Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar 3. júlí 2025 10:32 Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Íbúar Ásahverfis hafa árum saman kallað eftir umbótum á umferðaröryggi. Fjölskyldur hafa óskað eftir öruggari leiðum fyrir börn til að ganga í skóla og frístundir. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, undirskriftarlista og fundarbeiðnir hafa fáar aðgerðir litið dagsins ljós. Margir foreldrar spyrja nú: Hvað þarf að gerast áður en eitthvað breytist? Ár eftir ár án svörunar Við sem búum í hverfinu, og rekum fyrirtæki við Fitjabakka, höfum ítrekað komið á framfæri þörf á úrbótum vegna aukinnar umferðar og skorts á skýru umferðarskipulagi. Þetta er ekki nýtt mál, börn sem nú eru komin úr grunnskóla höfðu áður beðið eftir þessum breytingum. Á þessum tíma hafa því miður orðið slys. Eftir mörg samtöl og erindi fengum við þau orð frá starfsmanni bæjarins: „Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki búin að láta heyra í ykkur.“ Það vakti undrun því íbúar hafa svo sannarlega reynt að ná eyrum bæjarins. Við höfum sent inn undirskriftir, bréf og komið með tillögur en litlu sem engu hefur verið svarað. Davíð á móti Golíat Á sama tíma og íbúar bíða eftir öryggisaðgerðum, hefjast framkvæmdir við nýtt hringtorg við Fitjabakka að hluta til til að bæta aðkomu að verslunum eins og Byko og Krónunni. Það kom okkur á óvart hversu skjótt verkið fór í gang. Kynning á framkvæmdinni fyrir íbúa var auglýst með afar skömmum fyrirvara þann 2. júní, eftir að íbúar kröfðust upplýsinga. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun hefur ekki upplýsingar um að deiliskipulagsbreyting liggi fyrir, né að framkvæmdaleyfi hafi verið kynnt. Þetta eru lögbundin skref sem ættu að liggja fyrir áður en svona framkvæmdir hefjast. Umferðaröryggi ætti að vera í forgangi Við spurðum: Af hverju svona flýti hér, en ekki þar sem börn eru á ferðinni daglega? Við sjáum nú að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt bæði þetta hringtorg og annað við Bergás. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að bæta aðgengi og flæði en á meðan öryggiskröfur íbúa fá ekki viðbrögð, þá blasir við sú tilfinning að hagsmunir stærri fyrirtækja hafi meira vægi en velferð barna og fjölskyldna. Skipulagsstofnun hefur bent á að gatnamótin við Fitjabakka séu samkvæmt gildandi skipulagi T-gatnamót, en ekki hringtorg, og að breytingar sem þessar eigi að kynna almenningi í sex vikur. Þessar kynningar og aðkomuleiðir hafa ekki farið fram. Spurningar sem krefjast svara ·Hvers vegna eru framkvæmdir sem snúa að fyrirtækjum settar í forgang fram yfir framkvæmdir sem snúa að öryggi barna? ·Hvers vegna þurfa íbúar að berjast árum saman fyrir sjálfsögðum umbótum? ·Hvernig getur framkvæmd hafist áður en lögformleg leyfi og skipulagsbreytingar liggja fyrir? Við sem skrifum þetta viljum ekki vera á móti neinum. Við styðjum uppbyggingu og góðar samgöngur. En við gerum líka þá kröfu að börnin okkar fái að ganga örugg heim úr skóla og að sveitarfélagið virði eigin reglur og gildi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að íbúar og fyrirtæki í eldri hverfum njóti sömu virðingar og aðrir. Hver tekur ábyrgð? Eftir margra ára samskipti við bæinn okkar veltum við enn fyrir okkur: Hver getur í raun svarað þessum spurningum? Er það bæjarstjóri, bæjarráð eða umhverfis- og skipulagsráð? Við þurfum skýr svör frá þeim sem bera ábyrgð. Höfundur er íbúi Ásahverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Umferðaröryggi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Íbúar Ásahverfis hafa árum saman kallað eftir umbótum á umferðaröryggi. Fjölskyldur hafa óskað eftir öruggari leiðum fyrir börn til að ganga í skóla og frístundir. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, undirskriftarlista og fundarbeiðnir hafa fáar aðgerðir litið dagsins ljós. Margir foreldrar spyrja nú: Hvað þarf að gerast áður en eitthvað breytist? Ár eftir ár án svörunar Við sem búum í hverfinu, og rekum fyrirtæki við Fitjabakka, höfum ítrekað komið á framfæri þörf á úrbótum vegna aukinnar umferðar og skorts á skýru umferðarskipulagi. Þetta er ekki nýtt mál, börn sem nú eru komin úr grunnskóla höfðu áður beðið eftir þessum breytingum. Á þessum tíma hafa því miður orðið slys. Eftir mörg samtöl og erindi fengum við þau orð frá starfsmanni bæjarins: „Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki búin að láta heyra í ykkur.“ Það vakti undrun því íbúar hafa svo sannarlega reynt að ná eyrum bæjarins. Við höfum sent inn undirskriftir, bréf og komið með tillögur en litlu sem engu hefur verið svarað. Davíð á móti Golíat Á sama tíma og íbúar bíða eftir öryggisaðgerðum, hefjast framkvæmdir við nýtt hringtorg við Fitjabakka að hluta til til að bæta aðkomu að verslunum eins og Byko og Krónunni. Það kom okkur á óvart hversu skjótt verkið fór í gang. Kynning á framkvæmdinni fyrir íbúa var auglýst með afar skömmum fyrirvara þann 2. júní, eftir að íbúar kröfðust upplýsinga. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun hefur ekki upplýsingar um að deiliskipulagsbreyting liggi fyrir, né að framkvæmdaleyfi hafi verið kynnt. Þetta eru lögbundin skref sem ættu að liggja fyrir áður en svona framkvæmdir hefjast. Umferðaröryggi ætti að vera í forgangi Við spurðum: Af hverju svona flýti hér, en ekki þar sem börn eru á ferðinni daglega? Við sjáum nú að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt bæði þetta hringtorg og annað við Bergás. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að bæta aðgengi og flæði en á meðan öryggiskröfur íbúa fá ekki viðbrögð, þá blasir við sú tilfinning að hagsmunir stærri fyrirtækja hafi meira vægi en velferð barna og fjölskyldna. Skipulagsstofnun hefur bent á að gatnamótin við Fitjabakka séu samkvæmt gildandi skipulagi T-gatnamót, en ekki hringtorg, og að breytingar sem þessar eigi að kynna almenningi í sex vikur. Þessar kynningar og aðkomuleiðir hafa ekki farið fram. Spurningar sem krefjast svara ·Hvers vegna eru framkvæmdir sem snúa að fyrirtækjum settar í forgang fram yfir framkvæmdir sem snúa að öryggi barna? ·Hvers vegna þurfa íbúar að berjast árum saman fyrir sjálfsögðum umbótum? ·Hvernig getur framkvæmd hafist áður en lögformleg leyfi og skipulagsbreytingar liggja fyrir? Við sem skrifum þetta viljum ekki vera á móti neinum. Við styðjum uppbyggingu og góðar samgöngur. En við gerum líka þá kröfu að börnin okkar fái að ganga örugg heim úr skóla og að sveitarfélagið virði eigin reglur og gildi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að íbúar og fyrirtæki í eldri hverfum njóti sömu virðingar og aðrir. Hver tekur ábyrgð? Eftir margra ára samskipti við bæinn okkar veltum við enn fyrir okkur: Hver getur í raun svarað þessum spurningum? Er það bæjarstjóri, bæjarráð eða umhverfis- og skipulagsráð? Við þurfum skýr svör frá þeim sem bera ábyrgð. Höfundur er íbúi Ásahverfis.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun