Meiri vinna – minni laun Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 6. desember 2012 06:00 Um mánaðamótin sögðu 254 hjúkrunarfræðingar starfi sínu lausu á Landspítala (LSH). Alls starfa þar 1.348 hjúkrunarfræðingar þannig að tæplega 20% hjúkrunarfræðinga munu hætta störfum á LSH þann 1. mars næstkomandi. Það eru grafalvarleg tíðindi sem þýða það eitt að LSH verður ekki starfræktur í núverandi mynd gangi uppsagnirnar eftir. Stjórnvöld, sem bera ábyrgð á því að landsmönnum standi fullnægjandi heilbrigðisþjónusta til boða, verða að sýna ábyrgð og grípa til aðgerða. En hvers vegna segja allir þessi hjúkrunarfræðingar upp nú? Fjárveitingar til LSH hafa verið skornar niður um 32 milljarða frá 2007, starfsmönnum hefur fækkað um 700, á sama tíma og fjöldi þeirra sem sækja þjónustu til spítalans hefur aukist um 6%. Tölurnar sýna að færri starfsmönnum er ætlað að sinna mun fleiri verkefnum fyrir mun lægri laun en áður. Hjúkrunarfræðingar eru seinþreyttir til vandræða. Þeir hafa tekið fullan þátt í að hagræða í rekstri en á sama tíma lagt mikið af mörkum til að tryggja góða og örugga þjónustu við sjúklinga.Yfirvinna nánast bönnuð Skipulagi þjónustunnar á LSH hefur verið breytt, fyrst og fremst í hagræðingarskyni. Sólarhringsdeildum hefur verið breytt í dagdeildir og þeir sem liggja inni á sjúkrahúsinu þarfnast meiri þjónustu en áður. Yfirvinna er nánast bönnuð þannig að ekki má kalla fólk til vinnu í veikindum hjúkrunarfræðinga, sem þýðir auðvitað enn meira álag á þá sem eftir eru. Laun hjúkrunarfræðinga hafa lækkað, bæði vegna skipulagsbreytinganna sem leiða til minni launa vegna vakta, og vegna þess að möguleikar til að auka tekjur sínar með yfirvinnu eru nánast horfnir. Á sama tíma sýna opinberar tölur á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins að yfirvinna og önnur laun hafa aukist hjá opinberum starfsmönnum með sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar hafa, en sem starfa utan heilbrigðiskerfisins.Engar aðgerðir Fulltrúar hjúkrunarfræðinga hafa nú í heilt ár verið í viðræðum við stjórnendur LSH og annarra heilbrigðisstofnana um endurnýjun stofnanasamninga. Krafa hjúkrunarfræðinga er að laun þeirra verði hækkuð til samræmis við hækkanir annarra opinberra starfsmanna og í ljósi aukins umfangs verkefna þeirra. Enginn árangur hefur orðið af þessum viðræðum og þrátt fyrir skilning stjórnvalda á kröfum hjúkrunarfræðinga sjást engar aðgerðir. Hjúkrunarfræðingar meta menntun sína og starf mikils. Þeir bera virðingu fyrir sínu starfi og umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum. Hjúkrunarfræðingar gera þá kröfu að stjórnvöld meti menntun þeirra og störf að verðleikum. Það verða stjórnvöld að gera ef þau vilja koma í veg fyrir hrun heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Um mánaðamótin sögðu 254 hjúkrunarfræðingar starfi sínu lausu á Landspítala (LSH). Alls starfa þar 1.348 hjúkrunarfræðingar þannig að tæplega 20% hjúkrunarfræðinga munu hætta störfum á LSH þann 1. mars næstkomandi. Það eru grafalvarleg tíðindi sem þýða það eitt að LSH verður ekki starfræktur í núverandi mynd gangi uppsagnirnar eftir. Stjórnvöld, sem bera ábyrgð á því að landsmönnum standi fullnægjandi heilbrigðisþjónusta til boða, verða að sýna ábyrgð og grípa til aðgerða. En hvers vegna segja allir þessi hjúkrunarfræðingar upp nú? Fjárveitingar til LSH hafa verið skornar niður um 32 milljarða frá 2007, starfsmönnum hefur fækkað um 700, á sama tíma og fjöldi þeirra sem sækja þjónustu til spítalans hefur aukist um 6%. Tölurnar sýna að færri starfsmönnum er ætlað að sinna mun fleiri verkefnum fyrir mun lægri laun en áður. Hjúkrunarfræðingar eru seinþreyttir til vandræða. Þeir hafa tekið fullan þátt í að hagræða í rekstri en á sama tíma lagt mikið af mörkum til að tryggja góða og örugga þjónustu við sjúklinga.Yfirvinna nánast bönnuð Skipulagi þjónustunnar á LSH hefur verið breytt, fyrst og fremst í hagræðingarskyni. Sólarhringsdeildum hefur verið breytt í dagdeildir og þeir sem liggja inni á sjúkrahúsinu þarfnast meiri þjónustu en áður. Yfirvinna er nánast bönnuð þannig að ekki má kalla fólk til vinnu í veikindum hjúkrunarfræðinga, sem þýðir auðvitað enn meira álag á þá sem eftir eru. Laun hjúkrunarfræðinga hafa lækkað, bæði vegna skipulagsbreytinganna sem leiða til minni launa vegna vakta, og vegna þess að möguleikar til að auka tekjur sínar með yfirvinnu eru nánast horfnir. Á sama tíma sýna opinberar tölur á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins að yfirvinna og önnur laun hafa aukist hjá opinberum starfsmönnum með sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar hafa, en sem starfa utan heilbrigðiskerfisins.Engar aðgerðir Fulltrúar hjúkrunarfræðinga hafa nú í heilt ár verið í viðræðum við stjórnendur LSH og annarra heilbrigðisstofnana um endurnýjun stofnanasamninga. Krafa hjúkrunarfræðinga er að laun þeirra verði hækkuð til samræmis við hækkanir annarra opinberra starfsmanna og í ljósi aukins umfangs verkefna þeirra. Enginn árangur hefur orðið af þessum viðræðum og þrátt fyrir skilning stjórnvalda á kröfum hjúkrunarfræðinga sjást engar aðgerðir. Hjúkrunarfræðingar meta menntun sína og starf mikils. Þeir bera virðingu fyrir sínu starfi og umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum. Hjúkrunarfræðingar gera þá kröfu að stjórnvöld meti menntun þeirra og störf að verðleikum. Það verða stjórnvöld að gera ef þau vilja koma í veg fyrir hrun heilbrigðiskerfisins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar