Laganám við HA Gunnþóra Elín Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2010 10:21 Tilefni þessarar greinar er forsíðufrétt Fréttablaðsins 8. nóvember. Inntak fréttarinnar er pistill Brynjars Níelssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, sem birtist í síðasta hefti Lögmannablaðsins. Í fréttinni kemur fram að nauðsynlegt er að gerð verði úttekt á laganámi hér á landi og enn fremur að athuga þurfi hvort námið fullnægi eðlilegum kröfum sem gera eigi til slíks náms. Hér skal vakin athygli á því að á liðnum vetri fór fram umfangsmikil úttekt á laganámi við Háskólann á Bifröst, Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Úttektin var gerð af þriggja manna nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins en í nefndinni voru tveir erlendir sérfræðingar og einn íslenskur. Niðurstöður úttektarinnar eru væntanlegar innan skamms en þar verður að finna mikilvægar upplýsingar um stöðu lagadeildanna í heildrænu samhengi. Úttektin mun veita marktækan samanburð sem vonandi verður grunnur að gagnrýnni en um leið vandaðari umræðu um gæði laganáms á Íslandi. Úttektir sem þessar veita nauðsynlegt aðhald sem lagadeildirnar ættu að fagna. Einnig skal bent á að þegar hafa verið gerðar úttektir á laganámi á Íslandi en nálgast má niðurstöður þeirra á vef menntamálaráðuneytisins. Laganám hófst við Háskólann á Akureyri haustið 2003. Fyrstu meistaranemarnir útskrifuðust vorið 2008. Þrátt fyrir ungan aldur hefur deildin skapað sér mikilsverða sérstöðu. Í náminu er lögð áhersla á að halda valmöguleikum nemenda opnum jafnt innanlands sem erlendis bæði til framhaldsnáms og atvinnu. Þannig miðar deildin ekki eingöngu að því að mennta tilvonandi lögmenn enda eru störf lögfræðimenntaðra fjölbreyttari en svo. Ekki eru farnar ótroðnar slóðir í lagakennslu heldur er leið Háskólans á Akureyri í mörgu svipuð þeirri leið sem farin er við háskóla í Oxford og víðs vegar á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í BA-náminu er áhersla lögð á gagnrýna hugsun og rökfræði, mannréttindi, alþjóðarétt, Evrópurétt, siðfræði starfsgreina, samanburðarrétt og stjórnskipunarrétt auk kjarnagreina íslenskrar lögfræði. Námið er að hluta til kennt á ensku, sem er ómetanlegt veganesti fyrir nemendur hvort sem þeir hyggjast starfa innanlands eða utan. Alþjóðleg nálgun námsins gerir það að verkum að útskrifaðir BA-nemar eiga auðvelt með að sækja framhaldsnám erlendis í lögfræði eða tengdum greinum. Nemendur eru einnig hvattir til að fara í skiptinám erlendis á námstímanum enda býr Háskólinn á Akureyri að sterku alþjóðlegu tengslaneti. Meistaranámið (ML) miðar svo að því að mennta nemendur í íslenskri lögfræði og búa þá undir lögmennsku og önnur störf sem krefjast ámóta menntunar. Áherslan er því öll á hagnýta íslenska lögfræði. Grunnurinn úr BA-náminu gerir það að verkum að nemendur hafa öðlast nauðsynlegan og góðan skilning á lögum í víðara samhengi og eru því vel undir meistaranámið búnir. Við lagadeild Háskólans á Akureyri er heimskautaréttur kenndur á meistarastigi og er það eina námsbraut sinnar tegundar í heiminum. Fjöldi þekktra fræðimanna og sérfræðinga hafa komið og kennt við deildina enda hefur námið vakið alþjóðlega athygli. Heimskautaréttur er sérstaklega mikilvægur í ljósi stöðu Íslands á Norðurheimskautssvæðinu og mikil þörf er fyrir sérfræðiþekkingu á þessu sviði. Lagadeild Háskólans á Akureyri leggur mikla áherslu á að útskrifa nemendur sem þjálfaðir eru í að beita gagnrýnni hugsun og rökfræði til að leysa viðfangsefni lögfræðinnar. Í 8. bindi, viðauka 1 í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem fjallað er um háskólasamfélagið er talið nauðsynlegt að efla siðfræðilega menntun og áherslu á samfélagsgagnrýni. Það má segja að þessi áhersla hafi verið kjarninn í kennsluaðferðum Lagadeildar Háskólans á Akureyri frá upphafi. Mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar. Ef fræðasamfélagið á að geta sinnt samfélagsgagnrýni af alvöru er nauðsynlegt að fjölbreytileg flóra náms fái þrifist á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er forsíðufrétt Fréttablaðsins 8. nóvember. Inntak fréttarinnar er pistill Brynjars Níelssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, sem birtist í síðasta hefti Lögmannablaðsins. Í fréttinni kemur fram að nauðsynlegt er að gerð verði úttekt á laganámi hér á landi og enn fremur að athuga þurfi hvort námið fullnægi eðlilegum kröfum sem gera eigi til slíks náms. Hér skal vakin athygli á því að á liðnum vetri fór fram umfangsmikil úttekt á laganámi við Háskólann á Bifröst, Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Úttektin var gerð af þriggja manna nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins en í nefndinni voru tveir erlendir sérfræðingar og einn íslenskur. Niðurstöður úttektarinnar eru væntanlegar innan skamms en þar verður að finna mikilvægar upplýsingar um stöðu lagadeildanna í heildrænu samhengi. Úttektin mun veita marktækan samanburð sem vonandi verður grunnur að gagnrýnni en um leið vandaðari umræðu um gæði laganáms á Íslandi. Úttektir sem þessar veita nauðsynlegt aðhald sem lagadeildirnar ættu að fagna. Einnig skal bent á að þegar hafa verið gerðar úttektir á laganámi á Íslandi en nálgast má niðurstöður þeirra á vef menntamálaráðuneytisins. Laganám hófst við Háskólann á Akureyri haustið 2003. Fyrstu meistaranemarnir útskrifuðust vorið 2008. Þrátt fyrir ungan aldur hefur deildin skapað sér mikilsverða sérstöðu. Í náminu er lögð áhersla á að halda valmöguleikum nemenda opnum jafnt innanlands sem erlendis bæði til framhaldsnáms og atvinnu. Þannig miðar deildin ekki eingöngu að því að mennta tilvonandi lögmenn enda eru störf lögfræðimenntaðra fjölbreyttari en svo. Ekki eru farnar ótroðnar slóðir í lagakennslu heldur er leið Háskólans á Akureyri í mörgu svipuð þeirri leið sem farin er við háskóla í Oxford og víðs vegar á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í BA-náminu er áhersla lögð á gagnrýna hugsun og rökfræði, mannréttindi, alþjóðarétt, Evrópurétt, siðfræði starfsgreina, samanburðarrétt og stjórnskipunarrétt auk kjarnagreina íslenskrar lögfræði. Námið er að hluta til kennt á ensku, sem er ómetanlegt veganesti fyrir nemendur hvort sem þeir hyggjast starfa innanlands eða utan. Alþjóðleg nálgun námsins gerir það að verkum að útskrifaðir BA-nemar eiga auðvelt með að sækja framhaldsnám erlendis í lögfræði eða tengdum greinum. Nemendur eru einnig hvattir til að fara í skiptinám erlendis á námstímanum enda býr Háskólinn á Akureyri að sterku alþjóðlegu tengslaneti. Meistaranámið (ML) miðar svo að því að mennta nemendur í íslenskri lögfræði og búa þá undir lögmennsku og önnur störf sem krefjast ámóta menntunar. Áherslan er því öll á hagnýta íslenska lögfræði. Grunnurinn úr BA-náminu gerir það að verkum að nemendur hafa öðlast nauðsynlegan og góðan skilning á lögum í víðara samhengi og eru því vel undir meistaranámið búnir. Við lagadeild Háskólans á Akureyri er heimskautaréttur kenndur á meistarastigi og er það eina námsbraut sinnar tegundar í heiminum. Fjöldi þekktra fræðimanna og sérfræðinga hafa komið og kennt við deildina enda hefur námið vakið alþjóðlega athygli. Heimskautaréttur er sérstaklega mikilvægur í ljósi stöðu Íslands á Norðurheimskautssvæðinu og mikil þörf er fyrir sérfræðiþekkingu á þessu sviði. Lagadeild Háskólans á Akureyri leggur mikla áherslu á að útskrifa nemendur sem þjálfaðir eru í að beita gagnrýnni hugsun og rökfræði til að leysa viðfangsefni lögfræðinnar. Í 8. bindi, viðauka 1 í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem fjallað er um háskólasamfélagið er talið nauðsynlegt að efla siðfræðilega menntun og áherslu á samfélagsgagnrýni. Það má segja að þessi áhersla hafi verið kjarninn í kennsluaðferðum Lagadeildar Háskólans á Akureyri frá upphafi. Mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar. Ef fræðasamfélagið á að geta sinnt samfélagsgagnrýni af alvöru er nauðsynlegt að fjölbreytileg flóra náms fái þrifist á Íslandi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun