Það sem má læra af stjórnarskrám annarra ríkja Margrét Cela skrifar 20. nóvember 2010 19:00 Þegar stjórnlagaþing kemur saman snemma á næsta ári á það mikið verk fyrir höndum. Það er þó engin þörf á að finna upphjólið. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem vel hefur verið gert í öðrum ríkjum, mörg þeirra hafa áhugaverð ákvæði í sínum stjórnarskrám, sem vert er að skoða nánar. Í finnsku, norsku og dönsku stjórnarskránum er að finna ákvæði um skyldu yfirvalda til að stuðla að atvinnu fyrir alla og mannsæmandi kjörum fyrir þá sem ekki geta unnið. Slíkt ákvæði má vel sjá fyrir sér í stjórnarskrá Íslands. Finnland endurskoðaði stjórnarskrá sína árið 1999 og þar er til dæmis að finna ákvæði um frelsi vísinda og menntunnar á hærri stigum. Finnska þingið, í samráði við svokallaða stjórnarskrárnefnd hefur leifi til að leysa einstaka þingmenn frá störfum, annað hvort tímabundið eða varanlega, ef þeir hafa ekki rækt skyldur sínar. Til þess þarf 2/3 hluta atkvæða. Jafnframt er bundið í stjórnarskrá þeirra að þingið hafi rétt til upplýsinga frá ríkisstjórn. Þingnefndafundir skulu vera lokaðir, en fundargerðirnar birtar og opnar almenningi, nema í sérstökum undantekningartilvikum. Allir ráðherrar eru ábyrgir fyrir öllum ákvörðunum sem ríkisstjórnin tekur, nema andmæli þeirra hafi sérstaklega verið skráð í fundargerð. Ráðherrum ber að gera þinginu grein fyrir öllum hagsmunatengslum sínum, þar með talinni hlutafjáreign. Forseta ber að leysa hvern þann ráðherra sem hefur misst traust þingsins frá störfum. Finnska stjórnarskráin er með ýtraleg fjármálaákvæði þar sem meðal annars kemur fram að seðlabankinn heyri undir þingið. Í Sænsku stjórnarskráinni er ákvæði um að stuðla skuli að tækifærum fyrir minnihlutahópa (þjóðernis-, tungumála-, og trúarlega) til að efla menningu sína. Þar er einnig að finna nokkuð ítarleg ákvæði um seðlabankann, bæði um hlutverk hans og skyldur og hvernig stjórn hans skuli skipuð. Borgurum eru einnig tryggð víðtæk réttindi í samskiptum sínum við hið opinbera, svo sem varðandi tjáningarfrelsi, rétt á upplýsingum, frelsi til að mótmæla og félagafrelsi. Norska stjórnarskráin er einnig með ákvæði um rétt almennings á upplýsinga. Bandaríska stjórnarskráin er með áhugaverð ákvæði um forsetaembættið, til að mynda um kjör forsetans en þeim má ekki breyta á meðan hann er í embætti og að auki takmarkast valdatími hans við tvö kjörtímabil.Franska stjórnarskráin er með sérstakan kafla um fullveldið, en þar er meðal annars franska fest í sessi sem og þjóðfáninn og þjóðsöngurinn, þá segir að valdið sé hjá fólkinu. Þar er einnig að finna ákvæði um stjórnmálaflokka og hvert hlutverk þeirra á að vera. Líkt og í bandarísku stjórnarskránni er ákvæði um að forsetinn skuli aðeins sitja tvö kjörtímabil , Í Frakklandi er kjörtímabilið fimm ár en í Bandaríkjunum fjögur.Frakkar hafa einnig sett í stjórnarskrá sína ákvæði sem lúta að Evrópusambandsaðild þeirra og hvernig því starfi skuli háttað. Að lokum ber að nefna umhverfisákvæði sem Frakkar hafa sett í stjórnarskrána sem lúta að náttúruvernd og mikilvægi þess að tryggja sjálfbærni auðlindana svo að komandi kynslóðir fái notið þeirra. Er það skilgreint sem mannréttindaratriði.Mergur málsins er sá að við þurfum að sjá til þess að þau gildi sem við byggjum samfélagið okkar á séu raunveruleg og að þeim sé fylgt eftir. Við þurfum líka að hugsa um hvað við höfum fram að færa á alþjóðavettvangi. Til þess að svo megi verða verður stjórnarskrá okkar að byggja á gegnheilum grunngildum. Við eigum að vera óhrædd við að læra af öðrum og taka þátt í því að stuðla að sjálfsögðum mannréttindum hvar sem er í veröldinni. Til þess að svo megi vera þarf okkar stjórnskrá að endurspegla þann veruleika.Ég sé fyrir mér stjórnaskrá sem hefur eftirfarandi atriði að leiðarljósi; Mannréttindi allra minnihlutahópa verði tryggð óháð kynhneygð, kynferði, litarháttar, þjóðernis, efnahag og ætternis, þá skal vera fullt trúfrelsi og algjört jafnrétti kynjana. Ísland skuli jafnframt stuðla að auknum mannréttindum á alþjóðavísu.Valdreifing skal vera raunveruleg og valdatími æðstu embættismanna takmarkaður. Eftirlit verði eflt, til að mynda með því að koma á stjórnlagadómstól og setja inn ákvæði um að þjóðin geti krafist þjóðaratkvæðagreiðsla. Réttindi náttúrunnar og auðlinda hennar verði tryggð í stjórnarskrá, ábyrgð og sjálfbærni höfð að leiðarljósi. En fyrst og síðast á stjórnarskráin að verða grunnurinn sem önnur lög landsins byggja á, plagg sem þjóðin þekkir og ber virðingu fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þegar stjórnlagaþing kemur saman snemma á næsta ári á það mikið verk fyrir höndum. Það er þó engin þörf á að finna upphjólið. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem vel hefur verið gert í öðrum ríkjum, mörg þeirra hafa áhugaverð ákvæði í sínum stjórnarskrám, sem vert er að skoða nánar. Í finnsku, norsku og dönsku stjórnarskránum er að finna ákvæði um skyldu yfirvalda til að stuðla að atvinnu fyrir alla og mannsæmandi kjörum fyrir þá sem ekki geta unnið. Slíkt ákvæði má vel sjá fyrir sér í stjórnarskrá Íslands. Finnland endurskoðaði stjórnarskrá sína árið 1999 og þar er til dæmis að finna ákvæði um frelsi vísinda og menntunnar á hærri stigum. Finnska þingið, í samráði við svokallaða stjórnarskrárnefnd hefur leifi til að leysa einstaka þingmenn frá störfum, annað hvort tímabundið eða varanlega, ef þeir hafa ekki rækt skyldur sínar. Til þess þarf 2/3 hluta atkvæða. Jafnframt er bundið í stjórnarskrá þeirra að þingið hafi rétt til upplýsinga frá ríkisstjórn. Þingnefndafundir skulu vera lokaðir, en fundargerðirnar birtar og opnar almenningi, nema í sérstökum undantekningartilvikum. Allir ráðherrar eru ábyrgir fyrir öllum ákvörðunum sem ríkisstjórnin tekur, nema andmæli þeirra hafi sérstaklega verið skráð í fundargerð. Ráðherrum ber að gera þinginu grein fyrir öllum hagsmunatengslum sínum, þar með talinni hlutafjáreign. Forseta ber að leysa hvern þann ráðherra sem hefur misst traust þingsins frá störfum. Finnska stjórnarskráin er með ýtraleg fjármálaákvæði þar sem meðal annars kemur fram að seðlabankinn heyri undir þingið. Í Sænsku stjórnarskráinni er ákvæði um að stuðla skuli að tækifærum fyrir minnihlutahópa (þjóðernis-, tungumála-, og trúarlega) til að efla menningu sína. Þar er einnig að finna nokkuð ítarleg ákvæði um seðlabankann, bæði um hlutverk hans og skyldur og hvernig stjórn hans skuli skipuð. Borgurum eru einnig tryggð víðtæk réttindi í samskiptum sínum við hið opinbera, svo sem varðandi tjáningarfrelsi, rétt á upplýsingum, frelsi til að mótmæla og félagafrelsi. Norska stjórnarskráin er einnig með ákvæði um rétt almennings á upplýsinga. Bandaríska stjórnarskráin er með áhugaverð ákvæði um forsetaembættið, til að mynda um kjör forsetans en þeim má ekki breyta á meðan hann er í embætti og að auki takmarkast valdatími hans við tvö kjörtímabil.Franska stjórnarskráin er með sérstakan kafla um fullveldið, en þar er meðal annars franska fest í sessi sem og þjóðfáninn og þjóðsöngurinn, þá segir að valdið sé hjá fólkinu. Þar er einnig að finna ákvæði um stjórnmálaflokka og hvert hlutverk þeirra á að vera. Líkt og í bandarísku stjórnarskránni er ákvæði um að forsetinn skuli aðeins sitja tvö kjörtímabil , Í Frakklandi er kjörtímabilið fimm ár en í Bandaríkjunum fjögur.Frakkar hafa einnig sett í stjórnarskrá sína ákvæði sem lúta að Evrópusambandsaðild þeirra og hvernig því starfi skuli háttað. Að lokum ber að nefna umhverfisákvæði sem Frakkar hafa sett í stjórnarskrána sem lúta að náttúruvernd og mikilvægi þess að tryggja sjálfbærni auðlindana svo að komandi kynslóðir fái notið þeirra. Er það skilgreint sem mannréttindaratriði.Mergur málsins er sá að við þurfum að sjá til þess að þau gildi sem við byggjum samfélagið okkar á séu raunveruleg og að þeim sé fylgt eftir. Við þurfum líka að hugsa um hvað við höfum fram að færa á alþjóðavettvangi. Til þess að svo megi verða verður stjórnarskrá okkar að byggja á gegnheilum grunngildum. Við eigum að vera óhrædd við að læra af öðrum og taka þátt í því að stuðla að sjálfsögðum mannréttindum hvar sem er í veröldinni. Til þess að svo megi vera þarf okkar stjórnskrá að endurspegla þann veruleika.Ég sé fyrir mér stjórnaskrá sem hefur eftirfarandi atriði að leiðarljósi; Mannréttindi allra minnihlutahópa verði tryggð óháð kynhneygð, kynferði, litarháttar, þjóðernis, efnahag og ætternis, þá skal vera fullt trúfrelsi og algjört jafnrétti kynjana. Ísland skuli jafnframt stuðla að auknum mannréttindum á alþjóðavísu.Valdreifing skal vera raunveruleg og valdatími æðstu embættismanna takmarkaður. Eftirlit verði eflt, til að mynda með því að koma á stjórnlagadómstól og setja inn ákvæði um að þjóðin geti krafist þjóðaratkvæðagreiðsla. Réttindi náttúrunnar og auðlinda hennar verði tryggð í stjórnarskrá, ábyrgð og sjálfbærni höfð að leiðarljósi. En fyrst og síðast á stjórnarskráin að verða grunnurinn sem önnur lög landsins byggja á, plagg sem þjóðin þekkir og ber virðingu fyrir.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun