Hin ógurlega Algebra Guðni Rúnar Jónasson skrifar 6. desember 2012 06:00 Kynbundið ofbeldi á sér stað um allan heim í þvílíku magni að við rekumst á vegg þegar við eigum að skynja og skilja tölfræðina sem að baki því liggur. Tölur eins og: Sex hundruð milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki saknæmt. 45% kvenna í Evrópusambandslöndum hafa orðið fyrir ofbeldi karlmanna. Sjö konur deyja daglega í heiminum af völdum heimilisofbeldis og að lokum þá kostar heimilisofbeldi Evrópulöndin 3.220.480.000.– krónur árlega. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í slíkum aðstæðum rekur okkur í vitsmunalegt strand. Við höfum ekki andlegu tólin til að geta unnið úr gögnunum. Eddy Izzard náði þessu eiginlega langbest þegar hann fjallaði um málefnið í uppistandi sínu: „Þú hefur drepið yfir 100.000 manns! Vá! Þú hlýtur að vakna alveg rosalega snemma á morgnana til að ná þessum árangri. Ég kem mér varla í ræktina!“ Við eigum erfitt með að hafa samkennd með tölum og þurfum því að reikna þær niður í stærðir sem við skiljum. Þetta er þó ekki sá útreikningur sem ég ætla að tala um. Sá reikningur er mun nærtækari, einstaklingsbundnari og auðskiljanlegri þó svo að okkur bjóði við honum. Við skiljum þjáningar einstaklingsins, þær eru stæða sem við náum utan um. Um er að ræða líkindareikning, áhættumat og hina huglægu stærðfræði sjálfbjargarinnar. Þetta er útreikningurinn sem allir þolendur kynbundins ofbeldis og í raun allir þolendur kerfisbundinna níða þurfa að framkvæma daglega, því þó að ofbeldið eigi sér stað óreglulega og jafnvel líði mánuðir á milli atvika, vofir það alltaf yfir og áhættumatið er sífellt í gangi. „Hvað gerði ég vitlaust?“, „Hvað get ég gert til að sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur?“ eru hræðilegar jöfnur en þær geta verið mun erfiðari: „Hvernig tryggi ég að hann fari ekki í börnin?“, „Hvernig tryggi ég að enginn sjái hvernig mér tókst að klúðra málunum?“, „Mun hann stoppa núna?“ Enginn getur fullkomlega sett sig í spor þolanda kynbundins ofbeldis án þess að þurfa að þola það á eigin skinni. En maður getur gert sitt besta til að skilja þjáningu einstaklingsins sem verður fyrir kynbundnu ofbeldi, því það er nefnilega töluvert auðveldara að setja sig í spor milljóna ef maður gerir sér grein fyrir því að á bak við hverja tölu eru einstaklingar sem ganga í gegnum þessa hræðilegu útreikninga daglega. Kynbundið ofbeldi er ekki tölfræði heldur einstaklingsbundnar þjáningar sem við sem samfélag eigum aldrei að líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi á sér stað um allan heim í þvílíku magni að við rekumst á vegg þegar við eigum að skynja og skilja tölfræðina sem að baki því liggur. Tölur eins og: Sex hundruð milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki saknæmt. 45% kvenna í Evrópusambandslöndum hafa orðið fyrir ofbeldi karlmanna. Sjö konur deyja daglega í heiminum af völdum heimilisofbeldis og að lokum þá kostar heimilisofbeldi Evrópulöndin 3.220.480.000.– krónur árlega. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í slíkum aðstæðum rekur okkur í vitsmunalegt strand. Við höfum ekki andlegu tólin til að geta unnið úr gögnunum. Eddy Izzard náði þessu eiginlega langbest þegar hann fjallaði um málefnið í uppistandi sínu: „Þú hefur drepið yfir 100.000 manns! Vá! Þú hlýtur að vakna alveg rosalega snemma á morgnana til að ná þessum árangri. Ég kem mér varla í ræktina!“ Við eigum erfitt með að hafa samkennd með tölum og þurfum því að reikna þær niður í stærðir sem við skiljum. Þetta er þó ekki sá útreikningur sem ég ætla að tala um. Sá reikningur er mun nærtækari, einstaklingsbundnari og auðskiljanlegri þó svo að okkur bjóði við honum. Við skiljum þjáningar einstaklingsins, þær eru stæða sem við náum utan um. Um er að ræða líkindareikning, áhættumat og hina huglægu stærðfræði sjálfbjargarinnar. Þetta er útreikningurinn sem allir þolendur kynbundins ofbeldis og í raun allir þolendur kerfisbundinna níða þurfa að framkvæma daglega, því þó að ofbeldið eigi sér stað óreglulega og jafnvel líði mánuðir á milli atvika, vofir það alltaf yfir og áhættumatið er sífellt í gangi. „Hvað gerði ég vitlaust?“, „Hvað get ég gert til að sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur?“ eru hræðilegar jöfnur en þær geta verið mun erfiðari: „Hvernig tryggi ég að hann fari ekki í börnin?“, „Hvernig tryggi ég að enginn sjái hvernig mér tókst að klúðra málunum?“, „Mun hann stoppa núna?“ Enginn getur fullkomlega sett sig í spor þolanda kynbundins ofbeldis án þess að þurfa að þola það á eigin skinni. En maður getur gert sitt besta til að skilja þjáningu einstaklingsins sem verður fyrir kynbundnu ofbeldi, því það er nefnilega töluvert auðveldara að setja sig í spor milljóna ef maður gerir sér grein fyrir því að á bak við hverja tölu eru einstaklingar sem ganga í gegnum þessa hræðilegu útreikninga daglega. Kynbundið ofbeldi er ekki tölfræði heldur einstaklingsbundnar þjáningar sem við sem samfélag eigum aldrei að líða.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar