Skoðun

Áfram Strætó

Haukur Jóhannsson skrifar

Í haust var tekið upp það nýmæli í strætisvögnum að tilkynna í hátalara um næstu stoppistöð. Þetta er verulega til bóta, áður var varhugavert að hætta sér upp i strætó án þess að þekkja nákvæmlega þá leið sem fara skyldi.

Nokkuð ber á því að skrúfað sé svo niður í „kjaftakerlingunni" að ekkert heyrist í henni aftur í vagninum. Það er mjög bagalegt fyrir þá sem á upplýsingum hennar þurfa að halda, ætti ekki að saka aðra.

Þeir sem ekki þola fjasið í kjaftkerlingunni ættu að fá sér eyrnatappa. Þeir fást í apóteki, kosta 50 kr og eru endurnýtanlegir.






Skoðun

Sjá meira


×