Mismunun skal það vera Sigrún Edda Lövdal skrifar 6. desember 2012 06:00 Við viljum þakka Oddnýju Sturludóttir skjót viðbrögð við opnu bréfi stjórnar Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í svari Oddnýjar, sem birtist í Fréttablaðinu 20. nóvember sl. staðhæfir hún að það sé rangt hjá okkur að fjárhagslegt sjónarmið ráði því hvort foreldrar velji leikskólavist umfram þjónustu dagforeldra, Oddný veit betur. Í úttekt Fréttablaðsins sem birt var þann 19. nóvember sl. kemur fram að um 400.000 krónur skilja á milli hlutar foreldra í gjaldskrá dagforeldra og svo borgarrekinna leikskóla. Þessi mismunur gefur foreldrum ekki val. Það liggur ljóst fyrir að þetta há upphæð vegur þungt í heimilisbókhaldi barnafjölskyldna í Reykjavík sem margar hverjar hafa þurft að taka á sig þungar byrðar í kjölfar hrunsins 2008. Auðvitað hefur þetta áhrif á fjárhag þeirra, um það þarf Oddný Sturludóttir ekki að efast. Foreldrum og börnum er mismunað með margvíslegum hætti í Reykjavík sem er borgaryfirvöldum ekki til mikils sóma og borginni okkar oft og tíðum til háborinnar skammar. Sá sjálfsagði réttur foreldra í Reykjavík að velja daggæslu fyrir börn sín óháð fjárhag er ekki virtur af borginni, ólíkt bæjarfélögum víðs vegar um landið þar sem bæjarstjórnir hafa undanfarin ár hækkað niðurgreiðslur töluvert til að koma til móts við foreldra ungra barna og samræmt gjaldskrá dagforeldra og leikskóla.Sjálfsagður réttur Það er sjálfsagður réttur hvers og eins að hafa val. Er það stjórn Barnsins með öllu óskiljanlegt af hverju borgaryfirvöld virða ekki þennan rétt foreldra og koma til móts við þá með hækkunum á niðurgreiðslum. Aðgerðarleysi gagnvart þessum foreldrum er óþolandi og virðast borgarfulltrúar ekki gera sér nokkra grein fyrir því að foreldrar, sem hafa börn sín í gæslu hjá dagforeldrum, greiða sína skatta og gjöld til borgarsjóðs til jafns við foreldra leikskólabarna og eiga því sama rétt þegar kemur að niðurgreiðslum til barna þeirra. Það er deginum ljósara að ef vilji borgarfulltrúa væri fyrir hendi þá væri hægt að hækka þessar niðurgreiðslur umtalsvert og létta byrði af foreldrum um 800 barna í Reykjavík. Nú liggur fyrir að lenging fæðingarorlofs er að verða að þeim veruleika sem borgarfulltrúar samþykktu einróma að berjast fyrir fyrr í þessum mánuði. Það er nokkuð ljóst að ekki allir foreldrar taka svo langt fæðingarorlof. Það hefur borið nokkuð á því að börn eru í dag að koma í gæslu til dagforeldra áður en 9 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þessir foreldrar fá hins vegar ekki niðurgreiðslu með barni sínu og þurfa foreldrar því að greiða fullan kostnað án aðkomu sveitarfélagsins. Á það ekki að vera val foreldra hvað þeir vilja vera í löngu fæðingarorlofi eða er forsjárhyggja pólitískra fulltrúa orðin öllu öðru yfirsterkari? Vinnubrögðin virðast stjórnast af því að þeir telji sig vita betur en foreldrar hvað henti þeim og börnum þeirra. Hugsjónir Sóleyjar Tómasardóttur og Oddnýjar Sturludóttir borgarfulltrúa virðast snúast fyrst og fremst um það að leggja niður þjónustu dagforeldra. Þjónustu þar sem ung börn eru í rólegu umhverfi og dvelja yfir daginn í fámennum hópi barna við leik og njóta vinskapar, alúðar og umhyggju dagforeldra. Dagforeldra, sem hafa um áratuga skeið starfað við mikla ánægju foreldra og sinnt starfi sínu af miklum sóma. Vanþekking þessara kjörnu borgarfulltrúa á starfi dagforeldra er algjör og endurspeglar sig í virðingarleysi þeirra.Örfáir í heimsókn Þrátt fyrir það góða starf sem dagforeldrar inna af hendi hafa þeir mátt þola yfirgang af hálfu þeirra sem koma að málefnum dagforeldra hjá Reykjavíkurborg. Yfirlæti og vanvirðing gagnvart dagforeldrum hefur oft á tíðum einkennt þeirra vinnubrögð. Hversu margir þeir eru sem starfa við það eitt að sinna málefnum dagforeldra hjá Reykjavíkurborg er ekki gott að segja. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt, en það er lítill sem enginn vilji eða áhugi hjá þeim að kynna sér starf dagforeldra í Reykjavík. Við vitum ekki til þess að nokkur þeirra, utan örfárra daggæsluráðgjafa, hafi lagt það á sig að koma til dagforeldra á vinnutíma, skoða og kynna sér starfsemina. Eins furðulega og það hljómar þá hafa starfsmenn sviðsins hins vegar lagt land undir fót og ferðast til nágrannalanda okkar til þess eins að kynna sér störf dagforeldra af miklum áhuga. Hafa þessar starfskynningar þeirra væntanlega verið með töluverðum tilkostnaði fyrir borgarbúa. Stjórn Barnsins yrði það ljúft að koma á fræðslu og kynningu til handa þeim sem að málefnum dagforeldra koma hjá borginni, á því út á hvað störf dagforeldra ganga. Við hvetjum þá til að gefa sér tíma til að þiggja þetta góða boð okkar, sem við teljum að geti breytt viðhorfi þeirra í garð dagforeldra og yrði þá kannski til þess að þeir sýndu starfseminni meiri virðingu. Sýndu því líka skilning af hverju foreldrar vilja þjónustu dagforeldra umfram leikskóla fyrir ung börn sín og myndi vonandi verða til þess að opna augu þeirra fyrir því hvað þjónusta dagforeldra er góður kostur sem vert er að huga að og standa vörð um að verði áfram val sem foreldrar geta haft óháð fjárhag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við viljum þakka Oddnýju Sturludóttir skjót viðbrögð við opnu bréfi stjórnar Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í svari Oddnýjar, sem birtist í Fréttablaðinu 20. nóvember sl. staðhæfir hún að það sé rangt hjá okkur að fjárhagslegt sjónarmið ráði því hvort foreldrar velji leikskólavist umfram þjónustu dagforeldra, Oddný veit betur. Í úttekt Fréttablaðsins sem birt var þann 19. nóvember sl. kemur fram að um 400.000 krónur skilja á milli hlutar foreldra í gjaldskrá dagforeldra og svo borgarrekinna leikskóla. Þessi mismunur gefur foreldrum ekki val. Það liggur ljóst fyrir að þetta há upphæð vegur þungt í heimilisbókhaldi barnafjölskyldna í Reykjavík sem margar hverjar hafa þurft að taka á sig þungar byrðar í kjölfar hrunsins 2008. Auðvitað hefur þetta áhrif á fjárhag þeirra, um það þarf Oddný Sturludóttir ekki að efast. Foreldrum og börnum er mismunað með margvíslegum hætti í Reykjavík sem er borgaryfirvöldum ekki til mikils sóma og borginni okkar oft og tíðum til háborinnar skammar. Sá sjálfsagði réttur foreldra í Reykjavík að velja daggæslu fyrir börn sín óháð fjárhag er ekki virtur af borginni, ólíkt bæjarfélögum víðs vegar um landið þar sem bæjarstjórnir hafa undanfarin ár hækkað niðurgreiðslur töluvert til að koma til móts við foreldra ungra barna og samræmt gjaldskrá dagforeldra og leikskóla.Sjálfsagður réttur Það er sjálfsagður réttur hvers og eins að hafa val. Er það stjórn Barnsins með öllu óskiljanlegt af hverju borgaryfirvöld virða ekki þennan rétt foreldra og koma til móts við þá með hækkunum á niðurgreiðslum. Aðgerðarleysi gagnvart þessum foreldrum er óþolandi og virðast borgarfulltrúar ekki gera sér nokkra grein fyrir því að foreldrar, sem hafa börn sín í gæslu hjá dagforeldrum, greiða sína skatta og gjöld til borgarsjóðs til jafns við foreldra leikskólabarna og eiga því sama rétt þegar kemur að niðurgreiðslum til barna þeirra. Það er deginum ljósara að ef vilji borgarfulltrúa væri fyrir hendi þá væri hægt að hækka þessar niðurgreiðslur umtalsvert og létta byrði af foreldrum um 800 barna í Reykjavík. Nú liggur fyrir að lenging fæðingarorlofs er að verða að þeim veruleika sem borgarfulltrúar samþykktu einróma að berjast fyrir fyrr í þessum mánuði. Það er nokkuð ljóst að ekki allir foreldrar taka svo langt fæðingarorlof. Það hefur borið nokkuð á því að börn eru í dag að koma í gæslu til dagforeldra áður en 9 mánaða fæðingarorlofi lýkur. Þessir foreldrar fá hins vegar ekki niðurgreiðslu með barni sínu og þurfa foreldrar því að greiða fullan kostnað án aðkomu sveitarfélagsins. Á það ekki að vera val foreldra hvað þeir vilja vera í löngu fæðingarorlofi eða er forsjárhyggja pólitískra fulltrúa orðin öllu öðru yfirsterkari? Vinnubrögðin virðast stjórnast af því að þeir telji sig vita betur en foreldrar hvað henti þeim og börnum þeirra. Hugsjónir Sóleyjar Tómasardóttur og Oddnýjar Sturludóttir borgarfulltrúa virðast snúast fyrst og fremst um það að leggja niður þjónustu dagforeldra. Þjónustu þar sem ung börn eru í rólegu umhverfi og dvelja yfir daginn í fámennum hópi barna við leik og njóta vinskapar, alúðar og umhyggju dagforeldra. Dagforeldra, sem hafa um áratuga skeið starfað við mikla ánægju foreldra og sinnt starfi sínu af miklum sóma. Vanþekking þessara kjörnu borgarfulltrúa á starfi dagforeldra er algjör og endurspeglar sig í virðingarleysi þeirra.Örfáir í heimsókn Þrátt fyrir það góða starf sem dagforeldrar inna af hendi hafa þeir mátt þola yfirgang af hálfu þeirra sem koma að málefnum dagforeldra hjá Reykjavíkurborg. Yfirlæti og vanvirðing gagnvart dagforeldrum hefur oft á tíðum einkennt þeirra vinnubrögð. Hversu margir þeir eru sem starfa við það eitt að sinna málefnum dagforeldra hjá Reykjavíkurborg er ekki gott að segja. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt, en það er lítill sem enginn vilji eða áhugi hjá þeim að kynna sér starf dagforeldra í Reykjavík. Við vitum ekki til þess að nokkur þeirra, utan örfárra daggæsluráðgjafa, hafi lagt það á sig að koma til dagforeldra á vinnutíma, skoða og kynna sér starfsemina. Eins furðulega og það hljómar þá hafa starfsmenn sviðsins hins vegar lagt land undir fót og ferðast til nágrannalanda okkar til þess eins að kynna sér störf dagforeldra af miklum áhuga. Hafa þessar starfskynningar þeirra væntanlega verið með töluverðum tilkostnaði fyrir borgarbúa. Stjórn Barnsins yrði það ljúft að koma á fræðslu og kynningu til handa þeim sem að málefnum dagforeldra koma hjá borginni, á því út á hvað störf dagforeldra ganga. Við hvetjum þá til að gefa sér tíma til að þiggja þetta góða boð okkar, sem við teljum að geti breytt viðhorfi þeirra í garð dagforeldra og yrði þá kannski til þess að þeir sýndu starfseminni meiri virðingu. Sýndu því líka skilning af hverju foreldrar vilja þjónustu dagforeldra umfram leikskóla fyrir ung börn sín og myndi vonandi verða til þess að opna augu þeirra fyrir því hvað þjónusta dagforeldra er góður kostur sem vert er að huga að og standa vörð um að verði áfram val sem foreldrar geta haft óháð fjárhag.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar