Fleiri fréttir

Fullveldisafsal - aukinn meirihluti eða ekki?

Kjartan Jónsson skrifar

Á meðal þeirra hugmynda til nýrrar stjórnarskrár sem nefndar hafa verið hjá frambjóðendum til stjórnlagaþings er að engar ákvarðanir sem tengist mögulegu afsali á fullveldi Íslendinga skuli teknar nema aukinn meirihluti

Lýðræðið er vinna

Þórunn M.J.H. Ólafsdóttir skrifar

Kæru íslendingar Fólk hefur talað um það eftir hrunið að hreinsa þurfi til og byggja upp nýtt Ísland. Stjórnlagaþingið er stór þáttur í þá átt og er ég tilbúin að leggja mitt að mörkum til þess.

Hagsmunir að halda opnu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þrír stjórnmálaflokkar eru klofnir í afstöðu sinni til aðildar að Evrópusambandinu. Þetta eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Framsóknarflokkurinn.

Stjórnlagaþing og störf þess

Þórhildur Þorleifsdóttir skrifar

Nú líður að kosningum til stjórnlagaþings. Áhugi þjóðarinnar á að nýta þetta tækifæri til að hafa áhrif virðist ekki mikill ef marka má skoðanakannanir og hlýtur það að vekja áleitnar spurningar. Er eitthvað í grunnhugmynd, framkvæmd eða áherslum sem er fráhrindandi eða með einhverjum hætti letjandi eða finnst stórum hópi fólks það ekki vera í stakk búið til að hafa skoðun á stjórnarskránni?

Kjósendur á bás

Eiríkur Bergmann Einarsson og skrifa

Mér finnst að fulltrúar á stjórnlagaþingi eigi að mæta til leiks með opinn hug í stað krafna um eigin hugðarefni. Sjálft samtalið á þinginu skiptir mestu máli. Áherslur mínar eru því lagðar fram til umræðu en ekki sem háheilagur kröfulisti. Bara svo það sé alveg á hreinu.

Eina leiðin til að skrifa góða stjórnarskrá á 4 mánuðum

Gunnar Grímsson skrifar

Á komandi Stjórnlagaþingi verður tekist á um mörg mál. Jafnvel þó allir verði sammála um að fara eftir niðurstöðum Þjóðfundarins. Þær eru um sumt skýrar en margt þar er misvísandi og annað sem er hægt að túlka út og suður. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á frábæran Þjóðfund heldur aðeins benda á staðreyndir.

Skuldari góður – Eignarréttur ER einkaeign lánveitanda

Jón Bjarni Jónsson skrifar

Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum, þá er eignarréttur lánveitanda óumdeildur. Sá eignarrétur á við um höfuðstól láns, vexti og verðbætur lánsins, og einnig innheimtukröfur og alla þá forsendubresti sem ríkistjórn eða bönkum tekst að skapa.

Hvað vantar í stjórnarskrána - Umhverfi

Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Ákvæði um gæði og vernd umhverfisins eiga að tryggja að þau verði óskert til óborinna kynslóða. Það er stór þáttur í grundvallar mannréttindum kynslóða framtíðarinnar.

Það sem má læra af stjórnarskrám annarra ríkja

Margrét Cela skrifar

Þegar stjórnlagaþing kemur saman snemma á næsta ári á það mikið verk fyrir höndum. Það er þó engin þörf á að finna upphjólið. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem vel hefur verið gert í öðrum ríkjum, mörg þeirra hafa áhugaverð ákvæði í sínum stjórnarskrám, sem vert er að skoða nánar.

Að fólkið ráði

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Ég vil stuðla að stjórnarskrá sem ver fólkið í landinu fyrir yfirgangi stjórnmálaafla og valdastofnana. Sem tryggir að þjóðin hafi síðasta orðið um málefni sem varða lífsbjörg hennar og frelsi. Ég vil sjá blómstrandi byggðarlög og þekkingu sem er hreyfiafl framfara og réttlætis.

Er ekki hægt að breyta kirkjuskipaninni með stjórnarskrárbreytingu?

Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson skrifar

Sumir málsmetandi miðlar hafa haldið því fram að ekki sé hægt að breyta kirkjuskipan ríkisins með stjórnarskrárbreytingu, heldur verði slíkt aðeins gert með almennri lagabreytingu. Hafa sumir tekið svo stórt upp í sig að segja að þeir stjórnlagaþingsframbjóðendur sem leggja áherslu á slíkt

Framboð til stjórnlagaþings

Ingibjörg Snorradóttir Hagalín skrifar

Ég er sammála þeim sem vilja hafa endaskipti á stjórnarskránni og hafa mannréttindi fremst, enda er það í anda nútímans.

Tíminn líður hraðar

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Hérna er verðugt verkefni fyrir stjarneðlisfræðinga, eða annað fólk sem er gáfaðara en ég: Notið menntun, útsjónarsemi og hæfileika ykkar í flóknum útreikningum til að sanna að tíminn líður hraðar í dag en áður. Í alvöru talað, þetta er hætt að vera fyndið.

Stöndum vörð um börnin okkar

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar

Íslenskt menntakerfi byggir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnámskrá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endurskoðun. Fræðsluyfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennsluhátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endurskipulagningu kennaranámsins, sem og mælingar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kaflaskil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunnskóla rímar alls ekki við hina faglegu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vinsælt að snúa mótmælum kennara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mótmæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreytilegri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykjavíkurborg enda er endurmenntunarstefna grunnskóla Reykjavíkur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunarverkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt leggur stjórn Kennarafélags Reykjavíkur til að Samband íslenskra sveitarfélaga leiti eftir samstarfi við fagaðila áður en til frekari gönuhlaupa verður stofnað. Hugmyndir þær sem formaður sambandsins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélagsins. Sé niðurskurður óumflýjanlegur þarf að huga að framtíð nemenda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku.

Barn í vændum og hvað svo?

Guðrún Guðbjartsdóttir og Björg Sigurðardóttir skrifar

Kæru ráðherrar, landlæknir og stjórnendur heilbrigðisstofnana.

Sósíalistar og utanríkisstefnan

Þorsteinn Pálsson skrifar

VG spratt upp úr Alþýðubandalaginu sem áður óx af meiði Sósíalistaflokksins. Þessir flokkar voru lengst af einangraðir í afstöðunni til þátttöku Íslands í vestrænni efnahags- og varnarsamvinnu. Vatnaskil urðu þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað á liðnu sumri að skipa flokknum við hliðina á vinstri væng VG varðandi kröfuna um að afturkalla aðildarumsóknina að ESB.

Verður barizt við vindmyllur?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið hefur sagt frá því undanfarna daga að Landsvirkjun telji vindmyllur raunhæfan kost til raforkuframleiðslu hér á landi. Fyrirtækið vinnur nú að könnun á möguleikunum og benda fyrstu niðurstöður rannsókna til að Suðurlandsundirlendið henti einna bezt fyrir vindrafstöðvar.

Evrópa og Bandaríkin – samstiga til framtíðar

Barack Obama skrifar

Við verðum að auka samstarf við samtök sem fullkomna styrkleika NATO, eins og Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Og með setu Dmitris Medvedev forseta á leiðtogafundi NATO og Rússlands getum við haldið áfram hagnýtri samvinnu NATO og Rússlands til hagsbóta fyrir báða aðila.

Svar til kjósanda

Ástþór Magnússon Wium skrifar

Hulda sendi mér fyrirspurn: Vona að þú reiðist ekki framhleypninni í mér með að senda þér þessar línur. En mig langar að spyrja þig um fáein atriði sem mér finnast ekki koma nógu skýrt fram

Ráðstjórn sem er Erni Bárði að skapi

Brynjólfur Þór Guðmundsson skrifar

Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna.

Breytt veðurfar – breytt mannlíf

María Hildur Maack skrifar

Í þann mund sem íslensk stjórnvöld eru að gefa út aðgerðaráætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda var haldin ráðstefna í Stokkhólmi (8.–10. nóvember "Climate adaptation, science, practice, policy“) þar sem rætt var um viðbrögð við breytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar.

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Jakob Gunnarsson skrifar

Í nútímasamfélagi er umræða um trú oft álitin forboðin. Yfirleitt er talið að ekki sé til neitt eitt rétt svar og trú og trúrækni u oftast talin vera af hinu góða en þeir sem andmæla eru oft úthrópaðir öfgamenn. Miðað við mína reynslu er það að vera trúleysingi yfirleitt talið vera nokkuð slæmt.

Þjóðkirkjan og Ísland sem eitt kjördæmi

Bergvin Oddsson skrifar

Nú styttist í að kosið verði til stjórnlagaþings en það verður gert 27. nóvember nk. Á ferðum mínum um landið hefur mér sýnst mestur ágreiningur vera um tvö atriði en það er málefni þjóðkirkjunnar annars vegar og hugmyndarinnar um að Ísland verði eitt kjördæmi hins vegar.

The Inside Job

Óskar Jónasson skrifar

Er einhver leið til að skylda viðskipta- og verslunarfræðinemana okkar til að sjá heimildarmyndina The Inside Job? Eða bara alla þjóðina? Er kannski hægt að sýna hana í staðinn fyrir Hringekjuna á laugardagskvöldið? Því jafn kristaltæra og aðgengilega greiningu á aðdraganda hrunsins er vart hægt að hugsa sér. Og hún er skemmtileg í þokkabót.

Áfram Strætó

Haukur Jóhannsson skrifar

Í haust var tekið upp það nýmæli í strætisvögnum að tilkynna í hátalara um næstu stoppistöð. Þetta er verulega til bóta, áður var varhugavert að hætta sér upp i strætó án þess að þekkja nákvæmlega þá leið sem fara skyldi.

Dómgreindarleysi stjórnvalda er með eindæmum

Hallgrímur Sveinsson og Hreinn Þórðarson skrifar

Á sjúkrahúsinu á Ísafirði er áætlað að skera niður um 197 milljónir króna á næsta ári. Það þýðir lokun. Það er þyngra en tárum taki. Á sama tíma er verið að bruðla miskunnarlaust með opinbert fé á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð, svo undrun hlýtur að vekja og spurningu um hvort stjórnvöld séu nú endanlega orðin kexrugluð.

Lýðræði í verki á öllum sviðum

Björn Þorsteinsson skrifar

Ein þeirra grundvallarskoðana sem Íslendingar hafa gengið út frá er að þeir búi við þjóðskipulag sem megi með réttu kenna við lýðræði. Sama gildir um önnur Vestur­lönd. En á síðustu árum, og af ærnu tilefni, hafa æ fleiri fundið sig knúin til að spyrja sig sjálf og aðra um réttmæti þessarar almennu skoðunar – ekki síst hér á þessu landi. Er Ísland réttnefnt lýðræðisríki?

Órækt í hugsun

Gauti Kristmannsson skrifar

Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og gjaldkeri Heimssýnar, lætur svo lítið að hafa nokkur orð í Morgun­blaðið 4. nóvember sl. um athuganir mínar á þeim áhrifum á íslenska tungu sem innganga í Evrópusambandið hefði.

Framlag til friðar og kynjajafnréttis

Ragna Sara Jónsdóttir skrifar

Fyrir tíu árum fór Kristín Ástgeirsdóttir, núverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, til starfa í Kosovó fyrir Þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir konur (UNIFEM). Þar vann hún að eflingu stjórnmálaþátttöku kvenna og auknu samstarfi kvennahreyfinga í þessu stríðshrjáða héraði. Kristín var brautryðjandi sem fyrsti íslenski sérfræðingurinn í jafnréttismálum til að starfa með UNIFEM á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins en rúmur tugur sérfræðinga hefur fylgt í kjölfarið.

Lítið skref í baráttunni gegn nauðgunum

Ögmundur Jónasson og Halla Gunnarsdóttir skrifar

Neyðarmóttaka vegna nauðgunar og Stígamót taka á móti að meðaltali 230 manneskjum árlega sem leita sér aðstoðar eftir að hafa orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun. Neyðarmóttaka veitir eins og nafnið gefur til kynna neyðarþjónustu eftir ofbeldi en fólk leitar til Stígamóta til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Samtals hafa um 1.600 manns leitað sér aðstoðar á þessum tveimur stöðum á síðustu sjö árum.

Forboðin ást og aðrir smámunir

Sigga Dögg skrifar

Kæra Sigga Dögg, ég er í algjörum vandræðum! Ég á mjög góðan vin sem ég hangi mikið með og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Við höfum tvisvar sinnum farið heim saman af djamminu og ég er orðin vel skotin í gaurnum. Stundum finnst mér eins og ég finni líka fyrir áhuga frá honum, en aðra daga finnst mér eins og hann hafi alls engan áhuga. Ég er búin að reyna að ráða í allt sem hann segir og gerir í von um vísbendingar en kemst aldrei að neinni niðurstöðu. Hvað get ég gert til að komast að hinu sanna?

Fáein orð um mikinn viðburð

Birgir Sigurðsson skrifar

Síðastliðið þriðjudagskvöld flutti Kammerkór Suðurlands, ásamt einsöngvurum og kammersveit, tónlist eftir breska tónskáldið John Tavener. Tónleikarnir fóru fram í Kristskirkju. Stjórnandi var Hilmar Örn Agnarsson.

Flaskan - vangaveldur um næstum því ekki neitt

Þorleifur Friðriksson skrifar

Á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu þriðjudaginn 19. október skýrði forsætisráðherra frá nýju frumvarpi sem felur í sér að skuldir gjaldþrota fólks muni fyrnast á tveimur árum, þær muni með öðrum orðum ekki elta skulduga út yfir gröf og dauða. Að þessum upplýsingum fengnum spurði fréttamaður Jóhönnu og Steingrím hvað þau vildu helst sjá í nýrri stjórnarskrá. Svar Jóhönnu var stutt, „auðlindirnar í eigu þjóðarinnar“.

Einföld lausn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði í gær frá svartri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða víða um land. Mörg líða þau fyrir sívaxandi átroðning ferðamanna og slæma umgengni. Víða er gæzla og eftirlit, þjónusta og gerð stíga og girðinga til að vernda náttúruminjarnar mjög af skornum skammti.

Leikskólinn okkar

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Þegar við stóðum frammi fyrir því fjölskyldan að sækja um leikskóla í fyrsta sinn ákváðum við að gera könnun á ánægju foreldra með leikskóla almennt. Fyrr en varði stóð ég í stórum hópi foreldra sem ræddu leikskóla barnanna sinna fram og aftur og töldu upp kosti og galla hvers skóla fyrir sig. Gallarnir voru reyndar hverfandi og í raun voru þetta hálfgerðar söluræður þar sem foreldrin reyndu hvert um annað þvert að sannfæra mig um að mínu barni væri best borgið á leikskólanum þar sem þeirra börn voru.

Hver er hættan af samstarfi kirkju og skóla?

Ása Kristín Margeirsdóttir skrifar

Ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að meina kirkjunni aðgang að skólum felur í sér mikla stefnubreytingu. Hingað til hafa prestar og djáknar heimsótt skólana í margvíslegum tilgangi, í gleði og sorg.

Horfum til framtíðar í Hafnarfirði

Guðmundur Rúnar Árnason skrifar

Stjórnskipan Íslands byggir á lýðræði, þótt þess sé ekki beinlínis getið í stjórnarskránni, líkt og er í stjórnarskrám sumra annarra ríkja. Það kann að breytast í kjölfar stjórnlagaþingsins sem er framundan.

Háskóli Íslands - stærsta nýsköpunarsetur landsins

Ágúst Hjörtur Ingþórsson skrifar

Í dag verða Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands afhent við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi – á árlegri nýsköpunarmessu skólans. Þrjú verkefni hljóta viðurkenningu og styrk sem sem vonandi hvetur aðstandendur þeirra til að halda áfram á braut nýsköpunar og hagnýtingar.

Bláfjöllin heilla

Heiður Hjaltadóttir skrifar

Breiðablik er eitt þeirra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu sem heldur úti öflugri skíðadeild. Hér er skorað á stjórnendur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að taka höndum saman og klára þá undirbúningsvinnu sem er ólokið sem allra allra fyrst svo hægt sé að hefja snjóframleiðslu í Bláfjöllum næsta vetur og höfuðborgarbúar geti stundað íþrótt sína áhyggjulausir líkt og íbúar fyrir norðan og austan.

Laganám við HA

Gunnþóra Elín Erlingsdóttir skrifar

Tilefni þessarar greinar er forsíðufrétt Fréttablaðsins 8. nóvember. Inntak fréttarinnar er pistill Brynjars Níelssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, sem birtist í síðasta hefti Lögmannablaðsins. Í fréttinni kemur fram að nauðsynlegt er að gerð verði úttekt á laganámi hér á landi og enn fremur að athuga þurfi hvort námið fullnægi eðlilegum kröfum sem gera eigi til slíks náms.

Strætó og skipulagsmál

Einar Gunnar Birgisson skrifar

Hann er nú ekki langur afreka­listinn hjá nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Forljótar strípur á Hverfis­götunni og annað í þeim dúr telst vart til afreka en við sjáum hvað setur. Hvað skipulagsmál varðar þá heyri ég hvorki hósta né stunu frá nýja meirihlutanum í borgarstjórn um flugvöllinn skrýtna í Vatnsmýrinni. Kannski er því Besti Flokkurinn kominn í sama gírinn hvað flugvöllinn varðar og fjórflokkurinn sem lítur á flugvöllinn sem heilaga kú sem ber að vernda í bak og fyrir.

Rafbílavæðing Íslands

Magnús Jónsson skrifar

Um síðustu helgi varð nokkur umræða um rafbíl borgarstjóra Reykjavíkur og lýsti borgarstjóri því yfir að hann ætlaði í ljósi reynslunnar af rafbílnum sínum að snúa sér að metanbílum. Ekki skal með neinu móti gert lítið úr þeim tækifærum sem felast í nýtingu á metan sem orkugjafa hér á landi.

Svartir svanir

Vilhjálmur Ari Arason skrifar

18. nóvember er Evrópudagur til áréttingar um rétta notkun sýklalyfja og áminningar um vaxandi sýklalyfjaónæmi. Mikill skilningur hefur áunnist í þýðingu sýklalyfjaónæmis tengt mikill sýklalyfjanotkun í þjóðfélaginu, ekki síst hér á landi þar sem ástandið er orðið grafalvarlegt.

Sjá næstu 50 greinar