínistar, eða ætti maður kannski að segja femínasistar, fellt grímuna og heimta blóð. 1.12.2012 08:00 Punktar frá fundi um skráningu Vodafone Magnús Halldórsson skrifar Ég var beðinn um að taka þátt í pallborðsumræðum, á vegum VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um fyrirhugaða skráningu Fjarskipta hf., Vodafone, á markað. 30.11.2012 18:00 Kallað á karla Steinunn Stefánsdóttir skrifar Heimilisfriður – heimsfriður er yfirskrift árlegs sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem nú er haldið í 22. sinn. Markmið átaksins er að beina sjónum að því að úti um allan heim eru konur drepnar fyrir það eitt að vera konur. 30.11.2012 08:00 Ástæðulaust að óttast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. 30.11.2012 08:00 Spilavítinu Melaskóla lokað Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Um miðjan tíunda áratuginn var enginn maður með mönnum á skólalóðinni án þess að eiga safn af Pox-spjöldum. Þessi litríku, kringlóttu spjöld lagði maður undir í keppni við aðra sem snerist um að kasta svokölluðum sleggjum á spjöldin með það fyrir augum að snúa þeim við, en þar með eignaðist maður þau. Vildi maður tefla virkilega djarft lagði maður sleggjurnar undir. Minnist ég þess að hafa eitt skiptið hlaupið grátandi heim eftir að hafa tapað flottustu sleggjunni minni. Hún var úr stáli, sjáið þið til. Poxið var reyndar ekki lengi að detta úr tísku en við dóum ekki ráðalausir. Við snerum okkur einfaldlega að harki með tíköllum eða þá Drakkó-köllum, svo önnur tískubóla æskuáranna sé nefnd. Skólalóð Melaskóla var nefnilega ekkert annað en spilavíti. 30.11.2012 08:00 Ekkert hafa þeir lært Gunnar Karlsson skrifar Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. 30.11.2012 08:00 Skákkrakkarnir okkar vinna góð verk Steinþór Baldursson skrifar Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. 30.11.2012 08:00 Samræða um skipulagsmál Arna Mathiesen skrifar Næstum öll pólitík verður sýnileg í umhverfinu og mótar líf okkar um síðir. Afar lítið fer þó fyrir gagnrýninni opinberri samræðu um skipulagsmál á Íslandi miðað við aðra málaflokka, t.d. fjármál eða bókmenntir, og endar hún fljótt í skotgrafahernaði. Ástæðu má helsta nefna að engar heilar akademískar stöður eru til handa arkitektum og skipulagsfræðingum og þau sem ættu að hafa kunnáttu og aðstöðu til að stjórna umræðunni hafa sem oftast marga hatta. Þau forðast að koma með faglega gagnrýni sem gæti valdið því að þau missi aðra vinnu sem þau þarfnast til að eiga fyrir salti í grautinn. Gagnrýni þeirra á líka á hættu að verða hlutdræg til að eigin verk unnin fyrir aðra sleppi undan höggi. Auk þess eru þeir fáu einstaklingar sem um ræðir gersamlega yfirhlaðnir störfum í því risastóra "hlutastarfi“ að vera kennarar og skipuleggjendur kennslu í þessum málaflokki sem er svo mikilvægur fyrir allt daglegt líf. 30.11.2012 08:00 Strikað yfir starfsstétt Pawel Bartoszek skrifar Borgarstjórn ætlar að "brúa bilið“ milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í huga Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa VG, sem mestan á heiðurinn af þeirri tillögu, er engin spurning hvernig það bil eigi að brúa. Það þarf að lengja "fæðingarorlofið og svo að lengja leikskólagönguna“. Bilið verður því ekki brúað með hjálp dagforeldra. 30.11.2012 08:00 Atvinnuleitendur eru ekki allir eins Þorsteinn Fr. Sigurðsson skrifar Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, einstaklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnumálastofnunar. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um aukna þjónustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á samkomulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Þessir einstaklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu. 30.11.2012 08:00 Sátt um sjúkrahús? Torfi Hjartarson skrifar Ákvörðun um uppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut hefur lengi legið fyrir og fyrir henni eru ýmis rök sem ekki verða tíunduð hér. Í skipulagsráði Reykjavíkur hefur ríkt samhljómur um að ekki verði horfið frá þessum stað svo lengi sem koma megi starfseminni fyrir í sæmilegri sátt við borgarbúa og gott borgarskipulag. Enda er það svo að tillaga um deiliskipulag sjúkrahússins við Hringbraut hefur verið til umfjöllunar í ráðinu um langt skeið. Svonefndur SPITAL-hópur leggur tillöguna fram og vinnur jafnframt að forhönnun bygginga. 30.11.2012 08:00 Herðum róðurinn gegn loftslagsvánni Svandís Svavarsdóttir skrifar Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar. 30.11.2012 08:00 Kynsjúkdómahugvekja Sigurlaug Hauksdóttir skrifar Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni? 30.11.2012 08:00 Sækjum fram Halldór Árnason skrifar Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%. 30.11.2012 08:00 Vinnum gegn kynbundnu ofbeldi Agnes M. Sigurðardóttir skrifar Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður. 30.11.2012 08:00 Hvað er best fyrir Ísland? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. 30.11.2012 08:00 Kraftbirting tónlistarinnar Arna Kristín Einarsdóttir skrifar Tónleikar Fílharmóníuhljómsveitar Berlínar í Eldborgarsal Hörpu 22. nóvember síðastliðinn voru án efa einn af hápunktum íslensks tónlistarlífs frá upphafi. Setið var í öllum 1.800 sætum salarins, á bak við hljómsveitina og alveg upp í rjáfur. Upplifun tónleikagesta var slík að húrrahrópunum ætlaði aldrei að linna, bæði fyrir hlé og í lok tónleika. 30.11.2012 08:00 Halldór 29.11.2012 29.11.2012 16:00 Svaraðu manneskja! Friðrika Benónýs skrifar Ég sendi henni skilaboð á Facebook fyrir mörgum klukkutímum og hún hefur enn ekki svarað,“ segir kollega mín öskupirruð þegar talið berst að útsiktuðum viðmælanda sem hún hefur verið að reyna að ná í. Við hin dæsum öll og hristum höfuðið yfir þessum fádæma dónaskap í konunni. Hver svarar ekki skilaboðum á Facebook um hæl? Hvurslags er þetta? 29.11.2012 08:00 Gaspur hefur afleiðingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Skuldabréfamarkaðurinn komst í uppnám í fyrradag og lokað var fyrir viðskipti með íbúðabréf Íbúðalánasjóðs í Kauphöll Íslands. Ástæðan voru ummæli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar Alþingis, í viðtali við fréttavef Bloomberg, þar sem hún sagði nauðsynlegt að endursemja um skilmála íbúðabréfanna þannig að þau væru uppgreiðanleg og afnema ríkisábyrgð á sjóðnum. 29.11.2012 08:00 Enn um skrautblóm SA Indriði H. Þorláksson skrifar Starfsmaður SA og fyrrum samstarfsmaður minn á ýmsum vettvangi sendir mér kveðjur í Fréttablaðinu 27. nóv. sl. í tilefni af greinarstúf sem ég skrifaði um skattatillögur SA. Ég hef þá reglu að svara í engu ómálefnalegum tilskrifum og þeim sem byggja á kreddum og hentifræði. Rökræða ber ekki árangur í slíkum tilvikum. En mér er hlýtt til Halldórs Árnasonar. Ég veit að honum er ekki illa í ætt skotið, velviljaður og sanngjarn innst inni. Ætla má að tími til andsvara hafi verið knappur og hann því gripið til gamalla frjálshyggjufrasa í stað ígrundunar. Í þeirri von að til hennar gefist síðar tóm bendi ég honum á eftirfarandi. 29.11.2012 08:00 Nýju fötin keisarans Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám "á markaði“ vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir "markaðsaðilar“ vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti. 29.11.2012 08:00 Heimsbyggðin verður að heyra Björg Árnadóttir skrifar Mig langar á þessum degi – sem er þrefaldur hátíðisdagur – að deila með ykkur reynslu minni. Dagurinn í dag, 29. nóvember, er samstöðudagur Sameinuðu þjóðanna með palestínsku þjóðinni, haldinn hátíðlegur frá árinu 1977. Þennan dag árið 1987 var Félagið Ísland-Palestína stofnað og fagnar því tuttugu og fimm ára afmæli. Og einmitt þennan dag fyrir ári síðan samþykkti Alþingi Íslendinga, fyrst þjóðþinga, samhljóða ályktun um að viðurkenna skyldi sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Þessi dagur er oft valinn fyrir atburði tengda Palestínu vegna þess að 29. nóvember 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að skipta Palestínu nokkurn veginn jafnt á milli gyðinga og araba. Sameinaðar þjóðir ákváðu að gefa einni þjóð land þar sem önnur þjóð bjó. 29.11.2012 08:00 Verðtryggingin og Lilja Hjálmtýr Guðmundsson skrifar Fyrir tíu árum átti ég tvö raðhús. Þau voru 100 milljóna króna virði (50 milljónir hvort). Þá er það sem Lilja kemur til mín og vill fá þau leigð (lánuð) gegn hæfilegu gjaldi (leiga/vextir). Okkur semst um að hún borgi mér 4% af verðmætinu í leigu (vexti) á ári. Á þessum 10 árum hefur verið 7,2% verðbólga á ári þannig að húsin sem voru 100 milljóna króna virði eru nú 200 milljóna króna virði eða 100 milljónir hvort hús. Það er ekki af því að þau séu raunverulega meira virði en fyrir 10 árum, heldur er krónan helmingi minna virði en þá. 29.11.2012 08:00 England og Evrópa Jón Ormur Halldórsson skrifar Það gekk illa hjá Bretum að komast inn í Evrópusambandið. Frakkar, undir forustu de Gaulle, beittu tvívegis neitunarvaldi gegn aðild Bretlands. Hann sagði Breta skorta pólitískan vilja til að vera hluti af Evrópu. Nú vill stór meirihluti Englendinga og kannski helmingur Skota að Bretland segi sig úr ESB. 29.11.2012 08:00 Þrep virðisaukaskatts Hannes G. Sigurðsson skrifar Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi. 29.11.2012 08:00 Óskynsamleg bankatillaga Finnur Sveinbjörnsson skrifar Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga. 29.11.2012 08:00 RSS straumar og atvinnuleit Óskar Marinó Sigurðsson skrifar Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda. 29.11.2012 08:00 Svíkja Íslendingar Palestínu? Ástþór Magnússon skrifar Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki. 29.11.2012 08:00 Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu Eygló Árnadóttir skrifar Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. 29.11.2012 08:00 Núll-kostur í Gálgahrauni Gunnsteinn Ólafsson skrifar Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. 29.11.2012 08:00 Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði Guðmundur D. Haraldsson skrifar Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. 29.11.2012 08:00 Litla stúlkan með eldspýturnar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. 29.11.2012 08:00 Búrfellshraun – eitt merkasta hraun á Íslandi Reynir Ingibjartsson skrifar Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af? 29.11.2012 08:00 Vísindin vefengja öryggi erfðabreyttra matvæla Sandra B. Jónsdóttir skrifar Í grein sinni í Fréttablaðinu 20. okt. sl. gagnrýnir Jón Hallsson nýja franska rannsókn sem skekið hefur vísindaheiminn og valdið auknum áhyggjum manna af öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Þegar líftæknirisinn Monsanto sótti um leyfi ESB fyrir erfðabreyttu maísyrki sínu NK603 lagði fyrirtækið fram niðurstöðu 90 daga tilraunar á rottum sem benti til eitrunar í lifur og nýrum – niðurstöðu sem Monsanto gerði ekkert úr og taldi tölfræðilega ómarktæka. 29.11.2012 08:00 Tók hún tjakkinn á málið? Jóhann Hauksson skrifar Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. 28.11.2012 17:51 Halldór 28.11.2012 28.11.2012 16:00 Héraðsdómur segir bankamenn bjána Ólafur Hauksson skrifar Ótrúlegt er að sjá bankamenn niðurlægða með jafn afgerandi hætti og í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar lýsir dómarinn starfsmönnum Arion, Glitnis og Landsbankans sem fábjánum – en að vísu samkvæmt þeirra eigin ósk. 28.11.2012 08:00 Snjóhengjur Þórður Snær Júlíusson skrifar Um fátt er meira rætt á Íslandi í dag en snjóhengjur. Ekki þær sem dembast yfir byggðarlög í fjallshlíðum heldur peningalega hengju sem margir telja að geti valdið efnahagslegu snjóflóði. 28.11.2012 08:00 Stress yfir litlu stressi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég er ekki komin í nokkurt einasta jólaskap, finn ekki fyrir neinu, ekki einu sinni fiðringi í nösum þó ég gangi fram á nýflysjaða mandarínu og opinn piparkökudunk. Aðventan hefst á sunnudaginn og löngu búið að skreyta miðbæinn í borginni. Jólalögin eru farin að hljóma í útvarpinu og jólaauglýsingar dynja á hlustunum. 28.11.2012 08:00 Sjá næstu 50 greinar
Breytingar Þorsteinn Pálsson skrifar Stjórnmálamenn og stjórnmálaskýrendur virðast á einu máli um að túlka yfirburða sigur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrum borgarstjóra, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem ákall um breytingar. Það er án efa rétt ályktun. Hitt getur verið þyngri þraut að greina til hlítar hvers kyns breytinga megi vænta. 1.12.2012 08:00
Er ofbeldi lærð hegðun? Una María Óskarsdóttir skrifar Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. 1.12.2012 08:00
Mismunun jafnaðarmanna Jóhann Magnússon skrifar Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu. 1.12.2012 08:00
Framtíð heilbrigðisþjónustu Helga Bragadóttir skrifar Ég vil þakka Teiti Guðmundssyni lækni kærlega fyrir mjög svo tímabæra grein í Fréttablaðinu 6. nóvember sl. Hún lýsir bæði framsýni og hugrekki. Ég tek heils hugar undir það sem þar er sett fram. Hversu mikilvægt er ekki að nýta þekkingu, mannafla og annan auð í heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð og gæta í því sambandi vel að vinnuumhverfinu. Heilbrigt vinnuumhverfi er forsenda þess að heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt störfum sínum af fagmennsku og lágmarkað um leið alla sóun. Gæði heilbrigðisþjónustu og vilji heilbrigðisstarfsmanna til góðra verka þar sem heill og öryggi sjúklinga er í fyrirrúmi ættu ekki að vera bundin árferði. Í því er fagmennskan fólgin. Fagleg og sönn vinnubrögð eru nefnilega yfir pólitík og árferði hafin. 1.12.2012 08:00
Ný byggingarreglugerð – íbúðir fyrir alla? Jóhann Sigurðsson skrifar Um áramótin tekur ný byggingarreglugerð gildi og leysir af hólmi eldri reglugerð frá 1998. Nýja reglugerðin, sem sögð er sú stærsta í Íslandssögunni, mun færa okkar að þeim stöðlum sem tíðkast hjá hinum norrænu ríkjunum. 1.12.2012 08:00
Lækhóran - listin að höfða til allra Bergsteinn Sigurðsson skrifar Hér er pistill sem höfðar til allra: Eineltisseggurinn Egill "Gillzenegger“ Einarsson er þekktur fyrir framlag sitt til klámvæðingar, staðalímynda og botnlausrar kvenfyrirlitningar. En nú hafa femínistar, eða ætti maður kannski að segja femínasistar, fellt grímuna og heimta blóð. 1.12.2012 08:00
Punktar frá fundi um skráningu Vodafone Magnús Halldórsson skrifar Ég var beðinn um að taka þátt í pallborðsumræðum, á vegum VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um fyrirhugaða skráningu Fjarskipta hf., Vodafone, á markað. 30.11.2012 18:00
Kallað á karla Steinunn Stefánsdóttir skrifar Heimilisfriður – heimsfriður er yfirskrift árlegs sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem nú er haldið í 22. sinn. Markmið átaksins er að beina sjónum að því að úti um allan heim eru konur drepnar fyrir það eitt að vera konur. 30.11.2012 08:00
Ástæðulaust að óttast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. 30.11.2012 08:00
Spilavítinu Melaskóla lokað Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Um miðjan tíunda áratuginn var enginn maður með mönnum á skólalóðinni án þess að eiga safn af Pox-spjöldum. Þessi litríku, kringlóttu spjöld lagði maður undir í keppni við aðra sem snerist um að kasta svokölluðum sleggjum á spjöldin með það fyrir augum að snúa þeim við, en þar með eignaðist maður þau. Vildi maður tefla virkilega djarft lagði maður sleggjurnar undir. Minnist ég þess að hafa eitt skiptið hlaupið grátandi heim eftir að hafa tapað flottustu sleggjunni minni. Hún var úr stáli, sjáið þið til. Poxið var reyndar ekki lengi að detta úr tísku en við dóum ekki ráðalausir. Við snerum okkur einfaldlega að harki með tíköllum eða þá Drakkó-köllum, svo önnur tískubóla æskuáranna sé nefnd. Skólalóð Melaskóla var nefnilega ekkert annað en spilavíti. 30.11.2012 08:00
Ekkert hafa þeir lært Gunnar Karlsson skrifar Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. 30.11.2012 08:00
Skákkrakkarnir okkar vinna góð verk Steinþór Baldursson skrifar Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. 30.11.2012 08:00
Samræða um skipulagsmál Arna Mathiesen skrifar Næstum öll pólitík verður sýnileg í umhverfinu og mótar líf okkar um síðir. Afar lítið fer þó fyrir gagnrýninni opinberri samræðu um skipulagsmál á Íslandi miðað við aðra málaflokka, t.d. fjármál eða bókmenntir, og endar hún fljótt í skotgrafahernaði. Ástæðu má helsta nefna að engar heilar akademískar stöður eru til handa arkitektum og skipulagsfræðingum og þau sem ættu að hafa kunnáttu og aðstöðu til að stjórna umræðunni hafa sem oftast marga hatta. Þau forðast að koma með faglega gagnrýni sem gæti valdið því að þau missi aðra vinnu sem þau þarfnast til að eiga fyrir salti í grautinn. Gagnrýni þeirra á líka á hættu að verða hlutdræg til að eigin verk unnin fyrir aðra sleppi undan höggi. Auk þess eru þeir fáu einstaklingar sem um ræðir gersamlega yfirhlaðnir störfum í því risastóra "hlutastarfi“ að vera kennarar og skipuleggjendur kennslu í þessum málaflokki sem er svo mikilvægur fyrir allt daglegt líf. 30.11.2012 08:00
Strikað yfir starfsstétt Pawel Bartoszek skrifar Borgarstjórn ætlar að "brúa bilið“ milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í huga Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa VG, sem mestan á heiðurinn af þeirri tillögu, er engin spurning hvernig það bil eigi að brúa. Það þarf að lengja "fæðingarorlofið og svo að lengja leikskólagönguna“. Bilið verður því ekki brúað með hjálp dagforeldra. 30.11.2012 08:00
Atvinnuleitendur eru ekki allir eins Þorsteinn Fr. Sigurðsson skrifar Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, einstaklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnumálastofnunar. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um aukna þjónustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á samkomulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Þessir einstaklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu. 30.11.2012 08:00
Sátt um sjúkrahús? Torfi Hjartarson skrifar Ákvörðun um uppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut hefur lengi legið fyrir og fyrir henni eru ýmis rök sem ekki verða tíunduð hér. Í skipulagsráði Reykjavíkur hefur ríkt samhljómur um að ekki verði horfið frá þessum stað svo lengi sem koma megi starfseminni fyrir í sæmilegri sátt við borgarbúa og gott borgarskipulag. Enda er það svo að tillaga um deiliskipulag sjúkrahússins við Hringbraut hefur verið til umfjöllunar í ráðinu um langt skeið. Svonefndur SPITAL-hópur leggur tillöguna fram og vinnur jafnframt að forhönnun bygginga. 30.11.2012 08:00
Herðum róðurinn gegn loftslagsvánni Svandís Svavarsdóttir skrifar Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru vel sýnilegar nú þegar. 30.11.2012 08:00
Kynsjúkdómahugvekja Sigurlaug Hauksdóttir skrifar Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni? 30.11.2012 08:00
Sækjum fram Halldór Árnason skrifar Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%. 30.11.2012 08:00
Vinnum gegn kynbundnu ofbeldi Agnes M. Sigurðardóttir skrifar Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður. 30.11.2012 08:00
Hvað er best fyrir Ísland? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. 30.11.2012 08:00
Kraftbirting tónlistarinnar Arna Kristín Einarsdóttir skrifar Tónleikar Fílharmóníuhljómsveitar Berlínar í Eldborgarsal Hörpu 22. nóvember síðastliðinn voru án efa einn af hápunktum íslensks tónlistarlífs frá upphafi. Setið var í öllum 1.800 sætum salarins, á bak við hljómsveitina og alveg upp í rjáfur. Upplifun tónleikagesta var slík að húrrahrópunum ætlaði aldrei að linna, bæði fyrir hlé og í lok tónleika. 30.11.2012 08:00
Svaraðu manneskja! Friðrika Benónýs skrifar Ég sendi henni skilaboð á Facebook fyrir mörgum klukkutímum og hún hefur enn ekki svarað,“ segir kollega mín öskupirruð þegar talið berst að útsiktuðum viðmælanda sem hún hefur verið að reyna að ná í. Við hin dæsum öll og hristum höfuðið yfir þessum fádæma dónaskap í konunni. Hver svarar ekki skilaboðum á Facebook um hæl? Hvurslags er þetta? 29.11.2012 08:00
Gaspur hefur afleiðingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Skuldabréfamarkaðurinn komst í uppnám í fyrradag og lokað var fyrir viðskipti með íbúðabréf Íbúðalánasjóðs í Kauphöll Íslands. Ástæðan voru ummæli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar Alþingis, í viðtali við fréttavef Bloomberg, þar sem hún sagði nauðsynlegt að endursemja um skilmála íbúðabréfanna þannig að þau væru uppgreiðanleg og afnema ríkisábyrgð á sjóðnum. 29.11.2012 08:00
Enn um skrautblóm SA Indriði H. Þorláksson skrifar Starfsmaður SA og fyrrum samstarfsmaður minn á ýmsum vettvangi sendir mér kveðjur í Fréttablaðinu 27. nóv. sl. í tilefni af greinarstúf sem ég skrifaði um skattatillögur SA. Ég hef þá reglu að svara í engu ómálefnalegum tilskrifum og þeim sem byggja á kreddum og hentifræði. Rökræða ber ekki árangur í slíkum tilvikum. En mér er hlýtt til Halldórs Árnasonar. Ég veit að honum er ekki illa í ætt skotið, velviljaður og sanngjarn innst inni. Ætla má að tími til andsvara hafi verið knappur og hann því gripið til gamalla frjálshyggjufrasa í stað ígrundunar. Í þeirri von að til hennar gefist síðar tóm bendi ég honum á eftirfarandi. 29.11.2012 08:00
Nýju fötin keisarans Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Síðastliðinn þriðjudag varð nokkurt uppnám "á markaði“ vegna ummæla minna um Íbúðalánasjóð. Eitthvað fór tímasetningin fyrir brjóstið á stressuðum viðskipavinum kauphallarinnar, þó innihald þess sem ég sagði gæfi vart tilefni til upphlaupa og æsings. Ég sagði ekkert annað en það sem allir "markaðsaðilar“ vita. Íbúðalánasjóður á í miklum vanda og á honum þarf að taka til skamms tíma og til frambúðar. Í ljósi sögunnar þarf þetta upphlaup þó vart að koma á óvart. Sumir viðskiptavinir kauphallarinnar virðast alltaf jafn hissa þegar bent er á augljósa hluti. 29.11.2012 08:00
Heimsbyggðin verður að heyra Björg Árnadóttir skrifar Mig langar á þessum degi – sem er þrefaldur hátíðisdagur – að deila með ykkur reynslu minni. Dagurinn í dag, 29. nóvember, er samstöðudagur Sameinuðu þjóðanna með palestínsku þjóðinni, haldinn hátíðlegur frá árinu 1977. Þennan dag árið 1987 var Félagið Ísland-Palestína stofnað og fagnar því tuttugu og fimm ára afmæli. Og einmitt þennan dag fyrir ári síðan samþykkti Alþingi Íslendinga, fyrst þjóðþinga, samhljóða ályktun um að viðurkenna skyldi sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Þessi dagur er oft valinn fyrir atburði tengda Palestínu vegna þess að 29. nóvember 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að skipta Palestínu nokkurn veginn jafnt á milli gyðinga og araba. Sameinaðar þjóðir ákváðu að gefa einni þjóð land þar sem önnur þjóð bjó. 29.11.2012 08:00
Verðtryggingin og Lilja Hjálmtýr Guðmundsson skrifar Fyrir tíu árum átti ég tvö raðhús. Þau voru 100 milljóna króna virði (50 milljónir hvort). Þá er það sem Lilja kemur til mín og vill fá þau leigð (lánuð) gegn hæfilegu gjaldi (leiga/vextir). Okkur semst um að hún borgi mér 4% af verðmætinu í leigu (vexti) á ári. Á þessum 10 árum hefur verið 7,2% verðbólga á ári þannig að húsin sem voru 100 milljóna króna virði eru nú 200 milljóna króna virði eða 100 milljónir hvort hús. Það er ekki af því að þau séu raunverulega meira virði en fyrir 10 árum, heldur er krónan helmingi minna virði en þá. 29.11.2012 08:00
England og Evrópa Jón Ormur Halldórsson skrifar Það gekk illa hjá Bretum að komast inn í Evrópusambandið. Frakkar, undir forustu de Gaulle, beittu tvívegis neitunarvaldi gegn aðild Bretlands. Hann sagði Breta skorta pólitískan vilja til að vera hluti af Evrópu. Nú vill stór meirihluti Englendinga og kannski helmingur Skota að Bretland segi sig úr ESB. 29.11.2012 08:00
Þrep virðisaukaskatts Hannes G. Sigurðsson skrifar Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi. 29.11.2012 08:00
Óskynsamleg bankatillaga Finnur Sveinbjörnsson skrifar Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga. 29.11.2012 08:00
RSS straumar og atvinnuleit Óskar Marinó Sigurðsson skrifar Í samfélagi þar sem upplýsingastreymi virðist eiga sér engin takmörk þarf atvinnuleitandi að huga að bestu aðferðum eða leiðum til þess að ná árangri í starfsleitinni. Til að ná árangri þarf að leggja hart að sér en það felst t.d. í að skoða atvinnuauglýsingar, hafa samband við ráðningarstofur, senda inn óumbeðna atvinnuumsókn, virkja tengslanetið og fara á framadaga svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög ólíklegt að komast í draumastarfið nema maður sé tilbúinn til að leggja á sig vinnuna sem þarf til að komast á leiðarenda. 29.11.2012 08:00
Svíkja Íslendingar Palestínu? Ástþór Magnússon skrifar Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðarpottloki. 29.11.2012 08:00
Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu Eygló Árnadóttir skrifar Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. 29.11.2012 08:00
Núll-kostur í Gálgahrauni Gunnsteinn Ólafsson skrifar Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. 29.11.2012 08:00
Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði Guðmundur D. Haraldsson skrifar Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. 29.11.2012 08:00
Litla stúlkan með eldspýturnar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. 29.11.2012 08:00
Búrfellshraun – eitt merkasta hraun á Íslandi Reynir Ingibjartsson skrifar Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af? 29.11.2012 08:00
Vísindin vefengja öryggi erfðabreyttra matvæla Sandra B. Jónsdóttir skrifar Í grein sinni í Fréttablaðinu 20. okt. sl. gagnrýnir Jón Hallsson nýja franska rannsókn sem skekið hefur vísindaheiminn og valdið auknum áhyggjum manna af öryggi erfðabreyttra matvæla og fóðurs. Þegar líftæknirisinn Monsanto sótti um leyfi ESB fyrir erfðabreyttu maísyrki sínu NK603 lagði fyrirtækið fram niðurstöðu 90 daga tilraunar á rottum sem benti til eitrunar í lifur og nýrum – niðurstöðu sem Monsanto gerði ekkert úr og taldi tölfræðilega ómarktæka. 29.11.2012 08:00
Tók hún tjakkinn á málið? Jóhann Hauksson skrifar Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. 28.11.2012 17:51
Héraðsdómur segir bankamenn bjána Ólafur Hauksson skrifar Ótrúlegt er að sjá bankamenn niðurlægða með jafn afgerandi hætti og í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar lýsir dómarinn starfsmönnum Arion, Glitnis og Landsbankans sem fábjánum – en að vísu samkvæmt þeirra eigin ósk. 28.11.2012 08:00
Snjóhengjur Þórður Snær Júlíusson skrifar Um fátt er meira rætt á Íslandi í dag en snjóhengjur. Ekki þær sem dembast yfir byggðarlög í fjallshlíðum heldur peningalega hengju sem margir telja að geti valdið efnahagslegu snjóflóði. 28.11.2012 08:00
Stress yfir litlu stressi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég er ekki komin í nokkurt einasta jólaskap, finn ekki fyrir neinu, ekki einu sinni fiðringi í nösum þó ég gangi fram á nýflysjaða mandarínu og opinn piparkökudunk. Aðventan hefst á sunnudaginn og löngu búið að skreyta miðbæinn í borginni. Jólalögin eru farin að hljóma í útvarpinu og jólaauglýsingar dynja á hlustunum. 28.11.2012 08:00
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun