Þjóðkirkjan og Ísland sem eitt kjördæmi Bergvin Oddsson skrifar 19. nóvember 2010 15:25 Nú styttist í að kosið verði til stjórnlagaþings en það verður gert 27. nóvember nk. Á ferðum mínum um landið hefur mér sýnst mestur ágreiningur vera um tvö atriði en það er málefni þjóðkirkjunnar annars vegar og hugmyndarinnar um að Ísland verði eitt kjördæmi hins vegar. Þjóðkirkjan Í 62. gr. stjórnarskráarinnar segir að ríkið eigi að vernda og styðja við kirkjuna. Mér hefur alltaf þótt vænt um þjóðkirkjuna mína þó ég sé ekki trúaður maður. En er hægt að tala um þjóðkirkju ef innan við 2/3 landsmanna eru utan hennar? Svo er orðalag greinarinnar, að ríkið eigi að vernda og styðja við kirkjuna. Mætti ekki snúa þessu við og segja: kirkjan skal vernda og styðja íbúa landsins, því hlutverk kirkjunnar hefur í aldanna rás einmitt verið að styðja við þegna sína, veita þeim sálusorg í erfiðum aðstæðum og gleðjast með þeim á mikilvægum tímamótum, eins og við skírnir, fermingar eða giftingar. Það felst ákveðin þversögn í því að standa utan þjóðkirkjunnar en þyggja jafnframt þá þjónustu sem kirkjan veitir því kirkjugjald þeirra sem standa utan þjóðkirkjunnar rennur óskert í ríkissjóð. Ísland sem eitt kjördæmi Ég vona innilega að Ísland verði eitt kjördæmi eftir fáein ár. Það er jafnréttimál að þingmenn í SV kjördæmi og NV kjördæmi hafi jafn mörg atkvæði á bak við sig. Það er mín trú að ef Ísland verður eitt kjördæmi hætti hrepparígurinn sem einkennir svo mjög íslensk stjórnmál, sem og kjördæmapotið. Enda eiga þingmenn hvaðanæva af landinu að bera hag Íslands og þjóðarinnar fyrir brjósti, þ.e. hag heildarinnar. Hvernig væri ef þingmenn að vestan myndu beita sér fyrir Vaðlaheiðagöngum og þingmenn úr Reykjavík myndu beita sér fyrir aukinni menntun á háskólastigi á Suðurlandi? Ég tel það hagsmunamál almennings að fá loksins að kjósa fólk en ekki stjórnmálaflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nú styttist í að kosið verði til stjórnlagaþings en það verður gert 27. nóvember nk. Á ferðum mínum um landið hefur mér sýnst mestur ágreiningur vera um tvö atriði en það er málefni þjóðkirkjunnar annars vegar og hugmyndarinnar um að Ísland verði eitt kjördæmi hins vegar. Þjóðkirkjan Í 62. gr. stjórnarskráarinnar segir að ríkið eigi að vernda og styðja við kirkjuna. Mér hefur alltaf þótt vænt um þjóðkirkjuna mína þó ég sé ekki trúaður maður. En er hægt að tala um þjóðkirkju ef innan við 2/3 landsmanna eru utan hennar? Svo er orðalag greinarinnar, að ríkið eigi að vernda og styðja við kirkjuna. Mætti ekki snúa þessu við og segja: kirkjan skal vernda og styðja íbúa landsins, því hlutverk kirkjunnar hefur í aldanna rás einmitt verið að styðja við þegna sína, veita þeim sálusorg í erfiðum aðstæðum og gleðjast með þeim á mikilvægum tímamótum, eins og við skírnir, fermingar eða giftingar. Það felst ákveðin þversögn í því að standa utan þjóðkirkjunnar en þyggja jafnframt þá þjónustu sem kirkjan veitir því kirkjugjald þeirra sem standa utan þjóðkirkjunnar rennur óskert í ríkissjóð. Ísland sem eitt kjördæmi Ég vona innilega að Ísland verði eitt kjördæmi eftir fáein ár. Það er jafnréttimál að þingmenn í SV kjördæmi og NV kjördæmi hafi jafn mörg atkvæði á bak við sig. Það er mín trú að ef Ísland verður eitt kjördæmi hætti hrepparígurinn sem einkennir svo mjög íslensk stjórnmál, sem og kjördæmapotið. Enda eiga þingmenn hvaðanæva af landinu að bera hag Íslands og þjóðarinnar fyrir brjósti, þ.e. hag heildarinnar. Hvernig væri ef þingmenn að vestan myndu beita sér fyrir Vaðlaheiðagöngum og þingmenn úr Reykjavík myndu beita sér fyrir aukinni menntun á háskólastigi á Suðurlandi? Ég tel það hagsmunamál almennings að fá loksins að kjósa fólk en ekki stjórnmálaflokka.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar