Sérhagsmunir gegn almannahagsmunum 4. desember 2012 06:00 Sjö bæjarstjórar rita í Fréttablaðið 20. október um skýrslu, sem þeir sjálfir fólu KPMG að vinna um kostnað flugfarþega af hugsanlegum flutningi miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýri á Miðnesheiði. Bæjarstjórana sjö varðar lítt um þjóðarhag og forsendur þeirra eru hæpnar. Þeir meta hvorki mörghundruðfaldan hag af byggð í Vatnsmýri né landsbyggðarvænan flugvöll á Hólmsheiði í einu af úthverfum Reykjavíkur. Rétt er því að taka af öll tvímæli um nokkur meginatriði, sem varða þjóðarhag.1. Um skyldu borgarstjórnar Skylda yfirvalda í Reykjavík og í öðrum bæjum og borgum hvarvetna er að gera borgarskipulag á forsendum hagsældar, öryggis og velferðar íbúanna svo þar dafni mannvænt og skilvirkt samfélag. Frá stríðslokum hafa borgaryfirvöld að mestu vanrækt þessa skyldu. Í stað þess að þjóna íbúum með góðu skipulagi leiddu þau til öndvegis baneitraðar landsbyggðarkröfur fjórflokksins um herflugvöll miðsvæðis til ómælds tjóns fyrir alla landsmenn. Neikvæðra áhrifa gætir í þjóðarhag.2. Um skyldu flugmálayfirvalda Skylda flugmálayfirvalda ríkisins er að tryggja skilvirkar flugsamgöngur í samræmi við hagsmuni samfélagsins á hverjum tíma og í sátt við íbúana. Frá 1945 hafa flugmálayfirvöld brugðist þeirri skyldu að tryggja frambúðarlausn fyrir miðstöð innanlandsflugs á SV-landi til hagsbóta fyrir flugfarþega og flugrekendur en einbeitt sér þess í stað að því að festa í sessi gamla herflugvöllinn í miðborg Reykjavíkur til gríðarlegs tjóns fyrir alla. Tvær óháðar rannsóknir um 1964 mátu Vatnsmýri sem lakasta flugvallarvalkostinn af fjórum á höfuðborgarsvæðinu og árið 2007 komust sérfræðingar Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að því að af fjórum kostum væri Vatnsmýri lakastur en Hólmsheiði þjóðhagslega hagkvæmastur.3. Um höfuðborgarhagkerfið Ekki er til mat á stærð hagkerfis höfuðborgarinnar. Fáum dylst þó að það er stærsti hluti íslensks hagkerfis. Örfáar grófar kennitölur verða því að nægja: 210.000 íbúar, 150.000 bílar, 2.000.000m² í verslunarhúsnæði, 6.000.000m² í öðru atvinnuhúsnæði, 170.000 störf og svo framvegis. Flugvöllurinn splundraði byggðinni, sem þekur nú um 15.000ha, líkt og París og Manhattan samanlagt (4 milljónir íbúa). Þannig glötuðust helstu borgareinkenni, svo sem eiginleg miðborg og nánd milli íbúa. Grunnur almannasamgangna og nærþjónustu brast og bíllinn varð helsta samgöngutækið. Tímasóun borgarbúa er gríðarleg og reksturskostnaður heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga allt of mikill. Óskilvirkni höfuðborgarhagkerfisins hefur neikvæð áhrif á þjóðarhag.4. Um almannaöryggi Forsendur almannavarna á höfuðborgarsvæðinu eru veikar. Rýmingarleiðir eru of fáar og óþarflega langar vegna þess að mikið vantar inn í stofnbrautakerfið, sem hefur liðið fyrir Vatnsmýrarvöll og viðvarandi fjársvelti áratugum saman. Aðstæður öryggis- og neyðarþjónustu eru því erfiðar, flugvöllurinn þrengir að, bifreiðaakstur er gríðarlegur, mengun er mikil og umferðarslys allt of mörg.5. Um sjúkraflug Óverjandi er að nota vængjað flug nema sjúklingur sé í „stöðugu“ ástandi svo flutningstími skerði ekki batahorfur. Stórslasaða og bráðveika á að flytja með þyrlu beint á sjúkrastofnun. Sjúkraflug er a.m.k. þríþætt: bílferð að flugvelli, flugferð, bílferð að sjúkrastofnun. Meðalflutningstími er a.m.k. 2 klst. Lenging bílferðar um 10-20 mín. að sjúkrastofnun skiptir því ekki máli. Gnótt fjár til eflingar sjúkraflutninga er nú bundin undir flugbrautum í Vatnsmýri.6. Um Reykjavíkurvaldið Landsbyggðarforkólfar nefna oft „Reykjavíkurvaldið“ til að lýsa óbeit á meintri mismunun af hálfu valdsmanna í höfuðborginni, valdsmanna sem yfirleitt eru þó landsbyggðarsinnaðir þingmenn, sem í heila öld hafa einokað sæti í áhrifamestu nefndum Alþingis og oftast mannað þá ráðherrastóla sem mest áhrifavald hafa haft á örlög landsbyggðarinnar.7. Um skýrslu KPMG KPMG fullyrðir ranglega að skilyrði á Hólmsheiði séu óhagstæð. Hið rétta er að skv. yfirlýsingu dr. Haraldar Ólafssonar má lenda þar í a.m.k. 96 prósentum tilvika en að mati flugrekenda nægja 95 prósent. Ámælisvert er að skýrsluhöfundar fjalla ekki um mikla hagsmuni af flutningi flugs úr Vatnsmýri. Niðurlag Bæjarstjórana sjö varðar hvorki um þjóðarhag né hagsmuni borgarbúa enda mótast nálgun þeirra af atkvæðamisvægi og kjördæmapoti í heila öld. Og þó flugvöllurinn sé enn í Vatnsmýri hefur hann augljóslega aldrei gagnast landsbyggðinni því víða er orðið tvísýnt um áframhald búsetu vegna fólksfækkunar. Hins vegar hefur hann leitt yfir borgina ómældar búsifjar. Í áratugi hafa Íslendingar haft einna hæstar þjóðartekjur á mann í heiminum en á sama tíma kvartar fólk undan lágum tekjum. Meginskýring þessa munar felst í óskilvirkum rekstri borgarsamfélagsins, hömlulausu kjördæmapoti og illri meðferð ríkisfjár áratugum saman. Bæjarstjórarnir sjö og aðrir landsbyggðarforkólfar fyrr og síðar bera mesta ábyrgð á þessari ömurlegu stöðu mála. Í stað bullandi kjördæmapots ættu bæjarstjórarnir sjö að beita sér fyrir áhrifaríkari byggðastefnu en hingað til og að styðja byggingu nýs flugvallar á Hólmsheiði. Kostnaður við hann er á við ein Vaðlaheiðargöng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Sjö bæjarstjórar rita í Fréttablaðið 20. október um skýrslu, sem þeir sjálfir fólu KPMG að vinna um kostnað flugfarþega af hugsanlegum flutningi miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýri á Miðnesheiði. Bæjarstjórana sjö varðar lítt um þjóðarhag og forsendur þeirra eru hæpnar. Þeir meta hvorki mörghundruðfaldan hag af byggð í Vatnsmýri né landsbyggðarvænan flugvöll á Hólmsheiði í einu af úthverfum Reykjavíkur. Rétt er því að taka af öll tvímæli um nokkur meginatriði, sem varða þjóðarhag.1. Um skyldu borgarstjórnar Skylda yfirvalda í Reykjavík og í öðrum bæjum og borgum hvarvetna er að gera borgarskipulag á forsendum hagsældar, öryggis og velferðar íbúanna svo þar dafni mannvænt og skilvirkt samfélag. Frá stríðslokum hafa borgaryfirvöld að mestu vanrækt þessa skyldu. Í stað þess að þjóna íbúum með góðu skipulagi leiddu þau til öndvegis baneitraðar landsbyggðarkröfur fjórflokksins um herflugvöll miðsvæðis til ómælds tjóns fyrir alla landsmenn. Neikvæðra áhrifa gætir í þjóðarhag.2. Um skyldu flugmálayfirvalda Skylda flugmálayfirvalda ríkisins er að tryggja skilvirkar flugsamgöngur í samræmi við hagsmuni samfélagsins á hverjum tíma og í sátt við íbúana. Frá 1945 hafa flugmálayfirvöld brugðist þeirri skyldu að tryggja frambúðarlausn fyrir miðstöð innanlandsflugs á SV-landi til hagsbóta fyrir flugfarþega og flugrekendur en einbeitt sér þess í stað að því að festa í sessi gamla herflugvöllinn í miðborg Reykjavíkur til gríðarlegs tjóns fyrir alla. Tvær óháðar rannsóknir um 1964 mátu Vatnsmýri sem lakasta flugvallarvalkostinn af fjórum á höfuðborgarsvæðinu og árið 2007 komust sérfræðingar Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að því að af fjórum kostum væri Vatnsmýri lakastur en Hólmsheiði þjóðhagslega hagkvæmastur.3. Um höfuðborgarhagkerfið Ekki er til mat á stærð hagkerfis höfuðborgarinnar. Fáum dylst þó að það er stærsti hluti íslensks hagkerfis. Örfáar grófar kennitölur verða því að nægja: 210.000 íbúar, 150.000 bílar, 2.000.000m² í verslunarhúsnæði, 6.000.000m² í öðru atvinnuhúsnæði, 170.000 störf og svo framvegis. Flugvöllurinn splundraði byggðinni, sem þekur nú um 15.000ha, líkt og París og Manhattan samanlagt (4 milljónir íbúa). Þannig glötuðust helstu borgareinkenni, svo sem eiginleg miðborg og nánd milli íbúa. Grunnur almannasamgangna og nærþjónustu brast og bíllinn varð helsta samgöngutækið. Tímasóun borgarbúa er gríðarleg og reksturskostnaður heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga allt of mikill. Óskilvirkni höfuðborgarhagkerfisins hefur neikvæð áhrif á þjóðarhag.4. Um almannaöryggi Forsendur almannavarna á höfuðborgarsvæðinu eru veikar. Rýmingarleiðir eru of fáar og óþarflega langar vegna þess að mikið vantar inn í stofnbrautakerfið, sem hefur liðið fyrir Vatnsmýrarvöll og viðvarandi fjársvelti áratugum saman. Aðstæður öryggis- og neyðarþjónustu eru því erfiðar, flugvöllurinn þrengir að, bifreiðaakstur er gríðarlegur, mengun er mikil og umferðarslys allt of mörg.5. Um sjúkraflug Óverjandi er að nota vængjað flug nema sjúklingur sé í „stöðugu“ ástandi svo flutningstími skerði ekki batahorfur. Stórslasaða og bráðveika á að flytja með þyrlu beint á sjúkrastofnun. Sjúkraflug er a.m.k. þríþætt: bílferð að flugvelli, flugferð, bílferð að sjúkrastofnun. Meðalflutningstími er a.m.k. 2 klst. Lenging bílferðar um 10-20 mín. að sjúkrastofnun skiptir því ekki máli. Gnótt fjár til eflingar sjúkraflutninga er nú bundin undir flugbrautum í Vatnsmýri.6. Um Reykjavíkurvaldið Landsbyggðarforkólfar nefna oft „Reykjavíkurvaldið“ til að lýsa óbeit á meintri mismunun af hálfu valdsmanna í höfuðborginni, valdsmanna sem yfirleitt eru þó landsbyggðarsinnaðir þingmenn, sem í heila öld hafa einokað sæti í áhrifamestu nefndum Alþingis og oftast mannað þá ráðherrastóla sem mest áhrifavald hafa haft á örlög landsbyggðarinnar.7. Um skýrslu KPMG KPMG fullyrðir ranglega að skilyrði á Hólmsheiði séu óhagstæð. Hið rétta er að skv. yfirlýsingu dr. Haraldar Ólafssonar má lenda þar í a.m.k. 96 prósentum tilvika en að mati flugrekenda nægja 95 prósent. Ámælisvert er að skýrsluhöfundar fjalla ekki um mikla hagsmuni af flutningi flugs úr Vatnsmýri. Niðurlag Bæjarstjórana sjö varðar hvorki um þjóðarhag né hagsmuni borgarbúa enda mótast nálgun þeirra af atkvæðamisvægi og kjördæmapoti í heila öld. Og þó flugvöllurinn sé enn í Vatnsmýri hefur hann augljóslega aldrei gagnast landsbyggðinni því víða er orðið tvísýnt um áframhald búsetu vegna fólksfækkunar. Hins vegar hefur hann leitt yfir borgina ómældar búsifjar. Í áratugi hafa Íslendingar haft einna hæstar þjóðartekjur á mann í heiminum en á sama tíma kvartar fólk undan lágum tekjum. Meginskýring þessa munar felst í óskilvirkum rekstri borgarsamfélagsins, hömlulausu kjördæmapoti og illri meðferð ríkisfjár áratugum saman. Bæjarstjórarnir sjö og aðrir landsbyggðarforkólfar fyrr og síðar bera mesta ábyrgð á þessari ömurlegu stöðu mála. Í stað bullandi kjördæmapots ættu bæjarstjórarnir sjö að beita sér fyrir áhrifaríkari byggðastefnu en hingað til og að styðja byggingu nýs flugvallar á Hólmsheiði. Kostnaður við hann er á við ein Vaðlaheiðargöng.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun