Breytt veðurfar – breytt mannlíf María Hildur Maack skrifar 20. nóvember 2010 04:00 Í þann mund sem íslensk stjórnvöld eru að gefa út aðgerðaráætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda var haldin ráðstefna í Stokkhólmi (8.-10. nóvember „Climate adaptation, science, practice, policy") þar sem rætt var um viðbrögð við breytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar. Dæmi um breytingar sem eru komnar fram á Norðurlöndum eru hlýrri vetur, tíðari hitabylgjur að sumarlagi, hækkandi sjávarborð og vaxandi hætta á sjávarflóðum sem náð geta til íbúðarbyggða. Ný meindýr breiðast hratt út í skógum Norðurlanda á sama tíma og fisk- og fuglategundir flytja sig norðar. Í Svíþjóð vex viður hraðar en fyrr, en greinar þvælast meira í raflínum og brautarteinum svo að árleg grisjun er orðin nauðsynleg. Vegir og stíflur hafa gefið sig í vatnavöxtum og í Danmörku liggja sögulegar byggingar undir rakaskemmdum. Segja má að sumum náttúrufarsbreytingum hafi verið tekið fagnandi á meðan aðrar vekja ugg vegna kostnaðar og skaðabótakrafna. Hér á landi hefur til að mynda verið bent á ný tækifæri sem opnast við hlýnun, en jafnframt þarf að gæta að heildaráhrifunum. Talsverð óvissa ríkir um umfang og tímasetningu breytinga sem tengjast hlýnun af mannavöldum. Hvort sjávarstaðan verði 0,8 eða 1 metra hærri eftir 50 eða 100 ár er ekki fyrirséð, en tilhneigingin er öll í sömu átt. Á Norðurlöndum hafa breytingar orðið hraðari en búist var við, einkum á hánorðurslóðum. Þar sem slíkar breytingar snerta marga kima samfélagsins hafa vísindamenn tekið höndum saman til þess að ná eyrum tryggingarfélaga, sveitar- og ríkisstjórna og hvetja til viðbúnaðar, enda sýna rannsóknir að mikið er í húfi. Orku- og vatnsveitur, vegi og hafnarmannvirki þarf að hanna og reka miðað við breyttar aðstæður. Skipulag byggðar, vegaáætlanir, fráveitur og byggingariðnað þarf að laga að hækkandi sjávarstöðu og breyttri úrkomudreifingu. Þjónusta við aldraða hefur einnig þurft að taka tillit til hitabylgja og koma í veg fyrir ofþornun. Á öllum Norðurlöndunum hafa verið teknar saman ýmsar upplýsingar um aðlögum að loftslagsbreytingum og brátt fer af stað norrænt samstarf um rannsóknir á þessu sviðstyrkt af Norrænu ráðherranefndinni (TFI, sjá http://www.toppforskningsinitiativet.org). Upplýsingum verður m.a. komið á framfæri um haldgóð ráð handa almenningi, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Mælt er með því að nýbyggingar á ákveðnum svæðum verði vatnsþéttar upp fyrir kjallara, eða settar á stultur í námunda við vötn og sjávarstrendur, brýr verða sums staðar hækkaðar og raflínur hafðar sterkari og frekar settar í jörð en áður. Fram kom að þar sem aðlögunaraðgerðir hafa hafist hefur áhugi á bakgrunnsþekkingu aukist. Þessi áhersla á aðlögun breytir ekki mikilvægi þess að draga úr útblæstri og að vernda fjölbreytileika, en fyrirbyggjandi aðgerðir duga ekki einar, einnig þarf vel ígrundaðan viðbúnað. Um 1990 voru komnar fram spár um afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Niðurstöður mælinga og hermun með líkönum hafa síðan stutt þessar spár. Reynt hefur verið að stemma stigu við hnattrænni hlýnun á alþjóðavettvangi (Kyoto 1997, 2005, Kaupmannahöfn 2009) og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Beitt var hagfræðilegum rökum (Stern review 2006) því dýrara er laga fyrirsjáanlegan skaða en að koma í veg fyrir hann. Þar sem áhrifa er þegar farið að gæta eru þjóðir farnar að búast til varnar, þeirra á meðal Norðurlöndin og Evrópusambandið (White paper on adaptation, 2010) með stefnumótun um aðlögun að loftslagsbreytingum. Hér á landi er að vænta hlýnunar, meiri úrkomu, hærri sjávarstöðu og bráðnunar jökla. Einnig geta komið fram ýmsar ófyrirséðar breytingar. Súrnun sjávar og breytingar á straumum umhverfis landið eru með stærri óvissuþáttum. Segja má að Íslendingar hafi alla tíð lifað við yfirvofandi náttúruhamfarir, og eru almannavarnir og hjálparsveitir ætíð í viðbragðsstöðu gagnvart jarðskjálftum, eldgosum, aftakaveðri og flóðum. Á ráðstefnunni í Stokkhólmi, sem fyrr var nefnd, var bent á að best hefði farið á samstarfi við heimamenn á viðkvæmum svæðum. Óvitlaust er að líta í eigin barm og búa sig undir að greina hina fjölbreyttu hagsmuni sem gætu rekist á ef taka á heildstætt á málum. Hér er enn eitt tilefnið til þess að standa saman, samfélaginu öllu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í þann mund sem íslensk stjórnvöld eru að gefa út aðgerðaráætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda var haldin ráðstefna í Stokkhólmi (8.-10. nóvember „Climate adaptation, science, practice, policy") þar sem rætt var um viðbrögð við breytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar. Dæmi um breytingar sem eru komnar fram á Norðurlöndum eru hlýrri vetur, tíðari hitabylgjur að sumarlagi, hækkandi sjávarborð og vaxandi hætta á sjávarflóðum sem náð geta til íbúðarbyggða. Ný meindýr breiðast hratt út í skógum Norðurlanda á sama tíma og fisk- og fuglategundir flytja sig norðar. Í Svíþjóð vex viður hraðar en fyrr, en greinar þvælast meira í raflínum og brautarteinum svo að árleg grisjun er orðin nauðsynleg. Vegir og stíflur hafa gefið sig í vatnavöxtum og í Danmörku liggja sögulegar byggingar undir rakaskemmdum. Segja má að sumum náttúrufarsbreytingum hafi verið tekið fagnandi á meðan aðrar vekja ugg vegna kostnaðar og skaðabótakrafna. Hér á landi hefur til að mynda verið bent á ný tækifæri sem opnast við hlýnun, en jafnframt þarf að gæta að heildaráhrifunum. Talsverð óvissa ríkir um umfang og tímasetningu breytinga sem tengjast hlýnun af mannavöldum. Hvort sjávarstaðan verði 0,8 eða 1 metra hærri eftir 50 eða 100 ár er ekki fyrirséð, en tilhneigingin er öll í sömu átt. Á Norðurlöndum hafa breytingar orðið hraðari en búist var við, einkum á hánorðurslóðum. Þar sem slíkar breytingar snerta marga kima samfélagsins hafa vísindamenn tekið höndum saman til þess að ná eyrum tryggingarfélaga, sveitar- og ríkisstjórna og hvetja til viðbúnaðar, enda sýna rannsóknir að mikið er í húfi. Orku- og vatnsveitur, vegi og hafnarmannvirki þarf að hanna og reka miðað við breyttar aðstæður. Skipulag byggðar, vegaáætlanir, fráveitur og byggingariðnað þarf að laga að hækkandi sjávarstöðu og breyttri úrkomudreifingu. Þjónusta við aldraða hefur einnig þurft að taka tillit til hitabylgja og koma í veg fyrir ofþornun. Á öllum Norðurlöndunum hafa verið teknar saman ýmsar upplýsingar um aðlögum að loftslagsbreytingum og brátt fer af stað norrænt samstarf um rannsóknir á þessu sviðstyrkt af Norrænu ráðherranefndinni (TFI, sjá http://www.toppforskningsinitiativet.org). Upplýsingum verður m.a. komið á framfæri um haldgóð ráð handa almenningi, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Mælt er með því að nýbyggingar á ákveðnum svæðum verði vatnsþéttar upp fyrir kjallara, eða settar á stultur í námunda við vötn og sjávarstrendur, brýr verða sums staðar hækkaðar og raflínur hafðar sterkari og frekar settar í jörð en áður. Fram kom að þar sem aðlögunaraðgerðir hafa hafist hefur áhugi á bakgrunnsþekkingu aukist. Þessi áhersla á aðlögun breytir ekki mikilvægi þess að draga úr útblæstri og að vernda fjölbreytileika, en fyrirbyggjandi aðgerðir duga ekki einar, einnig þarf vel ígrundaðan viðbúnað. Um 1990 voru komnar fram spár um afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Niðurstöður mælinga og hermun með líkönum hafa síðan stutt þessar spár. Reynt hefur verið að stemma stigu við hnattrænni hlýnun á alþjóðavettvangi (Kyoto 1997, 2005, Kaupmannahöfn 2009) og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Beitt var hagfræðilegum rökum (Stern review 2006) því dýrara er laga fyrirsjáanlegan skaða en að koma í veg fyrir hann. Þar sem áhrifa er þegar farið að gæta eru þjóðir farnar að búast til varnar, þeirra á meðal Norðurlöndin og Evrópusambandið (White paper on adaptation, 2010) með stefnumótun um aðlögun að loftslagsbreytingum. Hér á landi er að vænta hlýnunar, meiri úrkomu, hærri sjávarstöðu og bráðnunar jökla. Einnig geta komið fram ýmsar ófyrirséðar breytingar. Súrnun sjávar og breytingar á straumum umhverfis landið eru með stærri óvissuþáttum. Segja má að Íslendingar hafi alla tíð lifað við yfirvofandi náttúruhamfarir, og eru almannavarnir og hjálparsveitir ætíð í viðbragðsstöðu gagnvart jarðskjálftum, eldgosum, aftakaveðri og flóðum. Á ráðstefnunni í Stokkhólmi, sem fyrr var nefnd, var bent á að best hefði farið á samstarfi við heimamenn á viðkvæmum svæðum. Óvitlaust er að líta í eigin barm og búa sig undir að greina hina fjölbreyttu hagsmuni sem gætu rekist á ef taka á heildstætt á málum. Hér er enn eitt tilefnið til þess að standa saman, samfélaginu öllu til heilla.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar